Fundargerðir

Til bakaPrenta
Öldungaráð - 1

Haldinn Verið - fundarsalur Ölfus Cluster,
23.05.2023 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Bettý Grímsdóttir formaður,
Sigurður Ósmann Jónsson varaformaður,
Ásta Júlía jónsdóttir aðalmaður,
Halldór Sigurðsson aðalmaður,
Hafdís Þóra Ragnarsdóttir aðalmaður,
Hjörtur Bergmann Jónsson 1. varamaður,
Kolbrún Una Jóhannsdóttir forstöðumaður.
Fundargerð ritaði: Kolbrún Una Jóhannsdóttir / Jóhanna M. Hjartardóttir, Forstöðumaður / sviðsstjóri Fjölskyldu og fræðslusviðs
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2304041 - Samþykktir öldungaráðs
Samþykktir fyrir nýskipað öldungaráð lagðar fram til kynningar.
Formaður fór yfir verksvið og tilgang ráðsins og voru umræður um einstaka greinar. Farið yfir vinnulag varðandi erindi til ráðsins og ákveðið að erindi berist til starfsmanns, formanns eða sviðsstjóra fjölskyldu og fræðslusviðs. Einnig kom bókun og fyrirspurn til bæjarstjórnar um greiðslur fyrir setu í ráðinu.
2. 2305024 - Kosning varaformanns
Formaður lagði til að Sigurður Ósmann Jónsson yrði varaformaður öldungaráðs.
Fundarmenn samþykktu það samhljóða.
3. 2305025 - Kynning á starfsemi Lífsgæðasetri aldraðra og heimaþjónustu
Forstöðumaður kynnti öldrunarþjónustu á Níunni og fór yfir starfsemi heimaþjónustunnar.
Nefndarmenn voru með fyrirspurnir um starfsemina og voru m.a. umræður um nafnabreytingu á Þjónustuíbúðum aldraðra í Lífsgæðasetur, um þjónustu sem er í boði og almennt um starfsemina.
Mál til kynningar
4. 2305022 - Dagvistarrými fyrir aldraða.
Forstöðumaður kynnti starfsemi dagvistunar fyrir aldraða.
Nefndarmenn voru með fyrirspurnir um starfsemina og voru m.a. umræður um heilsufarsmælingar í samstarfi við HSu, tækninotkun hjá öldruðum, akstursþjónustu, heimilisþrif o.fl.
5. 2305027 - Nýbygging fyrir dagvistun aldraðra - kynning
Forstöðumaður kynnti nýbyggingu við Níuna sem verður tilbúin í haust og mun hýsa dagvistun fyrir aldraða.
Nefndarmenn þakka kynninguna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?