Fundargerðir

Til bakaPrenta
Íþrótta- og tómstundanefnd - 35

Haldinn í fundarherbergi bæjarráðs,
09.05.2022 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson 3. varamaður,
Sigþrúður Harðardóttir aðalmaður,
Jón Páll Kristófersson 1. varamaður,
Valur Rafn Halldórsson varaformaður,
Hólmfríður F. Zoega Smáradóttir aðalmaður,
Ragnar M. Sigurðsson íþrótta- og æskulýsðsfulltrúi, Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Ragnar M. Sigurðsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2205005 - Skýrsla starfshóps um uppbyggingu iþróttamannvirkja í Ölfusi.
Vinnuhópur hefur undanfarin misseri unnuð að skýrslu um framtíðar uppbyggingu íþróttamannvirkja í Sveitarfélaginu Ölfusi.
Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar vinnuhópnum fyrir ítarlega og góða skýrslu og vísar skýrslunni til umfjöllunar hjá bæjarstjórn.
2. 2204028 - Íþróttamiðstöð- endurnýjun rennibrautar
Framkvæmda- og hafnarnefnd kallar eftir áliti íþrótta- og tómstundarnefnd með val á rennibraut samkv. fyrirliggjandi tilboðum sem bárust.
Afgreiðsla: Íþrótta- og tómstundarnefnd fór yfir innsend tilboð og lagði mat á hvert og eitt þeirra miða við forsendur útboðsgagna um val á samningsaðila gr. 15. Miða við gefnar forsendur er mat nefndar að taka tilboði Á Óskarsson ehf að því gefnu að aukið fjármagn fáist til verksins.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?