Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 5

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
19.03.2020 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Björn Kjartansson varamaður,
Þór Emilsson formaður,
Hrafnhildur Árnadóttir aðalmaður,
Jón Páll Kristófersson aðalmaður,
Harpa Þuríður Böðvarsdóttir aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason skipulags- og byggingarfulltrúi, Gunnlaugur Jónasson Skipulagsfulltrúi, Davíð Halldórsson umhverfisstjóri.
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi
Í upphafi fundar óskar formaður eftir að taka eitt mál inn með afbrygðum, mál nr. 25 á dagskrá.


Dagskrá: 
Almenn mál
2. 2002018 - Reglur um stöðuleyfi
Lagðar eru fyrir nefnd nýjar reglur um stöðuleyfi til samþykktar.
Afgreiðsla: Samþykkt
3. 2002002 - 5.000 tonna fiskeldi Landeldis ehf. við Laxabraut 21-25

Skipulagslýsing fyrir 5000 tonna fiskeldi við Laxabraut 21-25, Skipulags- og matslýsing lögð fram.
Áformað er að reisa fiskeldi á lóðunum Laxabraut 21, 23 og 25. Reist verða mannvirki í formi húsa, kerja, vatnsmiðlunartanka, fóðursílóa og súrefnistanka auk vatns og frárennslislagna, ásamt lagningu vegaslóða og plana og bílastæða. Vatnsöflun til rekstursins verður frá borholum innan lóðar. Frárennsli verður síað og hreinsað.

Afgreiðsla: Skipulagsnefnd samþykkir að kynna matslýsinguna í samræmi við 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
4. 2003022 - Sjóvarnargarður
Landeldi sækir um framkvæmdaleyfi til að færa 4 metra breiðan og 2 metra háan flóðvarnargarð, rétt út fyrir lóðamörk. Milli lóðar og sjávar eru um 76 metrar.
Afgreiðsla: Umsókn um framkvæmdaleyfi samþykkt. Vísað til byggingarfulltrúa til afgreiðslu. Þess verði gætt að tekið verði fullt tillit til gönguleiðar neðan lóða.
5. 2003006 - DSK Nesbraut 23-27 Ísþór ehf
Lögð fram deiliskipulagstillaga vegna áforma Ísþórs ehf um að stækka eldisstöð sína að Nesbraut 23-27 úr 600 í 1800 Tonna ársframleiðslu á lóðunum 23,25 og 27. Matsáætlun hefur verið kynnt og liggur fyrir álit skipulagsstofnunar þar um. Deiliskipulagið er í samræmi við áherslur í aðalskipulagi og er til þess fallið að renna styrkari stoðum undir atvinnu og byggð á svæðinu.
Afgreiðsla: Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
6. 1907012 - DSK Unu- og Vesturbakki
Lagt fram deiliskipulag fyrir Unu- og Vesturbakka, - athafnasvæði vestan Óseyrarbrautar eftir kynningu.

Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir atvinnusvæði sem liggur vestan megin við Óseyrarbraut. Óseyrarbraut er stofnbraut niður að hafnarsvæði Þorlákshafnar. Skipulagssvæðið er að hluta byggt og er starfsemin á svæðinu af ýmsum toga eins og verkstæði, vinnsla fiskafurða o.fl. Landnotkun á svæðinu skv. gildandi aðalskipulagi Ölfus 2010-2030 er athafnasvæði, iðnaðarsvæði og að litlum hluta verslunarsvæði. Á svæðinu eru í gildi tvær deiliskipulagsáætlanir sem munu falla úr gildi við gildistöku nýs deiliskipulags.

Afgreiðsla: Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna í samræmi við 41 gr. skipulagslaga 123/2010 m.s.br. og felur skipulagsfulltrúa að birta breytinguna í Stjórnartíðindum
7. 1911030 - DSK Gata í Selvogi
Lögð er fram deiliskipulagstillaga fyrir Götu Litlu og Stóru í Ölfus eftir auglýsingu. Tillagan tekur til tjaldsvæðis og tengd þjónustusvæði. Rekstur svæðisins verður í formi veitinga og gistiþjónustu innan skilgreindra byggingarreita. Minni háttar ábendingar bárust frá Minjastofnun og Umhverfisstofnun og Vegagerðinni sem tekið er tillit til í greinargerð skipulagsins.
Afgreiðsla: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og felur skipulagfulltrúa, að lokinni samþykkt sveitastjórnar, að senda erindið á Skipulagsstofnun til lokasamþykktar og auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda
8. 1912011 - Klettagljúfur 7 - Stækkun á byggingarreit
Klettagljúfur 7, stækkun á byggingarreit svo byggja megi 10 hesta hesthús á lóðinni. Deiliskipulagið hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki bárust neinar athugasemdir.
Afgreiðsla: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og felur skipulagfulltrúa, að lokinni samþykkt sveitastjórnar, að senda erindið á Skipulagsstofnun til lokasamþykktar og auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda
9. 2001025 - DSK Sögusteinn
Deiliskipulagsbreyting Grímslækjarheiði / Sögusteinn. Tillagan kemur nú til samþykktar eftir grenndarkynningu skv. 44 gr. Skipulagslaga 123/2010 m.s.br. Kynning var frá 7 feb. til 13. mars.
Gerð var athugasemd sem að hluta til byggist á misskilningi. Tillagan er minniháttar breyting á gildandi deiliskipulagi þar sem eingöngu er tekið á hnitsetningu lóða Fjarlægðar bygginga frá þjóðvegi og lagfæringar á byggingarreitum bygginga sem hafa risið þannig að þeir passi. Svæðið er áfram frístundasvæði.

Afgreiðsla: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og felur skipulagfulltrúa, að lokinni samþykkt sveitastjórnar, að senda erindið á Skipulagsstofnun til lokasamþykktar og auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda
10. 2003004 - Umsókn um afnot af lóð
Þórarinn Óskarsson óskar eftir framlengingu á afnotum af beitarhólfi við lóð hans Faxabraut 4. Um er að ræða framlengingu á samþykkt frá 1997 þar sem leyfið er samþykkt til tveggja ára í senn.
Afgreiðsla: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlengingu á afnotum af umræddu beitarhólfi.
11. 2003009 - Umsókn um lóð - Óseyrarbraut 12
Ásgeir Þór Agnarsson sækir um lóð að Óseyrarbraut 12 fyrir fiskbúð, f/h "Alvöru fiskur ehf, kt 520220-1350.
Um er að ræða lóð sem ekki hefur verið auglýst laus til umsóknar. Vakin er athygli á að sama gildir um fleiri lóðir td. Óseyrarbraut 14a og 14b.

Afgreiðsla: Synjað. Úthlutunarreglur heimila ekki úthlutun lóðarinnar að svo stöddu. Nefndin beinir því skipulagsfulltrúa að auglýsa lausar lóðir á svæðinu.
12. 2002028 - Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar
Óskað er eftir umsögn um tillögu að breytingu a aðalskipulagi Hafnarfjarðar og nýju deiliskipulagi fyrir Leiðarenda, helli í upplandi Hafnarfjarðar. Ekki fæst séð að breytingin snerti hagsmuni Ölfuss
Afgreiðsla: Ekki fæst séð að breytingin snerti hagsmuni Ölfuss og skipulagsnefnd ekki athugasemd við breytinguna en felur skipulagsfulltrúa að svara Hafnarfjarðarbæ.
17. 1810043 - Aðalskipulagsbreyting fyrir I24
Lögð er fram breyting á iðnaðarsvæði vestan Þorlákshafnar þar sem stefnt er á uppbyggingu á þauleldi svína. Gert er ráð fyrir að breyta um 25 ha iðnaðarsvæði í landbúnaðarland.
Afgreiðsla: Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar í samræmi við 30 og 31 gr. Skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
18. 1904021 - Skipulag - Reykjabraut 2
Lögð er fram breyting á lóð fyrir Reykjabraut 2 þar sem verslunar- og þjónustusvæði er breytt í íbúðasvæði. Við það stækkar Í1 og heimilað fjölbýli á Reykjabraut 2 fyrir allt að 18 íbúðir.
Afgreiðsla: Tekið hefur verið tillit til athugasemda. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar í samræmi við 30 og 31 gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
19. 2003027 - Umhverfisverðlaun Ölfuss 2020
Tillaga lögð fram um hver hljóti umhverisverðlaun Ölfuss 2020. Verðlaunin verða afhent á sumardaginn fyrsta á árlegri hátíð í Garðyrkjuskólanum að Reykjum í Ölfusi
Afgreiðsla: Nefndin ræðir hugsanlega handhafa viðurkenningar. Verðlaun verða veitt á sumardaginn fyrsta.
20. 2002008 - Uppgræðslusjóður Ölfuss. Umsóknir 2020.
Auglýst var eftir verkefnum sem Uppgræðslusjóur Ölfuss tæki til skoðunar að styrkja. Uppgræðslusjóði er heimilt að veita landeigendum, Sveitarfélaginu Ölfusi, félagasamtökum og öðrum umráðahöfum lands styrki til landbótaverkefna. Hlutfall styrkja getur numið allt að 2/3 af áætluðum heildarkostnaði, þ.e. kostnaði við vinnu, tæki og kaup á aðföngum til verksins. Alls komu sex umsóknir til Uppgræðslusjóð Ölfuss að upphæð 6.280.000 kr. Til úthlutunar er 3.475.000 kr.
1. Landgræðsla ríkisins, milli vega og vestan gamla vegar. Áburðargjöf kostnaður: 1.760.000 kr. Eigið framlag og aðrir styrkir: 580.000 kr.33% af heildarkostnaði.Sótt um: 1.180.000 kr.
Afgreiðsla: Veitt 695.000 kr.
2. Landgræðsla ríkisins, vestan Hengils. Áburðargjöf kostnaður: 2.000.000 kr.Eigið framlag og aðrir styrkir: 660.000 kr.30% af heildarkostnaði.Sótt um: 1.340.000 kr.
Afgreiðsla: Veitt 521.250 kr.
3. Landgræðsla ríkisins, austan Þorlákshafnar innan við Kampinn í átt að þjóðvegi. Áburðargjöf kostnaður: 1.736.000 kr.Eigið framlag og aðrir styrkir: 576.000 kr.33% af heildarkostnaði.Sótt um: 1.160.000 kr.
Afgreiðsla: Veitt 695.000 kr.
4. Skógræktar- og uppgræðslufélag Ölfus, Uppgræðsla, gróðursetning og áburðargjöf í skógarreit félagsins á Þorlákshafnarsandi. Áburðargjöf og plöntun kostnaður: 2.380.000 kr.Eigið framlag og aðrir styrkir: 830.000 kr.35% af heildarkostnaði.Sótt um: 1.550.000 kr.
Afgreiðsla: Veitt 695.000 kr.
5. Skógræktar- og uppgræðslufélag Ölfus, Uppgræðsla, gróðursetning og áburðargjöf í skógarreit félagsins á Þorlákshafnarsandi. Slóðagerð kostnaður:960.000 kr. Eigið framlag og aðrir styrkir: 260.000 kr.27% af heildarkostnaði.Sótt um: 700.000 kr.
Afgreiðsla: Veitt 521.250 kr.
6. Sigurður Ósmann Jónsson, Skógrækt, uppgræðsla og áburðargjöf á svæði innan Landgræðslands neðan Krýsuvíkurvegar. Áburðargjöf og plöntun. Kostnaður: 800.000 kr.Eigið framlag og aðrir styrkir: 450.000 kr.56% af heildarkostnaði.Sótt um: 350.000 kr.
Afgreiðsla: Veitt 347.500 kr.
21. 2003026 - Deiliskipulagsbreyting
Sótt er um leyfi til að hækka hús um 40cm umfram það sem kemur fram í deiliskipulag fyrir lóðina Hjarðarból lóð 3
Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu skv. grein 43. og 44. í skipulagslögum
22. 2003023 - Skæruliðaskáli í Ólafsskarði v Jósepsdal
Skæruliðaskálinn í Ólafsskarði við Jósepsdal. Ísleifur Friðriksson fékk leyfi sveitarfélagsins til að endurbyggja skálann árið 2009. Framkvæmdir töfðust vegan veikinda en hann óskar nú eftir að fá framkvæmdaleyfið framlengt um 10 ár. ísleifur hefur nú fengið til liðs við sig hóp fjallaskíðafólks undir forystu hjónanna Róberts Marshall og Brynhildar Ólafsdóttur, sem hyggjast styðja hann í þessari vegferð.
Afgreiðsla: Samþykkt að veita félagsskapnum heimild til að gera húsið upp og gert deiliskipulag á kostnað framkvæmdaraðila og unnið verði að skráningu hússins í samræmi við gildandi lög og reglur.
23. 2003025 - Umsókn um lóð fyrir steypustöð
Hlynur S. Guðjónsson sækir um lóð fyrir færanlega steypustöð.
Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í erindið en óskar eftir ítarlegri gögnum og upplýsingum um starfsemina.

25. 1910048 - DSK Akurholt
Borist hefur deiliskipulagstillaga til kynningar fyrir Akurholt í Ölfusi, L211957. Dags. 13.02.2020
Afgreiðsla: Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna til auglýsingar í samræmi við 40 og 41 gr. skipulagslaga 123/2010 m.s.br.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
13. 2002042 - Aðalskipulag Grindavíkur
Beiðni um umsögn um tillögua að nýju Aðalskipulagi Grindavíkur.

Afgreiðsla: Ekki fæst séð að nýtt aðalskipulag snerti hagsmuni Ölfuss. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytinguna en felur skipulagsfulltrúa að svara Grindavíkurbæ.
Hann athugi vel samræmi við sv.félagamörk, verndarmörk og göngu og reiðleiðir svo eitthvað sé nefnt
14. 2003002 - Árborg- Skipulags- og matslýsing - Aðalskipulags
Lögð til umsagnar matslýsing vegna nýs Aðalskipulags Árborgar.
Afgreiðsla: Skipulags- og umhverfisnefnd hefur yfirfarið skipulagslýsinguna og telur ekki ástæðu til að koma með ábendingar á þessu stigi skipulagsvinnu Árborgar.

Skipulags- og umhverfisnefnd áskilur sér rétt til að gera athugasemdir á síðari stigum málsins.
15. 2003016 - Aðalskipulag Kópavogs
Kópavogsbær óskar eftir umsögn um breytingu á aðalskipulagi í og við miðbæ Kópavogs
Afgreiðsla: Ekki verður séð að breytingin snerti hagsmuni Ölfus. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytinguna en felur skipulagsfulltrúa að svara Kópavogsbæ.
Fundargerð
24. 2003005F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 11
Afgreiðsla: Lagt fram
24.1. 2003020 - Katlahraun 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Hjalti Gíslason sækir um byggingarleyfi fyrir raðhúsi samkv. teikningum frá Pro-ark teiknistofa dags. 15. mars. 2020
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
24.2. 2003015 - Katlahraun 14 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Hrímgrund ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir raðhúsi samkv. teikningum frá Pro-ark teiknistofa dags. 10. feb. 2020
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
24.3. 2003013 - Núpahraun 35 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Eyþór Ingi Kristinsson sækir um byggingarleyfi fyrir raðhúsi samkv. teikningum frá Pro-ark teiknistofa dags. 10. mars. 2020
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
24.4. 2001035 - Nesbraut 25 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sótt er um byggingarleyfi fyrir breytingu innanhús á mhl.14 innréttað er starfsmannarými í norðurenda húss.
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
24.5. 2003003 - Unubakki 19 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sótt er um byggingarleyfi fyrir iðnaðarhúsi samkv. teikningum frá Pró-ark teiknistofa
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
24.6. 1909035 - Gljúfurárholt land-10 199504 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sótt er um byggingarleyfi fyrir frístundarhúsi.
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
24.7. 2003014 - Hjarðarbólsvegur 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bryndís Sigurðardóttir sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi samkv. teikningum frá Pro-ark teiknistofa dags. 10. mars. 2020
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt, með fyrirvara um samþykkta á grendarkynningu vegna breytingu á hæð húss.

Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
Mál til kynningar
1. 1901016 - Aðalskipulag Ölfuss - Heildarendurskoðun
Aðalskipulagslýsing lögð fram eftir auglýsingu. Jákvæðar umsagnir svör bárust frá eftirtöldum aðilum: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Forsætisráðuneyti, Grímsnes- og Grafningshrepp, Hveragerðisbæ, Kópavogsbæ, Landsneti, Mosfellsbæ, Sveitarfélaginu Árborg, Veðurstofu, Vegagerðinni og ábendingar frá Skógræktinni, Landgræðslu ríkisins, Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun, Minjastofnun Íslands
Lagt fram til kynningar
16. 2003018 - Vindorkugarður á Mosfellsheiði
Mannvit kynnir áform um allt að 200 MW vindorkugarð á Mosfellsheiði. 1. áfangi garðsins, 50 MW er í landi Grímsnes- og Grafningshrepps en annar áfangi, allt að 150 MW er að stærstum hluta í landi Ölfuss
Afgreiðsla: Skipulagsnefnd þakkar kynninguna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?