Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 53

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
05.07.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varamaður,
Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir 1. varamaður,
Gunnsteinn R. Ómarsson 2. varamaður,
Gunnlaugur Jónasson skipulagsfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
Davíð Halldórsson mætti á fundinn við afgreiðslu þessa dagskrárliðs.
1. 2303035 - Umhverfisverðlaun Ölfuss 2023
Á aprílfundi nefndarinnar var ákveðið að veita verðlaun fyrir snyrtilegustu götuna auk þess sem veitt verður fyrir snyrtilegasta fyrirtækið og lóðina, bæði í dreifbýli og þéttbýli eins og verið hefur.

Óskað hefur verið eftir tilnefningum fyrir snyrtilegustu fyrirtækin í dreifbýli og þéttbýli og snyrtilegustu götuna í Ölfusi.

Afgreiðsla: Ákveðið að skipa Hjört Ragnarsson, Hrönn Guðmundsdóttir og Davíð Halldórsson í nefnd sem leggi til verðlaunahafa á næsta fundi skipulags- og umhverfisnefndar.
2. 2306050 - DSK Háagljúfur
Lagt er farm deiliskipulag fyrir Hágljúfur sem markar 3 lóðir, þar af eina fyrir skemmu og tvær fyrir íbúðarhús og gestahús í samræmi við heimildir aðalskipulags.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
Nefndin bendir á þann möguleika að heimreiðar á svæðinu verði samnýttar sé þess kostur.
3. 2306049 - DSK Breyting á skipulagi hafnarsvæðis - landfylling
Lögð er fram breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis þar sem mörkuð er tæplega eins hektara landfylling við milli nýju Suðurvararbryggju og útsýnispalls. Lengd fyllingarinnar er um 145 metrar og breidd 60 metrar. Efnið sem fyllingin er gerð úr kemur úr kemur úr "uppúrtekt" við nýju Suðurvararbryggju.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
Skipulagsfulltrúa er jafnframt falið a senda gögn málsins á Brimbrettafélag Íslands.
4. 2306048 - DSK Breyting á deiliskipulagi Bakkahlíð 233300
Verkfræðistofan Efla leggur fram tillögu að deiliskipulagbreytingu fyrir landið Bakkahlíð sem er skilgreint sem frístundasvæði í aðalskipulagi. Ekki voru skilgreinda byggingarheimildir í gildandi deiliskipulagi en nú er mörkuð lóð og byggingarreitur fyrir eitt frístundahús í samræmi viðheimildir aðalskipulags.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
Gæta þarf að kvöðum úr gildandi skipulagi verði haldið.
5. 2306029 - DSK Hlíðartunga breyting á deiliskipulagi - tilfærsla á byggingarreit L171727
Landeigandi óskar eftir að færa byggingarreit "um sjálfan sig til austurs" í deiliskipulagi í landi Hlíðartungu. Reiturinn er fyrir íbúðarhús og deiliskipulagið er frá árinu 2009.
Afgreiðsla: Landeiganda heimilað að láta uppfæra skipulagsuppdráttinn.

Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 2. málsgr. 43 gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br. Tillagan verði grenndarkynnt með bréfi til lóðarrétthafa eftirtalinna landareigna: Borgargerði L208951, Sólbakki 1 L232461, Sólbakki 2 L232462 og Sólbakki 3 L190896.
6. 2306030 - Stofnun lóðar undir vegsvæði Kjarr L171750
Vegagerðin óskar eftir að stofna vegsvæði úr landi Kjarrs í samræmi við gögn í viðhengi.
Afgreiðsla: Samþykkt.
7. 2306032 - Leiðrétting á stærð vegsvæðis L231511 í landi Kvíarhóls
Vegagerðin óskar eftir að minnka stærð vegsvæðis sem nýlega var stofnað úr landi Kvíarhóls. Vegsvæðið L231511 minnkar úr 18.353 í 17.984 fermetra.
Afgreiðsla: Samþykkt.
8. 2306047 - Stígagerð við Ölfusborgir
Fyrirtækið Icebike kynnti nýlega stígagerð í Ölfusi umhverfis Hveragerði fyrir nefndinni. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur styrkt stígagerðina.
Nefndin samþykkti viljayfirlýsingu vegna stígagerðarinnar á 38. fundi sínum. Nú óskar fyrirtækið eftir að fá heimild til að nota litla gröfu við stígagerð við Ölfusborgir í samræmi við umsókn í viðhengi. Fyrirhuguð stígagerð er innan jarðarinnar Reykja sem er í eigu íslenska ríkisins.

Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemd við þessa breytingu á vinnulagi sem sótt er um en bendir fyrirtækinu jafnframt á að afla leyfi landeiganda.
9. 2306034 - Lóð Sláturfélags Suðurlands á hafnarsvæði
Fyrir liggur erindi frá Sláturfélagi Suðurlands þar sem farið er fram á að fá viðbót við lóð félagsins á hafnarsvæðinu. Bent er á tvo mismunandi möguleika en báðir fela þeir í sér að mismunandi svæði sem eru nýtt eru fyrir gáma við innflutning yrði bætt við lóðina. Báðir möguleikarnir krefjast þess að deiliskipulagi hafnarsvæðis yrði að breyta.
Afgreiðsla: Nefndin vísar erindinu til framkvæmda- og hafnarnefndar.
10. 2306046 - Umsögn um matsáætlun fyrir Thor landeldi ehf Laxabraut 35-41
Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um matsáætlun vegna nýrrar fiskeldisstöðvar sem fyrirtækið Thor landeldi ehf hyggst reisa við Laxabraut 35-41. áform eru um að rækta allt að 20.000 tonn af laxi, bleikju og regnbogasilungi á ári.
Í umsögninni skal, eftir því sem við á, að koma fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við það hvernig framkvæmdaraðili hyggst vinna að umhverfismati framkvæmdarinnar, út frá sínu starfssviði, svo sem um skilgreiningu valkosta, gagnaöflun, úrvinnslu gagna, umhverfismat og framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum umsagnaraðili telur að gera þurfi frekari skil eða hafa sérstaklega í huga við umhverfismat framkvæmdarinnar. Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð.

Í skýrslunni segir meðal annars um hugsanlega ljósmengun frá stöðinni:

Eldisstöðin stendur í um 2,5 km fjarlægð frá byggð og því er ólíklegt að lýsing hafi truflandi áhrif á íbúa.Reynt verður að minnka ljósmengun eins og frekast er unnt. Öll ker Thors verða yfirbyggð og lýsing fyrirfisk innandyra. Utan húss verða hefðbundin útiljós.

Afgreiðsla: Skipulags- og umhverfisnefnd telur að skýrslan geri ágætlega grein fyrir því hvernig framkvæmdaaðili hyggst vinna að umhverfismatinu. Nefndin fagnar því að sjá áform um að fjalla um hugsanlega ljósmengun frá stöðinni og hvernig komið verði í veg fyrir hana.

Fjallað er um viðbragðsáætlun við hugsanlegum slysasleppingum. Bent er á að fjalla nánar um hvernig eftirlit verði haft með virkni hreinsibunaðar útrásar, m.a. með sýnatöku í frárennsli. Frárennsli stöðvarinnar er stutt frá ósum Ölfusár og þar fara um þúsundir laxfiska (lax, sjóbirtingur, sjóbleikja) á hverju ári. Því er mikilvægt að ristar og sleppigildrur séu ávallt í lagi til að koma í veg fyrir blöndun eldisfiska við villta fiska.

Jafnframt er minnt á mikilvægi þess að útrásir til sjávar hefti ekki gönguleiðir meðfram ströndinni neðan stöðvarinnar og að þær haldist opnar, eftir sem áður.

Sveitarfélagið er leyfisveitandi þegar kemur að byggingar og framkvæmdaleyfum og fer með skipulagsvaldið á lóðinni.
11. 2304013 - Raufarhólshellir - umsögn um matstilkynningu (matsspurningu) um þjónustubyggingu
Nýlega gaf nefndin umsögn um matsfyrirspurn vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Raufarhólshelli. Nú hefur borist úrskurður Skipulagsstofnunnar um að framkvæmdin skuli ekki vera háð mati á umhverfisáhrifum.
Afgreiðsla: Lagt fram.
12. 2306051 - Póstbox Íslandspóst við ráðhús Ölfuss
Íslandspósti sem óskar eftir að setja upp póstbox við ráðhúsið. Erindinu fylgir mynd af hugsanlegri staðsetningu við suðurenda ráðhússins tilmóts við bifreiðastæðin.
Afgreiðsla: Samþykkt í samræmi við erindi.
Fundargerðir til staðfestingar
13. 2304006F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 48
Fundagerð 49 afgreiðslufundar byggingafulltrúa lögð fram.
Fundagerð lögð fram.
13.1. 2304009 - Umsókn um stöðuleyfi
Grasnytjar ehf. sækja um stöðuleyfi fyrir gám á lóðina Hjarðarból 171722
Afgreiðsla: Frestað vantar uppl um stærð, fjölda og staðsetningu og notkun.
13.2. 2304012 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Sólbakki 1 - Flokkur 1,
Gísli G Gunnarsson f/h lóðareiganda Jón Elmar Ómarsson sækir um byggingarleyfi fyrir gestahúsi samkv. teikningum frá Teiknistofan Kvarði ehf dags. 30.01.23
Afgreiðsla: Synjað samræmist ekki deiliskipulagi.
13.3. 2304011 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Vesturbakki 13 - Flokkur 1,
Valur Arnarson sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa Byggingafélagið Hvati ehf. fyrir geymsluhúsnæði, samkv. teikningum frá Cedrus ehf. dags. 15.02.2023
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
13.4. 2304010 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Vesturbakki 11 - Flokkur 1,
Valur Arnarson sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa Byggingafélagið Hvati ehf. fyrir geymsluhúsnæði, samkv. teikningum frá Cedrus ehf. dags. 10.02.2023
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
13.5. 2304008 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Mánastaðir 2 - Flokkur 2,
Bent Larsen Fróðason sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa Sólveig Dröfn Símonardóttir fyrir íbúðarhúsnæði, samkv. teikningum frá Larsen hönnun og ráðgjöf dags. 27.03.2023
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
13.6. 2210033 - Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1, Riftún
Ívar Hauksson f/h lóðarhafa 101 Atvinnuhúsnæði sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á íbúðarhúsi. Ekki liggur fyrir deiliskipulag fyrir lóðina/landið. Helstu breytingarnar eru að hækka útveggi um ca.50cm, steypt verður ofan á eldri veggi. Nýtt þak verði sett á húsið. samkv. teikningum dags. 13.10.22
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
14. 2305010F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 49
Fundagerð 49 afgreiðslufundar byggingafulltrúa lögð fram.
Fundagerð lögð fram
14.1. 2209007 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2 Lækur 2C
Samúel Smári Hreggviðsson sækir um byggingarleyfi f/h landeiganda Þórir Garðarsson á íbúðarhúsi á lóð, samkv. teikningum frá Húsey teikni-og verkfræðistofa dags. 06.02.2023
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
14.2. 2305040 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Óseyrarbraut 14 DRE - Flokkur 1,
Sigurður Þ Jakobsson sækir um byggingarheimild í umfangsflokki 1 f/h Rarik fyrir spennistöð á lóðina Óseyrarbraut 14 DRE. samkv. teikningum frá Bölti ehf. dags. 17.01.2023
Afgreiðsla: Byggingarheimild samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.3.8.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
14.3. 2305043 - Birkigljúfur 10 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2,
Ingólfshof ehf. Sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi, samkv. teikningum frá Eggerti Guðmundssyni dags. 10.05.2023
Afgreiðsla: Byggingarheimild samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.3.8.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
14.4. 2305044 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Laxabraut 21 - Flokkur 1,
Jón Hrafn Hlöðversson sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa fyrir mhl 03. Um er að ræða 350 m2 steinsteypt hús á þremur hæðum. Samkv. teikningum frá Mansard teiknistofa ehf. dags. 08.05.2023
Afgreiðsla: Byggingarheimild samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.3.8.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
14.5. 2305045 - Mýrarsel 6 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2,
Stefán Karl Lúðvíksson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi ásamt bílskúr samtals 221m2 samkv. teikningum frá ANDERSEN & SIGURDSSON ARKITEKTAR dags. 28.04.2023
Afgreiðsla: Byggingarheimild samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.3.8.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
14.6. 2305046 - Mýrarsel 4 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2,
Viktor Elí Ágústsson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi ásamt bílskúr samtals 195m2 samkv. teikningum frá ANDERSEN & SIGURDSSON ARKITEKTAR dags. 28.04.2023
Afgreiðsla: Byggingarheimild samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.3.8.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
14.7. 2305051 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Laxabraut 19 - Flokkur 1,
Sigurður Unnar Sigurðsson sækir um byggingarleyfi fyrir vinnubúðum á lóðinni Laxabraut 19 í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt. Um er að ræða tímabundnar vinnubúðir sem samsettar eru úr gámaeiningum. Í skrifstofubúð (Mhl 01) verður starfsemi framkvæmdadeildar Landeldis meðan á framkvæmdum stendur. Í svefnbúðum (Mhl 02) verður gistiaðstaða fyrir starfsfólk Landeldis, 20 manns.
Afgreiðsla: Byggingarheimild samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.3.8.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
14.8. 2305041 - Umsókn um stöðuleyfi
Grasnytjar ehf. sækja um stöðuleyfi fyrir íbúðargám á lóðina. Notkun er fyrir starfsmann gistiheimilis við Hjarðarból 171722
Afgreiðsla: Synjað. Stöðuleyfi eru ekki veitt fyrir starfsmannahúsum nema þá við stærri framkvæmdarsvæði, ekki í tengslum við atvinnurekstur.
14.9. 2305042 - Umsókn um stöðuleyfi
Eden ehf. Á grunni starfsleyfis sækir Eden ehf um stöðuleyfi fyrir starfsmannaaðstöðu og gám fyrir ljósavél á stað sem merktur er A á meðfylgjandi korti. Rotþró sem fyrir er á eldra plani verður notuð áfram. Verður því öll aðstaða sem fyrir er á eldra plani lögð af í núverandi mynd.
Afgreiðsla: Samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?