Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 348

Haldinn í fjarfundi,
15.09.2025 og hófst hann kl. 12:15
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varaforseti,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Erla Sif Markúsdóttir bæjarfulltrúi,
Hrönn Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson bæjarfulltrúi,
Sigfús Benóný Harðarson 1. varamaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Í upphafi fundar leitaði forseti eftir athugasemdum við fundarboð en engar bárust.

Sigurður Steinar Ásgeirsson skrifstofu- og verkefnastjóri á umhverfis- og framkvæmdasviði sat fundinn.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2509041 - Beiðni um stækkun á lóð
Fyrir fundinum liggur beiðni Thor landeldis um stækkun á lóð sem félagið hefur nú þegar til afnota. Um er að ræða stækkun um allt að 10 ha til vesturs.
Grétar Ingi Erlendsson, Hrönn Guðmundsdóttir, Elliði Vignisson og Vilhjálmur Baldur Guðmundsson tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti og beinir því að öðru leyti til skipulags- og umhverfisnefndar.

Samþykkt samhljóða.
2. 2509042 - Breyting á aðalskipulagi vegna hjúkrunarheimilis
Sett er fram skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2020-2036. Breytingin felst í stækkun samfélagsþjónustusvæðis S4 við Egilsbraut í Þorlákshöfn.

Tilgangur breytingarinnar er að skapa rými fyrir uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis með tilheyrandi aðstöðu. Með stækkun svæðis verður tryggt nægt landrými fyrir starfsemi heimilisins og þjónustu sem tengist því. Nánari útfærsla á stærð, byggingarmagni og skipulagsforsendum verður ákveðin við aðalskipulagsbreytingu og við gerð deiliskipulags fyrir svæðið. Með breytingunni er S4 svæðið stækkað til austurs og stækkar það um rúman hektara.

Sigurður Steinar Ásgeirsson skrifstofu- og verkefnastjóri fór yfir málið.

Elliði Vignisson, Gestur Þór Kristjánsson, Hrönn Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Baldur Guðmundsson og Grétar Ingi Erlendsson tóku til máls.

Bæjarstjórn felur skipulagsfulltrúa að auglýsa skipulagslýsinguna og ganga frá málinu í samræmi við 1. mgr. 30. gr. laga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:40 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?