| |
1. 2507001 - Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2026-2029 | |
Bæjarráð samþykkir forsendur eins og þær eru lagðar fram og felur starfsmönnum að vinna áfram að undirbúningi fjárhagsáætlunar í samræmi við þær.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
2. 1910033 - Tjaldstæði Þorlákshafnar. | |
Bæjarráð samþykkir að framlengja samningnum í samræmi við tillögur minnisblaðsins. Samningur verði með uppsagnarákvæði sem heimilar hvorum aðila um sig að segja samningnum upp árlega á tímabilinu 1. október til 31. október. | | |
|
3. 2510060 - Beiðni um samþykki fyrir skilmálabreytingu á tryggingarbréfi | |
Bæjarráð samþykkir framlagt samþykki síðari veðhafa fyrir skilmálabreytingu á tryggingarbréfi First Water hf. á eignunum Laxabraut 15-23, eins og það liggur fyrir í erindi dags. 13. október 2025.
Bæjarstjóra, Elliða Vignissyni, er falið að undirrita samþykkið fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
4. 2510008 - Heimgreiðslur - beiðni um frávik frá reglum um heimgreiðslur | |
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu enda er það mikilvægur hluti af vandaðri stjórnsýslu að jafnræði ríki við afgreiðslu mála og þar með að auglýstir tímafrestir allra mála gildi jafnt fyrir alla.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
5. 2510013 - 50 ára afmæli Kvennafrídagsins | |
Bæjarráð beinir því til yfirmanna stofnana að leita leiða til að veita þeim starfsmönnum sem vilja taka þátt í viðburðum svigrúm til þess.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
6. 2510015 - Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 2025 | |
Lagt fram.
| | |
|