Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 66

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
07.02.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Margrét Polly Hansen Hauksdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Böðvar Guðbjörn Jónsson áheyrnarfulltrúi,
Stefán Ómar Jónsson starfsmaður skipulags,-bygg.- og umhverfissviðs, Sigurður Steinar Ásgeirsson Skrifstofu- og verkefnastjóri.
Fundargerð ritaði: Sigurður Steinar Ásgeirsson, Skrifstofu og verkefnastjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
3. 2401044 - Grímslækjarheiði - Hraunkvíar DSK og lýsing ASK
Lögð er fram aðalskipulagslýsing fyrir Ytri Grímslæk ÍB17. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er heimild fyrir 19 íbúðum á svæðinu en breytingin gengur út á að þeim sé fjölgað í 25. Samhliða er lagt fram deiliskipulag fyrir Hraunkvíar sem er innan ÍB17.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr 123/2010.

Umfjöllun um deiliskipulag er frestað, skipulagsfulltrúa er falið að ræða við skipulagshöfund staðsetningu lóðar undir sameiginlega sorpgeymslu, strætóskýli eða aðra þjónustu við hverfið.
4. 2401047 - Þorkelsheiði 2C, nýtt DSK
Lagt er fram nýtt DSK fyrir landið Þorkelsheiði 2 c. Til stendur að skipta landinu upp í 4 lóðir, þar af eina lóð fyrir íbúðarhús og 3 lóðir undir frístundahús. Skipulagið er í samræmi við aðalskipulag en þó ber að nefna að fjöldi samliggjandi lóða mun verða 5, sem er hámark án þess að svæðið sé skilgreint sem íbúasvæði í aðalskipulagi.
Afgreiðsla: Frestað. Leggja þarf fram mælingar sem sýna afkastagetu borholu í l/sek. Nefndin bendir á að fornminjar eru innan byggingarreita á uppdrætti.
6. 2303013 - DSK Breyting á deiliskipulagi Gljúfurárholt land 8 L199502
Málið kom fyrir síðasta fund skipulagsnefndar. Skipulagshöfundur leggur nú fram lagfærða deiliskipulagstillögu þar sem tækjaskemma hefur verið færð fjær vegi.

Sækja þarf um undanþágu til ráðherra fyrir því að byggingarreitur merktur Í1 fái að vera í sömu línu og byggingarreitur Í2. Fengist hafði undanþága hjá ráðherra fyrir reit úr fyrra deiliskipulagi Í1 sem nú hefur verið skipt í tvennt.

Afgreiðsla: Frestað. Kvöð um aðkomu skal vera skýrari að reit L2. Einnig má bæta við kvöð um aðkomu að öðrum reitum.
7. 2306049 - DSK Breyting á skipulagi hafnarsvæðis - landfylling
Fyrir nefndinni lá afstaða Skipulagsstofnunar til breytinga á deiliskipulagi hafnarsvæðis. Skipulagsstofnun telur að samhliða breytingu á deiliskipulagi þurfi að gera breytingu á aðalskipulagi áður en deiliskipulag verður birt í stjórnartíðindum.

Þegar deiliskipulagsbreytingin var unnin var það mat sveitarfélagsins að ekki væri þörf á að breyta aðalskipulagi samhliða. Byggði það meðal annars á ákvæðum í aðalskipulagi í kafla 3.1.7. er varðar hafnir og í kafla 4.2.4. er varðar vötn, ár og sjó. Í kafla 3.1.7. segir meðal annars: Innan hafnarsvæða er unnt að gera óverulegar breytingar á hafnarbakka, bryggjum og landfyllingum án þess að breyta þurfi aðalskipulagi, en gera skal grein fyrir slíkum breytingum í deiliskipulagi.
Í kafla 4.2.4. segir meðal annars: Heimilaðar eru breytingar á viðleguköntum og sjóvarnargörðum í samræmi við aðliggjandi landnotkun á landi og/eða deiliskipulag. Skipulagsstofnun mat það svo að sú breyting sem felst í deiliskipulaginu um landfyllinguna geti ekki talist óveruleg sbr. orðalag í kafla 3.1.7. Að öllu virtu var það mat stofnunarinnar að deiliskipulagið væri ekki í samræmi við aðalskipulag og breyting eins og þessi þyrfti aðalskipulagsbreytingu.

Lagt fram
8. 2308005 - Fyrirspurn um möguleika á stækkun lóðar Vesturbakki 12 L234342
Lóðarhafi fer þess á leit að lóð þeirra verði stækkuð til norðurs. Í sumar var sambærilegt erindi tekið fyrir þar sem lóðin var stækkuð, en núna er þess farið á leit að lóðin verði stækkuð enn frekar. Ekki er fyrirhugað að stækka byggingarreit á lóðinni og er viðbótin hugsuð svo langir vörubílar geti athafnað sig fyrir aftan húsið. Svæðið sem stækkunin nær yfir er og yrði óskipulagt land.

Fáist samþykki fyrir erindinu þarf lóðarhafi að leggja fram breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina þar sem stækkunin er endurspegluð og í kjölfarið yrði lóðin stækkuð.

Afgreiðsla: Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að lóðin verði stækkuð með fyrirvara um skermun fyrir innsýn frá vegi unnið í samráði við byggingarfulltrúa. Lóðarhafi þarf að leggja fram breytingu á deiliskipulagi áður en hægt verður að framkvæma lóðarstækkunina.
9. 2401043 - Hlíðarendi stofnun lóðar
Lögð er fram beiðni um að skipta landinu Hlíðarenda upp skv. meðfylgjandi lóðarblöðum svo hægt sé að stofna formlegar lóðir á landinu.
Afgreiðsla: Samþykkt
10. 2402003 - Hjallabraut 18 - Beiðni um heimild til að byggja bílskýli
Lagt er fram erindi þar sem farið er fram á heimild til að byggja Bílskýli við bílskúr að Hjallabraut 18. Bílskýlið myndi ekki hafa veruleg áhrif á nágranna þar sem það snýr út að verslunarhúsnæði og er í hvarfi frá öðrum íbúðum.
Afgreiðsla: Samþykkt. Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br. Tillagan verði grenndarkynnt með bréfi til lóðarrétthafa eftirtalinna lóða: Skálholtsbraut 17, Hjallabraut 16.
11. 2402004 - Reisn masturs fyrir timelapse myndatöku
GeoSalmo fara þess á leit að fá að reisa 30 metra hátt rétt fyrir austan byggingasvæði þar sem þau eru að fara að hefja framkvæmdir. Fyrir liggur að um verulega stórt verkefni er að ræða og hafa þeir hug á að festa alla uppbygginguna á myndband með timelapse myndavél sem mun halda sama ramma út allan byggingartímann. Að loknum framkvæmdum mun mastrið verða fjarlægt en einu ummerki þess verða steypuboltar sem notaðir eru til að festa stög mastursins við jörðu.
Afgreiðsla: Samþykkt
12. 2402005 - Unubakki 4 - Black beach guesthouse - stækkun lóðar
Fyrirtækið rekur gistiheimili undir nafninu Black Beach guesthouse að Unubakka 4. Fjöldi gesta hefur farið stigvaxandi undanfarin ár og telja rekstraraðilar nauðsynlegt að stækka reksturinn og vilja bæta við allt að 50 gistirýmum auk veitingastaðar.

Þess er farið á leit að lóð gistiheimilisins verði stækkuð í suður inn á lóð sem er nú í eigu sveitarfélagsins. Á þeirri lóð er grasblettur í dag.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að fela skipulagsfulltrúa að stofna lóðina og auglýsa til úthlutunar. Úthlutun skuli þannig háttað að lóðinni sé úthlutað til þess verslunar og þjónustuverkefnis sem best myndi þjóna þessu svæði m.t.t. komandi miðbæjar o.s. frv.
Mál til kynningar
1. 2402002 - wpd Ísland - Vindmyllugarður í Ölfusi
Fulltrúar frá wpd Ísland ehf. koma fyrir fundinn og kynna áform um að reisa vindmillugarð í Ölfusi. Gerðar hafa verið rannsóknir sem lofa góðu en svo hægt sé að fara í nánari rannsóknir þarf að láta gera umhverfismat og ráðast í frekari fjárfestingu.
Wpd hafa farið þess á leit að gera samning um einkarétt á rannsóknum varðandi vindorku á tilteknu svæði í ölfusi.

Lagt fram.
2. 2402008 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - ON - Svelgholur til losunar skiljuvatns
ON óska eftir framkvæmdaleyfi til að bora nýjar svelgholur fyrir Hellisheiðarvirkjun. Fulltrúar ON munu koma fyrir fundinn til að kynna framkvæmdina. Þau mæta kl. 8:45
Kynningu frestað.
5. 2306014 - DSK Akurholt ný íbúðar-, frístunda-, iðnaðar-, verslunar og þjónustusvæði
Í júní 2023 lagði skipulagshöfundur fram deiliskipulag fyrir nýtt íbúðar, frístunda, iðnaðar, verslunar og þjónustusvæði í Akurholti. Brugðist hefur verið við athugasemdum og hefur skipulagshöfundur nú lagt fram leiðrétt skipulag. Skipulagið er í yfirferð hjá sveitarfélaginu og stendur til að leggja það fyrir fund nefndarinnar 21. febrúar. Gögn eru lögð fram nú til kynningar og upplýsinga.
Afgreiðsla: lagt fram. Nefndin beinir því til skipulagsfulltrúa að óska eftir því við skipulagshöfund að fá kynningu á næsta skipulagsfundi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?