Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 349

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
25.09.2025 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varaforseti,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Erla Sif Markúsdóttir bæjarfulltrúi,
Hrönn Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson bæjarfulltrúi,
Berglind Friðriksdóttir bæjarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Í upphafi fundar leitaði forseti eftir athugasemdum við fundarboð en engar bárust.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2509062 - Merkjalýsing - Samsett aðgerð - Suðurvör 2, 4, 7 og 9
Lögð er fram merkjalýsing - samsett aðgerð - Suðurvör 2,4,7 og 9. Merkjalýsing þessi er unnin skv. gildandi deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið í Þorlákshöfn dags. B.deild augl. 26.10.2020, m.s.br., og gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2020-2036. Í merkjalýsingu þessari er farið yfir samruna og uppskiptingu landeigna við Suðurvör í Þorlákshöfn ásamt staðfangabreytingu. Suðurvör 2 (L172306) er skráð 23.930 m2 í fasteignaskrá HMS. Lóðin stækkar um 4.429,0 m2 og verður 28.359,0 m2. Mismunurinn kemur úr Þorlákshöfn (L171822) sem minnkar um það sem því nemur. Suðurvör 4 er 9.797,4 m2. Lóðin er stofnuð úr jörðinni Þorlákshöfn (L171822). Suðurvör 7 er 24.239,4 m2. Lóðin er stofnuð úr jörðinni Þorlákshöfn (L171822). Suðurvör 9 (L186172) er skráð 18.071,5 í fasteignaskrá HMS. Lóðin minnkar um 7.262,7 og verður 10.808,8 m2. Mismunurinn fer inn í Þorlákshöfn (L171822). Lóðin hét áður Nesbraut 5 en breytir nú um staðfang. Þorlákshöfn (L171822) er ekki með skráða stærð í fasteignaskrá HMS en minnkar nú um 31.203,3 m2.

Samþykkt samhljóða.
2. 2509046 - Kirkjuferjuhjáleiga - Ferjukot 3 DSKbr
Lögð er fram óveruleg breyting á deiliskipulagi Kirkjuferjuhjáleigu. Staðföngum lóða er breytt úr Ferjukot í Kirkjuhvoll og auk þess er lóðinni Ferjukot 3 skipt í tvær lóðir sem fá staðföngin Kirkjuhvoll 3a og Kirkjuhvoll 3b. Hvor lóð er 1 ha. að stærð.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan verði grenndarkynnt með bréfi til lóðarrétthafa eftirtalinna lóða: Ferjukot 1 og Ferjukot 5.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2410072 - Árbær 4 Dýraspítali - ASKbr
Lögð er fram lýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi vegna um 8 ha lands innan jarðarinnar Árbær IV í Ölfusi. Til stendur að staðsetja á landinu Dýraspítala Suðurlands sem hingað til hefur verið staðsettur á Stuðlum við Árbæjarveg. Komin er þörf fyrir stækkun og úrbætur á núverandi dýraspítala og mun þessi nýi dýraspítali bæta þar miklu við.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2504076 - Hafnarsvæði H3 og samfélagsþjónustusvæði S4 - stækkun skipulagssvæðis - ASKbr
Lögð er fram breyting á aðalskipulagi er snertir H3 og S4 auk svæðanna OP1 og OP3. Til stendur að útvíkka H3 til að efla hafnarsvæðið umhverfis Suðurvararbryggju. Þá stendur einnig til að stækka reit S4 til að hægt sé að koma fyrir hjúkrunarheimili í grennd við Níuna, eins og fyrirhugað hefur verið.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2504075 - Þorlákshafnarlína 2 ASKbr
Lögð er fram breyting á Aðalskipulagi Ölfuss vegna fyrirhugaðs jarðstrengs til Þorlákshafnar sem ber nafnið Þorlákshafnarlína 2. Um er að ræða 132 kv jarðstreng sem kemur til með að liggja meðfram Þorlákshafnarvegi milli Hveragerðis og Þorlákshafnar.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2509043 - Stækkun grunnskóla Þorlákshafnar - DSK
Lagt er fram nýtt deiliskipulag fyrir Grunnskóla Þorlákshafnar og samliggjandi byggingar. Til stendur að stækka grunnskólann til að mæta auknum fjölda íbúa og tengja hann við íþróttahúsið með viðbyggingu.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Elliði Vignisson tók til máls.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2110033 - DSK Akurgerði ferðaþjónustuhús
Endurkoma eftir athugasemdaferli Gerðar voru lítillegar breytingar á texta skipulagsins til að bregðast við umsögnum. Að öðru leyti er skipulagið lagt fram að nýju óbreytt.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2401044 - Grímslækjarheiði ASK
Endurkoma eftir athugasemdaferli.
Lögð eru fram uppfærð gögn þar sem tekið hefur verið tillit til athugasemda. Texti í greinargerð hefur verið lagfærður í samræmi við ábendingu nefndarinnar frá fundi í febrúar.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. og 2. málsgrein 32. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2305039 - DSK Hótel í Hafnarvík
Endurkoma eftir athugasemdir SLS.
Skipulagsstofnun gerði nokkrar athugasemdir í sinni lokayfirferð sem skipulagshöfundur hefur nú brugðist við. Lagt er fram uppfært deiliskipulag auk minnisblaðs frá Portum verkfræðistofu sem kallað var eftir.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Elliði Vignisson tók til máls.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2311031 - ASK Mýrarsel íbúðarsvæði stækkað um fimm frístundalóðir
Endurkoma eftir athugasemdaferli.
Engar athugasemdir bárust frá umsagnaraðilum og er skipulagið því lagt fram að nýju í óbreyttri mynd.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. og 2. málsgrein 32. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðir til staðfestingar
11. 2509005F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 72
Fundargerð 72.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 14.09.20205 til staðfestingar.

1. 2406028 - Suðurvarabryggja-Yfirborðsfrágangur. Til kynningar.
2. 2302008 - Ný fráveituhreinsistöð. Til staðfestingar.
3. 2509045 - Beiðni um leigu af geymslusvæði við Skarfaskersbryggju. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2501021 - Framkvæmdaráætlun 2024-25. Til kynningar.
5. 2210029 - Olíudælur fyrir smábáta. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2509048 - Beiðni um aukningu stöðugilda á höfninni. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
12. 2509004F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 99
Fundargerð 99.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 17.09.2025 til staðfestingar.

1. 2509013 - Litla kaffistofan og ferðaþjónusta - kynning á fundi. Til kynningar.
2. 2509014 - Frístundabyggð F14 "Öldubyggð" - Kynning á fundi. Til kynningar.
3. 2311031 - ASK Mýrarsel íbúðarsvæði stækkað um fimm frístundalóðir. Tekið fyrir sérstaklega.
4. 2509009 - Fjallahjólastígar í Ölfusi - beiðni um styrk. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2305039 - DSK Hótel í Hafnarvík. Tekið fyrir sérstaklega.
6. 2509008 - Hverahlíðarvirkjun - Stöðvarhús fyrir bakþrýstivél DSKbr. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2401044 - Grímslækjarheiði ASK. Tekið fyrir sérstaklega.
8. 2110033 - DSK Akurgerði ferðaþjónustuhús. Tekið fyrir sérstaklega.
9. 2509043 - Stækkun grunnskóla Þorlákshafnar - DSK. Tekið fyrir sérstaklega.
10. 2504075 - Þorlákshafnarlína 2 ASKbr. Tekið fyrir sérstaklega.
11. 2504076 - Hafnarsvæði H3 og samfélagsþjónustusvæði S4 - stækkun skipulagssvæðis - ASKbr. Tekið fyrir sérstaklega.
12. 2509044 - Færsla á læk vegna flóðahættu. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
13. 2410072 - Árbær 4 Dýraspítali - ASKbr. Tekið fyrir sérstaklega.
14. 2509005 - Merkjalýsing - Uppskipting landeignar - Fífilbrekka og Reykir Skólastjórabústaður. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
15. 2509007 - Merkjalýsing - Samruni landeigna - Egilsbraut 35 og Hafnarberg 41. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
16. 2409014 - Breyttir fundartímar skipulagsnefndar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
17. 2509046 - Kirkjuferjuhjáleiga - Ferjukot 3 DSKbr. Tekið fyrir sérstaklega.
18. 2509047 - Merkjalýsing - Uppskipting lóðar - Kirkjuhvoll 3A og 3B. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
13. 2509002F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 35
Fundargerð 35.fundar fjölskyldu- og fræðslunefndar frá 17.09.2025 til staðfestingar.

1. 2311017 - Skýrsla skólastjóra. Til kynningar.
2. 2509040 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn - starfsáætlun 2025-2026. Til kynningar.
3. 2508002 - Skýrsla leikskólastjóra Hraunheima. Til kynningar.
4. 2311012 - Skýrsla leikskólastjóra Bergheima. Til kynningar.
5. 2506039 - Reglur um námsvist utan lögheimilissveitarfélags. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2409033 - Gjaldskrár Sveitarfélagsins Ölfuss 2025. Til kynningar.
7. 2509039 - VISS fyrirhugaðar breytingar á húsnæði. Til kynningar.
8. 2509055 - Kosning varaformanns fjölskyldu og fræðslunefndar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.

14. 2509001F - Bæjarráð Ölfuss - 450
Fundargerð 450.fundar bæjarráðs frá 22.09.2025 til staðfestingar.

1. 2304043 - Fundartími bæjarráðs. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2509049 - Beiðni um styrk vegna Erasmus heimsóknar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 1602017 - Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus. Til kynningar.
4. 2509050 - Beiðni um viðauka vegna hönnunar nýs grunnskóla. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2509052 - Viljayfirlýsing um byggingu hjúkrunarheimilis. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
15. 2508006F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 80
Fundargerð 80.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 18.09.2025 til kynningar.

1. 2508052 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Norðurbakki 3 - Flokkur 1
2. 2509003 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Norðurbakki 11 - Flokkur 1
3. 2508053 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Birkimói 9-15 - Flokkur 2
4. 2509058 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Birkimói 5-7 - Flokkur 2


Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðir til kynningar
16. 2009027 - Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.
Fundargerð 87.fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 20.06.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
17. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar SASS.
Fundargerð 625.fundar stjórnar SASS frá 14.08.2025 og 626.fundar frá 06.09.2025 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
18. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 983.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29.08.2025 og 984.fundar frá 12.09.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
19. 1603010 - Málefni fatlaðs fólks Fundargerðir stjórnar Bergrisans.
Fundargerð 87.fundar stjórnar Bergrisans frá 08.09.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?