Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 452

Haldinn í fjarfundi,
16.10.2025 og hófst hann kl. 12:15
Fundinn sátu: Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Erla Sif Markúsdóttir 1. varamaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Berglind Friðriksdóttir áheyrnarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2507001 - Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2026-2029
Fyrir bæjarráði liggja forsendur fjárhagsáætlunar til samþykktar. Þar kemur m.a. fram að fyrirhugað sé að lækka álagningarhlutfall fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði áttunda árið í röð auk þess að lækka álagningahlutfall vegna holræsagjalds. Fyrirhugað er að útsvar haldist óbreytt en gert er ráð fyrir 3,9% hækkun verðlags í samræmi við verðbólguspár.
Bæjarráð samþykkir forsendur eins og þær eru lagðar fram og felur starfsmönnum að vinna áfram að undirbúningi fjárhagsáætlunar í samræmi við þær.

Samþykkt samhljóða.
2. 1910033 - Tjaldstæði Þorlákshafnar.
Minnisblað frá íþrótta- og tómstundafulltrúa um rekstur tjaldstæðis í Þorlákshöfn.

Samningur við Landamerki ehf. rann út í haust og lagt er til að framlengja samning.

Bæjarráð samþykkir að framlengja samningnum í samræmi við tillögur minnisblaðsins. Samningur verði með uppsagnarákvæði sem heimilar hvorum aðila um sig að
segja samningnum upp árlega á tímabilinu 1. október til 31. október.
3. 2510060 - Beiðni um samþykki fyrir skilmálabreytingu á tryggingarbréfi
Erindi dags. 13. október 2025, þar sem Sveitarfélagið Ölfus sem síðari veðhafi veitir samþykki sitt fyrir skilmálabreytingu á tryggingarbréfi með viðauka, útgefnu af First Water hf., dags. 14. maí 2025, til handa Landsbankanum hf. og Arion banka hf., að höfuðstólsfjárhæð allt að EUR 120.000.000.

Tryggingarbréfinu er þinglýst á fasteignirnar Laxabraut 15-23 í Sveitarfélaginu Ölfusi.

Bæjarráð samþykkir framlagt samþykki síðari veðhafa fyrir skilmálabreytingu á tryggingarbréfi First Water hf. á eignunum Laxabraut 15-23, eins og það liggur fyrir í erindi dags. 13. október 2025.

Bæjarstjóra, Elliða Vignissyni, er falið að undirrita samþykkið fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.
4. 2510008 - Heimgreiðslur - beiðni um frávik frá reglum um heimgreiðslur
Fyrir bæjarráði lá beiðni um að teknar séu gildar umsóknir um heimgreiðslur sem bárust eftir að umsóknarfrestur var liðinn.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu enda er það mikilvægur hluti af vandaðri stjórnsýslu að jafnræði ríki við afgreiðslu mála og þar með að auglýstir tímafrestir allra mála gildi jafnt fyrir alla.

Samþykkt samhljóða.
5. 2510013 - 50 ára afmæli Kvennafrídagsins
Þann 24. október 2025 verða 50 ár liðin frá sögulegum Kvennafrídegi þar sem 90% íslenskra kvenna lögðu niður störf sín, launuð og ólaunuð til að mótmæla kynbundnum launamun og ólaunaðri vinnu kvenna. Af þessu tilefni hafa á sjötta tug samtaka kvenna, femínista, hinsegin fólks og fatlaðs fólks lýst árið 2025 Kvennaár.

Kvenréttindafélag Íslands hvetur sveitafélagið til að leggja sitt af mörkum til að minnast 50 ára afmælis kvennafrídagsins og styðja við þá viðburði sem eru í gangi af þessu tilefni í sveitafélaginu sem og að gera konum og kvárum sem starfa hjá sveitafélaginu kleift að taka þátt í Kvennaverkfalli þann 24. október 2025.

Bæjarráð beinir því til yfirmanna stofnana að leita leiða til að veita þeim starfsmönnum sem vilja taka þátt í viðburðum svigrúm til þess.

Samþykkt samhljóða.

6. 2510015 - Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 2025
Erindi frá Innviðaráðuneytinu vegna alþjóðlegs minningardags Sameinuðu þjóðanna um fórnarlömb umferðarslysa sem haldinn verður sunnudaginn 16.nóvember nk.

Að þessu sinni verður kastljósi dagsins beint að mikilvægi öryggisbeltanotkunar en samkvæmt nýlegum könnunum á vegum Samgöngustofu hefur bakslag orðið í notkun öryggisbelta, sérstaklega hjá ungum karlmönnum.

Lagt fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:35 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?