Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 8

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
18.06.2020 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Björn Kjartansson varamaður,
Þór Emilsson formaður,
Harpa Þuríður Böðvarsdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson 1. varamaður,
Gunnlaugur Jónasson Skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að eitt mál væri tekið fyrir með afbrigðum. það er mál 24 á dagskrá, Samþykkt


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1802028 - DSK Deiliskipulag Gljúfurárholt 2. áfangi. Hellu- og Holtagljúfur
Landeigandi biður um að Skipulags- og umhverfisnefnd skýri heimildir sem felast í gildandi aðalskipulagi varðandi Gljúfurárholt áfanga 2 - Hellu - og Holtagljúfur og leyfi til útbyggingar á því landi sbr. minnisblað í viðhengi, þar sem bent er á að í aðalskipulagi sé vitnað í deiliskipulag svæðisins sem aldrei tók gildi en það innihélt 5 lóðir sem voru 2500 fermetrar en ekki 5000 eins og almennt er gerð krafa um í gildandi aðalskipulagi. Því opni gildandi aðalskipulag á útbyggingu með minni lóðum.
Rétt er að talað er um "þétta byggð skv. fyrirliggjandi deiliskipulagi" í töflu bls. 31 í gildandi aðalskipulagi eins og bent er á.

Landeigandi leggur nú fyrir tillögu að deiliskipulagi með 40 einbýlishúsalóðum sem eru frá 2500 upp í 3500 fermetrar hver.

Afgreiðsla: Samþykkt. Fallist er á það sjónarmið að aðalskipulag leyfi að hluti lóðanna í áfanga 2 verði allt niður að 2500 fermetrum að stærð. Áréttað er að gildandi aðalskipulag leyfi að hámarki 40 íbúðir á svæðinu.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. að tveim skilyrðum uppfylltum.

-Gerður verði samningur um uppbyggingu og uppbyggingarhraða milli sveitarfélags og landeiganda.
-Landeigandi leggi fram staðfestan samningi um tengingu við vatnsveitu vegna neysluvatns og slökkvivatns.

2. 2005037 - DSK Dimmustaðir fjórar lóðir
Á síðasta fundi var samþykkt að vinna mætti deiliskipulag af landinu Dimmustaðir sem miðaðist við að skipta því upp í fjórar lóðir. Nú leggur verkfræðistofan Efla fram skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag til samþykktar.
Afgreiðsla: Samþykkt. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna lýsinguna fyrir umsagnaraðilum og íbúum í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
3. 1901030 - DSK Gljúfurárholt land 8
Gljúfurárholt land 8.
Inngangur: Tillagan kemur nú fyrir nefndina eftir auglýsingu. Skipulagsstofnun gerði athugasemd við að reiðskemma og vélageymsla séu einungis 40 m frá vegi en ekki 50 eins og skipulagsreglugerð segir til um. Þetta hefur nú verið lagfært á viðlögðum uppdráttum.

Afgreiðsla: Samþykkt. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að ljúka málinu með auglýsingu í B-deild í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
4. 1904035 - DSK Gljúfurárholt land 10
Málið hefur komið fyrir nefndina áður. Ýmsar smáleiðréttingar hafa verið gerðar á uppdrættinum, möguleg hús í byggingarreitum voru sýnd en hafa verið fjarlægð og stafsetning og orðalag bætt. Beðið er eftir undanþágu um fjarlægð íbúðarhúss frá vegi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti.
Afgreiðsla: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 1. málsgr. 42 gr. í skipulagslögum 123/2010 m.s.br.
5. 1903049 - DSK Gljúfurárholt 13 og 14
Málið hefur komið fyrir nefndina áður en ýmsar smáleiðréttingar hafa verið gerðar á uppdrættinum, möguleg hús voru sýnd á uppdrætti en hafa verið fjarlægð, fjarlægð húss til landbúnaðarnota frá vegi verið aukin lítillega og stafsetning og orðalag bætt.
Afgreiðsla: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði send til Skipulagsstofnunar og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi 1. málsgr. 42 gr. í skipulagslögum 123/2010 m.s.br.
6. 1904001 - DSK Gljúfurárholt 23 og 24
Málið kemur nú fyrir nefndina eftir auglýsingu. Það hefur tekið ýmsum smábreytingum, m.a. hefur vegtenging við Hvammsveg verið bætt og fjarlægð húss til landbúnaðarnota frá vegi verið aukin lítillega.
Afgreiðsla: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst í B-deild stjórnartíðinda í samræmi við 1. málsgr. 42 gr. í skipulagslögum 123/2010 m.s.br.
7. 1506070 - ASK og DSK Þorlákshöfn Skipulagsmál á hafnarsvæði
Aðal- og deiliskipulag fyrir athafnasvæði í Þorlákshöfn var sent til Skipulagsstofunnar til lokameðferðar og birtingar í B-deild viku áður en ársfrestur sem er frá auglýsingatíma var liðin en hann rann út þann 4. maí 2020. Skipulagsstofnun samþykkti að auglýsa aðalskipulagið í B-deild Stjórnartíðinda en gerði athugasemdir við deiliskipulagið.
Þetta þýddi að ekki tókst að auglýsa deiliskipulagið í B-deild áður en ársfrestur var liðinn og að auglýsa þarf tillöguna aftur þegar tekið hefur verið tillit til athugasemda Skipulagstofnunnar.
Veigamesta athugasemdin fjallar um að gera þurfi umhverfismat vegna hins stóra nýja suðurgarðs sem er í gildandi aðalskipulagi og er innan marka deiliskipulagsins og einnig þurfi að gera umhverfismat um efnistökuna úr námunum sem efnið í hann kemur úr.
Eins er gerð athugasemd við það að á nokkrum lóðum sé gefið upp nýtingarhlutfall í töflu en ekki sýndur byggingarreitur á korti auk nokkurra „minni háttar“ athugasemda.
Lagt til að mörkum deiliskipulagssvæðisins verði breytt þannig að suðurgarðurinn verði utan þess og ekki þurfi að gera grein fyrir umhverfisáhrifum sem bygging hans veldur þar sem ekki eru nein áform um að byggja hann að svo stöddu. Einnig er lagt til að aðrar ábendingar/athugasemdir frá Skipulagsstofnun verði lagfærðar eftir því sem við á.

Afgreiðsla: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt með þegar athugasemdir Skipulagsstofnunnar sem kynntar voru á fundinum hafa verið lagfærðar og auglýst að nýju í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
8. 1904023 - ASK og DSK Mói - Uppbygging íbúðabyggðar
Skipulagsstofnun hefur nú yfirfarið gögnin en skv. skipulagslögum þarf hún að gefa grænt ljós á auglýsingar af aðalskipulagsbreytingum. Hún gerði athugasemdir við gögnin sem sjá má í fylgiskjali.
Helstu athugasemdir snúa að kafla um umhverfismat sem vantar í greinargerðir, skilgreiningu á hæðarfjölda, lóðir, bílastæðum og fyrirkomulagi þeirra. Þessu hefur veri brugðist við að mestu.

Afgreiðsla: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að eftir að athugasemdir sem fram koma í bréfi skipulagsstofnunar hafa verið endanlega lagfærðar, verði skipulagsfulltrúa falið að auglýsa tillögurnar í samræmi við 1. málsgr. 36. gr. og 1. málsgr. 42. grein gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
9. 1706010 - DSK Norðurhraun
Nú er komið að því að auglýsa aðal- og deiliskipulagsbreytingu vegna Norðurhrauns.
Breyting aðalskipulags felst í því að íbúðum í reit Í-6 í Þorlákshöfn er fjölgað úr 51 í 75 og þéttleiki byggðar eykst úr 9,4 íb/HA í 13,8.
Breyting deiliskipulagsins tekur að mestu til húsgerðar og lóðaskiptingar en aðrir þættir eru einnig endurskoðaðir svo sem lóðarmörk, bílastæðafjöldi og gönguleiðir.
Lögð er fram lýsing á aðalskipulagsbreytingu og aðal og deiliskipulagsbreyting.

Afgreiðsla: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að lýsing aðalskipulagsbreytingar, aðal- og deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við gr 30., 31. og 1. málsgrein 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
10. 2006029 - DSK Deiliskipulagsbreyting Mánastaðir 1 og 2 - Kambastaðir
Landeigendur Kambastaða sækja um að breyta deiliskpulagi. Á landinu má skv. nýsamþykktu deiliskipulagi byggja 5 metra hátt íbúðarhús og 8 metra háa skemmu. Sót er um að hámarks hæð íbúðarhús verði 9 metrar og eins vilja eigendurnir auka byggingarmagn lítillega. Skv. deiliskipulagi má byggja ca 600 m2 í allt á landinu en þeir óska eftir að þar megi byggja 850 m2 sem er vel innan við 0,05 nýtingarhlutfall í gildandi aðalskipulagi.
Afgreiðsla: Samþykkt. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að málið verði samþykkt til auglýsingar í samræmi við 1 málsgr. 41. gr og 1 málsgr. 43. grein Skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
11. 2006007 - Skilti við þjóðveginn
Landeigandi óskar að setja upp skilti við þjóðveginn skammt frá gistihúsi sínu við Hjarðarból. Skiltið er um 4 metra hátt og breitt og hugmyndin er að auglýsa fyrir verslunarkeðjuna Lindex sem opnar fljótlega verslun á Selfossi.
Afgreiðsla: Synjað. Samræmist ekki reglum um skilti í Sveitarfélaginu Ölfus
12. 2006017 - 30 km hámarkshraði í hverfinu Berg
Á síðasta fundi var fjallað um erindi íbúa um hraðhindranir við Knarrarberg sem tekið var jákvætt í. Komið hefur í ljós að vandamálið er ekki einungis bundið við þessa götu heldur hverfið í heild og erfitt er að koma hraðahindrunum fyrir á þessum stað þar sem mikið er um innkeyrslur í götunni og gatan breið með stæðum beggja vegna.
Því er talið betra að setja þrengingar og merkingar við innkomurnar tvær inn í hverfið, í Knarrarbergi og Setbergi, með 30 km/klst hámarkshraðaskiltum og málað verði "30" þar fyrir innan og á fleiri stöðum í hverfinu sbr. skissa í viðhengi. Þetta yrði til samræmis við önnur íbúðahverfi bæjarins sem eru með 30 km/klst hámarkshraða.

Afgreiðsla: Samþykkt að Bergin verði með 30 km hámarkshraða og skipulagsfulltrúa falið að senda erindi til lögreglustjórans á Suðurlandi þar um og Framkvæmdadeild falið að útfæra breytinguna.
13. 2006016 - Hraðakstur og þungaumferð gegnum Búðahverfi
Borist hafa kvartanir yfir umferð stórra ökutækja eftir Biskupsbúðum gegnum Búðahverfi að hesthúsum og iðnaðarsvæði. Leiðinni frá hesthúsum að Nesbraut hefur verið lokað til prufu sem hefur valdið óánægju.
Afgreiðsla: Samþykkt bæta vegþrengingar og merkingar á hámarkshraða við Biskupsbúð frekar. Málinu vísað til framkvæmdadeildar til útfærslu.
14. 2006014 - Staða Vöruflutningabíla í óleyfi í bænum
Kvartað hefur verið yfir vöruflutningabílum sem oft er lagt á nokkrum stöðum í bænum nærri íbúðahverfum, í stað þess að vera lagt á trukkaplaninu við Frostfisk. Af þessu hlýst ónæði sem truflar hinn almenna borgara, oft snemma morguns.
Í mynd í viðhengi má sjá bíla sem standa í enda Selvogsbrautar á malarhlutanum og eins standa oft bílar á malarplani við Finnsbúð.
Óheimilt er að leggja stórum bílum í íbúðargötum skv. 3. málsgr. 19. gr. lögreglusamþykktar sem hljóðar svo:

"Vörubifreiðum sem eru 4 tonn að leyfðri heildarþyngd eða meira og fólksflutningabifreiðum sem flytja mega 10 farþega eða fleiri má ekki leggja á götum eða almenningsbifreiðastæðum nema þau séu til þess ætluð. Bann þetta gildir einnig um hvers konar vinnuvélar og dráttarvélar án tillits til þunga þeirra."

Afgreiðsla: Skipulagsfulltrúa falið að hafa uppá þeim fyrirtækjum sem eiga bílana og senda þeim athugasemd við þetta atferli. Eins að hafa samband við lögregluna og óska eftir að hún framfylgi lögreglusamþykktinni með því að sekta fyrir þetta og stefnt verði að því setja upp öryggismyndavélar við trukkaplanið.
15. 2006022 - Umhverfisverðlaun Ölfuss
Umhverfisstjóri Ölfus biður Skipulags- og umhverfisnefnd að fjalla um með hvað hætti Umhverfisverðlaunum Ölfuss skuli úthlutað og leggur til að nefndin skipi tvo menn með sér í sérstaka úthlutunarnefnd.
Afgreiðsla: Samþykkt. Nefndin skipar Hörpu Þ. Böðvarsdóttur og Björn Kjartansson til að sitja í úthlutunarnefnd með Umhverfisstjóra.
16. 2003006 - Borholur - Ísþór Nesbraut 23-27
Ísþór sækir um að fá leyfi til að bora á lóð sinni eftir ferskvatni. þeir hyggjast ekki auka vatnstöku umfram þá 350 m/s sem þeir eru með leyfi fyrir , heldur tryggja sér jafnt og stöðugt vatnsrennsli þar sem núverandi brunnur er ekki "stöðugur". Þeir óska því eftir að bora tvær holur í samræmi við mynd í viðhengi.
Afgreiðsla: Samþykkt að leyfa umrædda borun á lóð Ísþórs
17. 2003010 - DSK Lækur II - lóð 3
Byrjað var að skipta landinu lækur 2 upp í þrjá hluta á árunum 2001-2004 en málið stoppaði á þeim tíma hjá sýslumanni vegna formgalla.

Nýr eigandi hluta lóðarinnar Lækur II, lóð (merkt Lækur 2C á korti í viðhengi), óskar eftir að þessari skipting landsins í þrjá hluta verið lokið.
Nýlega festi viðkomandi kaup á landinu Lækur 2C, sem er 5,1 HA en fær ekki að þinglýsa því á sitt nafn þar sem hlutinn er ekki til í þjóðskrá.

Afgreiðsla: Samþykkt að skipta landi upp í þrjá hluta sbr. meðfylgjandi gögn
18. 2006024 - Vegsvæði Þrastarvegur 5 umsókn um stofnun lóðar undir vegsvæði
Vegagerðin sækir um að stofna lóð út úr lóðinni Þrastarvegur 5, lnr. 172238, vegna breikkunar Suðurlandsvegar. Stærð upprunalóðarinnar er 12200 m2 en lóðin sem skipt er út verður 7228 m2
Afgreiðsla: Samþykkt
19. 2006033 - Vegsvæði - Þrastarvegur 7 umsókn um stofnun lóðar
Vegagerðin óskar eftir að skipta út lóð úr landinu Þrastarvegur 7 landnúmer 172240. Stærð upprunalandsins er 9500 m2 og útskipta lóðin er 3953 m2
Afgreiðsla: samþykkt
20. 2006034 - Vegsvæði - Þrastarvegur 9 umsókn um stofnun lóðar
Vegagerðin óskar eftir að stofna lóð úr landinu Þrastarvegur 9, lnr. 172242. Stærð upprunalandsins er 9900 mw2 og útskipta eignin er 1987
Afgreiðsla: samþykkt
21. 2006031 - Vegsvæði - Kögunarhóll stofnun lóðar
Vegagerðin sækir um að stofna land undir vegsvæði úr landi Kögunarhóls, lnr. 204222, í samræmi við gögn í viðhengi. Upprunalandið er 18 HA en nýja útskipta lóðin er 12446 m2
Afgreiðsla: samþykkt
22. 2006030 - Vegsvæði Ásnesi stofnun á lóð
Vegagerðin sækir um að stofna lóð undir vegsvæði úr landinu Árnes, lnr. 204163, í samræmi við gögn í viðhengi. Upprunalandið er 20,7 HA en útskipta lóðin 681 m2
Afgreiðsla: samþykkt
23. 2006032 - Kirkjuferjuhjáleiga stofnun lóðar
Eigandi óskar eftir að fá að stofna lóð úr landinu Kirkjuferjuhjáleigu, lnr. 171749. Nýja lóðin er 2,7 HA sýnd með nafnið Ferjukot 2 á lóðarblaði í viðhengi. Upprunalandið er 125,8 HA
Afgreiðsla: samþykkt
24. 2006039 - Vatnsbólið Berglind - girðing og merking
Tillaga kom fram á fundinum um að girða vatnsbólið Berglindi af þar sem umgangur að því er galopin eins og er og það ómerkt.
Afgreiðsla: Samþykkt að beina því til vatnsveitustjóra og umhverfisstjóra að bæta merkingu/merkingar og vatnsbólið verði girt af.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
25. 2005060 - Umsögn breyting á aðalskipulagi Kópavogs
Skipulagsstjóri Kópavogs óskar eftir umsögn um breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs vegan Fannborgar og Traðarreit-vestur nærri Hamraborg í Kópavogi. Um er að ræða aukningu á íbúðamagni og ný fjölbýlishús á svæðinu. Fyrir liggur tillaga að umsögn sem skipulagsfulltrúi hefur unnið þar sem ekki er gerð athugasemd við breytinguna.
Afgreiðsla: Ekki er gerð athugasemd við tillögu Kópavogsbúa. Skipulagsfulltrúa falið að senda umsögn í samræmi við fyrirliggjandi drög.
26. 2006008 - Umsögn um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur - sértæk búsetuúrræði
Reykjavíkurborg biður um umsögn um breytingu á aðalskipulagi. Um er að ræða ýmsar smábreytingar á nokkrum stöðum í borginni t.d. Arnarbakka, Eddu- og Völufelli, Rangárseli, Háaleitis- og Miklubraut, Furugerði , Bústaðavegi, Vindás og Brekkuás.
Afgreiðsla: Ekki fæst séð að breytingin snerti hagsmuni Ölfuss og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytinguna en felur skipulagsfulltrúa að svara Reykjavíkurborg í samræmi við meðfylgjandi drög að umsögn.
27. 2006010 - Umsögn um breytt aðalskipulag Reykjavíkur í Skerjafirði
Umhverfis og skipulagssvið Reykjavíkur biður um umsögn vegna breytingar á aðalskipulagi, hér er um breytingu á íbúðabyggð í Skerjafirði að ræða
Afgreiðsla: Umhverfis og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytingartillöguna og felur Skipulagsfulltrúa að svara í samræmi við fyrirliggjandi drög að umsögn
28. 2006011 - Umsögn - breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur - Snarfarahöfn
Umhverfis og skipulagssvið Reykjavíkur biður um umsögn vegna breytingar á aðalskipulagi, núna er um breytingu á smábátahöfn Snarfara í Elliðavogi.
Afgreiðsla: Umhverfis og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytingartillöguna og felur Skipulagsfulltrúa að svara í samræmivið fyrirliggjandi drög að umsögn
29. 2006019 - Umsögn um 2500 tonna fiskeldi Laxabraut 9 - Laxar Fiskeldi ehf
Skipulagsstofnun biður um umsögn sveitarfélagsins um stækkun Laxa fiskeldis ehf á stöð sinni við Laxabraut 9. Framleiðsla verður 2500 tonn af laxi og laxaseiðum eftir stækkunina.
Afgreiðsla: Samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að senda umsögn í viðhengi til Skipulagsstofnunar eftir að prentvilla hefur verið löguð og umsögninni breytt lítillega í samræmi við umræður á fundinum.
Fundargerðir til staðfestingar
30. 2006005F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 13
Afgreiðsla: Fundargerðin samþykkt í heild
30.1. 2006020 - Umsókn um lóð
Leiguþjónustan ehf. sækir um Núpahraun 1-5 fyrir raðhús.
Afgreiðsla: Samþykkt
30.2. 2005062 - Umsókn um lóð
Björk Tómasdóttir sækir um Þurárhraun 19 fyrir einbýlishús, sótt er um lóðina Þurárhraun 27 til vara.
Afgreiðsla: Samþykkt að úthluta lóðinni Þurárhraun 27, þar sem Þurárhraun 19 er ekki laus.
30.3. 2005064 - Umsókn um lóð
Sigurbjörn Óli Ágústsson f/h Einingaverksmiðjan ehf. sækir um lóðirnar Víkursand 3 og 5.
Afgreiðsla: Samþykkt.
30.4. 2006015 - Umsókn um lóð
Kolbrún Eysteinsdóttir sækir um Þurárhraun 37 fyrir einbýlishús.
Afgreiðsla: Samþykkt.
30.5. 2006002 - Gata Litla og Stóra 171702 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Jens Karl Bernharðsson sækir um f/h Selvogsgata. ehf byggingarleyfi fyrir Verslunar- og þjónustuhús samkv. teikningum dags. 10.05.2020
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
30.6. 2006018 - Unubakki 23 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Hjörleifur Sigurþórsson f/h Króksafl ehf Sækir um byggingarleyfi fyrir Iðnaðar- og geymsluhúsnæði samkv. teikningum frá Rerum ehf. dags. 04.06.2020
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
30.7. 2005063 - Gljúfurárholt land13 0 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Runólfur Björn Gíslason sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi samkv. teikningum frá Kvarða ehf. dags. 14.okt. 2020
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?