Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 290

Haldinn í fjarfundi,
29.04.2021 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Kristín Magnúsdóttir bæjarfulltrúi,
Jón Páll Kristófersson bæjarfulltrúi,
Þrúður Sigurðardóttir bæjarfulltrúi,
Sesselía Dan Róbertsdóttir 1. varamaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson 1. varamaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Í upphafi fundar óskaði forseti eftir því að taka inn með afbrigðum fundargerð 45.fjölskyldu- og fræðslunefndar, fundargerð 17.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar og mál nr.2102075 DSK Auðsholt 3 lóðir.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2103060 - Ársreikningar Sveitarfélagsins Ölfuss 2020.
Síðari umræða um ársreikning Sveitarfélagsins Ölfuss fyrir árið 2020.

Endurskoðendur sveitarfélagsins þær Sigrún Guðmundsdóttir og Hrund Hauksdóttir frá BDO endurskoðun komu inn á fundinn og fóru yfir endurskoðunarskýrslu vegna ársins 2020.

Rekstrartekjur Sveitarfélagsins Ölfuss A og B hluta námu alls um 2.999 milljónum króna, þar af voru rekstrartekjur A hluta 2.594 milljónir króna.
Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt A og B hluta var jákvæð um 237 milljónir króna en rekstarniðurstaða A hluta var jákvæð um 93 milljónir króna.
Samkvæmt efnahagsreikningi nema heildareignir A og B hluta um 5.833 milljónum króna.
Bókfært eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2020 nam 3.201 milljónum króna og er eiginfjárhlutfall sveitarfélagsins 50,23%.

a)Ársreikningur A-hluta 2020 (í þúsundum króna):
Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 164.532
Rekstrarafkoma ársins kr. 92.938
Niðurstaða efnahagsreiknings. Eignir kr. 4.221.470 Skuldir kr. 2.101.190
Eigið fé kr. 2.120.280

b)Ársreikningur Félagslegra íbúða
Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 2,2 milljónir.
Rekstrarafkoma ársins kr. -6,2 milljónir
Niðurstaða efnahagsreiknings. Eignir kr. 107 milljónir. Skuldir kr.196 milljónir.
Eigið fé kr. -89 milljónir

c)Ársreikningur Fráveitu Ölfuss
Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 27 milljónir.
Rekstrarafkoma ársins kr. 16,8 milljónir.
Niðurstaða efnahagsreiknings. Eignir kr. 269,9 milljónir. Skuldir kr.176,5 milljónir.
Eigið fé kr. 93,4 milljónir.

d)Ársreikningur Hafnarsjóðs Þorlákshafnar
Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 137,1 milljónir
Rekstrarafkoma ársins kr. 136,4 milljónir.
Niðurstaða efnahagsreiknings. Eignir kr. 890 milljónir. Skuldir kr. 62 milljónir.
Eigið fé kr. 828 milljónir.

e)Ársreikningur Íbúða eldri borgara
Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 5,6 milljónir.
Rekstrarafkoma ársins kr. -947 þúsund.
Niðurstaða efnahagsreiknings. Eignir kr. 293 milljónir. Skuldir kr. 199,3 milljónir.
Eigið fé kr. 93,7 milljónir.

f)Ársreikningur Vatnsveitu Þorlákshafnar
Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 6,5 milljónir.
Rekstrarafkoma ársins kr. 6,4 milljónir.
Niðurstaða efnahagsreiknings. Eignir kr. 269,6 milljónir. Skuldir kr. 142,2 milljónir.
Eigið fé kr. 127,4 milljón.

g)Ársreikningur Uppgræðslusjóðs Ölfuss
Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 7,9 milljónir
Rekstrarafkoma ársins kr. 7,9 milljónir
Niðurstaða efnahagsreiknings. Eignir kr. 28,6 milljónir. Skuldir kr. 300 þúsund
Eigið fé kr. 28,3 milljónir.

h)Ársreikningur Samstæðu Ölfuss (í þúsundum króna)
Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 335.090
Rekstrarafkoma ársins kr. 237.425
Niðurstaða efnahagsreiknings. Eignir kr. 5.833.123. Skuldir kr. 2.631.787
Eigið fé kr. 3.201.336

Ársreikningurinn lagður fyrir bæjarstjórn og hann samþykktur samhljóða.
2. 2103067 - Nýr lóðarleigusamningur Nesbraut 25
Nýr uppfærður lóðarleigusamningur lagður fram til samþykktar. Í samningnum er það nýmæli að gjald er tekið fyrir stækkun lóðar umfram almenn gatnagerðargjöld. Gatnagerðargjöld greiðast samkvæmt gjaldskrá þegar framkvæmdir á lóðinni hefjast og þá eingöngu vegna þeirra mannvirkja sem byggð verða, eftir því sem framkvæmdum vindur fram.

Hin nýju gjöld greiðast þannig að við úthlutun greiðist stækkunargjald, sem tekur mið af fermetrastækkun. Fyrir hvern m2 sem lóðin er stækkuð um greiðast 1.000 kr. Stækkunargjald greiðist við undirritun þessa samkomulags. Að öðru leyti gilda almennar gjaldskrár, eftir því sem framkvæmdum framvindur.

Vísað til bæjarstjórnar frá bæjarráði.

Lagt er til að bæjarstjórn samþykki lóðaleigusamninginn og þar með að í sambærilegum málum verði gjaldheimtu hagað á þann máta sem þarna kemur fram.

Samþykkt samhljóða.
3. 1901004 - Áform um friðlýsingu Reykjatorfunnar
Erindi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu varðandi friðlýsingu Reykjatorfunnar. Óskað er eftir afstöðu Sveitarfélagsins Ölfuss til þess að friðlýsingarmörk Reykjatorfunnar fari eftir mörkum hverfisverndar svæðisins í staðfestu aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022.

Í erindinu kemur fram vilji ráðuneytisins til að friðlýsa Reykjatorfuna samkvæmt þeim mörkum sem hverfisvernd svæðisins nær til skv. aðalskipulagi Ölfuss.

Bæjarstjórn fagnar áherslum Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um aukna aðkomu að viðkvæmum náttúruperlum í sveitarfélaginu. Eins og komið hefur fram telur bæjarstjórn mikilvægt að við friðlýsingu á Reykjatorfunni sé ekki eingöngu horft til ferðaþjónustu heldur verði samhliða mótuð stefna um nýtingu á þeim umhverfisvænu orkuvirkjunarkostum sem þarna eru.

Fyrir liggur að Sveitarfélagið Ölfus býr í dag við skert aðgengi að orku. Sú staða er þegar orðin flöskuháls í uppbyggingu samfélagsins og þá ekki síst hvað varðar uppbyggingu á umhverfisvænni matvælaframleiðslu, en matvælaframleiðsla er í dag ábyrg fyrir losun 28% af gróðurhúsalofttegundum. Til að bregðast við þessu hefur sveitarfélagið m.a. horft til þess að ráðast sjálft í stofnun orkufyrirtækis í samstarfi við fjárfesta og sérfróða aðila.

Bæjarstjórn getur því að svo stöddu ekki samþykkt friðunaráform á Reykjatorfunni og felur bæjarstjóra að eiga sem fyrst fund með Umhverfisráðherra og kalla þar eftir formlegri afstöðu til nýtingar orku innan sveitarfélagsins með áherslu á nýtingu hennar til framleiðslu á umhverfisvænum matvælum.

Að gefnu samkomulagi um nýtingu orku á svæðinu lýsir bæjarstjórn sig viljuga til að vinna að friðlýsingu miðað við þá afmörkun sem fram kemur í erindi ráðuneytisins.

Samþykkt samhljóða.
4. 2103062 - Fjölgun íbúa og áhrif á skóla sveitarfélagsins.
Erindi frá 45.fundi fjölskyldu- og fræðslunefndar Sveitarfélagsins Ölfuss.

Bókun nefndar:
Lagt var fram til kynningar minnisblað um leikskólaþjónustu sem unnin var af starfsmönnum bæjarskrifstofu. Í minnisblaðinu er fjallað um tvær færar leiðir varðandi viðbrögð við fjölgun íbúa og skilur þar á milli hvort

a) fyrst væri ráðist í stækkun á Bergheimum eða
b) nýbyggingu leikskóla í nýju hverfi vestan byggðarinnar.

Aðstoðarleikskólastjóri greindi frá samræðum á fundi með starfsmönnum þar sem leikskólastarfsmenn og stjórnendur leggja áherslu á að fyrsta skrefið verði uppsetning á lausum stofum og tryggja þannig sem minnst rask í húsi. Gild rök mæli með því að reyna að halda öllu raski í lágmarki. Margrét Pála tók undir þau sjónarmið og lagði áherslu á að slíkt rask hefði áhrif á það hvernig gengi að mæta hagsmunum barnanna á sama tíma. Slíkt rask reynir mikið á starfið með börnunum. Færanlegt húsnæði hefur reynst mjög vel á Hjalla. Fulltrúi foreldra tók jákvætt í þessar tillögur og útfærslu b) með vísan til sömu sjónarmiða. Það sama kom fram hjá fulltrúa starfsmanna að það sé jafnframt jákvætt að fá val fyrir foreldra og starfsmenn um stefnu og form á leikskóla. Kjörnir fulltrúar voru allir á sama máli og tóku undir það sem fram hafði komið um að heppilegt sé að fara í byggingu á nýjum leikskóla áður en farið yrði í framkvæmdir á Bergheimum. Hjá fulltrúum foreldra kom fram ábending um heppilegt væri að tryggja gott samstarf og hugmyndavinnu með foreldrum varðandi hugmyndafræði sem lögð væri til grundvallar á nýjum leikskóla og að sú vinna héldist í hendur við hönnunarvinnu á skólanum. Mikilvægt sé að eiga gott samtal og samvinnu við foreldra um þessa þætti.

Eftirfarandi bókun var síðan lögð fram og samþykkt samhljóða. "Fræðslunefnd telur að báðar þær leiðir sem lýst er í minnisblaðinu séu færar og geti verið börnum í sveitarfélaginu til hagsældar. Á það skal þó bent að með því að velja leið b, þ.e. byrja á framkvæmdum við nýjan leikskóla þá fá foreldrar aukið val um þá þjónustu sem þeir kjósa fyrir börnin sín. Að sama skapi myndi fagfólk hafa aukið val um vinnustað og Bergheimum sem vinnustað væri hlíft við því að mikil röskun verði á starfinu þar í bráð. Það kann að vera heppilegt þar sem álagið hefur verið mikið undanfarið ár vegna utanaðkomandi þátta og breytinga á starfinu þar. Fjölskyldu- og fræðslunefnd leggur því til að leið b komi sérstaklega til frekari skoðunar við frekari útfærslu hjá öðrum nefndum og ráðum sveitarfélagsins. Samþykkir nefndin að sú leið verði farin við fjölgun leikskólaplássa í sveitarfélaginu".

Bæjarstjórn tekur undir afstöðu fjölskyldu- og fræðslunefndar sem og afgreiðslu framkvæmda- og hafnarnefndar um sama mál. Íbúafjölgun hefur sannarlega verið langt umfram það sem búist var við og ekkert útlit fyrir annað en að fjölgunin haldi áfram og sennilega með auknum krafti. Í því samhengi er vísað til þess að núna eru í skipulagi eða byggingu 379 íbúðir í sveitarfélaginu. Ef meðalfjöldi íbúa væru 3,5 pr. hverja íbúð myndi það þýða rúmlega 1100 íbúa fjölgun.

Í ljósi þessa samþykkir bæjarstjórn að vinna viðauka við fjárhagsáætlun þannig að hægt verði að ráðast í framkvæmdir við smíði á bráðabirgðastofum og hefja þar kennslu strax í haust. Þá samþykkir bæjarstjórn að hefja tafarlaust undirbúning að byggingu nýs leikskóla þannig að hægt verði að hefja framkvæmdir þar strax á næsta ári, eins og fræðslunefndin leggur til. Framkvæmdir við stækkun Bergheima verði hinsvegar þriðji liður í aðgerðaráætlun til að fjölga leikskólaplássum samhliða því sem íbúum fjölgar.

Samþykkt samhljóða.

5. 2104026 - Fjármál sveitarfélaga í kjölfar Covid-19.
Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem óskað er eftir upplýsingum um fjárhagsáætlanir ársins og viðauka sem gerðir hafa verið á árinu.

Bæjarstjórn felur starfsmönnum að svara erindinu.
6. 1901025 - Jafnlaunavottun Sveitarfélagsins Ölfuss.
Frá því Jafnlaunahandbók Sveitarfélagsins Ölfuss var lögð fyrir og samþykkt í bæjarstjórn hafa lög sem varða málaflokkinn breyst og því þarf að staðfesta tilvísun í ný lög um jafnréttismál. Einungis er um að ræða þessa breytingu.
Bæjarstjórn staðfestir breytinguna.
7. 2103099 - Styrktarsjóður EBÍ 2021.
Fyrir bæjarstjórn lá erindi frá EBÍ þar sem minnt var á styrktarsjóð þess. Tilgangur sjóðsins er að styðja og styrkja með fjárframlögum sérstakar athuganir eða rannsóknir á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, fræðslu- og menningarmálum.

Bæjarstjóri fylgdi málinu eftir og í máli hans kom m.a. fram að Ölfus Cluster hafi lagt til að sótt yrði um 3 verkefni:

1. Merkingar og fræðsla tengd brimbrettaiðkun. Helstu staðir sem nýttir eru undir sportið verði merktir og að þar verði einnig miðlað upplýsingum um staðhætti og eðli sportsins.

2. Stuðningur við Þorláksskóga verkefnið. Ráðist yrði í gerð vefsíðu sem héldi utan um fræðsluefni sem miðlar upplýsingum um Þorláksskóga.

3. Frekari uppbygging og merkingar tengdar Karlsminni, minnisvarða um Karl Sighvatssson.


Bæjarstjórn felur starfsmönnum að sækja um styrk vegna tilgreindra verkefna.
8. 2012011 - ASK Breytt landnotkun - Stóri-Saurbær - Bjarnastaðir og Gata
Aðalskipulagsbreyting vegna breyttrar landnotkunar fyrir fjarskiptamastur við Selvog og íbúðabyggð á Stóra-Saurbæjarsvæðinu var auglýst með athugasemdafresti til 14.apríl sl. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma en Skipulagsstofnun bað um ákveðnar breytingar á texta greinargerðar fyrir auglýsingu. Viðamesta breytingin var á umhverfisskýrslu tillögunnar.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgr. 32.greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2103055 - Grenndarkynning á hesthúsi á lóðinni Klettagljúfur 3
Lóðareigandi óskar eftir að breyting á byggingarreit fyrir hesthús, þannig að hann stækki til norðurs, verði grenndarkynnt. Um er að ræða stækkun til norðurs á byggingarreit fyrir hesthús þannig að hann verði 14,5 m frá lóðarmörkum að nágrannalóðinni Klettagljúfur 1. Eftir sem áður verða meira en 40 metrar að byggingarreit hesthúss á nágrannalóð og meira en 10 metrar að lóðamörkum eins og skipulag kveður á um. Einnig er óskað eftir að breyta skilmálum deiliskipulagsins þannig að leyft verð að hafa lokaðan taðgám á lóð í stað steyptrar taðgeymslu undir eða við hesthús.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna tillögu með hesthúsi, þó þannig að skilmálar samþykkts deiliskipulags um taðþró verði óbreyttir. Þetta geri skipulagsfulltrúi í samræmi við 2. málsgr. 43. greinar og 2. og 3. málsgr. 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Tillagan verði grenndarkynnt með bréfi til lóðareiganda lóðanna Klettagljúfur 1, 2, 4, og 5.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2104028 - Heinaberg 12 - grenndarkynning á viðbyggingu
Húseigendur óska eftir að viðbygging við hús þeirra verði grenndarkynnt. Um er að ræða u.þ.b. 36 fermetra viðbyggingu og verður húsið 213,4 fermetrar eftir breytinguna sem er rúmlega 20% stækkun.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 2. málsgr. 43. greinar og 2. og 3. málsgr. 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Tillagan verði grenndarkynnt með bréfi til lóðarrétthafa eftirtalinna lóða: Heinaberg 10 og 14 og Setberg 13 og 15

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
11. 1604036 - Fjallskil Fundargerðir fjallskilanefndar.
Fundargerð fjallskilanefndar frá 23.03.2021 til staðfestingar.
Fundargerðin staðfest.
23. 2102075 - DSK Auðsholt - 3 lóðir
Landeigandi leggur fram deiliskipulag þar sem landinu er skipt í þrennt og markaðar 4 lóðir fyrir íbúðarhús.
Bæjarstjórn felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna og ganga frá málinu í samræmi við 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Fundargerðir til staðfestingar
12. 2104002F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 23
Fundargerð 23.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 13.04.2021 til staðfestingar.

1. 2104015 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
2. 2103098 - Lind 0 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
3. 2103097 - Þurárhraun 25 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
4. 2103077 - Árbær 3 171661 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
5. 2101004 - Þóroddsstaðir 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
6. 2008011 - Kvíarhóll 171758 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
7. 2103074 - Þurárhraun 31 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
8. 2104014 - Umsókn um lóð - Unubakki 32
9. 2104012 - Umsókn um lóð - Pálsbúð 22
10. 2103093 - Umsókn um lóð - Pálsbúð 22
11. 2103090 - Umsókn um lóð - Pálsbúð 22
12. 2103089 - Umsókn um lóð - Pálsbúð 22
13. 2103083 - Umsókn um lóð - Pálsbúð 22
14. 2103081 - Umsókn um lóð - Pálsbúð 22
15. 2103080 - Umsókn um lóð - Pálsbúð 22
16. 2104011 - Umsókn um lóð - Þurárhraun 23
17. 2104010 - Umsókn um lóð - Þurárhraun 23
18. 2103091 - Umsókn um lóð - Þurárhraun 23
19. 2103079 - Umsókn um lóð - Þurárhraun 23
20. 2103078 - Umsókn um lóð - Þurárhraun 23
21. 2103075 - Umsókn um lóð - Þurárhraun 23
22. 2103092 - Umsókn um lóð - Pálsbúð 26
23. 2103084 - Umsókn um lóð - Pálsbúð 26
24. 2103082 - Umsókn um lóð - Pálsbúð 26

Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og hún staðfest.
13. 2103009F - Bæjarráð Ölfuss - 348
Fundargerð 348.fundar bæjarráðs Ölfuss frá 15.04.2021 til staðfestingar.


1. 1602017 - Fjármál Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus 2021. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2103067 - Nýr lóðarleigusamningur Nesbraut 25. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2103068 - SMS tilkynningarkerfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2009042 - Stytting vinnutíma starfsmanna. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2103069 - Beiðni um styrk vegna umönnunar í dýraverndunarskyni. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2103096 - Aðgerðaráætlun sveitarfélag til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili. Til kynningar.
7. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn. Til kynningar.

Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og hún staðfest.
14. 2104005F - Stjórn vatnsveitu - 1
Fundargerð 1.fundar stjórnar vatnsveitu frá 21.04.2021 til staðfestingar.

1. 2008031 - Stofnun stjórn fyrir vatnsveitu. Til kynningar.
2. 2102020 - DSK Akurholt II. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2104020 - Akurholt - stofnun 4 lóða. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
15. 2103008F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 44
Fundargerð 44.fundar fjölskyldu- og fræðslunefndar frá 24.03.2021 til staðfestingar.

1. 1602030 - Leikskólinn Bergheimar: Skýrsla skólastjóra. Til kynningar.
2. 2103061 - Bergheimar. Niðurstöður foreldrakönnunar. Til kynningar.
3. 1602028 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Skýrsla skólastjóra. Til kynningar.
4. 2103066 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn. Skólanámsskrá 2021. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2103062 - Fjölgun íbúa og áhrif á skóla sveitarfélagsins. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.


Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
16. 2103005F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 19
Fundargerð 19.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 20.04.2021 til staðfestingar.

1. 2103044 - Lóðarúthlutunarreglur breytingar 2021. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2012011 - ASK Breytt landnotkun - Stóri-Saurbær - Bjarnastaðir og Gata. Tekið fyrir sérstaklega.
3. 2009012 - ASK og DSK Vesturbyggð. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2104018 - Fyrirspurn Klettagljúfur 4 - Bílskúr. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2104016 - Auðsholt - skipting lands í þrennt. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2104020 - Akurholt - stofnun 4 lóða. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2104019 - Hveradalir - skipting lóða. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2104003 - ASK atvinnulóðir í Gljúfurárholti við Friðarminni. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2104021 - Heildarendurskoðun aðalskipulags - nýtt íbúðarsvæði í Gljúfurárholti land 3. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2104027 - Akurholt - Umsókn um tvö ný íbúðarsvæði í dreifbýli. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
11. 2003023 - Skæruliðaskáli í Ólafsskarði v Jósepsdal. Niðurstaða nefndarinnar staðfest
12. 2104028 - Heinaberg 12 - grenndarkynning á viðbyggingu. Tekið fyrir sérstaklega.
13. 2103055 - Grenndarkynning á hesthúsi á lóðinni Klettagljúfur 3. Tekið fyrir sérstaklega.
14. 2102062 - Grenndarkynning Klængsbúð 30-32 - 4 íbúðir í raðhúsi í stað 3. Gestur Þór Kristjánsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar í fundargerðinni, Grétar Ingi Erlendsson tók við stjórn fundarins. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
Gestur Þór Kristjánsson kom aftur inn á fundinn.
15. 2102011 - Grenndarkynning Klængsbúð 23-27 - 4 íbúðir í raðhúsi í stað 3.

Bæjarstjórn ræddi sérstaklega þennan lið fundargerðar skipulags- og umhverfisnefndar þar sem lóðarhafi hefur gert athugasemdir við niðurstöðu nefndarinnar. Í erindi lóðarhafa er sérstaklega bent á að flestar athugasemdir séu í raun athugasemdir við fyrra deiliskipulag þar sem heimilað var að breyta parhúsum í raðhús. Núverandi skipulagsvinna snýr ekki að þeirri ákvörðun heldur beiðni lóðarhafa um að vera með fjórar íbúðir í stað þriggja, án þess að stækka byggingareit eða breyta því að öðru leyti. Þannig er útilokað að um verði að ræða aukið skuggavarp og/eða skert útsýni í aðliggjandi húsum.

Fyrir bæjarstjórn lá einnig minnisblað skipulagsfulltrúa sem áður hafði verið lagt fram sem vinnugagn nefndarinnar þar segir m.a.:
Áformin fyrir Klængsbúð 23 - 27 eru innan byggingareits og nýtingarhlutfalls. Ekki er hægt að neita því að báðar breytingar valda hugsanlega aukinni umferð í götunni en rétt er að benda á að þær eru við gatnamót Klængsbúðar og Biskupabúðar og því "fremst" í götunni, við aðal umferðaræðina inn í hverfið. Þannig er umferð að húsunum ekki líkleg til að fara framhjá öðrum húsum í götunni nema að litlu leyti. Því er það skoðun skipulagsfulltrúa að heimila megi fjórar íbúðir á lóðinni Klængsbúð 23 - 27".

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn vísar erindinu aftur til skipulags- og umhverfisnefndar með beiðni um að erindi lóðarhafa verði haft til hliðsjónar við úrvinnslu málsins.
Samþykkt samhljóða.

16. 2104002 - DSK Grenndarkynning - íbúðir í fyrrum pósthúsi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
17. 2104030 - Mánastaðir 3 - byggingarmagn. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
18. 2103070 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna námavinnslu - Lambafell. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
19. 2104004 - Núpanáma - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna rannsókna. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
20. 2101026 - Framkvæmdaleyfi Þórustaðanáma. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
21. 2104005 - Umsókn um nafnabreytingu Hjarðarból verður Aðalból. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
22. 2103063 - Umgengni lóðar, fiskeldistöðin við Læk 2. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
23. 2008004 - Mótmæli við leyfisveitingu um hænsnahald í Þorlákshöfn. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
24. 2104013 - Krókur 2 171755 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
25. 2103056 - Umsögn um skipulagstillögur í Hveragerði. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
26. 2104023 - Fjallahjólabraut í Ölfusi. Til kynningar.
27. 2104029 - Vegamót Þorlákshafnarvegar og Eyrabakkavegar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
28. 2006019 - Umsögn um 2500 tonna fiskeldi Laxabraut 9 - Laxar Fiskeldi ehf. Til kynningar.
29. 2103059 - Umsögn - nýtt aðalskipulag Kópavogs. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
30. 2103100 - Bakki - umsögn um aukna framleiðslu á fiskeldisstöð. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
31. 2103101 - Laxar - umsögn um tilkynningu um aukna framleiðslu. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
32. 2104002F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 23. Tekið fyrir sérstaklega.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
24. 2104007F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 45
Fundargerð 45.fundar fjölskyldu- og fræðslunefndar frá 27.apríl 2021 til staðfestingar.

1. 2004060 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn skóladagatal 2021-2022. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2103060 - Fjölgun íbúa og áhrif á skóla sveitarfélagsins. Tekið fyrir sérstaklega.

Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og hún staðfest.
25. 2104001F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 17
Fundargerð 17.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 29.04.2021 til staðfestingar.

1. 2104023 - Fjallahjólabraut í Ölfusi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2002010 - Viðbygging leikskóla. Niðurstaða nefndarinnar staðfest
3. 2003011 - Hafnarframkvæmdir. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
Fundargerðir til kynningar
17. 1601020 - Hreinlætismál Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð 300.fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 22.02.2021 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
18. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 896.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26.mars 2021 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
19. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar SASS.
Fundargerð 568.fundar stjórnar SASS frá 24.03.2021 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
20. 2104033 - Fundargerðir stjórnar Listasafns Árnesinga.
Fundargerð stjórnar Listasafns Árnesinga frá 14.04.2021 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
21. 2104039 - Ungmennaráð fundargerðir
Fundargerðir 61.fundar ungmennaráðs frá 14.janúar 2021 og 62.fundar frá 11.mars 2021 til kynningar.

Í fundargerð 61.fundar er beiðni um að lýsing við körfuboltavöllinn við ráðhúsið verði aukin.

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

Bæjarstjórn fagnar þátttöku ungmennaráðs í málefnum sveitarfélagsins og vísar beiðninni til skoðunar hjá umhverfis- og framkvæmdasviði sveitarfélagsins.
22. 2009052 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands
Fundargerð 211.fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 23.04.2021 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?