Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 347

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
28.08.2025 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varaforseti,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Erla Sif Markúsdóttir bæjarfulltrúi,
Hrönn Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson bæjarfulltrúi,
Berglind Friðriksdóttir bæjarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Í upphafi fundar leitaði forseti eftir athugasemdum við fundarboð en engar bárust. Einnig óskaði forseti eftir því að taka inn með afbrigðum mál nr.1806017, Kosning í nefndir og ráð Sveitarfélagsins Ölfuss, og var það samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2501019 - Landeldisgjald - breyting á gjaldskrá Þorlákshafnar
Breyting á gjaldskrá Þorlákshafnar, um er að ræða viðbót vegna landeldisgjalds. Síðari umræða.
Samþykkt samhljóða.
2. 2508026 - Fríðugata 8-10-12_ Stækkun byggingarreits óv. DSKbr
Lögð er fram óveruleg deiliskipulagsbreyting vegna Fríðugötu 8-10-12. Byggingarreitur lóðarinnar hefur áður verið stækkaður en þessi breyting felur í sér enn frekari stækkun.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2503010 - Auðsholt DSK
Endurkoma eftir athugasemdaferli
Tillagan var auglýst frá 10. apríl til 22. maí 2025 og bárust umsagnir frá Veitum, RARIK, Náttúruverndarstofnun, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Vegagerðinni. Tveir síðastnefndu gerðu athugasemdir sem leiddu til eftirfarandi breytinga:

Fráveita var sýnd á uppdrætti í samræmi við umsögn HSL og skýringar um fráveitukerfi uppfærðar í greinargerð, þar á meðal tilvísun í leiðbeiningarit Umhverfisstofnunar og 15. gr. reglugerðar nr. 798/1999.
Málsetningu á tengingu við Arnarbælisveg (vegur 375-01) var bætt við uppdrátt. Að auki voru gerðar smávægilegar lagfæringar á texta greinargerðar í samræmi við athugasemdir.

Í kjölfar síðasta fundar nefndarinnar var ein athugasemd áframsend til skipulagshöfundar sem hefur nú brugðist við með því að uppfæra norðurmörk skipulagsins.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Athugasemd barst frá aðliggjandi landeiganda varðandi hnitpunkta lóðamarka. Skipulagið felur ekki í sér breytingu á landamerkjum, stofnun lóð eða breytingu lóðamarka en slíkar breytingar kalla á undirritun allra aðliggjandi landeigenda í gegnum merkjalýsingarferlið. Því er ekki talin þörf á að gera breytingar á skipulaginu til að bregðast við athugasemdinni.

Skipulagið er því samþykkt en þó með þeim fyrirvara að skipulagsmörk séu færð inn fyrir landamörk og nái ekki inn á aðliggjandi landareignir.

Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2508025 - Spóavegur 12 og 12a sameining lóða DSK
Lögð er fram breyting á deiliskipulögunum Spóavegi 12 og Spóavegi 12a. Breytingin felur í sér að gildandi deiliskipulög fyrir lóðirnar eru felld niður en í staðinn er lagt fram eitt sameiginlegt deiliskipulag.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2502020 - Virkjunarsvæði í Hverahlíð DSKbr
Endurkoma eftir athugasemdaferli
Lagt er fram deiliskipulag fyrir Hverahlíð II og Meitla sem tekur til vinnslu- og rannsóknarborhola á svæði sunnan Hellisheiðarvirkjunar. Skipulagið byggir á umhverfismatsskýrslu dags. 11. maí 2025 sem tekin hefur verið til umsagnar í samræmi við lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Lögð eru fram viðbrögð framkvæmdaraðila við þeim umsögnum sem bárust á kynningartíma deiliskipulagsins.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2501037 - Laxabraut 5 Fiskeldisstöð DSK
Lagt er fram nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 5. Á lóðinni er rekin fiskeldisstöð en stefnt er að stækkun starfseminnar.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2502047 - Réttarhola deiliskipulag
Lagt er fram deiliskipulag fyrir Réttarholu í landi Kröggólfsstaða. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir byggingu allt að 50 m² dæluhúss við borholu á raskaðri lóð, í samræmi við gildandi aðalskipulag Ölfuss 2020-2036 þar sem svæðið er skilgreint sem landbúnaðarland (L1). Skipulagssvæðið nýtist til vatnstöku fyrir seiðaeldisstöð á nálægri lóð og fellur framkvæmdin undir heimila notkun samkvæmt aðalskipulagi.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar:

Sigurbjörg Jenný og Geir véku af fundi við afgreiðslu málsins.

Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Sigurbjörg kom aftur inn á fundinn.
8. 2508003 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - Rannsóknarborhola HR-03 í Hverahlíð
Lagt er fram erindi Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 29. júlí 2025 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi vegna borunar rannsóknarholu HR-03 í Hverahlíð, innan borsvæðis B2 samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Framkvæmdin felur m.a. í sér gerð borplans, borun holunnar, lagningu aðkomuvegar og veitna, prófanir og frágang.

Fram kemur að framkvæmdin er hluti af umhverfismati Hverahlíðarvirkjunar frá árinu 2008 og rúmast innan þeirra marka sem sett eru í því umhverfismati. Framkvæmdin er jafnframt í samræmi við gildandi aðalskipulag og deiliskipulag og umsókn uppfyllir kröfur 7. gr. reglugerðar nr. 772/2012.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Framkvæmdaleyfi veitt.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2506025 - Hafnarsvæði H4 - Höfn í Keflavík - Endurauglýst ASKbr
Lagt er fram erindi vegna endurafgreiðslu aðalskipulagsbreytingar sem snýr að nýju hafnarsvæði H4 í hafnarstæðinu Keflavík, austan Þorlákshafnar. Breytingin var áður samþykkt til auglýsingar af hálfu skipulags- og umhverfisnefndar og bæjarstjórnar, í tengslum við fyrirhugaða mölunarverksmiðju Heidelberg Pozzolanic Materials. Þá var samþykkt bæjarstjórnar skilyrt við jákvæða niðurstöðu í íbúakosningu um þá starfsemi. Þar sem nú liggur fyrir að ekki verður af mölunarverksmiðjunni, og aðalskipulagsbreytingin snýr eingöngu að tilkomu nýs hafnarsvæðis, er málið lagt fram að nýju án tengingar við umrædda verksmiðju.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Berglind Friðriksdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Vegagerðin hefur bent á í umsögnum að aðstæður fyrir höfn í Keflavík séu mjög varasamar. Þar sé ekki það sem kallast náttúrulegt hafnarstæði. Há alda nær langt inn á víkina sem gerir aðstæður mjög erfiðar, bæði hvað varðar siglingu skipa að og frá höfninni og viðleguskilyrði innan hafnar. Þetta vekur upp spurningar um hvort hafnaruppbygging í Keflavík sé raunhæf.

Tekið var örstutt fundarhlé.

Grétar Ingi Erlendsson og Elliði Vignisson tóku til máls.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest með 6 atkvæðum bæjarfulltrúa B og D lista, Berglind Friðriksdóttir bæjarfulltrúi H-lista greiddi atkvæði á móti.
10. 1604036 - Fjallskil Fundargerðir fjallskilanefndar.
Fundargerð fjallskilanefndar frá 13.08.2025 til staðfestingar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
14. 1806017 - Kosning í nefndir og ráð Sveitarfélagsins Ölfuss 2022-2026
Breyting á aðalmanni D-lista í fjölskyldu- og fræðslunefnd. Lagt er til að Óttar Ingólfsson verði aðalmaður D-lista í stað Guðlaugar Einarsdóttur.

Einnig er gerð breyting á nefndarskipan D-lista í skipulags- og umhverfisnefnd. Lagt til að Guðlaug Einarsdóttir verði aðalmaður í stað Margrétar Pollyar Hansen.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til staðfestingar
11. 2508003F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 98
Fundargerð 98.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 20.08.2025 til staðfestingar.

1. 2506025 - Hafnarsvæði H4 - Höfn í Keflavík - Endurauglýst ASKbr. Tekið fyrir sérstaklega.
2. 2507023 - Merkjalýsing - Uppskipting lóðar - Silfurbraut lóð D. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2507035 - Merkjalýsing - Uppskipting lóðar - Kirkjuferjuhjáleiga I land 4. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2508003 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - Rannsóknarborhola HR-03 í Hverahlíð. Tekið fyrir sérstaklega.
5. 2502047 - Réttarhola deiliskipulag. Tekið fyrir sérstaklega.
6. 2501037 - Laxabraut 5 Fiskeldisstöð DSK. Tekið fyrir sérstaklega.
7. 2502020 - Virkjunarsvæði í Hverahlíð DSKbr. Tekið fyrir sérstaklega.
8. 2508024 - Merkjalýsing - Akurholt L211957. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2508025 - Spóavegur 12 og 12a sameining lóða DSK. Tekið fyrir sérstaklega.
10. 2503010 - Auðsholt DSK. Tekið fyrir sérstaklega.
11. 2508026 - Fríðugata 8-10-12_ Stækkun byggingarreits óv. DSKbr. Tekið fyrir sérstaklega.
12. 2508032 - Merkjalýsing - Uppskipting lóðar - Hafnarbakki 10. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
12. 2508004F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 71
Fundargerð 71.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 20.08.2025 til staðfestingar.

1. 2302008 - Ný fráveituhreinsistöð. Til kynningar.
2. 2406028 - Suðurvarabryggja-Yfirborðsfrágangur. Til kynningar.
3. 2508028 - Samgönguáætlun 2026-2030 Þorlákshöfn. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2508030 - Uppbyggingu hafnarinnar og aðstöðu Smyril Line í Þorlákshöfn.

Hrönn Guðmundsdóttir, Grétar Ingi Erlendsson og Elliði Vignisson tóku til máls.
Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

5. 2508029 - Beiðni um viðauka kaup á löndunartjaldi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2501021 - Framkvæmdaráætlun 2024-25. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
Fundargerðir til kynningar
13. 1601020 - Hreinlætismál Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð 334.fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 19.08.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:50 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?