Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 345

Haldinn Verið - fundarsalur Ölfus Cluster,
02.06.2025 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varaforseti,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Erla Sif Markúsdóttir bæjarfulltrúi,
Hrönn Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson bæjarfulltrúi,
Berglind Friðriksdóttir bæjarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Í upphafi fundar leitaði forseti eftir athugasemdum við fundarboð en engar bárust.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2305013 - Samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Ölfuss
Fyrir liggja nokkrar breytingar á samþykktum sveitarfélagsins m.a. vegna breytinga á Héraðsnefnd Árnesinga og undirstofnana hennar. Fyrri umræða.

Samþykkt samhljóða að vísa breytingum á samþykktum til síðari umræðu í bæjarstjórn.
2. 2501019 - Landeldisgjald
Viðbót við gjaldskrá hafnarinnar, landeldisgjald. Framkvæmda- og hafnarnefnd hefur samþykkt gjaldskrána fyrir sitt leyti.

Fyrri umræða.

Hrönn Guðmundsdóttir, Elliði Vignisson og Grétar Ingi Erlendsson tóku til máls.

Samþykkt samhljóða að vísa breytingum á gjaldskrá til síðari umræðu í bæjarstjórn.


3. 2401047 - Þorkelsgerði 2C, nýtt DSK
Endurkoma, endurauglýst þar sem 12 mánuðir eru liðnir frá lokum auglýsingarfrests.
Lagt er fram nýtt deiliskipulag fyrir spilduna Þorkelsgerði 2c. Í skipulaginu felst að landinu er skipt upp í 4 lóðir, eina íbúðarhúsalóð og 3 frístundahúsalóðir.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2305039 - DSK Hótel í Hafnarvík
Endurkoma eftir athugasemdaferli
Gerð var breyting á skilmálum er varða hreinsivirki í samræmi við athugasemd HSL. Brugðist var við athugasemd Vegagerðarinnar án breytinga á skipulaginu.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2505030 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna rannsóknarborana
Fyrirtækið Carbfix leggur fram umsókn um framkvæmdaleyfi til rannsóknarborana í landi Nessands í Ölfusi. Framkvæmdin felur í sér gerð borplans, borun tveggja vatnstökuhola, íburð í veg og borun á þremur rannsóknarholum sem verða allt að 1000 m djúpar. Áætlaður framkvæmdatími er 3 mánuðir.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Framkvæmdaleyfi er veitt með fyrirvara um að framkvæmdin verði ekki metin umhverfismatsskyld af Skipulagsstofnun.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2410035 - Akurgerði - nýtt deiliskipulag
Endurkoma eftir athugasemdir Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun gerði athugasemdir við skipulagið sem skipulagshöfundur hefur nú brugðist við. Sú athugasemd sem stendur útaf er varðandi samræmi við aðalskipulag varðandi þá kröfu að ef samliggjandi lóðir séu fleiri en 5 skuli skilgreina svæðið sem íbúðasvæði.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin metur það svo að brugðist hafi verið við athugasemdum hvað varðar framsetningu skipulags á uppdrætti. Hvað varðar samræmi við aðalskipulag þá fær nefndin ekki séð að fleiri en 5 lóðir séu samliggjandi. Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2504077 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - Vinnsluborholur í Hverahlíð
Sótt er um framkvæmdaleyfi til að bora tvær vinnsluborholur við Hverahlíð og gerð borplana umhverfis þær. Framkvæmdaleyfisumsóknin byggir á umhverfismati frá 2008 og nefnist borsvæðið B4 í umhverfismati. Framkvæmdatími er áætlaður 24 mánuðir og hefjast framkvæmdir í júní 2025.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Framkvæmdaleyfi veitt.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2503033 - Krafa um aftköllun auglýsingar deiliskipulags - Skíðaskálinn í Hveradölum
Sveitarfélaginu barst krafa frá fyrirtæknu Hveradalir ehf. um afturköllun auglýsingar deiliskipulagsbreytingar fyrir skíðaskálann í Hveradölum. Deiliskipulagið var komið alla leið í skipulagsferlinu og átti einungis eftir að birta það í B-deild Stjórnartíðinda svo það tæki formlega gildi. Ákveðið var að afla lögfræðiálits um réttarstöðu sveitarfélagsins í málinu með tilliti til þess hvort skapast myndi bótaskylda ef sveitarfélagið ýmist léti birta skipulagið eða léti ekki birta skipulagið.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Það er álit nefndarinnar að fylgja beri þeim tillögum sem lagðar eru fram í framlagðri álitsgerð. Skipulagsfulltrúa er því falið að láta birta skipulagið í B-deild Stjórnartíðinda en taka þarf til sérstakrar skoðunar eignaréttarlega stöðu aðila þegar kemur að veitingu bygginga og/eða framkvæmdaleyfis á jörðinni.

Bæjarstjórn tekur undir þá afstöðu skipulags- og umhverfisnefndar að sveitarfélaginu sé heimilt að ljúka málsmeðferð deiliskipulagsins með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda, sbr. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sú afstaða byggir á heildstæðu mati sem fram kemur í álitsgerðinni, þar sem jafnframt er tekið fram að sveitarfélagið muni ekki veita framkvæmda- eða byggingarleyfi á svæðinu nema fyrir liggi samþykki skráðra rétthafa eða úrlausn dómstóls um ágreining aðila.

Áréttað er að sveitarfélagið tekur ekki efnislega afstöðu til eignarhalds að svæðinu, heldur er afgreiðslan liður í að ljúka formlegu ferli samþykkts skipulags í samræmi við lögbundinn frest.

Bæjarstjórn samþykkir að skipulagsfulltrúa verði falið að ljúka málsmeðferð með birtingu skipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

Elliði Vignisson tók til máls.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2503045 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - Borun rannsóknarholu HR-02
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna borunar rannsóknarborholunnar HR-02 í Meitlum Norðanverðum. Framkvæmdin fór í matsskylduákvörðun hjá skipulagsstofnun sem gaf út þá ákvörðun 18. apríl 2023 að framkvæmdin væri ekki matsskyld.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Framkvæmdaleyfi veitt.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2502019 - Útvíkkun þéttbýlismarka Þorlákshafnar ASKbr
Lögð er fram aðalskipulagsbreyting sem felur í sér útvíkkun þéttbýlismarka Þorlákshafnar. Breytingin felur í sér að þéttbýlismörk eru stækkuð þannig að þau nái út fyrir iðnaðarsvæði á Víkursandi og fyrir sunnan Suðurstrandarveg.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
11. 2405090 - Hraunstjörn og Hraunsland nýtt DSK
Endurkoma eftir athugasemdaferli
HSL gerði athugasemd við staðsetningu vatnsbóls og vatnsverndarsvæðis. Umhverfis- og orkustofnun gerði athugasemd við orðalag í greinargerð.
Gerð var leiðrétting á greinargerð til að bregðast við athugasemd UOS. Þá var gerð lagfæring á greinargerð og uppdrætti til að bregðast við athugasemd HSL sem HSL staðfesti að væri fullnægjandi.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fyrirvari hefur verið uppfylltur.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
12. 2503034 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningu afstrengja vegna stækkunar varmastöðvar Hellisheiðarvirkjunar.
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna stækkunar á varmastöð Hellisheiðarvirkjunar. Framkvæmdaleyfið tekur til lagningar tveggja 11 kv aflstrengja í jörðu ásamt ljósleiðararörum og jarðvírum frá stöðvarhúsi við Kolviðarhól að þjónustubyggingu.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Framkvæmdaleyfi veitt.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
13. 2504133 - Hvoll í Ölfusi - nýtt deiliskipulag
Endurkoma v. breytinga á skipulagi.
Lagt er fram deiliskipulag fyrir jörðina Hvoll. Skipulagið felur í sér að landinu er skipt í þrennt og á einum hluta þess er skipulagt íbúðarhús (Í á uppdrætti), skemma (Ú á uppdrætti) og gestahús (G á uppdrætti). Á öðrum hluta er íbúðarhús og gestahús.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
Fundargerðir til staðfestingar
14. 2504010F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 93
Fundargerð 93.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 07.05.2025 til staðfestingar.

1. 2504132 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir tilraunaborholum - kynning á fundi. Til kynningar.
2. 2504135 - Verkefni framundan í dreifbýli Ölfuss. Til kynningar.
3. 2501047 - Merkjalýsing - Samsett aðgerð - Auðsholt (L171670). Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2501048 - Merkjalýsing - Samsett aðgerð - Auðsholtshjáleiga (L171673). Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2401047 - Þorkelsgerði 2C, nýtt DSK. Tekið fyrir sérstaklega.
6. 2504103 - Erindi varðandi reiðleiðir og skipulag í Ölfusi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2504105 - Merkjalýsing - Samsett aðgerð - Víkursandur. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2504113 - Ályktun aðalfundar Skógfræðingafélags Íslands. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2504131 - Egilsbraut 23 - Beiðni um að byggja skála yfir pall.
Hrönn Guðmundsdóttir vék af fundi við afgreiðslu á þessum lið. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
Hrönn Guðmundsdóttir kom aftur inn á fundinn

10. 2504133 - Hvoll í Ölfusi - nýtt deiliskipulag. Tekið fyrir sérstaklega.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.

15. 2505002F - Bæjarráð Ölfuss - 444
Fundargerð 444.fundar bæjarráðs frá 15.05.2025 til staðfestingar.

1. 2505007 - Beiðni um viðauki vegna framkvæmda við bráðabirgðatollaplan og framtíðarathafnarsvæði hafnarinnar við Suðurvarargarð. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2109036 - Skólaakstur dreifbýli Ölfuss. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2505029 - Erindi frá Heilbrigðisnefnd Suðurlands vegna jarðborana. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.

16. 2505003F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 32
Fundargerð 32.fundar fjölskyldu- og fræðslunefndar frá 14.05.2025 til staðfestingar.

1. 2109001 - Innleiðing laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Til kynningar.
2. 2406023 - Útikennslustofa í Skrúðgarði. Til staðfestingar.
3. 2505016 - Sumarnámskeið 2025. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
17. 2505005F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 94
Fundargerð 94.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 21.05.2025 til staðfestingar.

1. 2505045 - Tillaga að auglýsingu vegna umhverfisverðlauna 2025. Til kynningar.
2. 2505046 - Upplýsingar um helstu verkefni vegna gróðurs í Þorlákshöfn 2025. Til kynningar.
3. 2405090 - Hraunstjörn og Hraunsland nýtt DSK. Tekið fyrir sérstaklega.
4. 2504077 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - Vinnsluborholur í Hverahlíð. Tekið fyrir sérstaklega.
5. 2503034 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningu afstrengja vegna stækkunar varmastöðvar Hellisheiðarvirkjunnar. Tekið fyrir sérstaklega.
6. 2503045 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - Borun rannsóknarholu HR-02. Tekið fyrir sérstaklega.
7. 2505020 - Beiðni um umsögn/leyfi fyrir mótorcross/enduro keppnum. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2505021 - Heimild til að staðsetja prjónaherbergi í bílskúr. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2505028 - Umsókn um framlengingu stöðuleyfis vindmælingartækis 2025-2026. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2505030 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna rannsóknarborana. Tekið fyrir sérstaklega.
11. 2504133 - Hvoll í Ölfusi - nýtt deiliskipulag. Tekið fyrir sérstaklega.
12. 2305039 - DSK Hótel í Hafnarvík. Tekið fyrir sérstaklega.
13. 2502019 - Útvíkkun þéttbýlismarka Þorlákshafnar ASKbr. Tekið fyrir sérstaklega.
14. 2503033 - Krafa um aftköllun auglýsingar deiliskipulags - Skíðaskálinn í Hveradölum. Tekið fyrir sérstaklega.
15. 2410035 - Akurgerði - nýtt deiliskipulag. Tekið fyrir sérstaklega.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
18. 2505004F - Öldungaráð - 10
Fundargerð 10.fundar öldungaráðs frá 15.05.2025 til kynningar.

1. 2312011 - Stefna um málefni eldri borgara
2. 2501003 - Reglur um garðaþjónustu fyrir elli- og örorkulífeyrisþega í Sveitarfélaginu Ölfusi.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðir til kynningar
19. 2302026 - Arnardrangur hses.fundargerðir stjórnar
Fundargerð 22.fundar stjórnar Arnardrangs hses. frá 07.04.2025 og 23.fundar frá 19.05.2025 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
20. 1603010 - Málefni fatlaðs fólks Fundargerðir stjórnar Bergrisans.
Fundargerð 84.fundar stjórnar Bergrisans bs. frá 25.04.2025 og 85.fundar frá 19.05.2025 til kynningar. Einnig er til kynningar uppbyggingaráætlun húsnæðis fyrir fatlað fólk á starfssvæðinu sem stjórn samþykkti á 85.fundi sínum.

Lagt fram til kynningar.
21. 1605028 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga.
Fundargerð vorfundar Héraðsnefndar Árnesinga frá 28.04.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
22. 1701026 - Brunamál Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu
Fundargerð vorfundar Brunavarna Árnessýslu frá 28.04.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
23. 1701032 - Fræðslumál Fundagerðir stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga.
Fundargerð vorfundar Tónlistarskóla Árnesinga frá 28.04.2024 og fundargerð stjórnar frá 23.05.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
24. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar SASS.
Fundargerð 622.fundar stjórnar SASS frá 09.05.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:55 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?