Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 5

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
12.03.2020 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Eiríkur Vignir Pálsson formaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Kristín Magnúsdóttir aðalmaður,
Sveinn Samúel Steinarsson aðalmaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Hjörtur Bergmann Jónsson hafnarstjóri, Sigmar Björgvin Árnason skipulags- og byggingarfulltrúi, Elliði Vignisson bæjarstjóri, Davíð Halldórsson umhverfisstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigmar B. Árnason, skipulags- og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1810031 - Þorlákshöfn - viðhaldsdýpkanir.
Nefndin ræddi stöðu dýpkunarframkvæmda við höfnina. Fyrir lá mæling gerð 06-03-20.
Í máli kom fram að mögulegt væri að nýta dýpkunarskip frá Danmörku sem er mun ódýrari en það sem áður hefur verið notað.

Nefndin felur hafnarstjóra að leggja fram minnisblað um mögulegar kostnaðartölur og þörfina fyrir slíka dýpkunarframkvæmd á næsta fundi.
2. 1901020 - Dráttarbátur Þorlákshöfn
Nefndin ræddi stöðu kaupa á dráttarbát.
Í síma var Sigurður Áss Grétarsson sem veitir höfninni sérfræðiráðgjöf við kaupin. Í máli hans kom fram að forkönnun bendi til þess að mögulegt eigi að geta verið að kaupa heppilegan notaðan dráttarbát undir 200 milljónum.

Nefndin samþykkir að birta VEAT tilkynningu á evrópska útboðsvefnum TED um að Þorlákshöfn ætli að fara í samningskaup um dráttarbát.

Nefndin felur hafnarstjóra að fylgja málinu áfram og halda nefndinni upplýstri.
3. 2003008 - Aðgerðaráætlun Covid-19
Fyrir nefndinni lágu drög að viðbragðs- og leiðbeininga áætlun vegna Covid-19.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir viðbragðsáætlun hafnarinnar hvað varðar Covid 19 veiruna. Í máli hans kom fram að þegar hefði verið gripið til ýmissa ráðstafna til að sporna við áhrifum mögulegs faraldurs á starfsemi hafnarinnar. Þannig hafi umferð um skip verði takmörkuð, unnið væri að gerð staðgengla kerfis og fl.

Nefndin þakkar upplýsingarnar og felur hafnarstjóra að gæta áfram að framgangi þessara mála.
4. 1911008 - Verklegar framkvæmdir
Staða verklegra framkvæmda kynnt. 1. Gatnagerð Hraunshverfi áfangi 1. 2. Viðbygging íþróttahúss 3. Viðbygging 9.an 4. Viðhaldsframkvæmdir 2020 5. Gatnagerð Hraunshverfi áfangi 2. 6. Móttöku og flokkunarstöð 7. Stækkun leikskólans Bergheima. 8. Endurnýjun gatnalýsingar
1. Gatnagerð Hraunshverfi, áfangi 1: Framkvæmdin hefur tafist vegna veðurs. Framkvæmdum við götur er nú að mestu lokið, allar lagnir eru komnar niður, ljósastaurar eru frágengnir Lóðir eru nú tilbúnar til framkvæmda og viðbúið að jarðvegsframkvæmdir við þær hefjist á næstu dögum.

2. Gatnagerð Hraunshverfi, áfangi 2: Tilboð verða opnuð í næstu viku. Í tilboðinu felast heildar framkvæmdir við uppbyggingu gatna að frátöldum yfirborðsfrágangi. Gera má ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í byrjun apríl. Við framkvæmdina verða til 13 einbýlishúsalóðir og 10, þriggja íbúðalóðir. Samtals verða því til lóðir fyrri 43 íbúðir sem verða auglýstar í beinu framhaldi af ákvörðun um samninga við gatnagerð.

3. Viðbygging við íþróttamiðstöð: Verið er að ljúka framkvæmdum við að opna á milli eldri og nýrri hluta hússins og því tilbúið framkvæmda innanhúss. Pálmatré mun þar með ljúka sínum verkþáttum. Áætlun gerir ráð fyrir að framkvæmdum við yfirborð íþróttagólfs verði lokið í júní og þá þegar verði framkvæmdum við raflagnir og annað lokið. Enn er stefnt að því að taka hinn nýja hluta íþróttahússins í notkun í byrjun næsta skólaárs.

4. Viðbygging við Egilsbraut 19: Hönnun og gerð útboðsgagna er lokið. Stefnt er að því að bjóða út framkvæmdir við stækkunina í næstu viku.

Stefnt er að því að verktími og forsendur verði sem hér segir:
- Fyrirspurnatíma lýkur: 25.03.2020
- Svarfrestur rennur út: 27.03.2020
- Opnunartími tilboða: 03.04.2020
- Upphaf framkvæmdatíma: Við töku tilboðs
- Lok framkvæmdatíma: 01.02 2021
- Tilboðstrygging: Skuldbinding er tengd undirritun tilboðs
- Tafabætur 150.000 / almanaksdag
- Verðlagsgrundvöllur: Verkið verðbætist ekki
- Frávikstilboð: Heimiluð
- Fylgigögn með tilboði: Tilboðsskrá og tilboðsblað
- Opnunarstaður tilboða: Hafnarberg 1, Þorlákshöfn


5. Viðhaldsframkvæmdir gatna: Nefndin fór yfir stöðu mála hvað varðar viðhaldsframkvæmdir. Fyrir nefndina var lögð niðurstaða verðkönnunar vegna malbikunar. Þrír aðilar skiluðu inn verðum og átti Hlaðbær Colas hagstæðasta tilboðið. Stefnt er að viðhaldi gatna (yfirlögn á malbiki) fyrir rúmar 20 milljónir auk nýlagnar á stíga í Búðahverfi.

6. Móttöku og flokkunarstöð: Unnin hefur verið rýnivinna hvað forsendur vegna hæðasetninga gatna og fl. Loka hönnunargögn ættu að geta legið fyrir á næsta fundi og útboð vegna framkvæmdarinnar í beinu framhaldi af því.

7. Stækkun leikskóla: Haldin hefur verið upphafsverkfundur með hönnuði sem þegar hefur ráðist í þarfagreiningu. Unnið er út frá þeirri forsendu að húsnæðið verði greint út frá möguleikum til heildar stækkunar og endanlegs útlits.

8. Gerð hefur verið verðkönnun á áfanga 2. í endurnýjun gatnalýsingar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?