Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 355

Haldinn í fjarfundi,
19.08.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Steinar Lúðvíksson varaformaður,
Jón Páll Kristófersson aðalmaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2108015 - Byggðafesta og búferlaflutningar - niðurstöður úr könnun Byggðastofnunar
Bæjarráð fjallaði um niðurstöðu rannsóknarinnar "Byggðafesta og búferlaflutningar" sem unnin var af sérfræðingum Háskólans á Akureyri, Byggðastofnun, Háskóla Íslands og fl. á tímabilinu 28.október til 15.desember 2020.

Niðurstöðurnar eru fyrir margar sakir athyglisverðar. Sérstaklega er athyglisvert að hlutfall þeirra íbúa sem segjast mjög ánægðir með búsetu sína er hæst í Þorlákshöfn af öllum stærri bæjum á Íslandi. 96% íbúa í Þorlákshöfn sögðust ýmist frekar ánægðir eða mjög ánægðir með búsetuskilyrðin. Þá er og jákvætt að 81% aðspurðra íbúa í Þorlákshöfn telur að lífsskilyrði hafi batnað á síðustu árum og 91% telur að lífsskilyrðin muni batna enn frekar á næstu árum.

Bæjarráð fagnar niðurstöðum rannsóknarinnar og færir þeim sem að henni stóðu þakkir fyrir þeirra vinnu.

Bæjarráð lítur á jákvæðar niðurstöður Þorlákshafnar sem vísbendingu um almenna ánægju bæjarbúa með búsetugæði í Þorlákshöfn og sér þær sem hvatningu til að gera gott enn betra. Jákvæður árangur sem þessi er að mati bæjarráðs fyrst og fremst bæjarbúum sjálfum að þakka enda eru það þeir sem skapa þann jarðveg sem ánægjan fær þrifist í.

Bæjarráð beinir því til Þekkingarsetursins Ölfus Cluster að leita leiða til að kynna niðurstöður þessarar rannsóknar fyrir bæjarbúum á opnum fundi svo fljótt sem verða má.
2. 2102094 - Orkuveita Reykjavíkur - sameining lóða - Jarðhitagarðar
Máli vísað til bæjarráðs frá skipulags- og umhverfisnefnd. Borist hefur bréf frá Orkuveitunni með ósk um útskýringar á því hvers vegna málið hefur tafist. Málið var tekið fyrir á 18. og 20. fundi skipulags- og umhverfisnefndar.

Orkuveitan hefur áhuga á að sameina lóðir Jarðhitagarða við upprunalandið og stofna þær svo eftir þörfum. Málið var tekið fyrir á 18. fundi nefndarinnar. Nú hefur borist svar Orkuveitunnar um framtíðaáform á svæðinu en Orkuveitan segir í svari sínu: "Þegar unnið var að deiliskipulagi Jarðhitagarðanna á sínum tíma var mikil óvissa á hver þörfin væri á fjölda lóða innan garðanna fyrir fyrirtæki sem vildu nýta sér afurðir virkjunarinnar. Nú hefur reynslan leitt það í ljós að hægara gengur en talið var í fyrstu að fá fyrirtæki til að hefja uppbyggingu innan garðanna enda samningar flóknir og að mörgu að hyggja. Framtíðarsýn Jarðhitagarðanna er að bjóða fjölbreytt fyrirtæki sem vilja nýta sér efnisstrauma frá Hellisheiðavirkjun í sátt við umhverfið. Uppbygging innan Jarðhitagarðanna verður svo lengi sem ónýttir straumar eru til staðar og áhugi fyrirtækja er fyrir hendi."

Eftirfarandi var bókað á 18. fundi: Orkuveita Reykjavíkur óskar eftir að sameina lóðir sem áður hafa verið stofnaðar í Jarðhitagarði á Hellisheiði. Lóðirnar voru á sínum tíma stofnaðar í samræmi við deiliskipulag svæðisins. Orkuveitan hyggst stofna lóðirnar aftur þegar þörf verður fyrir þær. Þetta er gert til að minnka rekstrarkostnað svæðisins. Óskað er eftir að lóðirnar séu látnar renna saman við Kolviðarhól lóð 1 landnr. 199792. Lóðirnar sem óskað er eftir samruna eru: - Draugavellir 12, landnr. 228911 - Draugavellir 10, landnr. 228910 - Draugavellir 8, landnr. 228909 - Draugavellir 6, landnr. 228908 - Draugavelli 4, landnr. 228907 - Draugavellir 2, landnr. 228906 - Engidalsvegur 2, landnr. 228905 - Svínavellir 2, landnr. 228941 - Svínavellir 4, landnr. 228943 - Svínavellir 1, landnr. 228940 - Svínavellir 3, landnr. 228942 - Suðurvellir 2, landnr. 228937 - Suðurvellir 4, landnr. 228939 - Suðurvellir 1, landnr. 228936 - Suðurvellir 3, landnr. 228938 - Norðurvellir 12, landnr. 228923 - Norðurvellir 11, landnr. 228922 - Norðurvellir 9, landnr. 228921 - Norðurvellir 10, landnr. 228920 - Bolavellir 2, landnr. 228898 - Bolavellir 4, landnr. 228899 - Bolavellir 6, landnr. 228900 - Bolavellir 8, landnr. 228901 - Bolavellir 10, landnr. 228902 - Bolavellir 12, landnr. 228903 - Bolavellir 14, landnr. 228904 - Norðurvellir 5, landnr. 228914 - Norðurvellir 3, landnr. 228913 - Norðurvellir 1, landnr. 228912 - Sleggjuvellir 12, landnr. 228935 - Sleggjuvellir 1, landnr. 228924 - Sleggjuvellir 3, landnr. 228925 - Sleggjuvellir 5, landnr. 228926 - Sleggjuvellir 7, landnr. 228927 - Sleggjuvellir 9, landnr. 228928 - Sleggjuvellir 11, landnr. 228929 - Sleggjuvellir 2, landnr. 228930 - Sleggjuvellir 4, landnr. 228931 - Sleggjuvellir 6, landnr. 228932 - Sleggjuvellir 8, landnr. 228933 - Sleggjuvellir 10, landnr. 228934.
Afgreiðsla nefndarinnar á 18. fundi var þessi: Frestað. Nefndin óskar eftir frekari gögnum frá Orkuveitunni um framtíðaráform á svæðinu.

Afgreiðsla nefndar á 20. fundi: Vísað til bæjarráðs til umfjöllunar.

Bæjarráð getur ekki samþykkt sameiningu umræddra lóða enda hefur þegar hafist uppbygging á svæðinu á grundvelli fyrirliggjandi skipulags. Fyrir liggur að ekki hefur verið horfið frá uppbyggingu á því svæði sem umræðir og þvert á móti er ríkur áhugi á áframhaldandi uppbyggingu innan þess. Bæjarráð telur því ekki æskilegt að lóðir fari inn og út úr skipulagi á þann hátt sem ON leitar nú leiða til að gera. Þess í stað er rík þörf á því að fyrir liggi stefna til lengri tíma.

Bæjarráð hafnar erindinu.
Samþykkt samhljóða.
3. 2107027 - Umsókn um lóðir við Laxabraut 15-17
Fyrir bæjarráði lágu drög að leigusamningum um lóðirnar Laxabraut 15 og Laxabraut 17. Samningarnir eru með þeim hætti að gatnagerðargjöld greiðast samkvæmt gjaldskrá þegar framkvæmdir á lóðinni hefjast og þá eingöngu vegna þeirra mannvirkja sem byggð verða, eftir því sem framkvæmdum vindur fram. Önnur gjöld greiðast samkvæmt gjaldskrá. Því til viðbótar greiðast við úthlutun 1.000 kr. úthlutunargjald fyrir hvern m2 lóðar. Að öðru leyti gilda almennar gjaldskrár, eftir því sem framkvæmdum vindur fram.


Bæjarráð samþykkir leigusamningana og þær forsendur sem þeir byggja á.
Samþykkt samhljóða.
4. 2108016 - Minnisblað STEAG Power Minerals-Myrdalssandur ehf.
Fyrir bæjarráði lá erindi frá STEAG Power Minerals þar sem óskað er eftir aðstöðu bæjaryfirvalda til þess að byggður verði upp umfangsmikinn rekstur tengdum útflutningi á jarðefnum, nánar tiltekið Kötluvikri.

Fram kemur að megin markmið verkefnisins sé að draga úr kolefnislosun tengdri sementsframleiðslu með því að nýta jarðefni sem svokallaðan Clinker í sementið í stað flugösku tengdri brennslu af kolum. Í því samhengi er nefnt að árleg heimsframleiðsla af sementi er í dag um 4 milljarðar tonna og þar af 180 milljónir bara í Evrópu. Bein losun kolefnis vegna Clinkers er um 840 kg. CO2/t þannig að til mikils er unnið að draga úr kolefnisspori þessarar framleiðslu.

Í erindinu gerir STEAG grein fyrir því að fyrirhugað sé að hefja fljótlega útflutning á um 200.000 tonnum af jarðefnum og skala hann síðan upp í 1.000.000 tonn. Búast má við því að í upphafi verði um að ræða 3 skip að meðaltali á mánuði.

STEAG lýsir vilja sínum til að fá heimild til að koma upp aðstöðu til að geyma um 18.000 tonn af jarðefnum nærri Þorlákshöfn eða sem nemur tveimur skipsförmum. Sérstaklega lýsa þeir áhuga á þremur lóðum við Óseyrarbraut austan tollaplansins.

Bæjarráð lýsir sig áhugasamt fyrir framgangi þessa máls og jákvætt fyrir því að finna starfseminni hentuga lóð innan sveitarfélagsins svo fremi sem tryggt sé að allt jarðefni verði geymt í lokuðum húsum þannig að ekki sé sjón-, ryk- eða hávaðamengun af starfseminni.

Bæjarráð bendir á að um þessar mundir er mikill áhugi á uppbyggingu Þorlákshafnar og því veruleg eftirspurn eftir lóðum. Því kemur ekki til greina að fyrirtæki geti haldið stórum lóðum um langan tíma án greiðslna þótt vissulega sé möguleiki að dreifa greiðslum yfir undirbúningstímann.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að upplýsa STEAG um þessa afstöðu bæjarráðs og eftir atvikum að vinna málinu áfram farveg á fyrrgreindum forsendum.

Samþykkt samhljóða.
5. 1904023 - ASK og DSK Mói - Uppbygging íbúðabyggðar
Forsvarsmenn Móaverkefnisins hafa óskað eftir því að gerður sé viðauki við samkomulagið við þá sem gerir ráð fyrir að gildistími samkomulagsins verði 10 ár frá útgáfu byggingarleyfisins. Ástæðan er sú að verkefnið hefur orðið fyrir umtalverðum töfum til að mynda vegna minjaverndar, Covid o.fl.

Fyrir liggur að skipulagsvinna, hönnun gatna í aðliggjandi götum o.fl. hefur tafist vegna álags á skipulagsdeild sveitarfélagsins, krafna eftirlitsstofnana svo sem minjaverndar o.fl. Þá hefur Covid ástandið með tilheyrandi sóttkví o.fl. valdið truflun á framgangi.

Með hliðsjón af þessu samþykkir bæjarráð að gildistími samkomulagsins verði 10 ár frá og með 1.september 2021 og áréttar að frá og með þeim degi verða ekki samþykktir frekari frestir á framgangi verkefnisins.

Samþykkt samhljóða.
6. 2106021 - Beiðni um aukinn kennslukvóta.
Á fundi bæjarráðs 10.júní sl.var tekin fyrir beiðni frá Tónlistarskóla Árnesinga um aukinn kennslukvóta. Við afgreiðslu erindisins var óskað eftir meiri upplýsingum frá skólanum sem nú hafa borist. Fram kemur að ásókn í skólann hefur aukist mikið samhliða hraðri fjölgun íbúa.

Bæjarráð samþykkir beiðni um viðbótar kennslukvóta og felur starfsmönnum sínum að vinna viðauka vegna þessa.

Samþykkt samhljóða.
7. 1602040 - Úthlutun leiguíbúða Egilsbraut 9.
Fyrir bæjarráði lá niðurstaða afgreiðslu fagteymis félagsþjónustunnar á starfssvæði Skóla- og velferðarþjónustu vegna úthlutunar á íbúð á Egilsbraut 9 sem auglýst var laus til umsóknar í júlí. Alls sóttu 2 aðilar um þá íbúð sem auglýst var.

Bæjarráð samþykkir úthlutun á þeim forsendum sem fagteymi félagsþjónustunnar hefur lagt til.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til staðfestingar
8. 2107004F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 27
Fundargerð 27.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 30.07.2021 til staðfestingar.

1. 2107001 - Gljúfurárholt land14 0 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2. 2107029 - Þurárhraun 29 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
3. 2107030 - Þurárhraun 23 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
4. 2107031 - Þurárhraun 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
5. 2107032 - Þurárhraun 12 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
6. 2107033 - Nesbraut 25 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
7. 2107044 - Laxabraut 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
8. 2107037 - Þurárhraun 13 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
Mál til kynningar
9. 2108014 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2022-2025
Fyrir bæjarráði lá minnisblað vegna forsenda fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2022-2025.
Bæjarráð vísar minnisblaðinu til gerðar fjárhagsáætlunar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?