Fundargerðir

Til bakaPrenta
Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 36

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
15.10.2025 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sigríður Vilhjálmsdóttir formaður,
Davíð Arnar Ágústsson aðalmaður,
Óttar Ingólfsson aðalmaður,
Hrafnhildur Lilja Harðardóttir aðalmaður,
Sigfús Benóný Harðarson 1. varamaður,
Helena Helgadóttir leikskólastjóri,
Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir leikskólastjóri,
Ólína Þorleifsdóttir skólastjóri,
Svala Ósk Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Andrea Sól Ingibergsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Ragnheiður María Hannesdóttir áheyrnarfulltrúi,
Valur Rafn Halldórsson áheyrnarfulltrúi,
Jóhanna M Hjartardóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir, sviðsstjóri
Formaður setti fund og óskaði eftir athugasemdum við fundarboð.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2311017 - Skýrsla skólastjóra
Skólastjóri fór yfir liðna viðburði:
Í síðustu viku var haldin vinavika í skólanum. Nemendur unnu fjölbreytt verkefni tengd vináttu og vinabekkir hittust í ýmsum verkefnum.

Erasmus verkefni: 10. bekkur tók á móti nemendum og kennurum frá Póllandi, Portúgal, Tyrklandi og Spáni. Farið var í ferðir, á menningarviðburði og unnin hópverkefni. Íslenskir nemendur heimsækja löndin í vetur.

Forvarnardagur: Var haldinn fyrir 9. bekk í síðustu viku. Markmið dagsins var að gefa unglingum tækifæri til að láta rödd sína heyrast og taka virkan þátt í umræðu um forvarnarmál.

Nefndin þakkar kynninguna.
3. 2311012 - Skýrsla leikskólastjóra Bergheima
Hjalladagur 3. október: Starfsfólk heimsótti leikskólann Hjalla í Hafnarfirði. Mynduðust umræðuhópar um stefnuna og tengsl milli starfsfólks skólanna. Mikilvægt í umbreytingarferli að geta leitað ráða til reyndari aðila.

Innleiðing Hjallastefnu gengur vel. Blöndun kynja hafin. Elstu hóparnir hittast dagleg, aðrir hópar hittast 1 sinni til tvisvar í viku.

Foreldrafélag: Ný stjórn kosin á aðalfundi. Nýr fulltrúi í foreldraráði er Elín Aðalsteina Gunnarsdóttir sem kemur inn fyrir Sigríði Birnu Ingimarsdóttur. Fráfarandi stjórn eru færðar þakkir fyrir sín störf.

Kennaranemar: Tvær nemar frá Hveragerði komu í kynningu á Hjallastefnuskóla.

Nefndin þakkar kynninguna.
4. 2510039 - Bergheimar - Starfsáætlun 2025-2026
Starfsáætlun lögð fram fyrir komandi skólaár og samþykkt af foreldraráði með umsögn.

Áhersla á innleiðingu Hjallastefnunnar þar sem m.a. stærðfræði í leik og gæða málörvun er í forgrunni. Einnig er áherlsa á foreldrasamstarf og fræðslu til kennara.

Nefndin samþykkir starfsáætlun leikskólans Bergheima samhljóða.
5. 2508002 - Skýrsla leikskólastjóra Hraunheima
Aðlögun barna gengur vel og eiga aðeins fimm börn eftir að hefja eða ljúka aðlögun.

Samstarf við grunnskóla: Lausnir fundnar vegna fjarlægðar frá grunnskóla en börn á elstu deild hitta kennara fyrsta bekkjar á miðri leið.

Útisvæði: Heilbrigðiseftirlitið skoðaði yngribarnasvæðið 13. okt. Uppsetning leiktækja er hafin og verður vonandi hægt að ljúka þeirri vinnu sem fyrst. Börn hafa aðgang að afgirtu svæði fyrir sand- og vatnsleiki. Nýja svæðið mun draga úr sandburði innanhúss.

Salurinn er vel nýttur og fara allar deildir þangað minnst tvisvar í viku. Yngsta deild nýtir vel sullsvæðið.

Starfsmenn ákváðu að sleppa þátttöku á leikskólaþingi á Selfossi vegna seinkunar á opnun leikskólans.

Nokkrum innanhússverkum er ólokið en eru í vinnslu utan opnunartíma.

Nefndin þakkar kynninguna.
6. 2510037 - Hraunheimar - eineltisáætlun
Eineltisáætlun Hraunheima miðar að því að tryggja öruggt og uppbyggilegt umhverfi fyrir börn og starfsfólk. Einelti og annað ofbeldi er ekki liðið og allar grunsemdir skulu tafarlaust tilkynntar til deildarstjóra eða leikskólastjóra. Lögð er áhersla á virðingu, umhyggju og góð samskipti.

Viðbragðsáætlun - Einelti og ágreiningsmál
Markmiðið að tryggja að einelti og ofbeldi verði ekki liðið í skólanum og að öll mál séu leyst á farsælan hátt.



Nefndin þakkar kynningu á fyrstu drögum að eineltisáætlun Hraunheima en drögin fara fyrir foreldraráð fljótlega.
7. 2510038 - Hraunheimar - jafnréttisáætlun
Jafnréttisáætlun Hraunheima er sett samkvæmt lögum nr. 10/2008 og tekur gildi í september 2025. Hún miðar að því að tryggja jafna stöðu og jöfn tækifæri fyrir öll kyn í skólastarfi, samskiptum og starfsmannahaldi.

Áætlunin felur í sér aðgerðir, ábyrgðarskiptingu og eftirfylgni. Sérstök áhersla er á að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi, kynferðislega áreitni og einelti með fræðslu og skýrum viðbragðsferlum. Hún er endurskoðuð árlega og kynnt öllum starfsmönnum.

Nefndin þakkar kynningu á fyrstu drögum að jafnréttisáætlun Hraunheima en drögin fara fyrir foreldraráð fljótlega.
8. 2408010 - Reglur um starfsemi leikskóla
Tillaga að breytingum á reglum um starfsemi leikskóla lagðar fyrir fundinn til umræðu.
Umræða um breytingar á reglum um starfsemi leikskóla í Sveitarfélaginu Ölfusi

Farið var yfir gildandi reglur um dvalartíma barna í leikskóla og gjaldtöku vegna umframvistunar. Góðar umræður sköpuðust um mögulegar breytingar og var eftirfarandi samþykkt:

1. Breyting á grein 2.2

Lagt er til að grein 2.2 verði breytt þannig að við hana bætist eftirfarandi viðbót:

„Vakin er athygli á því að leikskólinn býður upp á sveigjanlegan vistunartíma milli daga og eru foreldrar hvattir til að nýta sér það í því skyni að stytta vistunartíma barna eins og hægt er.“

2. Viðbót við kafla 3 ? ný grein 3.6

Lagt er til að ný grein 3.6 verði bætt við reglurnar og hljóði svo:

„3.6 Gjald fyrir dvöl umfram umsaminn vistunartíma
Heimilt er að innheimta sérstakt gjald fyrir dvöl umfram umsaminn vistunartíma og er kveðið um fjárhæð þess gjalds hverju sinni í gjaldskrá leikskóla Ölfuss.
Heimilt er að innheimta gjaldið fyrir hverjar 15 mínútur sem barn mætir fyrir umsaminn vistunartíma eða er sótt eftir að vistunartíma lýkur samkvæmt dvalarsamningi.“

Núverandi grein 3.6 verður eftir breytingu númer 3.7.

3. Könnun meðal foreldra

Sviðstjóra er falið að framkvæma viðhorfskönnun meðal foreldra leikskólabarna um hámarksdvalartíma á viku, í kjölfar þess að boðið verður upp á sveigjanlegan vistunartíma milli daga. Áætlað er að könnunin fari fram eftir áramót og verði undanfari þess að reglur um hámarksdvalartíma á viku verði endurskoðaðar.

9. 2510048 - Áheyrnafulltrúar leikskóla í fjölskyldu og fræðslunefnd
Í 2. mgr. 4. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008 er kveðið á um það að leikskólastjórar, starfsfólk leikskóla og foreldrar leikskólabarna í sveitarfélögum kjósi hver úr sínum hópi aðal- og varamann til setu á fundum fræðslunefndar.

Í reglunum felst það að eftir að leikskólar sveitarfélagsins eru orðnir tveir þurfa starfsmenn beggja leikskóla að kjósa eða koma sér á annan hátt um aðal- og varamann sem áheyrnarfulltrúa í fjölskyldu- og fræðslunefnd.

Nefndin felur leikskólastjórum beggja leikskóla, í samráði við foreldraráð, að hefja ferlið við val á fulltrúum í samráði og í samræmi við ákvæði laganna.
11. 2510033 - Fjölmenningarhátíð í Ölfusi
Það hefur komið til tals að væri bæði skemmtilegt og mikilvægt að halda fjölþjóðlega hátíð í Ölfusi með það að markmiði að kynna og fagna þeirri fjölbreyttu menningu sem býr í samfélaginu okkar.
Með þessu viljum við skapa vettvang þar sem íbúar af ólíkum uppruna geta deilt menningu sinni, mat, tónlist, listum og hefðum og þannig styrkt samkennd og samfélagsvitund í sveitarfélaginu.

Sviðsstjóri leggur til að skipaður verði starfshópur sem tekur að sér að kortleggja menningarlegan fjölbreytileika í Ölfusi og hafa samband við einstaklinga og hópa sem gætu tekið þátt.

Nefndin lýsir ánægju með að halda fjölmenningarhátíð í Ölfusi og leggur fram tilmæli til bæjarráðs:
Lagt er til að bæjarráð skipi starfshóp í samráði við sviðsstjóra sem kortleggur menningarlegan fjölbreytileika í Ölfusi og undirbúi fjölþjóðlega hátíð í sveitarfélaginu í samstarfi við einstaklinga og hópa.
Mál til kynningar
2. 2510040 - Grunnskólinn - kynning á nýbyggingu og breytingum á húsnæði
Skólastjóri kynnti teikningar vegna stækkunar grunnskólans. Skólastjórnendur hafa unnið náið með JeES arkitektum og kennurum í hugmyndavinnunni sem er langt á veg komin.
Nefndin þakkar kynningu á spennandi nýbyggingu sem mun m.a. hýsa list og verkgreinastofur og bókasafn.
10. 2509064 - Könnun á öryggi barna í bíl
Á dögunum kom út skýrsla með niðurstöðum úr könnuninni "Öryggi barna í bíl". Könnunin var gerð við 38 leikskóla í 22 þéttbýliskjörnum víða um land og var búnaður hjá 1.525 börnum kannaður. Deildir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sáu um framkvæmd könnunarinnar.
Nefndin þakkar kynninguna.

Í kjölfar kynningar á niðurstöðum könnunarinnar „Öryggi barna í bíl“ vill nefndin leggja fram eftirfarandi tilmæli til foreldra:

- Börn undir 135 cm hæð skulu alltaf vera í viðeigandi barnabílstól eða á sessu með bílbelti.
- Aldrei aka með barn án öryggisbúnaðar.
- Velja skal búnað sem hentar aldri, hæð og þyngd barnsins og tryggja rétta festingu samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda.
- Foreldrar eru hvattir til að fræða börn sín um mikilvægi öryggis í bíl.
12. 2510041 - Grunnskólinn - Skólapúlsinn kynning á niðurstöðum
Skólastjóri kynnti niðurstöður fyrstu fyrirlagnar Skólapúlsins en spurningarnar byggja á kvörðum úr PISA og HBSC rannsóknum og eru endurskoðaðar árlega.
Nefndin þakkar kynninguna og leggur áherslu á að niðurstöðurnar verði nýttar til að efla skólastarf og vellíðan nemenda.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?