Fundargerðir

Til bakaPrenta
Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 35

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
17.09.2025 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sigríður Vilhjálmsdóttir formaður,
Óttar Ingólfsson aðalmaður,
Davíð Arnar Ágústsson aðalmaður,
Hrafnhildur Lilja Harðardóttir aðalmaður,
Ólína Þorleifsdóttir skólastjóri,
Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir leikskólastjóri,
Helena Helgadóttir leikskólastjóri,
Svala Ósk Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Ragnheiður María Hannesdóttir áheyrnarfulltrúi,
Valur Rafn Halldórsson áheyrnarfulltrúi,
Ingibjörg Lilja Pálsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Jóhanna M Hjartardóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir, sviðsstjóri
Formaður setti fund og óskaði eftir athugasemdum við fundarboð.

Hlynur Logi fulltrúi B lista boðaði forföll. Enginn varamaður hafði tök á að koma á fundinn.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2311017 - Skýrsla skólastjóra
Skólastjóri greindi frá því að skólastarfið hafi hafist vel og nemendum fjölgað í 293.

Frístundin Brosbær er komin í fullan rekstur eftir áskoranir í mönnun. Frístundin er rekin á tveimur stöðum, sem skapar bæði áskoranir og tækifæri. Hóparnir verða smærri og það stuðlar að meiri ró og leik. Starfsfólk á hrós skilið fyrir skipulag og aðlögun að nýju fyrirkomulagi.

Endurskoðun aðalnámskrár kallar á mikla faglega vinnu.

Matsviðmið í 4. og 7. bekk hafa komið fram, auk einföldunar og breytinga í ýmsum námsgreinum. Tímalína hefur verið sett fyrir vinnuna og er gert ráð fyrir að henni ljúki í vor. Þá er einnig að vænta breytinga á matsferli Menntamálastofnunar og að
samræmt námsmat verði tekið inn í matsferlið í öllum árgöngum.

Handbækur fyrir Uppeldi til ábyrgðar eru tilbúnar fyrir alla árganga.

Nemendur í 8. og 9. bekk fóru í vel heppnaða ferð í Þórsmörk í boði Kiwanismanna í Þorlákshöfn.

Nefndin þakkar kynninguna.
2. 2509040 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn - starfsáætlun 2025-2026
Starfsáætlun grunnskólans lögð fram til kynningar og umræðu.
Nefndin þakkar kynninguna.
3. 2508002 - Skýrsla leikskólastjóra Hraunheima
Leikskólastjóri Hraunheima greindi frá því að starfsfólk hóf störf 14. ágúst í Versölum vegna framkvæmda í nýju húsnæði. Flutt var inn í Hraunheima 3. september. Seinkun var á afhendinu eldvarnarhurða en þær þurfa að vera tilbúnir áður en rekstur hefst. Úttekt Heilbrigðiseftirlits var gerð 15. september. Framkvæmdir á lóð eru í fullum gangi og er útikennslusvæði tilbúið. Unnið er að því að ljúka yngribarnasvæði og tryggja öryggi beggja vegna leikskólans.

Á fundinum kynnti leikskólastjóri stöðu mála dagsins í dag en uppsetning á eldvarnahurðum gengur vel og verður leikskólinn opnaður 22. september n.k.

Nefndin lýsir ánægju með að framkvæmdir séu á loka metrum til að leikskólinn geti hafið starfsemi sem fyrst.
4. 2311012 - Skýrsla leikskólastjóra Bergheima
Leikskólastjóri Bergheima greindi frá því að innleiðing á stefnu skólans gengur afar vel með reglulegri ráðgjöf frá Hjallastefnunni. Leikskólinn verður lokaður 3. október vegna Hjalladags, þar sem Bergheimar verða paraðir við annan leikskóla.

Aðlögun nýrra barna hefur gengið vel, einkum vegna fækkunar á yngstu kjörnunum.

Heimsókn frá öðrum leikskóla er fyrirhuguð 26. september til að kynna sér starfsemi Bergheima, þá sérstaklega sérkennsluna sem hefur gott orðspor.

Samstarf við HÍ í leikskólakennarafræðum heldur áfram með starfsnámi og kynningardvöl nemenda.

Nefndin þakkar kynninguna.
5. 2506039 - Reglur um námsvist utan lögheimilissveitarfélags
Drög að reglum um námsvist utan lögheimilissveitarfélags lagðar fram til umfjöllunar.
Nefndin samþykkir reglurnar til staðfestingar í bæjarstjórn.
6. 2409033 - Gjaldskrár Sveitarfélagsins Ölfuss 2025
Gjaldskrá Sveitarfélagsins Ölfuss 2025 lögð fram til kynningar og umræðu. Vinna við fjárhagsáætlun 2026 er að hefjast og mikilvægt að rýna gjaldskrá og mögulegar breytingar henni tengdar sem tengjast fræðslumálum.
Góðar umræður voru á fundinum og komu fram ýmsar tillögur m.a. að uppsetningu á gjaldskrá til kynningar á heimasíðu.
8. 2509055 - Kosning varaformanns fjölskyldu og fræðslunefndar
Formaður óskaði eftir að taka fyrir kosningu varaformanns á dagskrá fundarins með afbrigðum.

Guðlaug Einarsdóttir baðst lausnar frá nefndarstörfum og í hennar stað kom Óttar Ingólfsson sem fulltrúi D lista. Guðlaug var varaformaður nefndarinnar.

Formaður lagði til að Davíð Arnar Ágústsson yrði varaformaður fjölskyldu og fræðslunefndar.

Fundarmenn samþykktu það og var Davíð Arnar kosinn samhljóða, varaformaður fjölskyldu og fræðslunefndar frá 19. september 2025.
Mál til kynningar
7. 2509039 - VISS fyrirhugaðar breytingar á húsnæði
Kynning á fyrirhuguðum breytingum er varðar húsnæði VISS, vinnu- og hæfingastöð, á árinu 2026. Sjá nánar í fylgiskjali bls. 3.

Helstu breytingar eru:
- Nýtt bíslag við inngang
- Settar eru rennihurðir í andyri
- Nýtt baðherbergi með aðgengi fyrir hjólastól
- Nýtt baðherbergi fyrir starfsfólk
- Þvottahús stækkað
- Breytingar á bílastæðum fyrir fatlaða. Færð nær inngangi og settur hiti í þau.
- Kláruð færsla á smíðaherbergi og skrifstofu


Nefndin þakkaði kynninguna og fagnar fyrirhuguðum breytingum á húsnæði VISS.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?