Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 310

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
15.12.2022 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varaforseti,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Erla Sif Markúsdóttir bæjarfulltrúi,
Guðlaug Einarsdóttir 1. varamaður,
Hrönn Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson bæjarfulltrúi,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Fundargerð ritaði: Elliði Vignisson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2211006 - Gjaldskrár Sveitarfélagsins Ölfuss 2023
Fyrir bæjarstjórn lágu gjaldskrár Sveitarfélagsins Ölfuss og Þorlákshafnar fyrir árið 2022, til síðari umræðu.
Bæjarfulltrúar B og H lista lögðu fram svohljóðandi tillögu:

"Fulltrúar H og B lista leggja fram tillögu um að gjaldskrá íþróttahússins verði breytt þannig að afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega verði 100%, að þau sem tilheyra þeim hópum fái frítt í ræktina eins og í sundlaug, enda hefur hreyfing mikið forvarnargildi bæði þegar kemur að andlegri og líkamlegri heilsu, sem er sérstaklega mikilvæg þeim hópum sem hér um ræðir."

Ása Berglind Hjálmarsdóttir
Hrönn Guðmundsdóttir
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson

Grétar Ingi Erlendsson flutti svohljóðandi tillögu:
Bæjarstjórn vísar tillögunni til efnislegrar umfjöllunar í viðeigandi fagráðum.

Tillagan borin upp og hún samþykkt með 7 atkvæðum.


Svohljóðandi tillaga borin upp til samþykktar:
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrár vegna ársins 2023.
Samþykkt samhljóða.
2. 2208040 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2023-2026
Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2023-2026, síðari umræða.
Lykiltölur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023 eru sem hér segir í þúsundum króna:

A-hluti 2023:
Tekjur alls kr. 3.549.755
Gjöld alls fyrir fjármagnsliði kr. 3.164.055
Rekstrarniðurstaða, jákvæð kr. 128.556
Handbært fé frá rekstri kr.382.024
Afborganir langtímalána kr. 181.119
Handbært fé í árslok kr. 158.555

Fjárhagsáætlun B-hluta 2023:
Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs, hagnaður kr. 146.202
Rekstrarniðurstaða Vatnsveitu, hagnaður kr. 18.392
Íbúðir eldri borgara, tap kr. 11.430
Uppgræðslusjóður, tap kr. 8.000
Félagslegar íbúðir, tap kr. 16.004
Fráveita Ölfuss, hagnaður kr. 49.573

Fjárhagsáætlun samstæðu Ölfuss 2023:
Tekjur alls kr. 4.241.745
Gjöld alls kr. 3.456.998
Rekstrarniðurstaða, jákvæð kr. 307.289
Handbært frá rekstri kr. 757.790
Afborganir langtímalána kr. 239.980
Handbært fé í árslok kr. 275.642

Þá er ráðgert að A-hluti verði rekinn með 108 millj. króna hagnaði árið 2024 og samstæða með 279 millj. króna hagnaði. Árið 2025 er ráðgert að A hluti skili 34,2 millj. króna hagnaði og samstæða 223 millj. króna hagnaði. Þá gerir áætlun ráð fyrir að árið 2026 skili A hluti 10,3 millj. króna hagnaði og samstæða 209 millj. króna hagnaði.

Fjárfestingar samstæðunnar árið 2023 eru áætlaðar 1.452 milljónir og lántaka 710 milljónir. Skuldahlutfall ársins 2023 verður 93,7% og reiknað skuldahlutfall skv.lögum er 62,3%.

Fjárhagsáætlun borin upp til seinni samþykktar í bæjarstjórn og hún samþykkt samhljóða.

3. 2212019 - Fyrirspurn frá fulltrúum B og H lista um atvinnustefnu sveitarfélagsins
Fyrir bæjarstjórn lágu svohljóðandi spurningar:

Fulltrúar B og H lista vilja leggja fram eftirfarandi fyrirspurn til meirihluta D listans
Hver er staðan á vinnu við atvinnustefnu sveitarfélagsins?
- Hvenær hófst hún?
- Hvað hefur gerst síðan þá?
- Hver er framkvæmdar og tímaáætlun í vinnu við gerð atvinnustefnunnar?
- Hverjir taka þátt í vinnu við mótun og gerð stefnunnar?

Bæjarfulltrúar D-lista óska bókað:

Á fundi bæjarráðs 2.febrúar 2022 var tekið fyrir erindi frá Ölfus Cluster varðandi atvinnustefnu sveitarfélagsins og óskaði þá sveitarfélagið eftir drögum að vinnulagi varðandi gerð atvinnustefnu. Vinna þar að lútandi hófst tafarlaust.

Fyrir liggur að Sveitarfélagið Ölfus hefur seinustu ár lagt höfuð áherslu á framgang verkefna á sviði loftslagsmála. Í anda þeirrar stefnu hefur verið unnið markvisst að því að miða gerð atvinnustefnu meðal annars að aðgerðum Íslands í loftslagsmálum þar sem sett hefur verið saman aðgerðaáætlun í þeim tilgangi að uppfylla þessar skuldbindingar og ná settum markmiðum. Í þessu samhengi hefur verið horft sterklega til uppbyggingar á grænum iðngörðum.

Tilgreind aðgerðaráætlun íslenska ríkisins samanstendur af alls 50 aðgerðum sem skiptast í þrjá flokka. Þau atvinnuverkefni sem Sveitarfélagið Ölfus kemur að falla í dag undir 12-13 þessara aðgerða.
Í samstarfi við Umhverfis- og auðlindaráðuneytið er nú leitast við að samtvinna gerð atvinnustefnu sveitarfélagsins við markmið íslenska ríksins í loftslagsmálum og þar með vinnu ríkisstjórnarinnar varðandi uppbyggingu grænna iðngarða. Sú vinna hefur þó tafist af hálfu ríkisstjórnarinnar og það sannarlega haft áhrif á framgang mála hjá Sveitarfélaginu Ölfusi. Þess má geta að atvinnulífið og sveitarfélög landsins hafa verið að kalla eftir því að mótaðar verði skýrar reglur um uppbyggingu verðmætasköpunar og þá sérstaklega í því sem lýtur að grænum iðngörðum þar sem fyrirkomulag og regluverk skiptir miklu máli varðandi uppbyggingu slíkra iðngarða á landsbyggðinni. Ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála, Guðlaugur Þór, hefur nú stigið fast fram í þessum málum og skipaði nýverið stýrihóp sem hefur yfirskriftina Græni dregillinn. Eitt af fyrstu verkefnum stýrihópsins verður að móta umgjörð um græna iðngarða og aðra græna atvinnuuppbyggingu í samstarfi við sveitarfélögin.

Til að fylgja þessum málum eftir hafa fulltrúar Sveitarfélagsins Ölfuss og Ölfus Cluster átt fundi með ráðherra og fulltrúum Græna dregilsins þar sem ráðherra ítrekaði að Græna dreglinum væri ætlað að efla stuðning við aðila sem sýna áhuga á að ráðast í loftslagstengd græn nýfjárfestingarverkefni á Íslandi og því mikilvægt að atvinnustefna taki mið af þessari vinnu Græna dregilsins þar sem horft er til þess að fjölga störfum með áherslu á græna nýsköpun, aukna framleiðni og virkjun hugvits til þess að stuðla að minni losun gróðurhúsalofttegunda, hringrásarhagkerfi og kolefnishlutleysi.

Að þessu sögðu eru svör við framlögðum spurningum þessi:

- Hvenær hófst gerð atvinnustefnu?
Gerð atvinnustefnu var vísað 2.febrúar til Ölfus Cluster sem falið var að undirbúa vinnulag varðandi gerð stefnunnar.

- Hvað hefur gerst síðan þá?
Ölfus Cluster hefur unnið undirbúningsvinnu m.a. í samstarfi við Umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Leitast er við að samþætta vinnulag við áherslur íslenska ríkisins í loftslagsmálum.

- Hver er framkvæmdar og tímaáætlun í vinnu við gerð atvinnustefnunnar?
Stefnt er að því að atvinnustefna verði að fullu frágengin á 2.ársfjórðungi komandi árs.

- Hverjir taka þátt í vinnu við mótun og gerð stefnunnar?
Atvinnustefna verður unnin í víðtæku samráði við hagaðila þar sem m.a. verður gætt að kynjabundnu jafnræði. Unnið verður náið með fulltrúum atvinnulífs á atvinnusvæði Ölfuss, stuðningsstofnunum Ölfuss, fulltrúum stjórnmálaafla á svæðinu, og síðast en ekki síst almennum íbúum.

4. 2212002 - DSK Gljúfurárholt 14 breyting á deiliskipulagi
Landeigandi Gljúfurárholti 14 leggur fram breytingu á deiliskipulagi Gljúfurárholts 13 og 14 sem heimilar aukna útbyggingu, í samræmi við ákvæði nýs aðalskipulags. Stærð byggingar á reit fyrir íbúðarhús var að hámarki 400 fermetrar en verður allt að 800 fermetrar. Einnig er hámarks stærð frístundahúss aukin úr 150 fermetrum í 200 fermetra og hámarksstærð bygginga til landbúnaðarnota aukin úr 800 fermetrum í 1200 fermetra.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2211056 - Auðsholt - krafa frá eigendum
Borist hefur bréf frá lögmanni eiganda Auðsholts sem er fylgiskjal við þennan dagskrárlið. Ennfremur liggur fyrir álit lögmanns sveitarfélagsins vegna málsins.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin hafnar kröfum eiganda Auðsholts. Skipulagsnefnd lítur svo á að sveitarfélagið eigi engin óuppgerð mál gagnvart eigendum Auðsholts. Nefndin tekur undir þá afstöðu lögmanns sveitarfélagsins að málsmeðferð hafi verið eðlileg miðað við það sem almennt gildir um skipulagsmál. Hún hafi verið í samræmi við lög og góða stjórnsýsluhætti.

Einnig hefur borist bréf frá eigendum Auðsholtshjáleigu þar sem fyrri krafa um að deiliskipulagið verði fellt úr gildi er áréttuð og að aðgengisslóði verði færður inn á uppdrátt.

Skipulagsnefnd felur lögmanni sveitarfélagsins að svara lögmanni eigenda Auðsholtshjáleigu.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
Fundargerðir til staðfestingar
6. 2211010F - Stjórn vatnsveitu - 8
Fundargerð 8.fundar stjórnar vatnsveitu Ölfuss frá 30.11.2022 til staðfestingar.

1. 2210042 - Beiðni um tengingu við vatnsveituna Berglindi v-Gljúfurárholt 25 og 26
2. 2211031 - Tenging við vatnsveitu Ölfus fyrir Laxabraut 17
3. 2211039 - Gjaldskrá vatnsveitu

Fundagerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
7. 2211009F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 43
Fundargerð 43.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 24.11.2022 til kynningar.

1. 2211040 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2, Hnjúkamói 8
2. 2211041 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2, Klettamói 5
3. 2211042 - Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1, Reykjabraut 5
4. 2108054 - Akurholt 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
5. 2211043 - Umsókn um stöðuleyfi

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
8. 2211007F - Bæjarráð Ölfuss - 387
Fundargerð 387.fundar bæjarráðs Ölfuss frá 01.12.2022 til staðfestingar.
1. 1602017 - Fjármál Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus.
2. 2211032 - Sigurhæðir - umsókn um styrk vegna starfsemi 2023. Liðurinn samþykktur með 6 atkvæðum. Einn sat hjá.
3. 2211046 - Erindi frá ADHD samtökunum - ósk um samstarfstyrkbeiðni
4. 2211050 - Ósk um endurnýjun samstarfssamnings við Markaðsstofuna 2023
5. 1506123 - Skóla- og velferðarmál Fundargerðir NOS.
6. 2211054 - Breytingar á störfum -minnisblað
7. 2211049 - Endurnýjun á samningi um vottun á jafnlaunakerfi Ölfuss.
8. 2211053 - Samstarfsyfirlýsing Sveitarfélagsins Ölfuss og Motus ehf.
9. 2211047 - Samráðsgátt - Grænbók í málaflokki sveitarfélaga
10. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
9. 2211008F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 42
Fundargerð 42.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 07.12.2022 til staðfestingar.

1. 2212002 - DSK Gljúfurárholt 14 breyting á deiliskipulagi. Tekið fyrir sérstaklega.
2. 2212001 - Fyrirspurn um starfsemi á Athafnasvæði AT1
3. 2211044 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur , Oddabraut 9
4. 2212003 - DSK Klettagljúfur deiliskipulag
5. 2211036 - Rarik - tilfærsla og stækkun lóðar við Miðbakka 4 DRE
6. 2211051 - Umsögn um matstilkynningu vegna mölunarverksmiðju Heidelberg i Þorlákshöfn.

Liðurinn borinn upp sérstaklega og hann samþykktur með 6 atkvæðum fulltrúa D-lista og B - lista. Ása Berglind Hjálmarsdóttir fulltrúi O lista greiddi atkvæði gegn málinu.

Svoljóðandi bókun barst frá fulltrúum B- og H- lista:

Við viljum því árétta það að fulltrúar B og H lista telja fulla þörf á því að fyrirhugaðar framkvæmdir við verksmiðju Heidelberg fari í umhverfismat, sem hlýtur að teljast sjálfsögð krafa frá bæjarstjórn sem er búin að samþykkja það að áskilja sér fullan rétt til að tryggja hagsmuni samfélagsins við vinnslu málsins og að ekki komi til greina að gefinn verði afsláttur af almennum kröfum um hljóðmengun, rykmengun og annað það sem valdið getur samfélaginu ama.

Í 19. gr.laga nr. 111/2021 um Framkvæmdir sem kunna að vera háðar umhverfismati segir:
,,Tilkynningarskyldar framkvæmdir sem tilgreindar eru í flokki B í 1. viðauka við lög þessi skulu háðar umhverfismati þegar þær eru taldar líklegar til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif vegna umfangs, eðlis eða staðsetningar skv. 2.viðauka."

Sveitarfélagið Ölfus á að sjálfsögðu að gera skýra kröfu um það til Skipulagsstofnunar um að heildarframkvæmdin hér í Þorlákshöfn fari í umhverfismat og standa þannig með hagsmunum samfélagsins.


7. 2211056 - Auðsholt - krafa frá eigendum
8. 2212006 - Hverahlíðarlögn - umsókn um framkvæmdaleyfi
9. 2211045 - Umsögn um vatnsöflun Laxa að Laxabraut 9-11
10. 2212005 - Umsögn um vinnslutillögu vegna breytingar á aðalskipulagi Kópavogsbæjar

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
Fundargerðir til kynningar
10. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar SASS.
Fundargerð 588.fundar stjórnar SASS frá 26.10.2022, 589.fundar frá 04.11.2022. 590.fundar frá 02.12.2022 og aðalfundar SASS þann 27.-28.10.2022 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
11. 2009052 - Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurlands
Fundargerð 222.fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 11.11.2022, 223.fundar frá 02.12.2022 og aðalfundar HSL frá 28.10.2022 til kynningar.
Sérstök athygli er vakin á bókun í fundargerðinni undir lið 4 a) en þar segir:

a.Drög að verklagsreglum vegna bílflaka á lóðum
Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir að taka upp nýjar verklagsreglur vegna hreinsunar m.a. á einkalóðum og lendum. Verklagsreglurnar verða kynntar á heimasíðu embættisins.

Lagt fram til kynningar.
12. 1601020 - Hreinlætismál Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð 315.fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 21.11.2022.
Lagt fram til kynningar.
13. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 915.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25.11.2022 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
14. 1805041 - Menningarmál Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga
Fundargerð 3.fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga frá 06.12.22 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
15. 1603010 - Málefni fatlaðs fólks Fundargerðir stjórnar Bergrisans.
Fundargerð aðalfundar Bergrisans frá 15.11.2022 til kynningar.
Einnig er til kynningar skýrsla Haraldar Líndal Haraldssonar vegna úttektar á stjórnsýslu og rekstri Bergrisans bs.

Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?