Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 342

Haldinn í fjarfundi,
07.01.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Steinar Lúðvíksson varaformaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2009042 - Stytting vinnutíma starfsmanna.
Fyrir bæjarráði lágu tillögur að styttingu dagvinnutíma hjá stofnunum Sveitarfélagsins Ölfuss. Fyrirkomulagið er mismunandi og tekur annars vegar mið af ólíkum þörfum starfsmanna og hins vegar eðlismun starfa.

Í kjarasamningum var samið um að styttingin tæki gildi í síðasta lagi 1. janúar 2021 og var það gert. Breytingarnar verða innleiddar á hverjum vinnustað fyrir sig.

Bæjarráð þakkar starfsmönnum þá vinnu sem átt hefur sér stað og væntir mikils ávinnings af styttingu vinnuvikunnar, til að mynda hvað varðar bætta vinnustaðamenningu og betri nýtingu vinnutíma. Með styttingu vinnuvikunnar verður vinnustaðurinn vonandi skilvirkari og um leið fjölskylduvænni.

Bæjarráð samþykkir það fyrirkomulag sem lýst er í minnisblaðinu fyrir sitt leyti.
2. 2101005 - Umsókn um námsleyfi
Umsækjandi sem er í hlutastarfi á Selvogsbraut 1 óskar eftir 4 vikna launuðu námsleyfi vegna verknáms í hjúkrunarfræði.
Bæjarráð hafnar erindinu. Sviðsstjóra er falið að endurskoða allar reglur sveitarfélagsins sem lúta að námsleyfum starfsmanna. Tillögur skulu liggja fyrir fyrir næsta fund bæjarráðs.
3. 2005041 - DSK Lindarbær, skipting lóða
Niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr.98/2020, kæru á ákvörðun skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss frá 17.september 2020 um að synja beiðni um skiptingu jarðarinnar Lindarbæjar.

Fram kemur í úrskurðaorðum að kærumálinu hafi verið vísað frá.

Bæjarráð vísar erindinu til kynningar í Umhverfis- og skipulagsnefnd.
4. 2101006 - Orkumál-orkuþörf og afhendingaröryggi
Fyrir bæjarráði lá minnisblað frá Páli Marvin Jónssyni framkvæmdastjóra Ölfus Cluster um afhendingaröryggi raforku í Ölfusi. Minnisblaðinu er ætlað að draga saman stöðuna varðandi afhendingaröryggi á rafmagni í Ölfusi og þörfina fyrir úrbætur í náinni framtíð.

Í minnisblaðinu kemur m.a. fram að:

1. Svigrúm er til staðar innan kerfisins fyrir aukningu upp á aðeins 10MW.
2. Hringtenging er innan vestur svæðisins en aðeins einn tengipunktur við meginkerfið við Ljósafoss og því næst ekki N1 öryggi.
3. Stefnt er á nýtt tengivirki við Írafoss á árinu 2022 sem þá tryggir fullnægjandi afhendingaröryggi.
4. Flutningsgeta Selfoss línu 2, sem tengir vestur svæðið við austursvæðið, er ekki nægjanleg til þess að geta tryggt forgangsorku á vestursvæðinu.
5. Nýtt tengivirki við Lækjartún skapar aukningu um 20-25 MW til Þorlákshafnar.
6. Mikil uppbygging á svæðinu kallar á endurskoðun á framkvæmdaáætlun Landsnets.
7. 400-500 MW orkuþörf ef horft er til lengri tíma.

Bæjarráð telur nauðsynlegt að sveitarfélagið í samstarfi við Ölfus Cluster vinni markvisst að því að tryggja að takmörkuð flutningsgeta Þorlákshafnarlínu 1 og Selfosslínu 3 verði ekki hamlandi fyrir þá atvinnuuppbyggingu sem fyrirhuguð er á svæðinu.

Minnt er á að í raun er það þó ekki í verkahring sveitafélagsins að tryggja næga orku eða afhendingaröryggi en eftir sem áður er mikilvægt að sinna þessari brýnu hagsmunagæslu og í senn að halda aðilum eins og Landsneti og Landsvirkjun upplýstum um þau verkefni sem eru að fara af stað og eru orkufrek og/eða krefjast afhendingaröryggis á orku.

Í því samhengi minnir bæjarráð á þann þátt minnisblaðisins þar sem fram kemur að þörfin á afli inn á svæðið má í grófum dráttum segja að sé að lágmarki aukning um 30-40 MW næstu 3 árin og að lengri tíma áætlun þurfi að horfa til þess að þau verkefni sem eru í undirbúningi og vinnslu kalla á 400-500 MW orkuþörf. Þetta er mikil breyting frá því sem er nú og ljóst að í langtímaáætlun þarfa að horfa til þess að leggja nýja línu eða jarðastreng inn á svæðið með 132 kV eða jafnvel 220 kV spennu.
5. 2012030 - Tillögur Velferðarvaktarinnar til ríkis og sveitarfélaga vegna mótvægisaðgerða vegna Covid
Fyrir bæjarráði lágu tillögur Velferðarvaktarinnar til ríkis og sveitarfélaga vegna mótvægisaðgerða vegna Covid

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar.
6. 2101007 - Umsögn um drög að viðbótum við landsskipulagsstefnu 2015-2026
Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og gerir ekki athugasemdir við drögin.
7. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn.
Mál nr.339, umsögn um frumvarp til laga um kosningalög.
Mál nr.354, umsögn um frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Mál nr.355, umsögn um frumvarp til laga um Barna- og fjölskyldustofu.
Mál nr.356, umsögn um frumvarp til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála.
Mál nr.360, umsögn um frumvarp til laga um græna atvinnubyltingu.
Drög að frumvarpi um breytingar á ýmsum lögum vegna áhrifa kórónaveirufaraldursins á sveitarfélög.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?