| |
1. 2207015 - Þorlákshafnarhöfn - Umboð til áritunar lóðarleigusamninga | |
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir umboðið og felur formanni nefndar að undirrita það. | | |
|
2. 2206078 - Umsóknir vegna hafnargerðar og sjóvarna á samgönguáætlun 2023-2027 | |
Afgreiðsla: Framkvæmda- og hafnarnefnd þakkar framlögð gögn. Nefndin telur gögnin spegla afstöðu hennar til þarfra framkvæmda á næstu 5 árum. Í því samhengi ítrekar nefndin mikilvægi þess að samgönguyfirvöld styðji við áframhaldandi þróun Þorlákshafnar sem vöruhafnar. Mikilvægi hafnarinnar í þjónustu við vörusiglingar Smyril Line er óumdeilt. Þá liggur fyrir að hin mikla uppbygging sem á sér nú stað m.a. í tengslum við matvælaframleiðslu, jarðefnaiðnað og iðnað sem kallar á mikla orkunýtingu í Ölfusi krefst þess að innviðir sveitarfélagsins og þá sér í lagi þéttbýlisins í Þorlákshöfn séu styrktir verulega.
Ljóst er að Þorlákshöfn mun leika hér lykil hlutverk, ekki bara fyrir þá uppbyggingu sem á sér stað innan sveitarfélagsins heldur í landshlutanum og á landinu öllu. Til að tryggja áframhaldandi vöxt og hámörkun á arðsemi er nauðsynlegt að höfnin vaxi samhliða og nái að anna bæði inn- og útflutningsþörfinni.
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi umsókn um framlag í samgönguáætlun 2023 til 2027. | | | Gestir | Sigurður Ás Grétarsson mæti á fund undir þessum lið. - 00:00 | |
|
3. 2105027 - Stækkun á Egilsbraut 9, þjónusturými | |
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tilboð og felur starfsmönnum sínum að ganga frá samningum við tilboðsgjafa og í framhaldinu að vinna að því að framkvæmdir geti hafist svo fljótt sem verða má svo fremi sem bæjarstjórn samþykki viðauka við fjárhagsáætlun sem geri ráð fyrir auknum kostnaði sem og dreifingu kostnaðar á árin 2022 og 2023 í samræmi við framkvæmdartíma verksins. | | |
|
4. 2204028 - Íþróttamiðstöð- endurnýjun rennibrautar | |
Afgreiðsla: Nefndin felur sviðsstjóra að ljúka hönnun og innkaupum á rennibraut miðað við niðurstöður útboðs, en vísar málinu að öðru leyti til gerðar fjárhagsáætlunar. | | |
|
5. 2207014 - Nýr leikskóli - Vesturbyggð | |
Afgreiðsla: Nefndin felur sviðsstjóra að ljúka undirbúningi útboðs á fyrirliggjandi forsendum og auglýsa það svo fljótt sem verða má. | | |
|