Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 21

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
18.06.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Björn Kjartansson varaformaður,
Þór Emilsson formaður,
Hrafnhildur Árnadóttir aðalmaður,
Jón Páll Kristófersson aðalmaður,
Harpa Þuríður Böðvarsdóttir aðalmaður,
Gunnlaugur Jónasson skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2106055 - ASK Hellu- og Holtagljúfur - Gljúfurárholt 2. áfangi - breyting á aðalskipulagi
Ósamræmi er í aðalskipulagi þegar kemur að reit Í9 í töflu um íbúðasvæði í dreifbýli Ölfus á bls.32. Þar stendur: "Í9. Hellu- og Holtagljúfur. Gert er ráð fyrir þéttri byggð skv. fyrirliggjandi deiliskipulagi og verður nýtingarhlutfall er 0,2-0,3. Stærð svæðis um 22 ha. Lóðir á ha: 1-2. Fjöldi íbúða 40"
Þess skal getið að deiliskipulagið sem vísað er til tók aldrei gildi.
Staðreynd er að í deiliskipulaginu sem vísað er til er reitur Í9 með 60 íbúðum á 40 lóðum þar sem helmingur l óðanna var með parhúsum en ekki 40 íbúðum eins og segir í aðalskipulaginu. Þar sem til stendur að auglýsa deiliskipulagstillögu sem einnig byggir á þessu nefnda deiliskipulagi sem nefndin hefur þegar samþykkt til auglýsingar þarf að leiðrétta þessa "prentvillu". Skipulagsnefnd telur að um minniháttar breytingu sé að ræða.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgr. 36. gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
Skiplags- og umhverfisnefnd telur að um minniháttar breytingu á aðlskipulagi sé að ræða þar sem verið er að leiðrétta augljósa villu í skipulaginu.
2. 2106043 - Ný lög um skiptingu lands
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið upplýsir um að nýlega var jarðalögum 81/2004 breytt þannig að ekki er lengur heimilt skipta landi á landbúnaðarsvæðum, nema það samrýmist skipulagsáætlun.

Einnig að þegar landi er skipt út með skipulagsgerð, skuli fjallað um hvort önnur staðsetning komi til greina sem henti síður til jarðræktar. Einnig skuli fjallað um áhrif fyrirhugaðrar landnotkunar á aðlæg landbúnaðarsvæði og hvort komið sé í veg fyrir landbúnaðarnýtingu svæðisins í framtíðinni.

Afgreiðsla: Lagt fram
3. 2106042 - Stofnun lóðar Bakki 2 lnr 171681
Landeigendur óska eftir að stofna lóð sem þeir kalla Bakkahlíð úr landi sínu Bakka 2, lnr. 171681 Nýja landið verður 62382,9 m2.
Afgreiðsla: Samþykkt að stofna megi lóðina þegar eigendur hafa látið vinna deiliskipulag og það hefur tekið gildi. Þetta er í samræmi við nýlega breytingu á lögum nr. 81/2004 þar sem krafist er að skipting lands sé í samræmi við skipulagsáætlun.
4. 2106051 - Nafnabreyting Hjarðarbólsvegur 3 verður Glæsivellir
Lóðareigandi óskar eftir að eign sín fái nafnið Glæsivellir en erindi með rökstuðningi er í viðhengi.
Afgreiðsla: Nafnabreyting samþykkt
5. 2012022 - DSK Hafnarsvæði - breyting deiliskipulag
Breyting á deiliskipulag hafnarinnar kemur nú aftur til umfjöllunar. Áður hefa tvær mismunandi tillögur verið samþykktar til auglýsingar og auglýstar, fyrst tillaga sem sýndi snúning Suðurvararbryggju og svo tillaga, án snúnings, þar sem Suðurvarargarður var lengdur. Nú er lögð fram tillaga sem sýnið bæði snúning og lengingu.

Nokkur mótmæli bárust við tillögunni um snúning Suðurvararbryggju frá þeim sem stunda brimbrettasportið undan Hafnarnesi við Ölver.
Tillagan sem hér er lögð fram er ekki með landfyllingu sjávar megin við viðlegukantinn (Suðurvararbryggju) eins og sú sem var auglýst. Þannig gengur garðurinn styttra út í hafið við brettasvæðið en eldri tillagan, m.a. til að koma til móts við þær athugasemdir brimbrettafólks við eldri tillöguna, að hún geti spillt aðstöðu þeirra.

Mótmæli sem bárust eru í viðhengi og eins tillaga svörum við þeim. Einnig er þar jákvæð umsögn Brimbrettafélagsins um seinni tillöguna sem sýnir lengingu Suðurvarargarðs.

Rétt er að það komi fram að sveitarfélagið telur að tillagan sem hér er lögð fram sé í samræmi við gildandi aðalskipulag. Hún er að öllu leyti innan þeirrar framtíðar hafnar sem sýnd er í aðalskipulagi og er þannig bæði minni, með minni og styttri sjóvarnargarða og "minna íþyngjandi" en sú höfn sem aðalskipulagið sýnir.
Ef svo færi að skipulagsyfirvöld úrskurði engu að síður að það þurfi að breyta aðalskipulagi vegna deiliskipulagsins, telur sveitarfélagið, með sömu rökum, að um sé að ræða minniháttar breytingu sem framkvæma megi í samræmi við 2. málsgr. 36 gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br. og svara mótmælum sem bárust í samræmi við tillögu í viðhengi.
Einnig er skipulagsfulltrúa heimilt að auglýsa breytingu á aðalskipulagi í samræmi við 2. málgrein 36. greinar sömu laga ef þess gerist þörf.
6. 2106041 - Fyrirspurn um parhús í Árbæ 3
Landeigandi spyr hvort heimilað verði að skipuleggja lóðina Árbær 3 land, lnr. 171652 þannig að byggja megi á henni parhús með 2 bílskúrum , allt að 240 fermetra hvort hús.
Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóðina, en í gildi er deiliskipulag fyrir nágrannalóðir sem sjá má í viðhengi, þar sem gert er ráð fyrir að byggja megi allt að 300 og 400 fermetra einbýlishús.
Landeigandinn spyr einnig hvort sveitarfélagið heimli að gerð verði heimreið að húsinu frá Árbæjarvegi í samræmi við gögn í viðhengi, þar á meðal yfirlýsingu Vegagerðarinnar þar um.

Afgreiðsla: Skipulagsnefnd er jákvæð gagnvart því að skipulagt verði parhús á lóðinni. Skipulagsnefnd bendir á að áður en hægt er að heimila nokkra uppbyggingu á lóðinni þarf landeigandi að láta deiliskipuleggja hana.
Skipulagsnefnd heimilar ekki heimreið frá Árbæjarvegi inn á lóðina og bendir á aðkomu norðantil að lóðinni sem gert er ráð fyrir.
7. 2106047 - Reinar af Suðurlandsvegi við Hvammsveg - Kotströnd - Ölfusveg
Íbúi leggur til fyrirkomulag afreina neðan við Gljúfurárholt við Suðurlandsveg í Ölfusi. Rökstuðningur og skissa af fyrirkomulaginu í viðhengi ásamt erindi sem beint er til sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar.
Afgreiðsla: Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og beinir því til Vegagerðarinnar að setja upp þessar tengingar.
8. 2106052 - Sveitarfélagskilti við aðkomu að Reykjadal
Sveitarfélagið hefur í hyggju að setja upp skilti við aðkomu að Reykjadal þar sem komið er yfir göngubrúna yfir Varmá. Fyrirhugað skilti er um 1,5 x 2 metrar og stendur á forsteyptum söklum þannig að jarðraski verði haldið í algjöru lágmarki. Í viðhengi eru myndir af fyrirkomulaginu.
Afgreiðsla: Samþykkt.
9. 2106054 - Beiðni um breytta notkun hesthúss Faxabraut 12
Borist hefur fyrirspurn um það hvort leyft verði að breyta notkun hesthússins Faxabraut 12 úr hesthúsi í lager.
Afgreiðsla: Synjað. Samræmist ekki skipulagi svæðisins.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
10. 2106003 - Grindavík umsagnarbeiðni breytt aðal- og deiliskipulag
Grindavíkurbær óskar eftir umsögn sveitarfélagsins Ölfuss um skipulagslýsingu á breytingu á aðalskipulagi og nýju deiliskipulagi m.a. vegna framkvæmda við aðkomu að gosstöðvunum og tilfærslu á hreinsivirki og ljósleiðara.
Afgreiðsla:: Sveitarfélagið Ölfus gerir ekki athugasemd við skipulagslýsinguna eins og hún er sett fram í gögnum frá verfræðistofunni EFLU dags. 11.5.2021
11. 2106048 - Umsögn um losun í Hvammsnámu
Pétur Guðmundsson hefur sótt um endurnýjun á starfsleyfi fyrir móttöku á óvirkum jarðvegsúrgangi til frágangs og landmótunar í malarnámu í Hvammi, merkt E6a í aðalskipulagi
Heilbrigðiseftirlits Suðurlands biður um umsögn sveitarfelagsins.
Ekki er deiliskipulagi í gildi fyrir námuna en fjallað er um hana í gildandi aðalskipulagi.
Umsækjandi er eigandi jarðarinnar Hvammur í Ölfusi.

Afgreiðsla: Sveitarfélagið Ölfus gerir ekki athugasemd við að starfsleyfi fyrir losun óvirkra jarðefna í Hvammsnámu, í samræmi við umsókn þar um, verði framlengt.
12. 2106020 - Umsögn vegna kaupa á Götu 1 Selvogi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um kaup félagsins Grjót ehf á landinu Gata land 1 í Ölfusi. Samkvæmt umsókn eru engar breytingar fyrirhugaðar á nýtingu jarðarinnar. Talin eru upp 4 atriði sem ráðuneytið lítur til og er tekið á þeim í umsögn sveitarfélagsins.
Afgreiðsla: Skipulagsnefnd samþykkir umsögnina hér að neðan og vísar henni til bæjarstjórnar til samþykktar.

Skipulagsnefnd Ölfus telur að fyrirhuguð ráðstöfun samræmist skipulagsáætlunum sem í gildi eru, landsskipulagsstefnu og annarri stefnu stjórnvalda.

Áform um nýtingu jarðarinnar er í samræmi við stærð, staðsetningu, ræktunarskilyrði, og þau gæði sem jörðinni fylgja.

Landbúnaður og búseta á svæðinu verður með líkum hætti og verið hefur. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort viðkomandi hyggst hafa fasta búsetu á jörðinni eða byggja hana hæfum ábúanda.
Fundargerðir til staðfestingar
13. 2106003F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 25
Afgreiðsla: Fundargerð afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa staðfest
13.1. 2106001 - Setberg 20 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lárus Kristinn Ragnarsson sækir um byggingarleyfi f/h eiganda. Um er að ræða stækkun á íbúðarhúsi til samræmis við núgildandi deiliskipulag. Breytingin felst í því að stækka bílskúr til norðvesturs og setja nýtt þak á bílskúr, einnig er stækkun á innskoti til austurs við stofu. Til vesturs er þak framlengt yfir verönd við stofu. samkv. teikningum frá Ártún ehf. dags. 05.05.2021
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
13.2. 2106011 - Núpahraun 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa fyrir 3 íbúða raðhúsi, samkv. teikningum frá Larsen hönnun og ráðgjöf dags. 31.05.2021
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
13.3. 2106005 - Núpahraun 13 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa fyrir 3 íbúða raðhúsi, samkv. teikningum frá Larsen hönnun og ráðgjöf dags. 02.06.2021
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
13.4. 2106010 - Gljúfurárholt land-10 199504 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Pétur Pétursson sækir um byggingarleyfi fyrir vélaskemmu, samkv. teikningum frá Eggerti Guðmundssyni dags. 27.05.2021
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
13.5. 2106009 - Nesbraut 25 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Þórhallur Garðarsson sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa fyrir 4 fiskeldiskerjum mhl 37-41, samkv. teikningum frá Tækniþjónusta SÁ ehf. dags. 02.06.2021
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
13.6. 2106015 - Reykjabraut 19 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Þórarinn Friðrik Gylfason sækir um byggingarleyfi fyrir minniháttar viðbyggingu, samkv. teikningum frá Arkís arkitektar dags. 7.06.2021
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
13.7. 2106014 - Pálsbúð 22 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Ívar Hauksson sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa fyrir einbýlishúsi, samkv. teikningum frá Verkfræðistofa Ívars Haukssonar ehf. dags. 28.03.2021
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
13.8. 2106004 - Klettagljúfur 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Tómas Ellert Tómasson sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa fyrir bílskúr, samkv. teikningum frá VOR verkfræði og ráðgjöf dags. 05.06.2021
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
13.9. 2105029 - Þurárhraun 21 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Stefán Þ. Ingólfsson sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa fyrir einbýlishúsi, samkv. teikningum frá Mannvirkjameistarinn ehf. dags. 20.04.2021
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
13.10. 2106039 - Dimmustaðir 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Eiríkur Vignir Pálsson sækir um byggingarleyfi f/h lóðareiganda fyrir einbýlishúsi, samkv. teikningum frá Pro-Ark teiknistofa. dags. 07.06.2021
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
13.11. 2106036 - Þurárhraun 27 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Kjartan Sigurbjartsson sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa fyrir einbýlishúsi, samkv. teikningum frá Pro-Ark teiknistofa. dags. 08.06.2021
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
13.12. 2106033 - Dimmustaðir 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Eiríkur Vignir Pálsson sækir um byggingarleyfi f/h lóðareiganda fyrir einbýlishúsi, samkv. teikningum frá Pro-Ark teiknistofa. dags. 07.06.2021
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
13.13. 2106029 - Þurárhraun 25 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Kjartan Sigurbjartsson sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa fyrir einbýlishúsi, samkv. teikningum frá Pro-Ark teiknistofa. dags. 08.06.2021
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
13.14. 2106027 - Dimmustaðir 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Eiríkur Vignir Pálsson sækir um byggingarleyfi f/h lóðareiganda fyrir einbýlishúsi, samkv. teikningum frá Pro-Ark teiknistofa. dags. 07.06.2021
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
13.15. 2106019 - Unubakki 32 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sigurður Unnar Sigurðsson sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa fyrir iðnaðarhúsi, samkv. teikningum dags. 07.06.2021
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?