| |
1. 2510042 - Kynning á fundi - Auglýsingaskilti í Þorlákshöfn | |
Kynnt á fundinum. | | |
|
2. 2509010 - Bolaölduvirkjun - Beiðni um heimild til að vinna aðalskipulagsbreytingu og nýtt deiliskipulag | |
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar:
Tekið til atkvæðagreiðlsu: Samþykkt samhljóða.
Heimild veitt, skipulagsvinnan taki mið af því að mannvirki falli sem best að umhverfinu. Leitast er eftir að aðkoma verði um Bláfjallaafleggjara.
Bókun frá Guðmundi Oddgeirssyni, áheyrnarfulltrúa.
Í skjalinu “Matsskyldufyrirspurning“, sem var kynnt á fundi SU nr. 95, er ítrekað talað um Bolaölduna sem virkjunarsvæðið en eins og hefur verið rætt á fyrri fundum Skiplags- og umhverfisnefndar gefur það heiti villandi mynd af staðsetningu væntanlegrar virkjunar sunnan Bláfjalla við Fjallið eina, nú kölluð Ölfusvirkjun. Glögglega kemur fram í skjalinu að mikil óvissa er um hvar er að finna vænlegt svæði til virkjunar og þá helst til suðurs en síst til norðurs þar sem Bolaalda er, rétt við Litlu Kaffistofuna. Til stendur að fara yfir óraskað svæði með vegum og borplönum og matskyldufyrirspurnin tekur bara mið af því. Ekki er ætlunin að taka fyrir heildarmat hver áhrif fyrirhugaðrar stórvirkjunar, 100mW í raforku og rúmlega annað eins í vatni, geti haft á umhverfið og þar með talið vatnshlot. Það eru vonbrigði að Skipulagsstofnun skuli hafa ákveðið þann 10.7.2025 að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Guðmundur Oddgeirsson áheyrnarfulltrúi Íbúalistans. | | |
|
3. 2509066 - Öryggismál við Hraunhamra | |
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin þakkar ábendinguna. | | |
|
4. 2509068 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - uppseting jarðskjálftastöðva | |
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt fyrir uppsetningu jarðskjálftamælistöðva á Hafnarsandi og Nessandi í samræmi við fyrirliggjandi umsókn og að leyfið verði gefið út skv. reglugerð nr. 772/2012. Skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út leyfið. | | |
|
5. 2510005 - Breyting á staðfangi - Fjallsbraut 5,6,8,10,12 og vegsvæði | |
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Samþykkt. | | |
|
6. 2510043 - Bréf með ályktun vegna skógræktar | |
Lagt fram. | | |
|
7. 2510044 - Ósk um stækkun lóðar - Nesbraut 8 | |
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin tekur jákvætt í erindið og telur að tilgreind lóðastækkun falli að framtíðarskipulagi svæðisins, það er að segja að vöruhús tengt hafnsækinni þjónustu og stoðkerfi fiskeldis fari vel á þessum stað. Í samræmi við fordæmi þegar atvinnulóðir eru stækkaðar inn á óskipulagt svæði vísar nefndin formlegri úthlutun og viðeigandi samningagerð til bæjarráðs. Vísast þar ma. til þess fordæmis þegar lóðir First Water, Landeldisstöðvarinnar Thor og fl. voru stækkaðar inn á óskipulagt svæði. Nefndin mælist til þess að úthlutun verði gerð með fyrirvara um heildstætt deiliskipulag á svæðinu og vísast það til H3 skipulagshóps. Mikilvægt er að hafa í huga að ásýnd svæðisins og útlit húsa skiptir miklu máli og því mikilvægt að kröfur um útlit, hæð húsa, lykt- og ljósmengun séu gerðar í deiliskipulagi vegna nálægðar við íbúabyggð og útivistarsvæði. Þá telur hún æskilegt að lóðarúthlutun skuli vera bundin skilyrðum úthlutunarreglna sveitarfélagsins um framkvæmdahraða, gatnagerðargjöld o.s.frv.
Bókun Guðmundar Oddgeirssonar áheyrnarfulltrúa: Tel að ekki eigi að samþykkja stækkun lóðar vegna áforma um að reisa 10 þúsund fermetra skemmu sem væntanlega yrði yfir 10 metrar í hæð svona nærri íbúðabyggð. Nærtækara væri að reisa skemmuna á iðnaðarsvæðinu á Víkursandi sem er þá mitt á milli landeldisstöðvanna. Áhrif á íbúðabyggð vegna aksturs yrði minni en ef skemman verði reist á Nesbraut. | | |
|