Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 408

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
16.11.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Erla Sif Markúsdóttir 1. varamaður,
Hrönn Guðmundsdóttir 1. varamaður,
Böðvar Guðbjörn Jónsson áheyrnarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Í upphafi fundar var óskað eftir því að taka mál nr. 2311028 inn með afbrigðum og var það samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2308041 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2024-2027.
Fyrir bæjarráði lágu drög að fjárhags- og framkvæmdaáætlun 2024 til 2027.
Bæjarráð vísar fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2024-2027 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.
2. 2311011 - Beiðni um samstarf - Markaðsstofa Suðurlands
Bréf frá Markaðsstofu Suðurlands þar sem óskað er eftir samstarfi á ný við Sveitarfélagið Ölfus.

Bæjarráð þakkar erindið en bendir á að SASS hefur sett af stað greiningarvinnu um starfsemi Markaðsstofunnar. Ætla má að niðurstöður úr þeirri vinnu berist á næsta ári. Bæjarráð hafnar erindinu en áskilur sér rétt til að endurskoða afstöðu sína þegar niðurstöður greiningarvinnunar liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða.
3. 2207036 - Viljayfirlýsing vegna lóðar
Fyrir bæjarráði lá beiðni um framlengingu á viljayfirlýsingu um samstarf og frátekt á lóð. Í erindinu kemur fram að North Ventures ehf. („NV“) hafi undanfarna 18 mánuði unnið mikla grunnvinnu til þess að skapa skilyrði fyrir því að hágæða risagagnaver geti komið í Ölfus. Verkefnið hefur fengið góðar viðtökur og ekki síst upp á síðkastið. Þá hefur aukin áhersla á gervigreind og almenn notkun hennar valdið stökkbreytingu í eftirspurn eftir hentugum stöðum fyrir gagnaver. Í augnablikinu eru stórir aðilar að leita að stöðum þar sem er orka er í boði, hagkvæm rekstrarskilyrði og nægt landsvæði sem skapar möguleika á að eiga raunverulegt samtal um Ísland sem hentugan valkost. Á síðastliðnum vikum hefur NV ásamt samstarfsaðilum undirritað fjölda trúnaðaryfirlýsinga við stór alþjóðleg fyrirtæki, sem nú eru að vega og meta kosti Íslands fyrir framtíðar gagnaver. Þessi samtöl og sú samningagerð sem fylgir í kjölfarið tekur tíma enda gríðarlegar fjárfestingar undir.

Í ljósi mjög spennandi stöðu fyrir báða aðila, óskar NV eftirfarandi því að:
- Viljayfirlýsingunni verði framlengt til 1.1.2025 þannig að tími vinnist til að taka næstu skref og klára alla samninga sem gætu verið í farvatninu.
- Breyting verði gerð á viljayfirlýsingunni þannig að frátekt verði á 50 hektara lóð með möguleika á stækkun í framtíðinni reynist þess þörf fyrir áætlanir trúverðugs endakaupanda. Er lagt til að samið verði um að NV muni njóta forgangs til leigu hinnar fráteknu lóðar og jafnframt til kaupa hennar.


Bæjarráð samþykkir að framlengja viljayfirlýsinguna til 1.1. 2025. Hvað varðar stærð og möguleg kaup NV á lóð minnir bæjarráð á að allar lóðir og lendur í eigu sveitarfélagsins eru leigulóðir og ekki stendur til að selja hluta þeirra heldur halda áfram að gera lóðaleigusamninga. Bæjarráð samþykkir einnig, með fyrirvara um eðlilega skipulagsferla, að viljayfirlýsingin taki til 50ha svo fremi sem slíkt falli að heildar hagsmunum grænna iðngarða sem þarna hafa verið skipulagðir.

Samþykkt samhljóða.

4. 2309015 - Jafnréttisstefna og jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2023-2026
Í jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2023-2026 er eitt af markmiðum að auka fjölbreytileika starfshópsins. Þar á meðal er samantekt á samsetningu starfsmannahópsins eftir kyni og aldri.

Fyrir fundinum lá samantekt miðað við 1. nóvember 2023.

Þar kemur fram að að kynjahlutfall starfsmanna, greint eftir kyni er mjög ójafnt. Fram kemur að hjá sveitarfélaginu eu 119 stöðugildi og er hlutfall kynja þannig að konur eru í 86 stöðugildum og karlar í 33. Konur skipa fleiri stöðugildi í öllum aldursflokkum.

Fyrir bæjarráði lágu upplýsingar um kynjahlutfall starfsmanna, greint eftir kyni. Fram kemur að hjá sveitarfélaginu eu 119 stöðugildi og er hlutfall kynja þannig að konur eru í 86 stöðugildum og karlar í 33. Konur skipa fleiri stöðugildi í öllum aldursflokkum.
5. 2311013 - Reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga og leiðbeiningar um framkvæmd
Erindi frá Innviðaráðuneytinu þar sem vakin er athygli á því að ný reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga nr. 922/2023 hefur verið staðfest og birt í Stjórnartíðindum.

Lagt fram til kynningar.
6. 2311022 - Samráðsgátt - Grænbók í málefnum innflytjenda og flóttafólks
Erindi frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu þar sem sveitarfélög eru hvött til að kynna sér efni grænbókar í málefnum innflytjenda og flóttafólks.

Lagt fram til kynningar.
7. 2311023 - Ábending til sveitarfélaga um mikilvægi kynja- og jafnréttissjónarmiða
Ábending frá Jafnréttisstofu til sveitarfélaga dags.10.11.2023 um mikilvægi kynja- og jafnréttissjónarmiða við stefnumótun og ákvarðanatöku í breytingum á fyrirkomulagi leikskóla.
Lagt fram til kynningar.
8. 2311026 - Evrópska nýtnivikan
Tölvupóstur frá Umhverfisstofnun vegna Evrópsku nýtnivikunnar 18.-26.nóvember. Markmið átaksins er að hvetja fólk til að draga úr óþarfa neyslu, nýta hluti betur og draga þannig úr myndun úrgangs.
Lagt fram til kynningar.
9. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn.
58.mál - Umsögn um tillögu til þingsálykytunar um bættar vegasamgöngur yfir Hellisheiði.

Lagt fram til kynningar.
10. 2311028 - Beiðni um viðauka - kaup á loftgæðamæli
Fyrir fundinum lá beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun vegna kaupa á loftgæðamæli.

Bæjarráð samþykkir kaup á loftgæðamæli fyrir sveitarfélagið og felur starfsmönnum að vinna viðauka við fjárhagsáætlun ársins vegna þess. Áætlaður kostnaður er áætlaður um 1,8 milljón.

Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:10 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?