Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 317

Haldinn Verið - fundarsalur Ölfus Cluster,
11.05.2023 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varaforseti,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Erla Sif Markúsdóttir bæjarfulltrúi,
Hrönn Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson bæjarfulltrúi,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Í upphafi fundar leitaði forseti eftir athugasemdum við fundarboð en engar bárust.

Einnig lagði forseti til að tekin yrðu inn með afbrigðum tvö mál, mál nr. 2305005, Kolviðarhólslína 1 - endurnýjun - umsókn um framkvæmdaleyfi og mál nr. 2202040, DSK Hjarðarból svæði 3 og 4 og var það samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2304021 - Ársreikningar Sveitarfélagsins Ölfuss 2022
Síðari umræða um ársreikning Sveitarfélagsins Ölfuss fyrir árið 2022. Hrund Hauksdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir endurskoðendur tengdust fundinum í gegnum Teams.

Endurskoðendur sveitarfélagsins fóru yfir endurskoðunarskýrslu og gerðu grein fyrir vinnu við endurskoðun ársreiknings.

Elliði Vignisson tók til máls og fór yfir helstu stærðir í reikningnum:
Rekstrartekjur Sveitarfélagsins Ölfuss A og B hluta námu alls um 4.086 milljónum króna, þar af voru rekstrartekjur A hluta 3.481 milljónir króna.

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt A og B hluta var jákvæð um 359 milljónir króna en rekstarniðurstaða A hluta var jákvæð um 146 milljónir króna.

Samkvæmt efnahagsreikningi nema heildareignir A og B hluta um 7.295 milljónum króna.
Bókfært eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2022 nam 3.841 milljónum króna og er eiginfjárhlutfall sveitarfélagsins 47,54 %.

a)Ársreikningur A-hluta 2022 (í þúsundum króna):
Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 271.339
Rekstrarafkoma ársins kr. 146.176
Niðurstaða efnahagsreiknings. Eignir kr.5.000.000 Skuldir kr. 2.623.103
Eigið fé kr. 2.376.897

b) Ársreikningur Félagslegra íbúða
Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 21,5 milljónir.
Rekstrarafkoma ársins kr. -22,6 milljónir
Niðurstaða efnahagsreiknings. Eignir kr.102 milljónir. Skuldir kr.228,5 milljónir.
Eigið fé kr. -127 milljónir

c) Ársreikningur Fráveitu Ölfuss
Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 37,3 milljónir.
Rekstrarafkoma ársins kr. 20,4 milljónir.
Niðurstaða efnahagsreiknings. Eignir kr. 363 milljónir. Skuldir kr.227 milljónir.
Eigið fé kr. 136 milljónir.

d) Ársreikningur Hafnarsjóðs Þorlákshafnar
Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 232 milljónir
Rekstrarafkoma ársins kr. 234 milljónir.
Niðurstaða efnahagsreiknings. Eignir kr. 1.577 milljónir. Skuldir kr.340 milljónir.
Eigið fé kr.1.237 milljónir.

e) Ársreikningur Íbúða eldri borgara
Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 719 þúsund.
Rekstrarafkoma ársins kr.-20,8 milljónir.
Niðurstaða efnahagsreiknings. Eignir kr.333 milljónir. Skuldir kr.268 milljónir.
Eigið fé kr.65,4 milljónir.

f)Ársreikningur Vatnsveitu Þorlákshafnar
Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 17,6 milljónir.
Rekstrarafkoma ársins kr. 10 milljónir.
Niðurstaða efnahagsreiknings. Eignir kr. 313 milljónir. Skuldir kr. 172,6 milljónir.
Eigið fé kr. 140,6 milljónir.

g) Ársreikningur Uppgræðslusjóðs Ölfuss
Afkoma fyrir fjármagnsliði kr.-8 milljónir
Rekstrarafkoma ársins kr. -8 milljónir
Niðurstaða efnahagsreiknings. Eignir kr.14,1 milljónir. Skuldir kr.1,8 milljónir.
Eigið fé kr. 12,3 milljónir.

h) Ársreikningur Samstæðu Ölfuss (í þúsundum króna)
Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 546.229
Rekstrarafkoma ársins kr. 359.374
Niðurstaða efnahagsreiknings. Eignir kr.7.294.947 Skuldir kr. 3.453.608
Eigið fé kr. 3.841.431

Ársreikningurinn lagður fyrir fundinn og hann samþykktur samhljóða.
2. 2305013 - Samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Ölfuss
Í kjölfar úrsagnar Sveitarfélagsins Ölfuss úr Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings urðu breytingar á félagsþjónustu sveitarfélagins sem leiddu til þess að breyta þarf samþykktum sveitarfélagsins.

Sú vinna er hafin og fyrir fundinum lágu tillögur að fyrstu breytingum samþykktanna sem varða velferðarþjónustuna.




Bæjarstjórn samþykkir tillagðar breytingar eins og þær liggja fyrir til fyrri umræðu. Bæjarstjórn bendir enn fremur á mikilvægi þess að nýta tímann milli umræðna til að endurskoða samþykktirnar í heild sinni.

Bæjarstjórn samþykkir því að sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs verði falið að leiða vinnuna í samráði við starfsmenn og stjórnendur sveitarfélagsins eftir því sem við á.

Samþykkt samhljóða.
3. 2305014 - Minnisblað - breyting á fjárfestingaáætlun ársins 2023
Fyrir bæjarstjórn lá minnisblað frá Elliða Vignissyni bæjarstjóra um tillögur að breytingum á fjárfestingaáætlun ársins. Tillögurnar eru unnar með vísan til erfiðrar stöðu á fjármálamarkaði og beiðni stjórnvalda um að unnið verði gegn þenslu. Lagt er til að völdum framkvæmdum verði frestað og breytingar gerðar á ákveðnum forsendum. Með ofangreindum aðgerðum má fresta þó nokkuð af þeim framkvæmdum sem ráðgerðar eru og þar með lántöku upp á allt að 535 milljónir.
Bæjarstjórn samþykkir framkomnar tillögur og felur starfsmönnum sínum að vinna viðauka vegna þessara breytinga og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarstjórn telur sérstaklega mikilvægt að flýta eftir fremsta megni þeim lið framkvæmda sem snýr að því að nýta hluta þess fjármagns sem sparast til að bregðast við biðlistum á leikskólum og felur bæjarstjóra að vinna þar að lútandi verksamninga í samræmi við það sem fram kemur í minnisblaðinu.

Ása Berglind Hjálmarsdóttir, Elliði Vignisson, Hrönn Guðmundsdóttir og Grétar Ingi Erlendsson tóku til máls.

Samþykkt samhljóða.
4. 1909030 - Héraðsskjalasafn-framtíðarhúsnæði
Á vorfundi Héraðsnefndar Árnesinga þann 28.04.2023 var lögð fram eftirfarandi tillaga af Jóni Bjarnasyni nefndarmanni:

Vorfundur Héraðsnefndar skorar á Sveitarfélagið Ölfus að taka húsnæðismálið á dagskrá bæjarstjórnar, endurskoða fyrri ákvörðun og halda áfram í samstarfinu um Héraðsskjalasafnið.

Gert var fundarhlé kl.17:50.

Fundi framhaldið kl.18:15 og eftirfarandi bókun lögð fram:

Með tilvísun í afgreiðslu 14. liðar 27. fundar og 11. liðar á 29. fundi Héraðsnefndar Árnesinga (HÁ) samþykkir bæjarstjórn að draga til baka ákvörðun um úrsögn úr Héraðsskjalasafni Árnesinga. Í tilgreindum liðum var rætt um mikilvægi þess að bregðast við erindi sveitarstjórnarráðuneytisins um að endurskoða þurfi samþykktir HÁ. Þar var sérstaklega vísað til mikilvægi þess að endurskoða umboð til Héraðsnefnda og samþykktir og eignarhluti sveitarfélaganna, ákvæði um úrsögn sveitarfélaga og slit byggðasamlags. Bent var á mikilvægi þess að ákvæði um fjármál séu í samræmi við sveitarstjórnarlög og framsal sveitarfélaga á valdi til töku stjórnvaldsákvarðana samkv. 93. gr. sveitarstjórnarlaga.

Ákvörðun bæjarstjórnar um að draga til baka ákvörðun um útgöngu er háð því að áform um kaup og endurgerð nýs húsnæðis Héraðsskjalasafnins verði frestað þar til að fyrir liggur niðurstaða hvað varðar heildarstarfsemi HÁ. Þá verði einnig litið til niðurstöðu starfshóps menningar- og viðskiptaráðherra um framtíð skjalasafna og rafræna langtímavörslu skjala.

Samþykkt samhljóða.

12. 2305005 - Kolviðarhólslína 1 - endurnýjun - umsókn um framkvæmdaleyfi
Landsnet hf. óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar á 34 möstrum af 45 í Kolviðarhólslínu 1 á 17 km kafla innan sveitarfélagamarka Ölfuss.

Afgreiðsla nefndar: Umrætt framkvæmdaleyfi samþykkt í samræmi við þau gögn sem fylgdu umsókn.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
13. 2202040 - DSK Hjarðarból svæði 3 og 4
Skipulagsstofnun gerði nokkrar athugasemdir við deiliskipulag Hjarðarbóls land 3 og 4 við lokayfirferð. Skipulagshöfundurinn hefur brugðist við þeim að höfðu samráði við starfsmann Skipulagsstofnunar og er endurskoðuð tillaga nú lögð fram. Stutt er í að málið renni út á tíma en frestur til að gera athugasemdir rann út þann 18. maí 2022 en frestur sveitarstjórna til að birta staðfestingu í B-deild stjórnartíðinda rennur út einu ári frá þeirri dagsetningu.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
Fundargerðir til staðfestingar
5. 2304008F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 39
Fundargerð 39.fundar íþrótta- og tómstundarnefndar frá 26.04.2023 til staðfestingar.

1. 2303039 - Vinnuskjal - íþrótta- og frístundastefna
2. 2304040 - Umsóknir í afreks- og styrktarsjóð Ölfuss.
3. 2304039 - Samantekt yfir nýtingu frístundastyrks 2022.

Ása Berglind Hjálmarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun undir lið 3 á fundi íþrótta- og tómstundanefndar:

Um leið og ég þakka fyrir samantektina langar mig að óska eftir því að farið verði í greiningu á hlutfalli barna með erlendan bakgrunn sem nýtir frístundastyrkinn. Það er virkilega mikilvægt fyrir sveitarfélag eins og Ölfus sem er með hátt hlutfall íbúa með erlendan bakgrunn að það leggi sig fram við að ná sérstaklega til þeirra foreldra sem tala annað tungumál en íslensku og kynni frístundastarf og frístundastyrkinn með öllum leiðum. Mögulega þarf að búa til nýjar leiðir til að ná til foreldra ef niðurstaðan er sú að börn með erlendan uppruna nýta síður frístundastyrkinn.
58% barna nýttu styrkinn, það er ekki hátt hlutfall svo ástæða er til að skoða þetta betur. Það skiptir sköpum hvernig við mætum nýjum Íslendingum og alveg sérstaklega börnum sem eru að vaxa úr grasi og ná tökum á tungumáli sem er ekki endilega þeirra móðurmál. Við eigum að beita öllum ráðum til að auðvelda þeim samfélagslega þátttöku, félagslega aðlögun og öfluga íslenskukennslu.


Ása Berglind Hjálmarsdóttir, Grétar Ingi Erlendsson og Hrönn Guðmundsdóttir tóku til máls.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
6. 2304007F - Bæjarráð Ölfuss - 395
Fundargerð 395.fundar bæjarráðs Ölfuss frá 04.05.2023 til staðfestingar.

1. 1602017 - Fjármál Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus.
2. 2304033 - Beiðni um aukinn fjárstuðning
3. 2304042 - Eftirlitsmyndavélar við Árbæjarhverfi
4. 2304044 - Beiðni um frest til að hefja framkvæmdir
5. 2304043 - Fundartími bæjarráðs
6. 2305003 - Vilyrði fyrir lóð fyrir hótel
7. 2304038 - Gatnagerð - Hafnarsvæði - Gatnagerð og veitur 2023
8. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn.
9. 2305002 - Tillögur um breytingar á 133.gr.sveitarstjórnarlaga um íbúakosningar sveitarfélaga
10. 2305012 - Beiðni um útgáfu lóðarleigusamnings

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
Fundargerðir til kynningar
7. 2009052 - Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurlands
Fundargerð 227.fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 4.maí 2023 til kynningar.

Lagt fram til kynningar
8. 1701032 - Fræðslumál Fundagerðir stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga.
Fundargerð 205.fundar stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga frá 5.maí 2023 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
9. 2009027 - Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.
Fundargerð 61.fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 13.04.2023 og 62.fundar frá 21.04.2023 til kynningar. Einnig er til kynningar ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga fyrir árið 2022.
Lagt fram til kynningar.
10. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 925.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28.04.2023 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
11. 1605028 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga.
Fundargerð vorfundar Héraðsnefndar Árnesinga frá 28.04.2023 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?