Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 330

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
02.05.2024 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Erla Sif Markúsdóttir bæjarfulltrúi,
Guðlaug Einarsdóttir 1. varamaður,
Hrönn Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi,
Gunnsteinn R. Ómarsson 1. varamaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Í upphafi fundar leitaði forseti eftir athugasemdum við fundarboð, engar athugasemdir bárust.

Einnig óskaði forseti eftir því að fundargerð 420.fundar bæjarráðs frá 02.05.2024 yrði tekin inn með afbrigðum og var það samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2404001 - Ársreikningar Sveitarfélagsins Ölfuss 2023
Ársreikningar Sveitarfélagsins Ölfuss vegna ársins 2023, síðari umræða. Endurskoðendur sveitarfélagsins komu inn á fundinn.
Endurskoðendur sveitarfélagsins fóru yfir endurskoðunarskýrslu og gerðu grein fyrir vinnu við endurskoðun ársreiknings.

Elliði Vignisson flutti framsögu.

Gestur Þór Kristjánsson fór yfir helstu stærðir í ársreikningnum:

Rekstrartekjur Sveitarfélagsins Ölfuss A og B hluta námu alls um 4.838 milljónum króna, þar af voru rekstrartekjur A hluta 4.112 milljónir króna.

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt A og B hluta var jákvæð um 591 milljón króna en rekstarniðurstaða A hluta var jákvæð um 339 milljónir króna.

Samkvæmt efnahagsreikningi nema heildareignir A og B hluta um 8.240 milljónum króna.
Bókfært eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2023 nam 4.432 milljónum króna og er eiginfjárhlutfall sveitarfélagsins 52,25 %.

a)Ársreikningur A-hluta 2023 (í þúsundum króna):
Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 450.382
Rekstrarafkoma ársins kr. 338.654
Niðurstaða efnahagsreiknings. Eignir kr.5.197.942, Skuldir og skuldbindingar kr. 2.482.269
Eigið fé kr. 2.715.673

b) Ársreikningur Félagslegra íbúða
Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. -3,3 milljónir.
Rekstrarafkoma ársins kr. -20,1 milljónir
Niðurstaða efnahagsreiknings. Eignir kr.100,5 milljónir. Skuldir kr.247,3 milljónir.
Eigið fé kr. -146,7 milljónir

c) Ársreikningur Fráveitu Ölfuss
Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 63,1 milljónir.
Rekstrarafkoma ársins kr. 48,4 milljónir.
Niðurstaða efnahagsreiknings. Eignir kr.419 milljónir. Skuldir kr.235 milljónir.
Eigið fé kr. 184 milljónir.

d) Ársreikningur Hafnarsjóðs Þorlákshafnar
Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 238 milljónir
Rekstrarafkoma ársins kr. 224 milljónir.
Niðurstaða efnahagsreiknings. Eignir kr. 2.130 milljónir. Skuldir kr.669 milljónir.
Eigið fé kr.1.461 milljón.

e) Ársreikningur Íbúða eldri borgara
Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 5,9 milljónir.
Rekstrarafkoma ársins kr.-14,2 milljónir.
Niðurstaða efnahagsreiknings. Eignir kr.474,5 milljónir. Skuldir kr.423,3 milljónir.
Eigið fé kr.51,2 milljónir.

f)Ársreikningur Vatnsveitu Þorlákshafnar
Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 29,1 milljónir.
Rekstrarafkoma ársins kr. 22,3 milljónir.
Niðurstaða efnahagsreiknings. Eignir kr. 354 milljónir. Skuldir kr. 191,5 milljónir.
Eigið fé kr. 163 milljónir.

g) Ársreikningur Uppgræðslusjóðs Ölfuss
Afkoma fyrir fjármagnsliði kr.-8 milljónir
Rekstrarafkoma ársins kr. -8 milljónir
Niðurstaða efnahagsreiknings. Eignir kr.6,5 milljónir. Skuldir kr.2,2 milljónir.
Eigið fé kr. 4,3 milljónir.

h) Ársreikningur Samstæðu Ölfuss (í þúsundum króna)
Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 775.441
Rekstrarafkoma ársins kr. 590.870
Niðurstaða efnahagsreiknings. Eignir kr.8.240.230 Skuldir kr. 3.807.899
Eigið fé kr. 4.432.331

Hrönn Guðmundsdóttir B-lista tók til máls.

Ársreikningurinn lagður fyrir fundinn og hann samþykktur samhljóða.
2. 2404120 - Íþrótta- og lýðheilsustefna
Íþrótta- og lýðheilsustefna Sveitarfélagsins Ölfuss til staðfestingar. Stefnan hefur áður verið kynnt í fjölskyldu- og fræðslunefnd og samþykkt í íþrótta- og tómstundanefnd. Íþrótta- og tómstundanefnd vísaði stefnunni til bæjarstjórnar til endanlegrar staðfestingar.

Íþrótta- og lýðheilsustefna sveitarfélagsins samþykkt samhljóða.
3. 2404124 - Íbúakosning
Á 419.fundi bæjarráðs var samþykkt að fara í íbúakosningu um aðal- og deiliskipulag vegna mölunarverksmiðju og hafnar í Keflavík við Þorlákshöfn. Lagt er til að yfirkjörstjórn sveitarfélagsins verði falið hlutverk kjörstjórnar vegna íbúakosninganna skv. 5.gr. reglugerðar um íbúakosningar sveitarfélaga nr. 922/2023.

Sveitarfélagið Ölfus hefur þegar boðað til íbúakosningar á grundvelli 107. gr. sveitarstjórnarlaga um aðal- og deiliskipulagstillögur vegna mölunarverksmiðju og hafnar í Keflavík við Þorlákshöfn. Skipulagstillögurnar eru aðgengilegar á vefsíðu sveitarfélagsins Skipulag er í kynningu og hafa íbúar verið hvattir til að kynna sér það vel.

Íbúum mun því gefast kostur á að kjósa um tillögurnar og verða svarmöguleikar eftirfarandi:

Já (ég samþykki skipulagstillögurnar og þar með að fyrirtækið fái heimild til að reisa verksmiðjuna sem fjallað er um í áður auglýstum skipulagstillögum).
eða

Nei (ég hafna skipulagstillögunum og þar með að fyrirtækinu verði ekki heimilað að reisa verksmiðjuna sem fjallað er um í áður auglýstum skipulagstillögum).


Kosið er um eftirfarandi skipulagstillögur:

Aðalskipulagsbreyting
Lögð er fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu fyrir iðnaðar og hafnarsvæði vestan byggðar í Þorlákshöfn. Hámark byggingarmagns á reit I3 er aukið úr 540.000 m2 í 1.040.000 m2. Þá er nýju hafnarsvæði bætt við sem nefnist H4.

ASK - Mölunarverksmiðja og hafnarsvæði við Keflavík

Deiliskipulag
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir mölunarverksmiðju og höfn á Laxabraut 43A og 43B. Mölunarverksmiðja samanstendur af fjölbreyttum byggingum með mismunandi hlutverk. Á hafnarsvæðinu er gert ráð fyrir hafnaraðstöðu með krana, mannvirkjum, athafnarsvæðum, færiböndum og öðrum innviðum fyrir rekstur og þjónustu hafnarinnar.

DSK uppdráttur - Mölunarverksmiðja og hafnarsvæði við Keflavík

DSK - Greinagerð, mölunarverksmiðja og hafnarsvæði við Keflavík

Umhverfismatsskýrsla - mölunarverksmiðja

Skipulögin verða til kynningar á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss fram til 1. júní 2024 og á vef sveitarfélagsins. Ábendingum, athugasemdum eða spurningum má beina á skipulag@olfus.is


Framkvæmd íbúakosningarinnar verður með þeim hætti að kosningin skal standa yfir í tvær vikur og hefst þann 18. maí næstkomandi og lýkur á kjördegi forsetakosninga 1. júní næstkomandi.

Framkvæmd íbúakosningarinnar byggir á ákvæðum reglugerðar nr. 922/2023 um íbúakosningar sveitarfélaga og hefur Sveitarfélagið Ölfus notið leiðsagnar KPMG við undirbúninginn. Reglurnar eru að mörgu leyti sambærilegar kosningalögum en helsti munur er að ekki er um einn eiginlegan kjördag að ræða heldur er tímabil kosningar frá 18. maí til 1. júní.

Íbúakosningin hefst 18. maí á skrifstofu sveitarfélagsins og verður opið milli kl. 10 og 13 þann dag.

Aðra daga er kjósendum boðið að kjósa á opnunartíma skrifstofu sveitarfélagsins.

Á kjördegi forsetakosninga þann 1. júní næstkomandi gefst kjósendum tækifæri til að greiða atkvæði á kjörstað og er opnunartími sá hinn sami og við forsetakosningar.

Kjósendur geta óskað eftir að greiða atkvæði í póstkosningu með því að senda póst á formann kjörstjórnar Sigurð Jónsson á netfangið sigginonna@gmail.com eða á Söndru Dís Hafþórsdóttur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs á netfangið sandradis@olfus.is

Atkvæðagreiðsla með pósti fer fram með þeim hætti að kjósandi óskar eftir því við kjörstjórn að fá kjörgögn send til sín á það heimilisfang eða það netfang sem hann gefur upp. Halda skal skrá utan um þá kjósendur sem fá kjörgögn send til sín. Óski kjósandi eftir að fá atkvæði sent á heimilisfang er atkvæðaseðill ásamt sendiumslagi, kjörseðilsumslagi og fylgibréfi sent til kjósanda á umbeðið heimilisfang. Kjósandi merkir við atkvæðið og leggur það í kjörseðilsumslagið í viðurvist tveggja lögráða votta eða lögbókanda. Kjósandi fyllir út fylgibréf og leggur það og atkvæðisumslag í sendiumslagið. Óski kjósandi eftir að fá kjörgögn send rafrænt eru þau send á umbeðið netfang. Atkvæðaseðill og fylgibréf eru prentuð út og kjósandi merkir við atkvæðið og leggur það í umslag sem kjósandi útvegar sjálfur. Umslagið og fylgibréf eru lögð í annað umslag sem kjósandi útvegar einnig sjálfur. Kjósandi annast sjálfur sendingu atkvæðis til kjörstjórnar og ber kostnað af sendingu bréfsins.

Rétt til þátttöku í íbúakosningu hafa þeir sem mega kjósa í sveitarstjórnarkosningum, þ.e.:

a) Hver íslenskur, danskur, finnskur, sænskur eða norskur ríkisborgari sem náð hefur 18 ára aldri þegar kosning hefst og á skráð lögheimili í því sveitarfélagi sem íbúakosning fer fram,

b) Erlendur ríkisborgari, annar en greinir í a-lið, ef hann hefur átt skráð lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir lokadag atkvæðagreiðslu, enda fullnægi hann að öðru leyti skilyrðum a-liðar

Atkvæðagreiðslan er bindandi skv. 3. mgr. 107. gr. sveitarstjórnarlaga.

Yfirkjörstjórn sveitarfélagsins fer með hlutverk kjörstjórnar vegna íbúakosninga.

Bæjarstjórn samþykkir að yfirkjörstjórn sveitarfélagsins verði falið hlutverk kjörstjórnar vegna íbúakosninganna skv. 5.gr. reglugerðar um íbúakosningar sveitarfélaga nr. 922/2023. Þá samþykkir bæjarstjórn að undirbúningi og framkvæmd verði hagað í samræmi við það sem frá greinir í innbókun.

Elliði Vignisson tók til máls.

Samþykkt samhljóða.
4. 2403063 - Vesturbyggð 2. áfangi óveruleg breyting á DSK
Lögð er fram óveruleg breyting á deiliskipulagi Vesturbyggðar - áfanga 2. Breytingin felur í sér að einni einbýlishúsalóð er bætt við skipulagið á horni Bárugötu.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulags- og byggingarfulltrúum verði heimilað að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2309061 - ASK og DSK Mölunarverksmiðja og höfn í Keflavík við Þorlákshöfn
Deiliskipulag
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir mölunarverksmiðju og höfn á Laxabraut 43A og 43B. Mölunarverksmiðja samanstendur af fjölbreyttum byggingum með mismunandi hlutverk. Á hafnarsvæðinu er gert ráð fyrir hafnaraðstöðu með krana, mannvirkjum, athafnasvæðum, færiböndum og öðrum innviðum fyrir rekstur og þjónustu hafnarinnar.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Veittur skal athugasemdafrestur fram til 1. júní 2024, en þann dag verður íbúakosning haldin um skipulagið. Með þessu er tryggt að upplýsingar varðandi fyrirhugaða framkvæmd séu aðgengilegar öllum fram að kosningu.

Nefndin samþykkir skipulagið með þeim fyrirvara að jákvæð niðurstaða fáist í íbúakosningunni 1. júní.

Ása Berglind Hjálmarsdóttir, Elliði Vignisson og Gunnsteinn Ómarsson tóku til máls.

Niðurstaða nefndarinnar lögð í atkvæðagreiðslu og staðfest með 5 atkvæðum Gests Þórs Kristjánssonar D-lista, Grétars Inga Erlendssonar D-lista, Erlu Sifjar Markúsdóttur D-lista, Guðlaugar Einarsdóttur D-lista og Hrannar Guðmundsdóttur B-lista. Ása Berglind Hjálmarsdóttir H-lista og Gunnsteinn Ómarsson B-lista greiddu atkvæði á móti tillögunni.Niðurstaða nefndarinnar er því staðfest og þar með sá fyrirvari að jákvæð niðurstaða fáist í íbúakosningunni 1. júní.
6. 2309061 - ASK og DSK Mölunarverksmiðja og höfn í Keflavík við Þorlákshöfn
Aðalskipulagsbreyting
Lögð er fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu fyrir iðnaðar og hafnarsvæði austan byggðar í Þorlákshöfn. Hámark byggingarmagns á reit I3 er aukið úr 540.000 m2 í 1.040.000 m2. Þá er nýju hafnarsvæði bætt við sem nefnist H4.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Veittur skal athugasemdafrestur fram til 1. júní 2024, en þann dag verður íbúakosning haldin um skipulagið. Með þessu er tryggt að upplýsingar varðandi fyrirhugaða framkvæmd séu aðgengilegar öllum fram að kosningu.

Nefndin samþykkir skipulagið með þeim fyrirvara að jákvæð niðurstaða fáist í íbúakosningunni 1. júní.

Ása Berglind Hjálmarsdóttir H-lista tók máls og lagði fram eftirfarandi bókun:

Ég geri athugasemd við það að sveitarfélagið fullyrði í Aðalskipulaginu að verkefni Heidelberg hafi jákvæð áhrif á loftslag á heimsvísu, þvert á það sem bæði Landvernd og Umhverfisstofnun hafa lagt fram.
Eins og bæði Umhverfisstofnun og Landvernd benda á í umsögn sinni um verkefnið er í dag verið að nota kolaösku frá kolaorkuverum sem íblöndunarefni í sement og þrátt fyrir hin gríðarlegu neikvæðu áhrif frá kolaorkuverum er þessi úrgangur frá þeim, þ.e. kolaaska sem íblöndunarefni, langt í frá fullnýttur. Alhæfingin um þennan loftslagsávinning virðist ekki standast skoðun því meira en nóg verður til af kolaösku næstu áratugina. Staðreyndin er sú að minna en 10% af þeirri kolaösku sem framleidd er í dag er nýtt til íblöndunar sements. Þrátt fyrir að rétt sé að Þýskaland og fleiri lönd í Evrópu stefni á að brenna engum kolum árið 2040 þá skal því haldið til haga að 6 lönd í Evrópu hafa ekki enn sett sér markmið um lokun á kolaverum og þá eru önnur lönd og heimsálfur ótalin. Kolaaska verður því áfram til staðar á markaðnum í miklu magni. Það getur því ekki talist loftslagsvæn aðgerð að ráðast í slíka og stórtæka efnisflutninga yfir hafið með þá staðreynd að íblöndunarefni eru þegar til staðar og það margfalt nær væntanlegum kaupendum á meginlandi Evrópu en hin íslensku fjöll.


Niðurstaða nefndarinnar lögð í atkvæðagreiðslu og staðfest með 5 atkvæðum Gests Þórs Kristjánssonar D-lista, Grétars Inga Erlendssonar D-lista, Erlu Sifjar Markúsdóttur D-lista, Guðlaugar Einarsdóttur D-lista og Hrannar Guðmundsdóttur B-lista. Ása Berglind Hjálmarsdóttir H-lista og Gunnsteinn Ómarsson B-lista greiddu atkvæði á móti tillögunni.Niðurstaða nefndarinnar er því staðfest og þar með sá fyrirvari að jákvæð niðurstaða fáist í íbúakosningunni 1. júní.
Fundargerðir til staðfestingar
7. 2403012F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 70
Fundargerð 70.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 03.04.2024 til staðfestingar.

1. 2403063 - Vesturbyggð 2. áfangi óveruleg breyting á DSK. Tekið fyrir sérstaklega.
2. 2403066 - Háagljúfur óveruleg br. DSK - stækkun lóða og byggingareita. Tekið fyrir sérstaklega á bæjarstjórnarfundi 04.04.2024.
3. 2402054 - Mói miðbæjarsvæði DSK - viðbrögð skipulagsstofnunar. Tekið fyrir sérstaklega á bæjarstjórnarfundi 04.04.2024.
4. 2309061 - ASK og DSK Mölunarverksmiðja og höfn í Keflavík við Þorlákshöfn. Tekið fyrir sérstaklega.
5. 2309061 - ASK og DSK Mölunarverksmiðja og höfn í Keflavík við Þorlákshöfn. Tekið fyrir sérstaklega.
6. 2403058 - Kambastaðir br. ASK - Íbúasvæði breytt aftur í landbúnaðarland. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2403064 - Beiðni um leigu á grjótnámu. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2403065 - Uppsetning skiltis við Suðurstrandarveg. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2403067 - Thor landeldi - umsagnarbeiðni um umhverfismatsskýrslu. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
8. 2404015F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 20
Fundargerð 20.fundar fjölskyldu- og fræðslunefndar frá 17.04.2024 til staðfestingar.

1. 2404075 - Samstarfsyfirlýsing sveitarfélaganna á Suðurlandi. Til kynningar.
2. 2303039 - Íþrótta- og lýðheilsustefna. Tekið fyrir sérstaklega.
3. 2404089 - Farsæld barna - skrefin okkar í Ölfusi. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
9. 2404020F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 51
Fundargerð 51.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 17.04.2024 til staðfestingar.

1. 2307020 - Suðurvararbryggja endurbygging stálþils. Til kynningar.
2. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja. Til kynningar.
3. 2404076 - Beiðni um viðauka- loftræsting sundlaug. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2402060 - DSK- reit H3 á hafnarsvæði. Til kynningar.
5. 2204028 - Íþróttamiðstöð- endurnýjun rennibrautar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2401018 - Byggingarstjórn- og eftirlit með leikskóla. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2401019 - Framkvæmdaráætlun 2023-24. Til kynningar.

Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og hún staðfest.


10. 2404001F - Bæjarráð Ölfuss - 418
Fundargerð 418.fundar bæjarráðs frá 04.04.2024 til staðfestingar.

1. 2403057 - Uppbygging og framtíðarsýn golfvallar - erindi frá Golfklúbbi Þorlákhafnar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2403016 - Lagfæringar gólf íþróttasal. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn. Til kynningar.
4. 2403054 - Stofnframkvæmdir við leikskólann Óskaland í Hveragerði. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.

11. 2404023F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 52
Fundargerð 52.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 26.04.2024 til staðfestingar.

1. 2401018 - Byggingarstjórn- og eftirlit með leikskóla. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og hún staðfest.
12. 2404021F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 44
Fundargerð 44.fundar íþrótta- og tómstundanefndar frá 24.04.2024 til staðfestingar.

1. 2303039 - Íþrótta- og lýðheilsustefna. Tekið fyrir sérstaklega.
2. 2404118 - Umsóknir í afreks- og styrktarsjóð. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2404119 - Ársyfirlit Unglingadeildarinnar Strumpur 2023, samantekt. Til kynningar.
4. 2404127 - Styrkveiting til meistaraflokks kvenna í körfuknattleik. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2403014 - Fjölnota Íþróttahús. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
13. 2404016F - Bæjarráð Ölfuss - 419
Fundargerð 419.fundar bæjarráðs frá 18.04.2024 til staðfestingar.

1. 1602017 - Fjármál Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus. Til kynningar.
2. 2404125 - Stóri plokkdagurinn 28.apríl 2024. Til kynningar.
3. 2404078 - Styrktarsjóður EBÍ 2024. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2404113 - Nágrannagjöf. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2403057 - Uppbygging og framtíðarsýn golfvallar - erindi frá Golfklúbbi Þorlákhafnar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2404124 - Íbúakosning. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2212013 - Skólaeldhús - framtíðarsýn. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
14. 2404019F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 71
Fundargerð 71.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 17.04.2024 til staðfestingar.

1. 2404070 - Þurárhraun 1 - Beiðni um leyfi til að byggja skjólvegg. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2404073 - Nátthagi - Afmörkun jarðar og landsskipti. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2404095 - Minnisblað - Þorláksskógar. Til kynningar.
4. 2404096 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - Jarðstrengir að laxeldum vestan Þorlákshafnar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2404112 - Akurgerði - fyrirspurn um gerð ASK breytingar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2404114 - Fríðugata 8-10-12 Beiðni um fjölgun íbúða á lóð. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2404101 - Umsögn um umhverfismat - Efnistaka í sjó útfyrir Landeyjarhöfn. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2404099 - Umsagnarbeiðni - Selfosslína. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
15. 2404014F - Stjórn vatnsveitu - 18
Fundargerð 18.fundar stjórnar vatnsveitu frá 18.04.2024.

1. 2403061 - Vatnsveita í Helluholti. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2402070 - Beiðni um tengingu við vatnsveituna Berglindi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2404069 - Beiðni um neysluvatn á lóð GeoSalmo. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2403062 - Mælabúnaður vatnsveitu. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
16. 2404022F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 61
Fundargerð 61.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 23.04.2024 til kynningar.

1. 2404079 - Umsókn um lóð - Bárugata 13
2. 2404080 - Umsókn um lóð - Bárugata 13
3. 2404081 - Umsókn um lóð - Bárugata 13
4. 2404082 - Umsókn um lóð - Bárugata 13
5. 2404083 - Umsókn um lóð - Bárugata 13
6. 2404093 - Umsókn um lóð - Bárugata 11
7. 2404098 - Umsókn um lóð - Bárugata 11
8. 2404106 - Umsókn um lóð - Bárugata 11
9. 2404108 - Umsókn um lóð - Bárugata 11
10. 2404094 - Umsókn um lóð - Bárugata 15
11. 2404107 - Umsókn um lóð - Bárugata 15
12. 2404109 - Umsókn um lóð - Bárugata 15
13. 2404091 - Umsókn um lóð - Gyðugata 6-8
14. 2404092 - Umsókn um lóð - Gyðugata 6-8
15. 2404097 - Umsókn um lóð - Gyðugata 6-8
16. 2404100 - Umsókn um lóð - Gyðugata 6-8
17. 2404102 - Umsókn um lóð - Gyðugata 6-8
18. 2404103 - Umsókn um lóð - Gyðugata 6-8
19. 2404104 - Umsókn um lóð - Gyðugata 6-8
20. 2404105 - Umsókn um lóð - Gyðugata 6-8
21. 2404110 - Umsókn um lóð - Gyðugata 6-8
22. 2404111 - Umsókn um lóð - Gyðugata 6-8
23. 2404084 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Birkigljúfur 10 (L230407) - Flokkur 2
24. 2404085 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Sandhóll (L171798) - Flokkur 2
25. 2404087 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Lambhagi (L171761) - Flokkur 1
26. 2404088 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Bárugata 22 (L237386) - Flokkur 3
27. 2404090 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hafnarsandur 2 (L171864) - Flokkur 1
28. 2404121 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Bárugata 9 - Flokkur 2

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
17. 2404024F - Bæjarráð Ölfuss - 420
Fundargerð 420.fundar bæjarráðs frá 02.05.2024 til staðfestingar.

1. 2404076 - Beiðni um viðauka- loftræsting Sundlaug. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2404130 - Styrkur til uppbyggingar á Þorlákshafnarkirkjugarði. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2404129 - Vinabæjarmót í Svíþjóð 2024 - beiðni um styrk. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2403054 - Stofnframkvæmdir við leikskólann Óskaland í Hveragerði. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2404128 - Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. (2024). Til kynningar.
6. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
Fundargerðir til kynningar
18. 1603010 - Málefni fatlaðs fólks Fundargerðir stjórnar Bergrisans.
Fundargerð 71.fundar stjórnar Bergrisans frá 18.03.2024 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
19. 1605028 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga.
Fundargerð 17.fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga frá 05.03.2024, fundargerð 18.fundar frá 19.03.2024 og fundargerð 19.fundar frá 05.04.2024 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
20. 1601020 - Hreinlætismál Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð 324.fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 02.04.2024 og 325.fundar frá 16.04.2024 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
21. 1701026 - Brunamál Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu
Fundargerð 19.fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 26.03.2024 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
22. 2009027 - Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.
Fundargerð 70.fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 21.03.2024 og 71.fundar frá 08.04.2024 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?