Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 100

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
13.10.2025 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Guðlaug Einarsdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Guðmundur Oddgeirsson áheyrnarfulltrúi,
Sigurður Steinar Ásgeirsson skipulagsfulltrúi,
Kristina Celesova .
Fundargerð ritaði: Sigurður Steinar Ásgeirsson, Skrifstofu- og verkefnastjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2510042 - Kynning á fundi - Auglýsingaskilti í Þorlákshöfn
Fulltrúi frá M26 ehf. mun koma fyrir fundinn og ræða um mgulega uppsetning á auglýsingaskiltum í sveitarfélaginu.
Kynnt á fundinum.
2. 2509010 - Bolaölduvirkjun - Beiðni um heimild til að vinna aðalskipulagsbreytingu og nýtt deiliskipulag
Fyrirtækið Reykjavík Geothermal leggur fram formlega beiðni til að hefja vinnu við gerð aðalskipulagsbreytingar og nýs deiliskipulags við Fjallið Eina í Ölfusi.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar:

Tekið til atkvæðagreiðlsu: Samþykkt samhljóða.

Heimild veitt, skipulagsvinnan taki mið af því að mannvirki falli sem best að umhverfinu. Leitast er eftir að aðkoma verði um Bláfjallaafleggjara.

Bókun frá Guðmundi Oddgeirssyni, áheyrnarfulltrúa.

Í skjalinu “Matsskyldufyrirspurning“, sem var kynnt á fundi SU nr. 95, er ítrekað talað um Bolaölduna sem virkjunarsvæðið en eins og hefur verið rætt á fyrri fundum Skiplags- og umhverfisnefndar gefur það heiti villandi mynd af staðsetningu væntanlegrar virkjunar sunnan Bláfjalla við Fjallið eina, nú kölluð Ölfusvirkjun.
Glögglega kemur fram í skjalinu að mikil óvissa er um hvar er að finna vænlegt svæði til virkjunar og þá helst til suðurs en síst til norðurs þar sem Bolaalda er, rétt við Litlu Kaffistofuna.
Til stendur að fara yfir óraskað svæði með vegum og borplönum og matskyldufyrirspurnin tekur bara mið af því. Ekki er ætlunin að taka fyrir heildarmat hver áhrif fyrirhugaðrar stórvirkjunar, 100mW í raforku og rúmlega annað eins í vatni, geti haft á umhverfið og þar með talið vatnshlot. Það eru vonbrigði að Skipulagsstofnun skuli hafa ákveðið þann 10.7.2025 að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Guðmundur Oddgeirsson áheyrnarfulltrúi Íbúalistans.
3. 2509066 - Öryggismál við Hraunhamra
Borist hefur ábending frá íbúa um umferð ferðamanna að hraunhömrum, við Ísþór. Svo virðist sem staðurinn hafi verið merktur inn á google maps fyrir um 8 mánuðum síðan og frá þeim tíma hafa ferðamenn í auknum mæli farið að heimsækja staðinn. Hann er með 4,5 stjörnur í einkunn á google.
Eftir því sem umferð eykst, aukast líkur á slysum og því er lagt til að koma fyrir upplýsingaskiltum sem vara við þeim hættum sem geta fylgt miklu brimi.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin þakkar ábendinguna.
4. 2509068 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - uppseting jarðskjálftastöðva
Lagt er fram erindi frá ÍSOR og Carbfix hf. þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu þriggja jarðskjálftamælistöðva á Hafnarsandi og Nessandi.
Markmið framkvæmdarinnar er að vakta jarðskjálftavirkni í tengslum við fyrirhugaða starfsemi Coda stöðvarinnar í Ölfusi. Stöðvarnar verða reknar af ÍSOR og staðsettar innan 3 km radíuss frá borholu CTE-03. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist um leið og leyfi liggur fyrir og að þeim ljúki fyrir 1. júní 2026. Framkvæmdir felast í uppsetningu fónstæðis og mastra með tilheyrandi jarðskjálftamæli og fjarskiptabúnaði sem gengur fyrir vind- og sólarorku. Fyrir liggur samþykki landeiganda Nessands fyrir framkvæmd á hans landi.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt fyrir uppsetningu jarðskjálftamælistöðva á Hafnarsandi og Nessandi í samræmi við fyrirliggjandi umsókn og að leyfið verði gefið út skv. reglugerð nr. 772/2012. Skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út leyfið.
5. 2510005 - Breyting á staðfangi - Fjallsbraut 5,6,8,10,12 og vegsvæði
Lóðarhafi Fjallsbraut 5, 6, 8, 10, 12 og vegsvæði óskar eftir breytingu á staðfangi. Breytingin verður sem hér segir:
- Fjallsbraut 5 ? verður Fagurgerði 1
- Fjallsbraut 12 ? verður Fagurgerði 3
- Fjallsbraut 10 ? verður Fagurgerði 5
- Fjallsbraut 8 ? verður Fagurgerði 7
- Fjallsbraut 6 ? verður Fagurgerði 9
- Fjallsbraut vegsvæði ? verður Fagurgerði vegsvæði

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Samþykkt.
6. 2510043 - Bréf með ályktun vegna skógræktar
Lagt er fram bréf með ályktun Skógræktarfélags Íslands varðandi skipulagsmál nýskógræktar.
Lagt fram.
7. 2510044 - Ósk um stækkun lóðar - Nesbraut 8
Fyrirtækið Dolos ehf., lóðarhafi að Nesbraut 8 leggur fram beiðni um stækkun lóðarinnar svo hægt sé að koma fyrir allt að 10.000 m2 atvinnuhúsnæði. Húsnæðið verður notað sem vöruhús fyrir laxafóður sem er ætlað til notkunar fyrir fiskeldi á Laxabraut.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar:
Nefndin tekur jákvætt í erindið og telur að tilgreind lóðastækkun falli að framtíðarskipulagi svæðisins, það er að segja að vöruhús tengt hafnsækinni þjónustu og stoðkerfi fiskeldis fari vel á þessum stað. Í samræmi við fordæmi þegar atvinnulóðir eru stækkaðar inn á óskipulagt svæði vísar nefndin formlegri úthlutun og viðeigandi samningagerð til bæjarráðs. Vísast þar ma. til þess fordæmis þegar lóðir First Water, Landeldisstöðvarinnar Thor og fl. voru stækkaðar inn á óskipulagt svæði.
Nefndin mælist til þess að úthlutun verði gerð með fyrirvara um heildstætt deiliskipulag á svæðinu og vísast það til H3 skipulagshóps. Mikilvægt er að hafa í huga að ásýnd svæðisins og útlit húsa skiptir miklu máli og því mikilvægt að kröfur um útlit, hæð húsa, lykt- og ljósmengun séu gerðar í deiliskipulagi vegna nálægðar við íbúabyggð og útivistarsvæði.
Þá telur hún æskilegt að lóðarúthlutun skuli vera bundin skilyrðum úthlutunarreglna sveitarfélagsins um framkvæmdahraða, gatnagerðargjöld o.s.frv.

Bókun Guðmundar Oddgeirssonar áheyrnarfulltrúa:
Tel að ekki eigi að samþykkja stækkun lóðar vegna áforma um að reisa 10 þúsund fermetra skemmu sem væntanlega yrði yfir 10 metrar í hæð svona nærri íbúðabyggð. Nærtækara væri að reisa skemmuna á iðnaðarsvæðinu á Víkursandi sem er þá mitt á milli landeldisstöðvanna. Áhrif á íbúðabyggð vegna aksturs yrði minni en ef skemman verði reist á Nesbraut.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?