Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 19

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
20.04.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Björn Kjartansson varaformaður,
Þór Emilsson formaður,
Hrafnhildur Árnadóttir aðalmaður,
Jón Páll Kristófersson aðalmaður,
Harpa Þuríður Böðvarsdóttir aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri, Gunnlaugur Jónasson skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2103044 - Lóðarúthlutunarreglur breytingar 2021
Sviðstjóri leggur fyrir nefndina til samþykktar breytingar á lóðarúthlutunarreglum.
Afgreiðsla: Breytingar á úthlutunarreglum samþykktar eins og þær eru lagðar fram.
2. 2012011 - ASK Breytt landnotkun - Stóri-Saurbær - Bjarnastaðir og Gata
Aðalskipulagsbreyting vegna breyttrar landnotkunnar vegna fjarskiptamasturs við Selvog og íbúðabyggðar á Stóra-Saurbæjarsvæðinu var auglýst með athugasemdafresti til 14. apríl. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma
en Skipulagstofnun bað um ákveðnar breytingar á texta greinargerðar fyrir auglýsingu. Viðamesta breytingin var á umhverfisskýrslu tillögunnar.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgr. 32 greinar skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
3. 2009012 - ASK og DSK Vesturbyggð
Jees arkitektar og Kristinn Pálsson leggja fram breytta deiliskipulagstillögu af nýju íbúðarhverfi vestan Þorlákshafnar. Hverfið hefur nú verið fært fjær Búðahverfi líkt og nefndin óskaði eftir á síðasta fundi. Einnig hefur fyrirkomulagi leikskólalóðar verið breytt og hverfið aðlagað enn betur að hraunmyndunum á svæðinu. Breytt tillaga er í viðhengi og einnig greinargerð frá skipulagshöfundunum.
Afgreiðsla: Nefndin lýsir yfir ánægju með breytingarnar og hvetur skipulagshöfunda til að ganga frá deiliskipulagstillögu með breytingunum fyrir næsta fund, til auglýsingar. Tillagan verður auglýst ásamt breytingu á aðalskipulagi.
4. 2104018 - Fyrirspurn Klettagljúfur 4 - Bílskúr
Húseigandi spyr hvort viðbygging sem hýsir bílskúr verði leyfð. Í viðhengi eru uppdrættir sem sýna viðbygginguna og deiliskipulag hverfisins. Byggingarreitur er rúmur og skv. deiliskipulagi hverfisins má byggja allt að 600 fermetra á lóðum og eru hæðarmörk mænis 10 metrar.
Við breytinguna verður í kringum 430 fermetrar af húsnæði á lóðinni.

Afgreiðsla: Nefndin samþykkir áformin þar sem þau eru í samræmi við deiliskipulag hverfisins. Áréttað er að sækja þarf um byggingarleyfi með tilskildum gögnum.
5. 2104016 - Auðsholt - skipting lands í þrennt
Lögmenn Suðurlandi óska eftir að stofna tvo landskika út úr jörðinni Auðsholt í samræmi við gögn í viðhengi.
Afgreiðsla: Landskipti samþykkt með því skilyrði að fyrst verði unnið deiliskipulag og það fái fullnaðar afgreiðslu.
6. 2104020 - Akurholt - stofnun 4 lóða
Landeigandi óskar eftir að stofna fjórar lóðir í samræmi við nýsamþykkt deiliskipulag fyrir land sitt, Akurholt.
Afgreiðsla: Stofnun lóða samþykkt.
7. 2104019 - Hveradalir - skipting lóða
Hveradalir ehf óska eftir því að lóðinni Hveradalir Skíðaskáli L172316 verði skipt í tvennt og stofnuð verði ný lóð, Hveradalir Stóridalur. Í viðhengi er skannað, undirritað lóðablað. Máliða var til afgreiðslu í desember 2020 á fundi bæjarstjórnar og Skipulags- og umhverfisnefndar.
Afgreiðsla: Nefndin áréttar fyrri samþykkt sína frá 10.12.2020 um að skipta megi lóðinni þegar deiliskipulag sem sýnir framtíðar fyrirkomulag og uppbyggingu svæðisins hefur tekið gildi.
8. 2104003 - ASK atvinnulóðir í Gljúfurárholti við Friðarminni
Landeigandi óskar eftir því að land sem hann á við Friðarminni, skammt ofan Suðurlandsvegar í Gljúfurárholti verði skilgreint sem athafnasvæði í nýju aðalskipulagi. Áður hefur nefndin tekið vel í að skilgreina tvær lóðir skammt frá undir verslun og þjónustu.
Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í erindið og beinir því til nefndar um heildarendurskoðun aðalskipulags að svæðið verði skilgreint sem athafnasvæði í nýju aðalskipulagi.
9. 2104021 - Heildarendurskoðun aðalskipulags - nýtt íbúðarsvæði í Gljúfurárholti land 3
Landeigandi óskar eftir að heimilað verði að land hans Akurholt 3 verði að nýju íbúðarsvæði við heildarendurskoðun aðalskipulags. Á svæðinu verði allt að 50 íbúðir á 40 lóðum. Allt að 20 parhús á 10 lóðanna.
Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvæt í erindið og vísar því til nefndar um heildarendurskoðun aðalskipulags til nánari útfærslu.
10. 2104027 - Akurholt - Umsókn um tvö ný íbúðarsvæði í dreifbýli
Landeigendur óska eftir að í endurskoðuðu aðalskipulagi verði tvö ný íbúðarsvæði á landi þeirra Akurholti í Ölfusi
Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í erindið og vísar málinu til nefndar um heildarendurskoðun aðalskipulags til nánari útfærslu.
11. 2003023 - Skæruliðaskáli í Ólafsskarði v Jósepsdal
Á síðasta ári samþykktum við að leyfa hópi undir forystu Ísleifs Friðrikssonar að gera upp Skæruliðaskálann í Ólafsskarði við Jósepsdal. Nú hefur Ísleifur fengið hóp hjálparsveitarmanna og kvenna til liðs við sig og óskar hópurinn eftir því að bókunin frá því í fyrra verði endurskoðuð miða við nýja samsetningu hópsins samanber erindi í viðhengi.
Afgreiðsla: Samþykkt að veita félagsskapnum heimild til að gera húsið upp. Framkvæmdaraðilar láti vinna deiliskipulag á sinn kostnað svo unnt sé að skilgreina lóð umhverfis húsið. Unnið verði að skráningu hússins í samræmi við gildandi lög og reglur.
12. 2104028 - Heinaberg 12 - grenndarkynning á viðbyggingu
Húseigendur óska eftir að viðbygging við hús þeirra verði grenndarkynnt. um er að ræða u.þ.b. 36 fermetra viðbyggingu og verður húsið 213,4 fermetrar eftir breytinguna sem er rúmlega 20% stækkun.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 2. málsgr. 43 greinar og 2. og 3. málsgr. 44. greinar skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br. Tillagan verði grenndarkynnt með bréfi til lóðarrétthafa eftirtalinna lóða: Heinaberg 10 og 14 og Setberg 13 og 15

Hrafnhildur Árnadóttir vék af fundi meðan fjallað var um málið.
13. 2103055 - Grenndarkynning á hesthúsi á lóðinni Klettagljúfur 3
Lóðareigandi óskar eftir að breyting á byggingarreit fyrir hesthús þannig að hann stækki til norðurs verði grenndarkynnt. Um er að ræða stækkun til norðurs á byggingarreit fyrir hesthús þannig að hann verði 14,5 m frá lóðarmörkum að nágrannalóðinni Klettagljúfur 1. Eftir sem áður verða meira en 40 metrar að byggingarreit hesthúss á nágrannalóð og meira en 10 metrar að lóðamörkum eins og skipulag kveður á um. Einnig er óskað eftir að breyta skilmálum deiliskipulagsins þannig að leyft verð að hafa lokaðan taðgám á lóð í stað steyptrar taðgeymslu undir eða við hesthús.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna tillögu með hesthúsi, þó þannig að skilmálar samþykkts deiliskipulags um taðþró verði óbreyttir. Þetta geri Skipulagsfulltrúi í samræmi við 2. málsgr. 43 greinar og 2. og 3. málsgr. 44. greinar skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br. Tillagan verði grenndarkynnt með bréfi til lóðareiganda lóðanna Klettagljúfur 1, 2, 4, og 5.
14. 2102062 - Grenndarkynning Klængsbúð 30-32 - 4 íbúðir í raðhúsi í stað 3
Breyting á deiliskipulagi fyrir lóðina Klængsbúð 30-32 var grenndarkynnt í mars. Erindið var grenndarkynnt fyrir öllum í götunni og nágrönnum í næstu götu. Fjögur mótmælabréf bárust og er innihald þeirra í viðhengi. Eins er greinargerð frá Skipulagsfulltrúa í viðhengi.
Afgreiðsla: Í ljósi þeirra mótmæla sem bárust heimilar skipulagsnefnd ekki að á lóðinni Klængsbúð 30-32 verði 4 einingar í stað þriggja sem gildandi deiliskipulag heimilar.

Harpa Böðvarsdóttir vék af fundi meðan málið var afgreitt.
15. 2102011 - Grenndarkynning Klængsbúð 23-27 - 4 íbúðir í raðhúsi í stað 3
Breyting á deiliskipulagi fyrir lóðina Klængsbúð 23-27 var grenndarkynnt í mars. Erindið var grenndarkynnt fyrir öllum í götunni og nágrönnum í næstu götu. Fjögur mótmælabréf bárust og er innihald þeirra í viðhengi. Eins er greinargerð frá Skipulagsfulltrúa í viðhengi.
Afgreiðsla: Í ljósi þeirra mótmæla sem bárust heimilar skipulagsnefnd ekki að á lóðinni Klængsbúð 23-27 verði 4 einingar í stað þriggja sem gildandi deiliskipulag heimilar.

Harpa Böðvarsdóttir vék af fundi meðan málið var afgreitt.
16. 2104002 - DSK Grenndarkynning - íbúðir í fyrrum pósthúsi
Á fundi nefndarinnar í febrúar var samþykkt að grenndarkynna íbúðir í fyrrum pósthúsi bæjarins við Reykjabraut 2. Ein mótmæli bárust og er fjallað um þau í minnisblaði í viðhengi. Einnig er álit frá skipulagshöfundi aðalskipulags varðandi þau álitamál sem fram koma í mótmælunum. Enn fremur minnisblað þar sem málið er tekið saman.
Afgreiðsla: Nefndin telur að vafi leiki á heimildum aðalskipulags varðandi lóðina og beinir því til nefndar um heildarendurskoðun aðalskipulags að svæðinu sem lóðin stendur á verði breytt í íbúðarsvæði úr svæði fyrir verslun og þjónustu.
17. 2104030 - Mánastaðir 3 - byggingarmagn
Lóðareigendur sækja um að fá að byggja eitt reisulegt hús í stað gestahúss og einbýlishúss sem heimildir eru fyrir að byggja skv. gildandi deiliskipulagi. Þannig biðja þeir um að slá saman byggingarheimildunum sem gilda á lóðinni í eina. Heimilt er að byggja 200 fermetra einbýlishús og 67 fermetra gestahús á lóðinni en lóðareigendur hafa áhuga á að byggja 265 fermetra íbúðarhús á lóðinni og fella niður heimildir fyrir gestahúsi.
Afgreiðsla: Samþykkt slá saman byggingarheimildum fyrir einbýlishús og gestahús í eina heimild fyrir íbúðarhús. Við þetta fellur niður heimild til að byggja frístundahús á lóðinni. Þetta er gert í samræmi við 3. málsgrein 43. greinar byggingarlaga nr. 123/2010 m.s.br.
18. 2103070 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna námavinnslu - Lambafell
Björgun ehf. sækir um framkvæmdaleyfi til námavinnslu í Lambafelli, í samræmi við umsókn í viðhengi og upplýsingar i minnisblaði.
Afgreiðsla: Nefndin staðfestir framkvæmdaleyfi í samræmi við umsókn. Framkvæmdaleyfið er samþykkt með fyrirvara að framkvæmdaðilinn kosti úttekt óháðs aðila á umfangi efnistöku, einu sinni á ári í samráði við sveitarfélagið.
19. 2104004 - Núpanáma - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna rannsókna
Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna rannsókna. Fyrirhugað er að taka efni úr námunni vegna 3. áfanga Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss, ef efnið reynist henta og öll leyfi fást.
Afgreiðsla: Framkvæmdaleyfi til rannsókna samþykkt.
20. 2101026 - Framkvæmdaleyfi Þórustaðanáma
Fossvélar ehf. sækir um framkvæmdarleyfi, skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi, vegna efnistöku á 27,5 milljónum m3 til ársins 2050 í Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli.
Umsókn frá Fossvélum var tekin fyrir á 16. fundi nefndarinnar þann 18. febrúar en þá vantaði gögn sem beðið var um í áliti Skipulagsstofnunnar um umhverfismat fyrir framkvæmdinni. Þau hafa nú borist og eru vinnslu-, frágangs-, landmótunar-, öryggis- og viðbragðsáætlun í viðhengi. Skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulags fyrir námuna er í auglýsingu um þessar mundir.

Afgreiðsla: Framkvæmdaleyfi samþykkt í samræmi við vakost B í umhverfismati, með fyrirvara um gildistöku aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulags fyrir námuna sem er í vinnslu um þessar mundir.
Framkvæmdaleyfið er samþykkt með fyrirvara að framkvæmdaðilinn kosti úttekt óháðs aðila á umfangi efnistöku, einu sinni á ári í samráði við sveitarfélagið.

Valkostur B er áframhaldandi efnistaka en heildarefnismagn er allt að 16,5 milljónir m³. Efnistakan fer fram með sama hætti og aðalvalkostur A nema hún stöðvast þegar komið er niður að þétta berggrunninum rétt fyrir neðan miðjar hlíðar fjallsins.
21. 2104005 - Umsókn um nafnabreytingu Hjarðarból verður Aðalból
Landeigandi óskar eftir að breyta nafninu á eign sinni, landnúmer 176222, úr Hjarðarból í Aðalból. Fleiri hús á svæðinu bera nafnið Hjarðarból sem veldur ruglingi. Nafnið Aðalból er ekki til annarsstaðar í sveitarfélaginu.
Afgreiðsla: Nafnabreyting eignar úr Hjarðarból í Aðalból samþykkt
22. 2103063 - Umgengni lóðar, fiskeldistöðin við Læk 2.
Borist hefur kvörtun vegna umgengni við fiskeldislóðina við Læk 2. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur skoðaða staðinn og telur að tiltekt sem eigendur framkvæmdu fyrir nokkrum árum sé ekki nægjanleg. Í erindinu kemur m.a. fram að hætta stafi af aflögðum fiskeldiskerjum sem standi með vatni, hálfgrafinn ryðgaður olíutankur skapi mengunarhættu og fleira. Almennt er engin prýði af svæðinu.
Í kvörtuninni sem barst er vísað í bókun skipulagsnefndar frá 18. ágúst árið 2009 þar sem ákveðið var að leggja á dagsektir til að knýja fram úrbætur.

Afgreiðsla: Nefndin hvetur starfsmenn Umhverfis- og tæknisviðs til að leita allra tiltækra ráða til að sjá til þess að eigandi komi lóðinni í viðunandi horf, fjarlægi slysagildrur, hálfbyggðar byggingar og óleyfisgáma.
23. 2008004 - Mótmæli við leyfisveitingu um hænsnahald í Þorlákshöfn
Enn á ný hafa borist mótmæli við hænsnahaldi að Egilsbraut 12. Í viðhengi er bréf þeirra sem mótmæla og telja sig verða fyrir ónæði af hænunum. Reglur um dýrahald í þéttbýli má finna á slóðinni: https://www.olfus.is/is/thjonustan/umhverfismal/dyrahald
Afgreiðsla: Lagt fram
24. 2104013 - Krókur 2 171755 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Eigandi sækir um að byggja 27,3 fermetra sólaskála við hótel Kviku (sem áður hét hótel Krókur) í samræmi við uppdrátt í viðhengi.
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist 3. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
25. 2103056 - Umsögn um skipulagstillögur í Hveragerði
Hveragerðisbær óskar eftir umsögn um um fjórar skipulagstillögur í bænum, allar á sveitarfélagsmörkum Ölfuss.
Afgreiðsla: Sveitarfélagið Ölfus fagnar þeirri uppbyggingu og velgengni sem nágrannar þeirra upplifa um þessar mundir. Sveitarfélagið gerir ekki athugasemdir við tillögurnar.
26. 2104023 - Fjallahjólabraut í Ölfusi
Forsvarsmenn fjallahjólabrautar hafa fengið samþykki í Framkvæmda- og hafnarnefnd fyrir svæði fyrir braut og áætlað hefur verið fjármagn til brautargerðar í fjárhagsáætlun. Í viðhengi er minnisblað frá forsvarsmönnunum þar sem áformin eru kynnt og sömuleiðis kynningargögn frá hönnuði.
Afgreiðsla: Lagt fram. Nefndin fagnar þessu framtaki.
27. 2104029 - Vegamót Þorlákshafnarvegar og Eyrabakkavegar
Vegagerðin kynnir áform sín í sumar í sveitarfélaginu. Þar á meðal eru lagfæringar á vegamótum Þorlákshafnarvegar og Eyrabakkavegar og tilfærsla á áningarstað til norðurs. Áformin má sjá í fylgiskjölum í viðhengi
Afgreiðsla: Áformin samþykkt, þar á meðal tilfærsla á áningarstað. Nefndin bendir Vegagerðinni á þörf þess að framkvæmdin innihaldi götulýsingu til að auka öryggi á gatnamótunum.
28. 2006019 - Umsögn um 2500 tonna fiskeldi Laxabraut 9 - Laxar Fiskeldi ehf
Skipulagsstofnun hefur gerið jákvæða umsögn um matsskýrslu Laxa fiskeldis fyrir stækkun á framleiðslu í 2500 tonna ársframleiðslu. Skipulagsnefnd gaf umsögn um umhverfismatið á síðasta ári. Í viðhengi er umsögn stofnunarinnar.
Afgreiðsla: Lagt fram.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
29. 2103059 - Umsögn - nýtt aðalskipulag Kópavogs
Kópavogsbær óskar eftir umsögn um tillögu að nýju aðalskipulag1 sem gildir frá 2019-2040. Í viðhengi er yfirlitskort yfir helstu breytinga í upplandi Kópavogs tekið úr greinargerð aðalskipulagsins.
Afgreiðsla: Sveitarfélagið Ölfus gerir ekki athugasemd við aðalskipulag Kópavogs eins og það er sett fram í gögnum sem bárust sveitarfélaginu þann 19.3.2021
30. 2103100 - Bakki - umsögn um aukna framleiðslu á fiskeldisstöð
Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um tilkynningu um aukna framleiðslu á fiskeldisstöðinni á Bakka. Í viðhengi eru drög að umsögn sveitarfélagsins.
Afgreiðsla: Skipulagsfulltrúa falið að senda umsögn í samræmi við þá umsögn sem kemur fram í drögum í viðhengi.
31. 2103101 - Laxar - umsögn um tilkynningu um aukna framleiðslu
Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um tilkynningu um aukna framleiðslu á fiskeldisstöð Laxa ehf að Fiskalóni í Ölfusi. Í viðhengi eru drög að umsögn sveitarfélagsins.
Afgreiðsla: Skipulagsfulltrúa falið að senda umsögn til Skipulagsstofnunnar í samræmi við drög að umsögn í viðhengi.
Fundargerð
32. 2104002F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 23
Afgreiðsla: Lagt fram
32.1. 2104015 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
Guðjón Þórir Sigfússon f/h eiganda leggur þann 9.4.2021 inn tilkynningu um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi Lítil hús á lóð. Um er að ræða lítinn geymsluskúr á lóða með salerni og sturtu.
Afgreiðsla: Samþykkt. Samræmist tilkynningarskyldum framkvæmdum sem tilgreindar eru í grein 2.3.5. byggingarreglugerðar 112/2012.
32.2. 2103098 - Lind 0 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Tómas Ellert Tómasson sækir um byggingarleyfi f/h eiganda fyrir stálgrindarhúsi samkv. teikningum frá VOR verkfræði og ráðgjöf dags. 01.02.2021
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
32.3. 2103097 - Þurárhraun 25 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Kjartan Sigurbjartsson f/h lóðarhafa Hrímgrund ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi samkv. teikningum frá Pro-ark teiknistofa dags. 23.03.2021
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar uppfærðum teikningum og skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
32.4. 2103077 - Árbær 3 171661 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðmundur Hjaltason f/h lóðarhafa og eiganda Árbær 3a sækir um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi með innbyggðum bílskúr samkv. teikningum frá Eflu dags. mars.2020
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
32.5. 2101004 - Þóroddsstaðir 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sigurður Þ Jakobsson sækir um f/h landeiganda byggingarleyfi fyrir tækja og vélargeymslu samkv. teikningum dags. 26.02.2021
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
32.6. 2008011 - Kvíarhóll 171758 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Atli Jóhann Guðbjörnsson f/h landeiganda sækir um byggingarleyfi fyrir reiðhöll. samkv. teikningum frá TAG teiknistofa ehf.
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
32.7. 2103074 - Þurárhraun 31 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Emil Þór Guðmundsson f/h lóðarhafa Fasteignafélagið Klettur ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi samkv. teikningum dags. 10.03.2021
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar uppfærðum teikningum og skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
32.8. 2104014 - Umsókn um lóð - Unubakki 32
Stórverk ehf. sækir um lóðina Unubakki 32 fyrir iðnaðarhús.
Afgreiðsla: Samþykkt
32.9. 2104012 - Umsókn um lóð - Pálsbúð 22
Hólmfríður Björg Þorvaldsdóttir sækir um lóðina Pálsbúð 22 fyrir einbýlishús. Sótt er um lóðina Pálsbúð 26 til vara.
Afgreiðsla: Þar sem fjöldi gildra umsókna eru fleiri en þær lóðir sem eru lausar fer fram úrdráttur. Fjöldi gildra umsókna var 5. Að loknum spiladrætti fær Haukur Ásgeirsson lóðina Pálsbúð 22 úthlutaða. Að loknum spiladrætti um lóð til vara fær Hólmfríður Björg Þorvaldsdóttir lóðina Pálsbúð 26 úthlutaða.
32.10. 2103093 - Umsókn um lóð - Pálsbúð 22
Múr- og málningarþjón Höfn ehf sækir um lóðina Pálsbúð 22 fyrir einbýlishús. Sótt er um lóðina Pálsbúð 26 til vara.
Afgreiðsla: Synjað. Þar sem fjöldi gildra umsókna eru fleiri en þær lóðir sem eru lausar fer fram úrdráttur. Samkv. reglum um úthlutun lóða gr 5.1. við úthlutun lóða undir einbýlishús skulu einstaklingar hafa forgang. Fjöldi gildra umsókna var 5. Að loknum spiladrætti fær Haukur Ásgeirsson lóðina úthlutaða.
32.11. 2103090 - Umsókn um lóð - Pálsbúð 22
Ívar Hauksson sækir um lóðina Pálsbúð 22 fyrir einbýlishús. Sótt er um lóðina Pálsbúð 26 til vara.
Afgreiðsla: Synjað. Þar sem fjöldi gildra umsókna eru fleiri en þær lóðir sem eru lausar fer fram úrdráttur. Fjöldi gildra umsókna var 5. Að loknum spiladrætti fær Haukur Ásgeirsson lóðina Pálsbúð 22 úthlutaða.
Að loknum spiladrætti um lóð til vara fær Hólmfríður Björg Þorvaldsdóttir lóðina Pálsbúð 26 úthlutaða.
32.12. 2103089 - Umsókn um lóð - Pálsbúð 22
Haukur Ásgeirsson sækir um lóðina Pálsbúð 22 fyrir einbýlishús. Sótt er um lóðina Pálsbúð 26 til vara.
Afgreiðsla: Samþykkt. Þar sem fjöldi gildra umsókna eru fleiri en þær lóðir sem eru lausar fer fram úrdráttur. Fjöldi gildra umsókna var 5. Að loknum spiladrætti fær Haukur Ásgeirsson lóðina Pálsbúð 22 úthlutaða.
32.13. 2103083 - Umsókn um lóð - Pálsbúð 22
Árni Magnússon sækir um lóðina Pálsbúð 22 fyrir einbýlishús.
Afgreiðsla: Synjað. Þar sem fjöldi gildra umsókna eru fleiri en þær lóðir sem eru lausar fer fram úrdráttur. Fjöldi gildra umsókna var 5. Að loknum spiladrætti fær Haukur Ásgeirsson lóðina Pálsbúð 22 úthlutaða.
32.14. 2103081 - Umsókn um lóð - Pálsbúð 22
Vignir Snær Hermannsson sækir um lóðina Pálsbúð 22 fyrir einbýlishús. Sótt er um lóðina Pálsbúð 26 til vara.
Afgreiðsla: Synjað. Þar sem fjöldi gildra umsókna eru fleiri en þær lóðir sem eru lausar fer fram úrdráttur. Fjöldi gildra umsókna var 5. Að loknum spiladrætti fær Haukur Ásgeirsson lóðina Pálsbúð 22 úthlutaða.
Að loknum spiladrætti um lóð til vara fær Hólmfríður Björg Þorvaldsdóttir lóðina Pálsbúð 26 úthlutaða.
32.15. 2103080 - Umsókn um lóð - Pálsbúð 22
ÓAK ehf. sækir um lóðina Pálsbúð 22 fyrir einbýlishús. Sótt er um lóðina Pálsbúð 26 til vara.
Afgreiðsla: Synjað. Þar sem fjöldi gildra umsókna eru fleiri en þær lóðir sem eru lausar fer fram úrdráttur. Samkv. reglum um úthlutun lóða gr 5.1. við úthlutun lóða undir einbýlishús skulu einstaklingar hafa forgang. Fjöldi gildra umsókna var 5. Að loknum spiladrætti fær Haukur Ásgeirsson lóðina úthlutaða.
32.16. 2104011 - Umsókn um lóð - Þurárhraun 23
Sigurjón Heiðar Hreinsson og Heiða Björk Karlsdóttir sækja um lóðina Þurárhraun 23 fyrir einbýlishús.
Afgreiðsla: Synjað. Þar sem fjöldi gildra umsókna eru fleiri en þær lóðir sem eru lausar fer fram úrdráttur. Fjöldi gildra umsókna var 5. Að loknum spiladrætti fær Guðmundur Gísli Ingólfsson lóðina Þurárhraun 23 úthlutaða.
32.17. 2104010 - Umsókn um lóð - Þurárhraun 23
Ingvar Guðjónsson og Eyrún Sara Helgadóttir sækja um lóðina Þurárhraun 23 fyrir einbýlishús. Sótt er um lóðina Pálsbúð 26 til vara.
Afgreiðsla: Synjað. Þar sem fjöldi gildra umsókna eru fleiri en þær lóðir sem eru lausar fer fram úrdráttur. Fjöldi gildra umsókna var 5. Að loknum spiladrætti fær Guðmundur Gísli Ingólfsson lóðina Þurárhraun 23 úthlutaða.
Að loknum spiladrætti um lóð til vara fær Hólmfríður Björg Þorvaldsdóttir lóðina Pálsbúð 26 úthlutaða.
32.18. 2103091 - Umsókn um lóð - Þurárhraun 23
Guðmundur Gísli Ingólfsson sækir um lóðina Þurárhraun 23 fyrir einbýlishús.
Afgreiðsla: Samþykkt. Þar sem fjöldi gildra umsókna eru fleiri en þær lóðir sem eru lausar fer fram úrdráttur. Fjöldi gildra umsókna var 5. Að loknum spiladrætti fær Guðmundur Gísli Ingólfsson lóðina Þurárhraun 23 úthlutaða.
32.19. 2103079 - Umsókn um lóð - Þurárhraun 23
Hermann Þorsteinsson sækir um lóðina Þurárhraun 23 fyrir einbýlishús. Sótt er um lóðina Pálsbúð 26 til vara.
Afgreiðsla: Synjað. Þar sem fjöldi gildra umsókna eru fleiri en þær lóðir sem eru lausar fer fram úrdráttur. Samkv. reglum um úthlutun lóða gr 5.1. miðast forgangur við að umsækjandi, maki hans eða sambúðaraðili hafi ekki fengið lóðarúthlutun á síðustu 5 árum. Fjöldi gildra umsókna var 5. Að loknum spiladrætti fær Guðmundur Gísli Ingólfsson lóðina úthlutaða.
32.20. 2103078 - Umsókn um lóð - Þurárhraun 23
Þórir Gísli Sigurðsson sækir um lóðina Þurárhraun 23 fyrir einbýlishús.
Afgreiðsla: Synjað. Þar sem fjöldi gildra umsókna eru fleiri en þær lóðir sem eru lausar fer fram úrdráttur. Fjöldi gildra umsókna var 5. Að loknum spiladrætti fær Guðmundur Gísli Ingólfsson lóðina Þurárhraun 23 úthlutaða.
32.21. 2103075 - Umsókn um lóð - Þurárhraun 23
Anna Lind Sigurðardóttir sækir um lóðina Þurárhraun 23 fyrir einbýlishús.
Afgreiðsla: Synjað. Þar sem fjöldi gildra umsókna eru fleiri en þær lóðir sem eru lausar fer fram úrdráttur. Fjöldi gildra umsókna var 5. Að loknum spiladrætti fær Guðmundur Gísli Ingólfsson lóðina Þurárhraun 23 úthlutaða.
32.22. 2103092 - Umsókn um lóð - Pálsbúð 26
Múr- og málningarþjón Höfn ehf sækir um lóðina Pálsbúð 26 fyrir einbýlishús. Sótt er um lóðina Pálsbúð 22 til vara.
Afgreiðsla: Synjað. Þar sem fjöldi gildra umsókna eru fleiri en þær lóðir sem eru lausar fer fram úrdráttur. Samkv. reglum um úthlutun lóða gr 5.1. við úthlutun lóða undir einbýlishús skulu einstaklingar hafa forgang. Fjöldi gildra umsókna var 4. Að loknum spiladrætti fær Hólmfríður Björg Þorvaldsdóttir lóðina úthlutaða.
32.23. 2103084 - Umsókn um lóð - Pálsbúð 26
Hermann Þorsteinsson sækir um lóðina Pálsbúð 26 fyrir einbýlishús. Sótt er um lóðina Pálsbúð 22 til vara.
Afgreiðsla: Synjað. Þar sem fjöldi gildra umsókna eru fleiri en þær lóðir sem eru lausar fer fram úrdráttur. Samkv. reglum um úthlutun lóða gr 5.1. miðast forgangur við að umsækjandi, maki hans eða sambúðaraðili hafi ekki fengið lóðarúthlutun á síðustu 5 árum. Fjöldi gildra umsókna var 4. Að loknum spiladrætti fær Hólmfríður Björg Þorvaldsdóttir lóðina úthlutaða.
32.24. 2103082 - Umsókn um lóð - Pálsbúð 26
Ólöf Ásta Karlsdóttir sækir um lóðina Pálsbúð 26 fyrir einbýlishús. Sótt er um lóðina Pálsbúð 22 til vara.
Afgreiðsla: Synjað. Þar sem fjöldi gildra umsókna eru fleiri en þær lóðir sem eru lausar fer fram úrdráttur. Samkv. reglum um úthlutun lóða gr 5.1. miðast forgangur við að umsækjandi, maki hans eða sambúðaraðili hafi ekki fengið lóðarúthlutun á síðustu 5 árum. Fjöldi gildra umsókna var 4. Að loknum spiladrætti fær Hólmfríður Björg Þorvaldsdóttir lóðina úthlutaða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?