Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 7

Haldinn í fundarherbergi bæjarráðs,
20.05.2020 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Björn Kjartansson aðalmaður,
Þór Emilsson formaður,
Hrafnhildur Árnadóttir aðalmaður,
Jón Páll Kristófersson aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson 1. varamaður,
Gunnlaugur Jónasson Skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að 3 mál yrðu tekin fyrir með afbrigðum. Það eru mál 7, 8 og 9 á dagskrá, Samþykkt


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2004058 - Hraðahindranir við Knarrarberg
Íbúi við Knarrarberg sendir inn erindi þar sem lagt til að gerðar verði hraðahindranir sitt hvoru megin í götunni og að hlið verði sett aftur upp i enda göngustígs sem er við hús hennar.


Fjölförnum götum fylgir oft gríðarlegur umferðarhraði og er Knarrarberg engin undantekning - þátt fyrir það hversu stutt gatan er.

Einnig er lagt til að sett verði upp hlið eins og eru við raðhúsið við enda Lyngbergs og einnig á enda göngustígs sem liggur á milli húsa í Eyjahrauni og út á Selvogsbraut.

Afgreiðsla: Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til framkvæmdadeildar til nánari útfærslu.
2. 2005006 - Umsókn um aðstöðu fyrir mótocross í Kirkjuferjuhjáleigu
Erindi hefur borist frá deildarstjóra frístunda og menningardeildar í Árborg um aðstöðu til æfinga og keppni í mótorcrossi á svæði Sorpstöðvar Suðurlands í Kirkjuferjuhjáleigu í Ölfusi.
Afgreiðsla: Nú þegar eru tvö svæði fyrir Mótorcross í Ölfusi og ekki ástæða til að fjölga þeim.
Hins vegar mætti bjóða aðgengi að okkar frábæra mótorsport svæði uppi á Sandi. Er þeim bent á að setja sig í samband við klúbbana í Ölfusi og kanna hvort þar sé ekki flötur á samstarfi.
3. 2005015 - Fiskúrgangur sem áburður við skógrækt
Borist hefur erindi frá fiskeldisstöðinni á Núpum sem spyr hvort sveitafélagið hafi markað sér einhverjar lausnir fyrir set og dauðfisk frá fiskeldisstöðvum.
Sagt er að það sé umfangsmikið og kostnaðarsamt að losa þetta. Í dag og þarf að urða þetta á Mýrum hjá Sorpurðun Vesturlands eftir að Sorpa á Álfsnesi hætti að taka við úrgangi frá Suðurlandi. Bent er á að hér sé um að ræða frábæran áburð sem mætti eflaust nýta í skógrækt eða í aðra ræktun lands. Og að best væri að nýta þetta innan sveitafélags til að lágmarka flutning. Árlega falla til 15 tonn hjá honum.

Í Hekluskógum er notað kjötmjöl sem áburður. Það kemur í sekkjum og er sett í áburðadreifara. Þeir sem standa að skógrækt innan sveitarfélagsins eiga erfitt með að nýta fiskiúrgang sem áburð nema hann sé unnið frekar í fiskimjöl og settur í viðeigandi pakkningar.

Afgreiðsla: Ekki hefur verið mörkuð stefna hjá sveitarfélaginu varðandi set og dauðfisk frá fiskeldisstöðvum. Sveitarfélagið getur ekki tekið við úrganginum í þessu tilfelli.
4. 2005037 - DSK Dimmustaðir fjórar lóðir
Óskað er eftir heimild til að leggja fram deiliskipulag af landinu Dimmustöðum. Fyrirhugað er að skipta landinu í fjórar lóðir sem verða frá 0,5 til 0,7 HA að stærð. Aðkoma verður frá Bæjarvegi nr. 3740 um sameiginlegan veg með Mánastöðum 1, Stóra Saurbæ og Hreiðri.

Ef áformin verða samþykkt má byggja íbúðarhús, gestahús og bílskúr á hverri lóð skv. gildandi aðalskipulagi.
Á 0,5 - 3 HA lóð má byggja eitt einbýlishús, gestahús auk bílskúrs skv. aðalskipulagi

Afgreiðsla: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að vinna deiliskipulag af lóðinni Dimmustöðum í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
5. 2005041 - DSK Lindarbær, skipting lóða
Landeigandi spyr hvort leyft verði að skipta landinu Lindarbæ lnr. 171764 í tvær lóðir skv. uppdrætti verkfræðistofunnar EFLU dags. 8.5.20. Landið er skilgreint sem landbúnaðarland og mun lögbýlisrétturinn fylgja öðrum skikanum í framhaldinu. Til er þinglýst kvöð um aðkomu um nágrannalóð (sjá viðhengi) sem þyrfti að víkka. Í viðhengi er lóðablað fyrir hvora lóð og þinglýst kvöð við nágrannalóð sem á aðkomuveg.
Afgreiðsla: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að visa erindinu til tæknisviðs til frekari úrvinnslu. Liggja skal fyrir hvernig aðkomu að lóðunum verði háttað.
6. 2005051 - DSK Deiliskipulag Árbær 3a landnúmer 171661
Sótt er um að fá samþykkta deiliskipulagstillögu fyrir Árbæ 3a. Lóðin er niður móti Ölfusá í Árbæjarhverfi.
Afgreiðsla: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að auglýsa deiliskipulagi í samræmi við 1. málsgr. 41. og 42 gr. skipulagslaga nr.123/2010 msbr.
með þeim fyrirvara um að umsækjandi leggi fram staðfestingu á tengingu við vatnsveitu og umsögn eldvarnareftirlits liggi fyrir um slökkvivatn og öflun þess.
7. 1506070 - ASK og DSK Þorlákshöfn Skipulagsmál á hafnarsvæði
Skipulag Hafnarsvæðis í Þorlákshöfn kemur nú til afgreiðslu nefndarinnar eftir auglýsingu. Athugasemdir bárust frá Minjastofnun, Vegagerðinni og Skipulagsstofnun.

Helstu breytingar frá auglýstri tillögu eru:
Lóðirnar Norðurbakki 6 og 8 eru sameinaðar. Á lóðinni er gert ráð
fyrir flokkunar- og móttökustöð fyrir sorp. Á Norðurbakka 2 og 4 er gert ráð fyrir geymslusvæði fyrir
sveitarfélagið ásamt áhaldahúsi. Skilmálar eru í lóðatöflu um að lóðirnar skuli afgirtar og afskermdar með gróðri.
Settir hafa verið skilmálar um að merkingar og aðgengi að minjunum Hraunbúðum og Réttarstekk verði bætt í samráði við Minjastofnun Íslands. Afmörkun minjanna er nú sýnd á uppdrætti.
Settir skilmálar um að við framkvæmdir á eftirtöldum lóðum skuli haft samband við Minjastofnun Íslands: Hafnarskeið 6, 8a og 8b. Óseyrarbraut 8 og 10.
Í stað mislægra gatnamóta milli Þorlákshafnarvegar og Óseyrarbrautar er gert ráð fyrir hringtorgi að höfðu samráði við Vegagerðina.
Misræmi í gögnum milli texta og taflna sem Skipulagsstofnun benti á hefur verið lagfært.

Afgreiðsla: Samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að undirbúa aðal- og deiliskipulagsbreytinguna til auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 32. og 42. grein í skipulagslögum nr. 123/2010 msbr.
8. 2003006 - DSK Ísþór Nesbraut 23-27 Sameining lóða
Eldisstöð Ísþórs við Nesbraut23-27 kemur nú til umfjöllunar eftir auglýsingu. Ekki bárust neinar athugasemdir á auglýsingatímanum
Afgreiðsla: Skipulagfulltrúa falið að birta erindið í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 msbr.
9. 2003026 - DSK Hjarðarbólsvegur 3
Lóðarhafi óskar eftir að fá að staðsetja hús sitt að Hjarðarbólsvegi 3, 2 metra utan við byggingarreit af. Áður hefur verið grendarkynnt sú breyting að stækka húsið lítillega og hækka mænishæð.
Afgreiðsla: samþykkt að grenndarkynna erindið í samræmi við 1. og 2. málsgr. 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 msbr. Kynna skal erindið fyrir lóðarhöfum Hjarðarbólsvegi 1 og Hrókabólsvegi 2 og 4.
10. 2005035 - Lind 0 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Landeigandi sækir um að byggja skemmu í samræmi við uppdrátt í viðhengi.
Afgreiðsla: Skipulagsnefnd samþykkir áformin að því gefnu að umsækjandi láti vinna deiliskipulag fyrir lóðina sem skilgreini byggingarreit fyrir skemmu í samræmi við uppdrátt í viðhengi.
11. 2001026 - Haukaberg 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Jón Stefán Einarsson arkitekt frá JeES arkitektum spyr hvort stækka megi Haukaberg 4 í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt. Stækkunin felst í viðbyggingu við 1. hæð til vesturs og svalir með skyggni þar ofan á, auk annarra minniháttar breytinga. Þar sem að Haukabergið er lítill botnlangi með miklum gróðri er útbygging neðri hæðar ekki talin hafa afgerandi áhrif á ásýnd götu, götumynd eða húsalínu. Mest áberandi hluti hússins heldur sér óbreyttur, stofugluggar og þakskyggni.
Afgreiðsla: Samþykkt. Þar sem ekki er til samþykkt deiliskipulag fyrir hverfið þarf að grenndarkynna áformin í samræmi við 2. og 3 málsgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 msbr. og 2 mgr. 43 gr. sömu laga. Áformin verða kynnt aðliggjandi lóðum með bréfi og birt á heimasíðu sveitarfélagsins.
12. 2005043 - Ljósleiðari upp Húsmúla
Orka náttúrunnar óskar eftir umsögn Skipulags- og umhverfisnefndar vegna framkvæmdar við lagningu ljósleiðara upp Húsmúla á Hellisheiði. Um er að ræða ca 2,3 km langan streng sem verður plægður niður í og við vegslóða sem liggur upp fjallið. Eins og fram kemur í umsókn Orkuveitunnar telja þeir að um minniháttar framkvæmd sé að ræða. Álit ráðgjafa okkar hjá verkfræðistofunni EFLU er að svo sé.
Afgreiðsla: Samþykkt að framkvæmdin geti talist minniháttar og ekki þurfi að sækja um framkvæmdaleyfi. Skipulagsnefnd vill árétta að hún óskar eftir kynningu á heildar- framtíðaráformum Orkuveitunnar á svæðinu.
13. 2004063 - Nafn á Íbúðarhúsi - Lyngmói
Eigandi óskar þess að nafnið Lyngmói á verði á nýbyggingu sem staðsett er í landi Efstalands í Ölfusi (lóð D). Ekki er vitað að þetta nafn sé til í Ölfusinu og er þetta nafn í samræmi við landið sem lóðin liggur á.
Lyngmói er til sem götunafn á nokkrum stöðum. Ma. er Lyngmói til í Árborg

Afgreiðsla: samþykkt
14. 2005030 - Tannastaðir - skipting lands í fernt
Erindi hefur borist frá Ólafi Björnssyni lögmanni vegan skiptingu Tannastaða milli þriggja aðila. Verður landinu skipt í sex hluta en fjórir þeirra verða með tvö landnúmer. Þannig verða til 4 landareignir úr einni, þrjár jafn stórar, 40 ha. hver, og svo gamla landið sem verður sameign þeirra þriggja.
Afgreiðsla: Skipting lands samþykkt
15. 2005046 - Lækur 4 - stofnun lögbýlis
Landeigendur sækja um að stofna lögbýli á tveim skógræktarspildum sem nýlega var skipt út úr jörðina Læk í Ölfusi. Lögbýlisréttur jarðarinna Lækjar fylgdi áfram jörðinni Læk, Ölfusi, landnúmer 171773 þegar landið var selt nýlega.

Eigendurnir héldu spildunum sem eru á Neðrafjalli og þar hefur verið stunduð skógrækt um nokkurt skeið og eru þær spildur 17,61 ha og 57,97 ha, samtals 68,58 hektarar að stærð.

Afgreiðsla: Sveitarfélagið Ölfus samþykkir fyrir sitt leiti að landeigendur fái að stofna lögbýli á umræddri lóð.
16. 2005045 - Hvol II - lóð fyrir spennistöð
Sigurður Jakobsson fyrir hönd Rarik sækir um að fá að stofna lóð fyrir spennistöð.
Lóðablað frá Bölta ehf fylgir erindinu. Vegagerðin gerir ekki athugasemd við erindið.

Afgreiðsla: Samþykkt að Rarik fái að stofna umbeðna lóð.
17. 2005033 - Eyjahraun 38 - Lóðaveggur milli göngustígs og einkalóðar
Íbúar við eyjahraun spyrja hvort sveitarfélagið taki þátt í kostnaði við að gera lóðarvegg sem liggur að göngustíg sveitarfélagsins norðan við lóðina. Göngustígurinn liggur talsvert hærra en lóðin og því er þörf fyrir lóðavegg.
Áforma þau að hefja framkvæmdir fljótlega.

Afgreiðsla: Nefndin samþykkir kostnaðarþátttöku og biður þau að skila inn kostnaðaráætlun til Tæknisviðs sem mun sjá um lokaafgreiðslu beiðninnar.
18. 2005050 - Pálsbúð 9 - stækkun lóðar um 1,5 metra
Lóðarrétthafi Pálsbúðar 9 hefur fengið leyfi lóðarrétthafa nágrannalóðar, Pálsbúð 7 til að gefa eftir 1,5 metra breiða ræmu af lóð sinn skv. meðfylgjandi uppdrætti og undirritaðri yfirlýsingu. Óskað er eftir samþykki Skipulags- og umhverfisnefndar á erindinu.
Afgreiðsla: Skipulags og umhverfisnefnd samþykkir erindið og vísar því til nánari útfærslu og afgreiðslu tæknisviðs, með þeim skilyrðum að allur kostnaður við breytinguna greiðist af umsækjanda og breytingin verði þinglýst sem kvöð á lóðina Pálsbúð 7
Almenn mál - umsagnir og vísanir
19. 2005027 - Umsögn um Ölfussveg og brú yfir Varmá í Hveragerði
Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn okkar um tengingu Ölfussvegar og Sunnumörk í Hvergerði með brú yfir Varmá.

Framkvæmdin er innan bæjarmarka Hveragerðs en snertir hagsmuni Sveitarfélagsins Ölfuss, því Varmá á bæði upptök og ósa í sveitarfélaginu og því er um hagsmuni að ræða ef líffræðileg skilyrði árinnar færast til verri vegar við framkvæmdina.
Beðið er um að sveitarfélagið geri grein fyrir hvort og með hvaða hætti framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum og hvort nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun. Einnig er óskað eftir því að fram komi hvað leyfi framkvæmdin er háð er varðar Sveitarfélagið Ölfus.
Sveitarfélagið Ölfus er ekki leyfisveitandi þegar kemur þessari framkvæmd. Sjá tillögu að umsögn í viðhengi

Afgreiðsla: Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt
20. 2005001 - Beiðni um umsögn - Kolsýruframleiðsla á Hellisheiði
Sveitarfélaginu Ölfus barst bréf, dagsett 27. apríl 2020, þar sem Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn vegna áforma Orku náttúrunnar ohf. um framleiðslu á kolsýru skv. 6. gr. laga nr. 106/2000 og 12. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum.
í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort Sveitarfélagið Ölfus telji að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun. Einnig óskar Skipulagsstofnun eftir því að í umsögn komi fram, eftir því sem við á, hvaða leyfi framkvæmdin er háð og varðar starfssvið umsagnaraðila.

Afgreiðsla: Skipulags- og umhverfisnefnd telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun og leggur til við sveitarstjórn að hún taki undir álit nefndarinnar um að ofangreind framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka í framangreindum lögum.
Ekki er verið að raska landi og telur nefndin að umfang framkvæmda sé þess eðlis að umhverfisáhrif verði óveruleg.
21. 2004048 - Umsögn Þórustaðanáma
Skipulagsstofnun sendi erindi og bað um umsögn vegna framlengingar á starfleyfi fyrir Þórustaðanámu. Málinu var frestað á síðasta fundi Skipulags- og umhverfisnefndar og skipulagsfulltrúa falið að vinna umsögn. Málið kemur nú aftur fyrir nefndina ásamt umsögn skipulagsfulltrúa.

Fyrirhugað er að taka 27,5 milljónir m3 sem m.a. á að nýta til uppbyggingar húsnæðis á svæðinu, við tvöföldun Suðurlandsvegar og byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá. Framkvæmdir við tvöföldun Suðurlandsvegar eru nú þegar hafnar og er talið að efnisþörf vegna tvöföldunarinnar fari langt með að klára núverandi heimildir fyrir efnistöku sem í framkvæmdaleyfi hljóða upp á 2 milljónir m3.

Í fyrri umsögn sveitarfélagsins um tillögu að matsáætlun var lögð áhersla á að fjallað væri um vatnsverndar- og vatnsöflunarsvæði auk þess sem ásýnd námunnar væri vel lýst. Í frummatsskýrslu er að finna ýtarlega umfjöllun um báða þessa þætti. Þá er sjónrænum áhrifum framkvæmdarinnar gerð góð skil og tölvugerðar líkanmyndir notaðar til þess að lýsa ásýnd námunnar á framkvæmdatíma og eftir að framkvæmdum lýkur.

Aðalgönguleiðin á Ingólfsfjall liggur við austurjaðar framkvæmdasvæðisins. Leiðin er mikið nýtt til útivistar. Í umsögn sveitarfélagsins um umhverfismat sem unnið var vegna námunnar árið 2006 kom fram að mikilvægt væri að hryggur undir vegslóða austan námunnar fengi að haldast óhreyfður. Hryggurinn virkar sem einskonar skermur sem hlífir leiðinni upp á Ingólfsfjall fyrir umsvifum á athafnasvæðinu í botni námunnar. Hryggurinn hefur haldist óbreyttur og er áfram lögð áhersla á að honum verði ekki raskað á rekstrartíma námunnar svo leiðin upp á fjallið haldist óskert m.v. núverandi ástand.

Sveitarfélagið telur að frummatsskýrslan samræmist matsáætlun og þeim athugasemdum sem bárust. Þá er áhrifum framkvæmdarinnar gerð góð skil, sbr. 17. gr. reglugerðar nr. 665/2015 um mat á umhverfisáhrifum. Engar athugasemdir eru því gerðar við matsáætlunina.

Afgreiðsla: Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt.
Fundargerð
22. 2005005F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 12
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar
22.1. 2005032 - Umsókn um lóð
Bragi Hermann Gunnarsson sækir um lóðina Þurárhraun 19 fyrir einbýlishús.
Afgreiðsla: Samþykkt
22.2. 2005008 - Umsókn um lóð
Guðný Sæbjörg Ásgeirsdóttir sækir um lóðina Þurárhraun 23 fyrir einbýlishús.
Afgreiðsla: Samþykkt
22.3. 2005049 - Umsókn um lóð
Natalia Bára Sergeisdóttir sækir um lóðina Þurárhraun 21 fyrir einbýlishús.
Afgreiðsla: Samþykkt
22.4. 2004056 - Gata Litla og Stóra 171702 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Jens Karl Bernharðsson sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa. Húsið er einlyft timburhús sem er forsmíðað og flutt á lóð.
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
22.5. 2004044 - Efstaland lóð D - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Eiríkur V. Pálsson sækir um byggingarleyfi f/h landeiganda íbúðarhús/gestahús samkv. teikningum frá Pro-ark teiknistofa dags. 14. apríl 2020.
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
22.6. 2005007 - Egilsbraut 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Jón Stefán Einarsson sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu á Egilsbraut 9. Um er að ræða viðbyggingu uppá 370m2 með 4 íbúðum, tengigangi og tæknirými.
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
22.7. 2005028 - Norðurvellir 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Mannvit sækir um byggingarleyfi f/h eiganda Climeworks AG fyrir iðnaðarhúsi á lóðinni norðurvellir 4 innan tæknigarða ON á Hellisheiði.
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
22.8. 2004004 - Vötn lóð 195051 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sótt er um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi samkv. teikningum frá. Sigurði Unnari Sigurðssyni verkfræðing dags.25.03.2020
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
22.9. 2005040 - Norðurvellir 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Ivon Stefán Cilia f/h eiganda Algaennovation Iceland ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir stækka núverandi vinnslusal mhl.01 um rúma 1.100 m² á lóðinni Norðurvellir 7. samk. teikningum frá Tark.
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?