Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 296

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
25.11.2021 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Steinar Lúðvíksson 1. varaforseti,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Kristín Magnúsdóttir bæjarfulltrúi,
Jón Páll Kristófersson bæjarfulltrúi,
Þrúður Sigurðardóttir bæjarfulltrúi,
Guðmundur Oddgeirsson bæjarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2111036 - Álagning vatnsgjalds
Á fundi stjórnar vatnsveitu Ölfuss þann 16.11.2021 var farið yfir tillögur að hækkun á gjaldskrá.

Afgreiðsla nefndar: Í ljósi þeirra miklu fjárfestinga sem og viðhalds sem eru framundan leggur stjórn vatnsveitu það til að álagningarprósenta vatnsskatts verði 0,12%. Ennfremur áréttar stjórn vatnsveitu mikilvægi þess að endurnýja vatnsmæla og koma fyrir mælum þar sem við á.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu stjórnar Vatnsveitu og þar með að álagningarprósenta vatnsskatts verði 0,12%.
2. 2006051 - Gjaldskrá gatnagerðargjalda endurskoðuð
Tillaga að nýrri gjaldskrá gatnagerðargjalda lögð fram til fyrri umræðu.

Bæjarstjórn staðfestir gjaldskrá gatnargerðagjalda eins og þau eru lögð fram til fyrri umræðu.
3. 2110050 - Gjaldskrár Sveitarfélagsins Ölfuss 2022
Fyrir bæjarstjórn lágu gjaldskrár Þorlákshafnar fyrir árið 2022 og gjaldskrár Sveitarfélagsins Ölfuss fyrir árið 2022. Almennt er gert ráð fyrir að gjaldskrárnar hækki um 4,5%.

Bæjarstjórn staðfestir gjaldskrá Þorlákshafnar eins og hún er lögð fram og vísar gjaldskránum til síðari umræðu.
4. 2108014 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2022-2025
Fyrir bæjarstjórn lá fjárhags- og framkvæmdaáætlun áranna 2022 til 2025.

Ráðgert er að rekstrartekjur A hluta árið 2021 verði 3.082.480 þús. kr. og rekstrargjöld: 2.748.985 þús. kr. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld verði: 79.074 þús kr. og afskriftir 97.780 þús. Rekstrarniðurstaða verði því jákvæð sem nemur 156.640 þús. kr.

Sé litið til samstæðurnar má sjá að ráðgert er að rekstrartekjur verði 3.658.665 þús. kr. og rekstrargjöld: 3.024.933 þús. kr. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld verði 126.120 þús. kr. og afskriftir 214.444 þús. kr. Þannig verði rekstarniðurstaða jákvæð sem nemur 293.129 þús. kr.

Samkvæmt fyrirliggjandi áætlun er ráðgert að veltufé samstæðu frá rekstri árið 2022 verði 611.449 þús. kr. og að fjárfesting nemi 1.529 þús. kr. Þá er fyrirhugað að greiða langtímalán niður fyrir 211.019 þús. kr. en samhliða verði tekin ný lán að upphæð 740 milljónir króna.

Á komandi ári eru all verulegar fjárfestingar fyrirhugaðar. Þannig eru áætlaðar fjárfestingar Eignasjóðs 721 milljón, fjárfestingar hafnarinnar 593 milljónir, vatnsveitu 43 milljónir, þjónusta við aldraða 131 milljón og fráveitu 41,6 milljón. Samtals er þar um ræða fjárfestingar upp á 1.529 milljónir.

Fyrirhugað er að rekstrarniðurstaða samstæðu verði 262 milljónir árið 2023, 266 milljónir árið 2024 og 320 milljónir árið 2025. Þá gerir áætlunin ráð fyrir að rekstrarniðurstaða a-hluta verði 156 milljónir árið 2023, 157 milljónir árið 2023 og 194 milljónir árið 2025.

Tölur eru í þúsundum króna

Fjárhagsáætlun A hluta Ölfuss 2022:
Rekstrartekjur: 3.082.480
Rekstrargjöld: 2.748.985
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld): (79.074)
Rekstrarniðurstaða, jákvæð: 156.640
Veltufé frá rekstri: 324.025
Fjárfesting : 721.000
Afborganir langtímalána: 156.056
Handbært fé í árslok: 2.700

Fjárhagsáætlun B-hluta sjóða Ölfuss 2022:
Rekstarniðurstaða Hafnarsjóðs: 129.677
Rekstrarniðurstaða Fráveitu: 24.479
Rekstarniðurstaða Félagslegra íbúða: (7.722)
Rekstrarniðurstaða Íbúða aldraðra: (5.850)
Rekstarniðurstaða Vatnsveitu: 3.905
Rekstrarniðurstaða Uppgræðslusjóðs: (8.000)

Fjárhagsáætlun samstæðu A og B hluta Ölfuss 2022:
Rekstrartekjur: 3.658.665
Rekstrargjöld: 3.024.933
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld): (126.160)
Rekstarniðurstaða, jákvæð: 293.129
Veltufé frá rekstri: 611.449
Fjárfesting : 1.528.800
Afborganir langtímalána: 211.019
Handbært fé í árslok : 6.184

Bæjarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætluninni til síðari umræðu.
5. 1909030 - Héraðsskjalasafn-framtíðarhúsnæði
Fyrir bæjarstjórn lá erindi frá nýjum eigendum Hafnarskeiðs 6 í Þorlákshöfn þar sem hluti þess húsnæðis er boðin undir framtíðarhúsnæði fyrir Héraðsskjalasafn Árnesinga.

Í erindinu kemur m.a. fram að Hafnarskeið 6 sé eitt sögufrægasta hús Þorlákshafnar. Það var lengstum nýtt undir fiskvinnslu og tengda starfsemi. Fyrirhugað er að ráðast í gagngerar endurbætur á húsinu á forsendum fasteignaþróunar. Meðal annars er horft til þess að þar verði framleiðsla á umhverfisvænum vörum, veitingarekstur, íbúðir og fleira. Mat bréfritara er að vel gæti farið á því að staðsetja framtíðarhúsnæði Héraðsskjalasafnsins á annarri hæð hússins.

Þá kemur þar einnig fram að eigendur Hafnarskeiðs 6 telji að með því að staðsetja Hérðasskjalasafn Árnesinga í Meitilshúsinu við Hafnarskeið 6 megi í senn leggja skjalasafninu til framtíðarhúsnæði sem sómi er af auk þess sem þetta sögufræga hús yrði fært til vegs og virðingar á ný. Þá telja bréfritarar einsýnt að kostnaður af endurgerð og kaupum/leigu væri án nokkurs vafa lægri en af byggingu nýs hús eða nýtingu eldra iðnaðarhúsnæðis á Selfossi.


Bæjarstjórn þakkar bréfritara og beinir erindinu til framkvæmdanefndar héraðsnefndar með áskorun um að hagsmunir Héraðsskjalasafnsins og kostnaðarvitund verði höfð að leiðarljósi við úrvinnslu þessara mála. Þá ítrekar bæjarstjórn einnig boð sitt um gjaldfrjálsa lóð í miðbæ Þorlákshafnar standi hugur framkvæmdanefndar enn til þess að byggja nýtt fremur en að endurgera eldra húsnæði.
6. 2111043 - Fyrirspurn vegna fasteignarinnar að Hafnarskeiði 6 í Þorlákshöfn
Fyrir bæjarstjórn lá erindi frá nýjum eigendum fasteignarinnar að Hafnarskeiði 6 þar sem óskað var eftir afstöðu bæjarstjónar til ýmissa þátta er tengjast fasteignaþróun í húsinu og á lóð þess. Markmið nýrra eigenda er að byggingin verði í framtíðinni bæjarprýði.

Meðal þess sem óskað er eftir afstöðu til er:

1. Byggingaframkvæmdir; heimild til bygginga á allt að tveimur hæðum ofan á núverandi húsnæði og staðsetja þar íbúðir með heimild til skammtímaleigu.

2. Breyting á notkun eignarinnar; til viðbótar við íbúðir er hugmyndin að vera með léttan og umhverfisvænan iðnað í húsinu. Sérstaklega er þar vísað til starfsemi Askur Inc Tree Solutin en einnig til annars atvinnureksturs.

3. Stækkun lóðar; eigendur óska eftir því að fá úthlutaðri lóðinni að Hafnarskeiði 2 til að tryggja aðkomu og bílastæði fyrir starfsemina. Framtíðarnýting yrði eftir sem áður í samræði við bæjarstjórn.

4. Leiga á annarri hæð; óskað er eftir afstöðu bæjarstjórnar til þess að taka á leigu aðra hæð í húsinu undir blandaða starfsemi.


Bæjarstjórn fagnar frumkvæði nýrra eigenda og lýsir sig viljuga til samstarfs um þá framtíðarsýn sem er lýst með fyrirvara um lögformlegt skipulagsferli.

Að svo stöddu getur bæjarstjórn veitt eftirfarandi endurgjöf:

1. Byggingaframkvæmdir - bæjarstjórn lýsir vilja til að skoða þetta mál með jákvæðum huga með fyrirvara um eðilega skipulagsferla og rétt þeirrar starfsemi sem er á hafnarsvæðinu.

2. Breyting á notkun - fyrir liggur að húsið stendur á hafnarsvæði og skal samkvæmt lóðaleigusamningi þar vera fiskvinnsla. Bæjarstjórn lýsir vilja til að skoða með jákvæðum hug að breyta þar skipulagi þannig að þar rúmist sú starfsemi sem eigendur hafa lýst. Slíkt yrði þó ætíð með fyrirvara um skipulagsferla og rétt þeirrar starfsemi sem fyrir er á hafnarsvæðinu.

3. Stækkun lóðar - bæjarstjórn er tilbúin til viðræðna um þróun lóðarinnar að Hafnarskeiði 2.

4. Leiga á annarri hæð - bæjarstjórn fær ekki séð að sveitarfélagið hafi þörf fyrir það rými sem lýst er í erindinu en vísar að öðru leyti til afgreiðslu sinnar í 5. lið fundargerðarinnar.

Samþykkt samhljóða.
7. 2111018 - DSK breyting á deiliskipulagi Unu og Vesturbakki
Efla leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulaginu ,,Athafnasvæði vestan Óseyrarbrautar Unu- og Vesturbakki". Deiliskipulagssvæðið er stækkað lítillega og hefur tveimur lóðum verið bætt við Hraunbakka 3 og 5.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2111026 - Kynning aðalskipulags í samræmi við 2. málsgr. 30 gr. skipulagslaga fyrir meðhöndlun í Bæjarstjórn
Nefnd um heildarendurskoðun aðalskipulags leggur til að tillaga að nýju aðalskipulagi fyrir 2022-2036 verði samþykkt í kynningu í samræmi við 2. málsgrein 30. greinar skipulagslaga. Tillagan verði kynnt fram að desemberfundi bæjarstjórnar og lagt til við bæjarstjórn að hún samþykki tillöguna á þeim fundi til almennrar auglýsingar í samræmi við skipulagslög. Að þessu sinni er einn rafrænn uppdráttur með öllum upplýsingum skipulagsins sem nálgast má á slóðinni: https://efla-engineers.maps.arcgis.com/apps/webappviewer/index.html?id=4bf90063f3134b7d84a2953c4a60b1f4
Samhliða vinnslu tillögunnar hefur verið unnið að lögboðnu verkefni um skráningu á akfærum slóðum í náttúru Íslands. Slóðarnir eru flokkaðir i greiðfæra, seinfæra og torfæra og eru þeir færðir inn á loftmynd sem sjá má á slóðinni: https://efla-engineers.maps.arcgis.com/apps/webappviewer/index.html?id=ccaaf5075f8c4896a1165f91a541283b

Niðurstaða nefndar: Samþykkt að aðalskipulagstillagan verði kynnt í samræmi við 2. málsgrein 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 fram að desemberfundi bæjarstjórnar. Skipulagsnefnd beinir því jafnframt til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum eftir desemberfund sinn.

Guðmundur Oddgeirsson fulltrúi O-lista lagði fram eftirfarandi bókun: ,,Nefndin hefur ekki fengið formlega kynningu á skipulagstillögunni og því tel ég ekki tímabært að samþykkja hana til auglýsingar."

Niðurstaða nefndarinnar staðfest með 6 atkvæðum. Guðmundur Oddgeirsson greiðir atkvæði á móti.
9. 2111037 - Hnjúkamói 2 og 4 - auglýsing og úthlutun lóða með sérstökum kvöðum
Þann 29. september sl. auglýsti Sveitarfélagið Ölfus lausar til umsóknar tvær lóðir fyrir fjölbýlishús við Hnjúkamóa í Þorlákshöfn. Lóðirnar eru á áberandi stað við aðkomu inn í bæjarfélagið meðfram Ölfusbraut og var því tekin ákvörðun um að sérstaklega skyldi vandað til við hönnun og útlit þeirra húsa sem standa munu á lóðunum. Lóðirnar voru auglýstar á heimasíðu sveitarfélagsins þann 29. september og báðu 5 aðilar um frekari gögn. Til að fylgja slíkum kröfum eftir var tekin ákvörðun um að ekkert úthlutunargjald yrði greitt fyrir lóðirnar heldur einungis gatnagerðargjald. Því áskildi sveitarfélagið sér rétt til velja á milli umsókna út frá hönnun, gæðum og tengdum áformum. Ekki var þörf á að fullnaðar hönnunargögn fylgdu lóðaumsóknum heldur eingöngu að fyrirætlan um t.d. hönnun, stærðir íbúða, útlit húsa og frágangur lóða lægifyrir. Umsóknarfrestur var til 13. október. Tvær umsóknir bárust og lágu þær fyrir nefndinni til umfjöllunar.

Afgreiðsla nefndar: Samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að stefnt verði að því að ganga til samninga við óstofnað félag í eigu Trípoli arkitekta, verktakafyrirtækisins Fjallborgar og jarðvegsverktakans ABL-TAK. Umsókn þeirra þótti bera af við mat á faglegri nálgun verkefnisins, umfang og frágang.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2111029 - DSK Ólafsskarð Skæruliðaskáli
Haukur Benediktsson skipulagshöfundur leggur fram nýtt deiliskipulag fyrir Skæruliðaskálann í Ólafsskarði við Jósepsdal. Tilgangurinn er að unnt verði að stofna lóð í þjóðlendunni umhverfis skálann og skrá hann í fasteignaskrá.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
30. 2009052 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands
Lokadrög að samþykkt um vatnsvernd á Suðurlandi til yfirferðar og samþykktar.
Bæjarstjórn staðfestir samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla innan lögsagnarumdæma sveitarfélaganna á svæði Heilbrigðiseftirlits Suðurlands bs.


Fundargerðir til staðfestingar
11. 2111008F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 32
Fundargerð 32.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 15.11.2021 til staðfestingar.

1. 2111028 - Umsókn um lóð - Vesturbakka 8
2. 2110051 - Þurárhraun 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
3. 2111032 - Norðurvellir 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
4. 2111011 - Hjarðarbólsvegur 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
5. 2111009 - Laxabraut 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
6. 2110052 - Hlíðartunga land 190896 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
7. 2110043 - Unubakki 26-28 26R - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
8. 2110042 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi

Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og hún staðfest.
12. 2110004F - Bæjarráð Ölfuss - 359
Fundargerð 359.fundar bæjarráðs Ölfuss frá 21.10.2021 til staðfestingar.

1. 2110038 - Tækifærisleyfi - árshátíð starfsfólks Sveitarfélagsins Ölfuss.
2. 2110036 - Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni.
3. 1812018 - Þorláksskógar.
4. 2110040 - Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu vegna nýrra leiðbeininga og fyrirmyndar að samþykkt um stjórn sveitarfélaga.
5. 2110032 - Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu frá 11.október 2021.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
13. 2110011F - Bæjarráð Ölfuss - 360
Fundargerð 360.fundar bæjarráðs Ölfuss frá 04.11.2021 til staðfestingar.

1. 2108014 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2022-2025.
2. 2111006 - Umsögn Ölfus vegna breytinga á póstþjónustu í Þorlákshöfn.
3. 2111010 - Vinabæjarmót - styrkur.
4. 2111014 - Boðsbréf á barnaþing.
5. 2111007 - Ályktun um leikskólamál.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
14. 2111002F - Bæjarráð Ölfuss - 361
Fundargerð 361.fundar bæjarráðs Ölfuss frá 09.11.2021 til staðfestingar.

1. 2110045 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir stækkun hafnar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
15. 2111007F - Bæjarráð Ölfuss - 362
Fundargerð 362.fundar bæjarráðs Ölfuss frá 12.11.2021 til staðfestingar.

1. 2110045 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir stækkun hafnar.
2. 2111027 - Umsókn um skólavist í öðru sveitarfélagi.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
16. 2111009F - Bæjarráð Ölfuss - 363
Fundargerð 363.fundar bæjarráðs frá 18.11.2021 til staðfestingar.

1. 2108014 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2022-2025.
2. 2106065 - Sérkennsla í leikskólanum Bergheimum.
3. 1812018 - Þorláksskógar.
4. 2111038 - Menningarmál Lista- og menningarverðlaun Ölfuss 2021.
5. 2111041 - Gatnagerð- Laxabraut.
6. 2111039 - Gatnagerð- Móinn.
7. 2111040 - Gatnagerð- Vetrarbraut.
8. 2111013 - Boð um þátttöku sveitarfélaga í námskeiðinu Loftslagsvernd í verki.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
17. 2110009F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 21
Fundargerð framkvæmda- og hafnarnefndar frá 22.10.2021 til staðfestingar.

1. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
18. 2111004F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 22
Fundargerð framkvæmda- og hafnarnefndar frá 11.11.2021 til staðfestingar.

1. 2111015 - Breikkun Árbæjarvegar.
2. 2101012 - Framkvæmdaráætlun 2021.
3. 2110050 - Gjaldskrár Sveitarfélagsins Ölfuss 2022.
4. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja.
5. 2106059 - Stytta af Agli Thorarensen.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
19. 2110008F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 48
Fundargerð 48.fundar fjölskyldu- og fræðslunefndar frá 21.10.2021 til staðfestingar.

1. 1910057 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn. Starfsáætlun.
2. 1602028 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Skýrsla skólastjóra.
3. 1602030 - Leikskólinn Bergheimar: Skýrsla skólastjóra.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
20. 2110010F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 26
Fundargerð 26.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 18.11.2021 til staðfestingar.

1. 2111026 - Kynning aðalskipulags í samræmi við 2. málsgr. 30 gr. skipulagslaga fyrir meðhöndlun í bæjarstjórn. Tekið fyrir sérstaklega.
2. 2111037 - Hnjúkamói 2 og 4 - auglýsing og úthlutun lóða með sérstökum kvöðum. Tekið fyrir sérstaklega.
3. 2111018 - DSK breyting á deiliskipulagi Unu og Vesturbakki. Tekið fyrir sérstaklega.
4. 2111029 - DSK Ólafsskarð Skæruliðaskáli. Tekið fyrir sérstaklega.
5. 2102075 - DSK Auðsholt - 4 lóðir
6. 2111022 - DSK Þorlákshafnarvegur - endurbygging
7. 2111033 - Svæðisskipulag fyrir Selvog
8. 2111034 - Stofnun lóðar umhverfis borholu vatnsveitu Þorlákshafnar á Hafnarsandi
9. 2111030 - Fyrirspurn um Bílaborgir í Þrengslum
10. 2104016 - Auðsholt - stofnun fjögurra lóða
11. 2111008 - Umsögn um matsskyldu - Arnarlax Laxabraut 5
12. 2110015 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna landtöku sæstrengs Farice frá Írlandi
13. 2110055 - Umsögn um sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Suðvesturlandi
14. 2111002 - Umsögn um aukna jarðhitanýtingu við Bakka
15. 2111016 - Umsögn um matsskýrslu vegna 24000 tonna laxeldis Geo Salmo
16. 2111021 - Umsögn gufuaflsvirkjun - Krókur
17. 2110044 - Umsögn um breytingu á aðalskipulagi Grindavíkur
18. 2110046 - Umsögn um aukna vatnstöku úr Hlíðarendalindum
19. 2111035 - Umsögn um breyting á aðalskipulagi Hveragerðis - Athafnasvæði AT3 breytt í íbúðarsvæði
20. 2111031 - Næsti fundur nefndarinnar
21. 2111008F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 32. Tekið fyrir sérstaklega.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
21. 2111001F - Ungmennaráð - 1
Fundargerð 1.fundar ungmennaráðs frá 27.10.2021 til kynningar.

1. 2111017 - Erindisbréf fyrir Ungmennaráð Ölfuss.
22. 2111003F - Stjórn vatnsveitu - 3
Fundargerð 3.fundar stjórnar vatnsveitu frá 16.11.2021 til staðfestingar.

1. 2111020 - Uppbygging vatnsveitu Þorlákshafnar. Til staðfestingar.
2. 2111019 - Vatnsveita Ölfusborgir. Til staðfestingar.
3. 2111036 - Álagning vatnsgjalds. Tekið fyrir sérstaklega.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
Fundargerðir til kynningar
23. 1611032 - Almannavarnir Fundargerðir almannavarnarnefndar Árnessýslu
Fundargerð framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu frá 13.10.2021 til kynningar. Einnig eru til kynningar fjárhagsáætlun Almannavarna Árnessýslu fyrir árið 2022, samningur Almannavarnarnefndar Árnessýslu og lögreglustjórans á Suðurlandi og yfirlit yfir helstu verkefni Almannavarna hjá embætti Lögreglustjórans á Suðurlandi.
Lagt fram til kynningar.
24. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerðir 901.fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24.09.2021 og 902.fundar frá 29.10.2021 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
25. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar SASS.
Fundargerð 573.fundar stjórnar SASS frá 08.10.2021, 574.fundar frá 27.10.2021 og 575.fundar frá 05.11.2021 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
26. 1607014 - Skóla og velferðarmál Fundargerðir skólaþjónustu og velferðarnefndar Árnesþings.
Ársskýrsla Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings 2020-2021 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
27. 1601020 - Hreinlætismál Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerðir 306.fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 27.10.21 og aðalfundar sem haldinn var 29.10.2021 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
28. 1506123 - Skóla- og velferðarmál Fundargerðir NOS.
Fundargerð aðalfundar NOS frá 2.11.2021 til kynningar.
Lögð fram til kynningar.
29. 1605028 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga.
Fundargerð frá haustfundi Héraðsnefndar Árnesinga sem haldinn var 25.10.2021 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?