Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 35

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
23.06.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Geir Höskuldsson formaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varamaður,
Gunnlaugur Jónasson skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi
Í upphafi fundar lagði formaður til að tvö mál yrðu tekin á dagskrá með afbrigðum. Það eru mál nr. 27 og 28. sem fjallar um skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag í landi Hafnarfjarðar og lagningu röra í jörð meðfram Laxabraut/Nesbraut sem tengja tvær fiskeldisstöðvar. Var samþykkt samhljóða að málin yrðu tekin fyrir á fundinum.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2206035 - Ákvörðun um endurskoðun aðalskipulags
Samkvæmt stjórnsýslulögum á nýkjörin bæjarstjórn að taka ákvörðun um það hvort endurskoða eigi aðalskipulag eftir hverjar kosningar. Þetta var ákveðið á síðasta kjörtímabili en af ýmsum ástæðum er þeirri vinnu ekki lokið. Meðal annars koma faraldurinn illi í veg fyrir fundahöld á tímabili og ýmis ný verkefni bættust við meðan á vinnunni stóð , eins og lög sem sett voru um kortlagningu vega í náttúru Íslands. Mikil vinna hefur þannig farið í þá tillögu sem nýverið var auglýst og fjallað er um undir öðrum dagskrárlið. Núgildandi aðalskipulag gildir út ársið 2022. Allnokkrar deiliskipulagstillögur voru auglýstar samhliða tillögunni sem er í vinnslu.
Hlekkur á þau gögn sem voru auglýst er á lóðinni: https://efla-engineers.maps.arcgis.com/apps/webappviewer/index.html?id=4bf90063f3134b7d84a2953c4a60b1f4

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að aðalskipulagið verði ekki tekið upp að nýju, heldur verði haldið áfram með þá tillögu sem er í vinnslu og það staðfest eins fljótt og verða má.
2. 2111026 - ASK Heildarendurskoðun aðalskipulags
Nýtt aðalskipulag 2020-2036 hefur verið auglýst. Vegagerðin, Kópavogsbær og Landsnet komu með ábendingar. Eins kom Umhverfisstofnun með ýmsar góðar ábendingar.

Hlekkur á öll skipulagsgögn er á slóðinni: https://efla-engineers.maps.arcgis.com/apps/webappviewer/index.html?id=4bf90063f3134b7d84a2953c4a60b1f4

Umsagnirnar sem bárust eru i viðhengi. Eins skipulagsgreinargerð með track changes þar sem tillögur að úrbótum koma fram eftir því sem við á.

Nýtingarhlutfall skv. nýsamþykktu deiliskipulagi fyrir Riftún neðan vegar er 0,26 fyrir lóðina í heild en reitirnir 4 sem eru á lóðinni eru með nýtingarhlutfall á bilinu 0 - 0,5.
Þetta lá ekki fyrir þegar tillaga að aðalskipulagi var samþykkt til auglýsingar en ekki er talin ástæða til að aulýsa hana aftur þar sem meðalnýtingin innan lóðarinnar fer ekki yfir 0,3, sem er það sem að jafnaði er leyft á verslunar og þjónustulóðum í aðalskipulagstillögunni.

Kópvogsbær, Grindavík, Uppsveitir Árnessýslu og Mosfellsbær gera ekki athugasemdir en Kópavogsbær kom með ábendingar um misræmi í gögnum og grindavík bendir á að ekki sé samræmi milli stíga á sveitarfélagsmörkum.
Heilbrigðiseftirlitið gerir ekki athugasemd en bendir á nýútkomna vatnsáætlun á vegum Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytis.
Vegagerðin óskar eftir að sveitarfélagð vinni að því að gera íbúum kleyft að ferðast gangandi eða hjólandi og geri grein fyrir stígakerfi um sveitarfélagið og hvernig slíkt kerfi tengist þeim stígum sem þegar eru til staðar. Einnig benti Vegagerðin á að tengingar vega i náttúru Íslands við þjóðvegakerfið væri háð samþykki þeirra. Einnig er fyrir mistök bent á að ekki sé fjallað um námasvæði en um efnistöku- og efnislosunarsvæði er fjallað í kafla 4.1.12 í greinargerð og þau sýnd á uppdrætti.
Umhverfisstofnun legur fram umfangsmikla umsögn með ábendingum í 21 lið.
Þá bendir Landsnet á að skógræktarsvæði við Alviðru stangist á við línustæði fyrirtækisins.

Afgreiðsla: Frestað til næsta fundar. Misræmi sem Kópavogsbær og Grindavík benda á benda hafa verið lagfæð eftir því sem við á.

Fjallað er um stígakerfi í kafla 5.4 í greinargerð aðalskipulagsins en í framtíðinni er eðlilegt að sveitarfélagið láti vinna skipulag stígakerfis fyrir allt sveitarfélagið. Þetta er stórt, sjálfstætt, umfangsmikið verkefni sem krefst ma. samvinnu við landeigendur og Vegagerðina. Einnig hafa undirgöng verið sýnd á uppdrætti og annað lagfært í samræmi við óskir Vegagerðarinnar.

Þá hefur verið tekið tillit til ábendinga Landsnets og Umhverfisstofnunar eftir því sem við á.
3. 2206034 - Auðsholt - Krafa um endurköllun skipulags og merkingu aðgegngisslóða
Nefndinni hefur borist bréf frá landeigendum Auðsholtshjáleigu sem vekja athyli á því að landamerki sem sýnd eru á nýsamþykktu deiliskipulagi Auðsholts eru ekki rétt. Þau krefjast þess að skipulagið verði fellt úr gildi. Landeigendurnir setja sig ekki á móti því að nýtt skipulag verði gert þar sem landamerkin verði sýnd rétt og aðgengisslóðar sem tekist hefur verið á um verði sýndir og þess gætt að byggingarreitir og slóðinn skarist ekki.
Athugun skipulagsfulltrúa hefur leitt í ljós að landamerkin voru ranglega færð inn á kort í gagnagrunni Þjóðskrár sem
skipulagshöfundur lagði til grundvallar fyrir vinnu sinni.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að birta auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda sem fellir deiliskipulag Auðsholts úr gildi.

Í ljósi þess að Þjóðskrá hefur lagfært sín gögn og að landamerki eru röng í deiliskipulaginu er ekki annar kostur í stöðunni en að fella deiliskipulagið úr gildi og vinna nýtt skipulag með réttum landamerkjum þar sem aðkoma að landareignum beggja aðila er sýnd og kvöð um hana.
4. 2102020 - DSK Akurholt II
Hermann Ólafsson leggur fram endurskoðaða tillögu að deiliskipulagi Akurholts II. Tillaga að deiliskipulagi lóðarinnar var auglýst í fyrra. Skipulagsstofnun gerði athugasemd við lokayfirferð þeirrar tillögu þar sem fjarlægð íbúðarhúsa frá fyrrverandi Suðurlandsvegi náði ekki tilskyldum 100 metrum. Þetta hefur nú verð lagfært en auglýsa þarf tillöguna aftur þar sem ár er liðið síðan athugasemdafrestur fyrri auglýsingar rann út.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
5. 2203024 - DSK Hafnarskeið 6 - deiliskipulagsbreyting á hafnarsvæði
Tillagan hefur verið auglýst. Tvær athugasemdir/ábendingar komu. Vegagerðin óskaði eftir að veghelgunarsvæði yrði sýnt á uppdrætti. Því hefur nú verið bætt við uppdráttinn. Að auki kom athugasemd frá forsvarsmönnum fyrirtækis í hverfinu við að íbúðir væru samþykktar við Hafnarskeið sem er gata þar sem ýmis atvinnufyrirtæki hafa aðsetur. Þetta yrði til þess að fyrirtækjunum yrði í framtíðinni bolað burtu. Í viðhengi er tillaga að svarbréfi vegna þessa til Forsvarsmanna fyrirtækisins.
Afgreiðsla: Nefndin telur að þau ákvæði sem eru í aðalskipulagi um að íbúðirnar verði víkjandi gagnvart atvinnustarsemi og að væntanlegum íbúum megi ver ljóst að þar geti orðið lykt, hljóð og hávaðamengun séu fullnægjandi. Engin hætta sé á að fyrirtækjunum m.s.br. Nefndin leggur áherslu á að þessi samþykkt verði ekki fordæmisgefandi hvað verði bolað burt í framtíðinni enda er öllum ljóst hversu mikilvæg höfnin og hafnarstafsemin er fyrir bæinn.
Skipulagsfulltrúa falið að svara athugasemd sem barst frá forsvarsmönnum fyrirtækisíns í samræmi við tillögu í viðhengi.

Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í B-deild í samræmi við 1. málsgrein 42. gr. skipulagslaga nr 123/2010 varðar starfsemi á hafnarsvæðinu.
Einnig að þinglýst verði kvöð á lóðina sem tryggi að væntanlegum kaupendum verði gert ljost sð eignin mjög nálægt virku atvinnusvæði.
6. 2001025 - DSK Grímslækjarheiði - Sögusteinn
Borist hefur bréf frá Mörkinni lögmannsstofu fyrir hönd landeiganda að Sögusteini vegna meintrar ólögmætra skilmála í deiliskipulagi. Tillagan hefur verið auglýst og gerðar á henni viðeigandi breytingar í samræmi við athugasemdir sem komu á auglýsingatíma frá Heilbrigðiseftirliti, sem gerði athugasemd við staðsetningu vatnsbóls og eins óskaði Vegagerðin eftir að veghelgunarsvæði Þorlákshafnarvegar væri sýnt á uppdráttum.
Einnig hafa verið gerðar breytingar í texta þar sem fjallað er um kostnaðarþátttöku vegna beiðni landeiganda.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að Skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.

Ef þörf verður að auglýsa tillöguna aftur ef hún „fellur á tíma“, en stutt er í að ár sé liðið frá því hún kom úr fyrri auglýsingu er skipulagsfulltrúa falið að auglýsa þá tillögu sem nú liggur fyrir fundinum í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
Í skilmálakafla þarf að lagæra landnúmer sem á aðkomu um lóð sögusteins, l172269 eða færa það inn á skipulagsuppdrátt ef þörf er á.
7. 2201036 - DSK Lindarbær deiliskipulag bílskúr og viðbygging
Skipulagsstofnun gerði athugasemd við málið við lokayfirferð. Byggingarmagn tillögunar var of mikið miðað við núgildandi aðalskipulag en það er innan þess ramma sem endurskoðað aðalskipulag markar.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br. þegar n´ýtt aðalskipulag hefur tekið gildi.
Ekki er talin ástæða til að auglýsa skipulagið aftur þar sem ekki er gerð nein íþyngjandi breyting á því.
8. 1610015 - ASK og DSK Deili- og aðalskipulagsbreyting, Riftún neðan vegar
Skipulagsstofnun gerði athugasemd við lokayfirferð tillögunnar og benti á að skilyrði aðalskipulagsbreytingar fyrir svæðið um að deiliskipulag skyldi gera grein fyrir vörnum gegn ljósmengun væri ekki uppfyllt. Þetta hefur nú verið lagfært í þeirri tillögu sem hér liggur fyrir og ekki er talin ástæða til þess að auglýsa tillöguna á nýjan leik þar sem breytingarnar gera tillöguna ekki meira "íþyngjandi" en sú tillaga sem var auglýst.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
9. 2105025 - Norðurhraun - breyting II á deiliskipulagi
Skipulagsbreytingin hefur verið auglýst. Engar athugasemdir komu frá almenningi. öðrum hagsmunaaðilum eða lögboðnum umsagnaraðilum, nema hvað umhverfistofnun kom með tvíþætta ábendingu. Stofnunin benti á mikilvægi þessa að áhrif tillögunnar á jarðmyndannir yrðu skoðaðar. Sumum gæti þótt það full seint í rassinn gripið því hverfið er að mestu uppbyggt og einungis verið að breyta nýtingarhlutfalli og draga úr vægi bindandi byggingarlína sem voru illa staðsettar. Nefndin ályktaði um hraunið á svæðinu þegar upprunalega skipulagið var samþykkt.
Umhverfisstofnun benti einnig á að taka bæri tillit til reglugerðar nr. 884/2017 um varnir gegn olíumengun á lóð þar sem byggja ´má bensínstöð skv. skilmálum.
Eftirfarandi kafla hefur verið bætt við skilmála um lóðina: .......Fara skal eftir ákvæðum reglugerðar nr. 884/2017. Staðsetning olíumannvirkja verði skv. 6. grein reglugerðarinnar, hönnun og gerð geyma skal uppfylla IV kafla hennar, sem og lekavarnir, lagnir og annar búnaður. Við hönnun mannvirkja á lóðinni skal koma fram hver viðbrögð við mengunaróhöppum verða í samræmi við VI kafla reglugerðarinnar.
Í kjölfrið barst tölvupóstur frá Umhverfisstofnun um að komið hefði verið til móts við athugasemdir/ábendingar þeirra.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.

Þar sem einungis er verið að breyta greinargerð lítillega og benda á reglugerð sem þegar er í gildi, varðandi skilmála einnar lóðar í breytingu á þeirri tillögu sem var auglýst, er ekki ástæða til að auglýsa aftur.
10. 2202015 - DSK Mói miðbæjarsvæði breyting 1 á deiliskipulagi
Inngangur:
Lögð er fram deiliskipulagsbreyting fyrir Móa - miðbæjarkjarna í Þorlákshöfn, eftir auglýsingu. Tillagan gerir ráð fyrir að lóðum og byggingarreitum verði breytt lítillega meðal annars til auðvelda íbúum að setja upp hleðslustæði við eignir sínar.
Komnar eru inn jákvæðar umsagnir frá öllum lögbundnum umsagnaraðilum nema Umhverfisstofnun sem bendir á mikilvægi þess að fjalla um forsögulegt hraun og áhrif tillögunnar verði metin á vistgerðir gróðurhulu svæðisins eins og gert var þegar fjallað var um upprunalega skipulagið. Þá var stofnuninni bent á að verndargildi hrauns, gróðurhulu og hraunmyndanna á svæðinu væri ekki hátt og jarðmyndanir væru ekki þess eðlis að halda bæri í þær. Ekki var talin ástæða til að breyta umhverfisskýrslu tillögunnar vegna þessarar ábendingar Umhverfisstofnunnar á þeim tíma og bent á að umrætt hraun væri undir allri Þorlákshöfn og því ekki um aðra valkosti að ræða.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til Bæjarstjórnar að samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að ljúka deiliskipulagsbreytingum í samræmi við 1. málsgr. 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 msbr.

Einnig er lagt til að bæjarstjórn lýsi sig sammála því mati sem fram kemur í minnisblaði að verndargildi hrauns, gróðurhulu og hraunmyndanna á svæðinu sé ekki hátt og jarðmyndanir séu ekki þess virði að halda skuli í þær. Ekki er talin ástæða til að breyta umhverfisskýrslu tillögunnar vegna þessarar ábendingar Umhverfisstofnunnar. Sú breyting sem hér nú er gerð á skipulaginu breytir engu þar um.
11. 2206054 - DSK Geo Salmo Fiskeldi - Básar austan við Keflavík
VSÓ ráðgjöf leggur fram skipulags- og matslýsingu fyrir fiskeldisstöð Geo Salmo ehf í Básum vestan Keflavíkur. Markmið framkvæmdarinnar er að framleiða 20.000 tonn af laxi á ári með möguleika á að auka framleiðsluna um 24.000 tonn.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulagslýsinguna í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
12. 2206055 - Breyting á deiliskipulagi, sameining lóða Norðurbakki 1,3,5,7 og 9
Kambar ehf óska eftir að sameina 5 lóðir sem þeir fengu nýlega úthlutað í eina1 lóð, þetta eru lóðirnar Norðurbakki 1,3,5,7 og 9. Vegstubbur sem er milli lóðanna verði felldur út og verður sameinuð lóð ca 18.000 m2.
Afgreiðsla: Sameining lóða samþykkt.

Allur kostnaður við deiliskipulagsbreytingu greiðist af umsækjanda.

Nefndin vill minna á að lóðin er við aðal aðkomu bæjarins og því mikilvægt að vandað verði til verka þegar byggt verður á henni og ef athafnasvæði verði utandyra verði þau skermuð af gagnvart innsýn.
13. 2201034 - DSK deiliskipulag sumarhúsalóðar Suða í Selvogi
Tillagan kemur nú fyrir nefndina eftir auglýsingu. Engar athugasemdir bárust frá almenningi eða lögboðnum umsagnaraðilum nema hvað Vegagerðin og Umhverfisstofnun komu með ábendingar.
Umhverfisstofnun benti á að lyngmóavist væri ríkjandi á svæðinu sem lóðin er á og eins benti stofnunin á mikilvægi þess að verndargildi hraunsvæða væru metin og m.a. tekið tillit til jarðmyndanna og að byggingarreitir afmarkaðir með tilliti til þeirra.
Vegagerðin benti á að vegurinn Selvogsvegur væri ranglega nefndur á uppdrætti, aðeins væri heimiluð ein tengin við lóðina en sýndar væru tvær og að of margar og of þéttar tengingar væru við Selvogsveg.

Skipulagshöfundur hyggst lagfæra tillöguna þannig að Vegagerðin verði sátt og etv. fá einhvers konar undanþágu þegar kemur að fjarlægð milli vegtenginga ef þess gerist þörf.

Sjá má á loftmynd að lóðin hefur verið grædd upp og gróðurfarið innan lóðar er annað en á svæðinu umhverfis hana. Því á það ekki við að lyngmóavist sé á lóðinni, þó hún sé á svæðinu umhverfis hana.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br. að því gefnu að Vegagerðin og Umhverfisstofnun séu sátt við tillöguna.
Nefndin vill árétta að ekki eru hraunmyndanir eins og gervigígar, hraunslóðar, hraunlænur eða hraunbólstrar innan lóðarinnar og hraunið innan ekki sérstakt eða þess eðlis að það beri að vernda. Sama gildir um gróðurinn innan lóðarinnar.
14. 2206052 - Reykjabraut 5 - umsókn um grenndarkynningu viðbyggingar
Eydís Fara M. Gabon húseigandi óskar eftir því að viðbygging við hús hennar verði grenndarkynnt í samræmi við teikningu í viðhengi.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 2. málsgr. 43 gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br. Tillagan verði grenndarkynnt með bréfi til lóðarrétthafa eftirtalinna lóða: Reykjabraut 1, 3, 4, 6, 7 og 8 og Oddabraut 6.
15. 2205018 - Vesturbakki 1 hækkun
Lóðarhafi óskar eftir að hækka hámarks mænishæð um 30 sentímetra. Húsið sem er atvinnuhúsæði er einskonar "parhús" stendur 30 sentímetrum lægra í landinu en nágranna-"parhúsið" skv. skipulagi. Við breytinguna yrðu mænar húsanna í einni línu.
Afgreiðsla: Samþykkt. Skipulagsnefnd beinir því til bæjarstjórnar og byggingarfulltrúa að samþykkja breytinguna í samræmi við 3. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 msbr.
16. 2205037 - Innkeyrsla frá Hafnarskeiði inná lóð Kuldabola
Sótt er um að gera innkeyrslu inn á lóðina Hafnarskeið 14 yfir lagnabelti við lóðarmörk. Innkeyrsla að lóðinni hefur verið frá Skarfaskeri til þessa og verður þeirri innkeyrslu haldið.
Afgreiðsla: Erindið samþykkt í samræmi við 3 málsgrein 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010
17. 2205028 - Breyting mænisstefnu Skál Árbæ 3
Landeigandi óskar eftir að breyta mænisstefnu um 90° í nýlega samþykktu deiliskipulagi við Árbæjarveg.
Afgreiðsla: Samþykkt að grenndarkynna breytinguna.
Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 2. málsgr. 43 gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br. Tillagan verði grenndarkynnt með bréfi til lóðarrétthafa eftirtalinna lóða: Árbær 3 land lnr. 171652, Árbær 3 lnr. 171656, Seylar,og Gilhagi lóð 2.
18. 2205016 - Bárugata 13, fyrirspurn um breytingu skipulags Vesturbyggðar
Lóðarhafi óskar eftir að heimild til að gera parhús á einbýlishúsalóð í nýja hverfinu vestan byggðar í Þorlákshöfn.
Afgreiðsla: Synjað. Samræmist hvorki skipulagi hverfisins né meginhugmynd skipulagsins sem er að einbýlishús myndi krans á móti jaðrinum.
19. 2205027 - Básahraun 29 - Umsókn um lóðavegg og kostnaðarþátttöku
Lóðarhafi óskar eftir heimild til að byggja lóðarvegg milli lóðar sinnar og sparkvallar í Hraununum. Árið 2011 samþykkti bæjarráð að taka þátt í kostnaði við gerð girðingar á sama stað en ekki varð af framkvæmdum á þeim tíma.
Afgreiðsla: Samþykkt að lóðarhafa sé heimilt að reisa lóðarvegg á umræddum stað. Einnig vísar nefndin því til bæjarráðs að samþykkt verði að veita fjármunum til framkvæmdarinnar. Lóðarhafi þarf að vinna lýsingu á veggnum og gera sundurliðaða kostnaðaráætlun fyrir verkinu áður hægt er að taka endanlega ákvörðun um kostnaðarþátttökuna.
20. 2205006 - Umsókn um breytingu á nafni lands
Landeigandi óskar eftir að land hans sem hjá þjóðskrá heitir "Gljúfurárholt land 13" heiti eftirleiðis Gljúfurholt
Afgreiðsla: Samþykkt.
21. 2204014 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknum og borun að Ytri-Þurá og Eystri-Þurá l
Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna tilraunaborunar í landi Þurár var frestað á 33 fundi nefndarinnar þar sem eftirfarandi var bókað: Frestað. Nefndin óskar eftir nánari upplýsingum hvernig nýta á orkuna og hvernig fyrirhugaðar framkvæmdir samrýmast orku og auðlindastefnu sveitarfélagsins áður en framkvæmdaleyfi er veitt. Sé fyrirhugað að nýta orku utan virkjanasvæðisins er óskað eftir upplýsingum um hvernig staðið verði að flutningum á henni, til að mynda hvað varðar lagningu á heitavatnslögn. Orku og auðlindstefnu Ölfuss má finna á slóðinni: https://www.olfus.is/static/files/Stjornsysla/Stefnur/orku-og-audlindastefna-2020.pdf. Síðan þá hafa fulltrúar Varmaorku kynnt fyriráætlanir sínar fyrir sveitarfélaginu. Þær virðast samræmast Orku- og auðlindastefnu sveitarfélagsins og snúast um að vinna rafmagn úr varma með litlum tækjum. Stefnan er að iðnfyrirtæki sveitarfélagsins nýti orkuna.
Afgreiðsla: Framkvæmdaleyfi samþykkt í samræmi við umsókn.

Vakin er athygli á lögum nr. 57/1998 um rannsóknir og nýtingu á auðlindum og tilkynningarskyldu til Orkustofnunar sem kann að vera þörf á samkvæmt þeim.
22. 2205032 - Athugasemd Vegagerðarinnar við útfærslu vegtengingar við Hvammsveg
Vegagerðin hefur sent skipulagsfulltrúa ábendingu um vegtengingar við Hvammsveg sem ekki eru útfærðar í samræmi við deiliskipulag og eru ekki í samræmi við öryggisstaðla þeirra. Skipulagsfulltrúi hefur sent póst til landeigandans sem segist ætla að laga vegina nú í sumar.
Afgreiðsla: Lagt fram.
23. 2206051 - Stofnun vegsvæða fyrir Suðurlandsveg
Lögmannsstofan Direkta fyrir hönd Vegagerðarinnar sækir um að stofna tvö vegsvæði, annað tvískipt úr löndunum Árbær 6 lóð 1 lnr. 221430 og Árbær 6 lóð lnr. 171666 en það vegsvæði er tvískipt.
Afgreiðsla: Stofnun umræddra vegsvæða (lóða) samþykkt
24. 2206056 - Umsókn um vinnubúðir - Suðurvellir 1
Climeworks sækir um Vinnubúðir við "ryksuguna" sem er niðurdælingar og koltvísýringsvinnslubygging sem er verið að byrja að byggja á Hellisheiði.
Afgreiðsla: Staðsetning vinnubúða samþykkt til tveggja ára.
25. 2206060 - DSK Mói svæði II
Hamrakór ehf leggur fram minnisblað vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsvinnu fyrir næsta áfanga Móa-svæðisins. Svæðið er syðst á reit sem er merktur sem ÍB8 í nýju aðalskipulagi.
Afgreiðsla: Lagt fram.
26. 2206062 - Námskeið um skipulagsmál fyrir nýkjörn fulltrúa
EFLA býðst tila að halda námskeið fyrir nýkjörna fulltrúa í skipulagsmálum. Við gætum fengið þau til okkar einn eftirmiðdag eða haldið námskeiðið á Teams. Ef af verður er kostnaður fyrir sveitarfélagið um 100.000 + VSK. Á náskeiðið mætti bjóða bæjarstjórn og öðrum kjörnum fulltrúum sem áhuga hafa.
Afgreiðsla: Skipulagsnefnd fagnar framtakinu og felur skipulagsfulltrúa að koma námskeiðinu á einhvern eftirmiðdaginn ef fjármagn fæst.
27. 2206063 - Umsögn deiliskipulag Snókalönd Hafnarfjörður
Hafnafjarðarkaupstaður óskar eftir umsögn Ölfuss um skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag fyrir norðurljósa og stjörnuskoðunarstöð í gamalli hraunnámu skammt austan gatnamóta Krísuvíkurvegar og Bláfjallavegar um 8 kílómetra frá landamerkjum Ölfuss og Hafnarfjarðar.
Afgreiðsla: Skipulags- og umhverfisnefnd Ölfus telur að lýsingin geri vel grein fyrir verkefninu og skipulagslegri stöðu þess meðal annars með tilliti til verndarsvæða. Nefndin gerir ekki athugsemdir við verkefnið.
28. 2206069 - Umsókn um lagnir milli fiskeldisstöðva.
Arnarlax sækir um að fá að leggja tvær lagnir/rör milli tveggja laxeldisstöðva við Laxabraut 5 og Nesbraut 5 í samræmi við skissu í viðhengi. Báðar stöðvarnar eru í þeirra eign.
Afgreiðsla: Framkvæmdaleyfi fyrir niðurgröfnum lögnum í vegaöxl samþykkt.

Skilyrði er að gengið verði frá skurðinum með þeim hætti að hann nýtist sem frágangur undir malbik fyrir framtíðar göngu/hjólastíg á vegum sveitarfélagins.
Gæta skal að loka ekki fyrir aðkomu að nýopnuðu fjallahjólasvæði meðan á framkvæmdinni stendur. Nákvæm staðsetning lagnarinnar verði unnin í samvinnu við sveitarfélagið.
29. 2206071 - DSK Breyting á deiliskipulagi Hellisheiðarvirkjunar
Landslag fyrir hönd ON leggur fram breytingu á deiliskipulagi Hellisheiðarvirkjunar.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.

Nefndin beinir því til Bæjarstjórnar að að kanna hvort í skipulaginu felist nægjanlega skýr stefna til lengri tíma á fyrirætlunum ON varðandi uppbyggingu á svæðinu.
Fundargerðir til staðfestingar
30. 2205007F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 36
Afgreiðslufundur Byggingarfulltrúa lagður fram:
30.1. 2205024 - Umsókn um lóð - Vesturbakki 14
Kælivélar ehf. sækja um lóðina Vesturbakki 14 fyrir iðnaðarhús. Sótt er um lóðina Vesturbakki 10 til vara.
Afgreiðsla: Samþykkt
30.2. 2205023 - Umsókn um lóð - Vesturbakki 10
Geir Steinþórsson sækir um lóðina Vesturbakki 10 fyrir iðnaðarhús. Sótt er um lóðina Vesturbakki 11 til vara.
Afgreiðsla: Samþykkt
30.3. 2205021 - Umsókn um lóð - Víkursandur 8
Sérsteypan ehf. sækir um lóðina Víkursand 8 fyrir iðnaðarhús.
Afgreiðsla: Samþykkt
30.4. 2112016 - Laxabraut 21 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Jón Hrafn Hlöðversson sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa fyrir 1. áfanga - 16 saltvatns eldiskerja fyrir laxeldi, borun á10 sjótökuholum, byggingu vatnstanks og hreinsiþróar, lagningu vegar inn á lóð og bráðabirgða aðstöðu fyrir viðeigandi athafnasvæði. samkv. teikningum frá Tensio dags. 2.01.2022
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
30.5. 2205025 - Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1
S3 fasteignafélag sækir um byggingarleyfi fyrir iðnaðar/geymsluhúsnæði í notkunarflokki 1. Húsnæðið skiptist í 11 einingar á einni hæð, öll með sér inngang, samkv. teikningum frá OMR verkfræðistofa. dags. 28.04.2022
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
30.6. 2205020 - Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1, Klettagljúfur 3
Bent Larsen Fróðason sækir um byggingarleyfi fyrir hesthúsi f/h lóðareiganda. samkv. teikningum frá Larsen hönnun og ráðgjöf. dags. 26.04.2022
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
30.7. 2204006 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2, Hjarðarbólsvegur 5
Guðlaug Erna Jónsdóttir sækir um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi samkv. teikningum frá Blátt Áfram ehf. dags. 01.04.22
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?