Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 450

Haldinn í fjarfundi,
22.09.2025 og hófst hann kl. 12:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Berglind Friðriksdóttir áheyrnarfulltrúi H-lista boðaði forföll.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2304043 - Fundartími bæjarráðs
Samkvæmt fundardagskrá ber næsta reglulega fund bæjarráðs upp á sama dag og fjármálaráðstefna sveitarfélaganna þann 2.okt. nk. Því er lagt til að fundurinn verði haldinn miðvikudaginn 1.október kl. 12:15.
Bæjarráð samþykkir að færa fundinn og verður hann haldinn miðvikudaginn 1. október kl. 12:15.

Samþykkt samhljóða.
2. 2509049 - Beiðni um styrk vegna Erasmus heimsóknar
Erindi frá forsvarsmönnum Erasmus verkefnis í grunnskólanum þar sem óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 200.000 vegna ferðalags með erlenda nemendur.
Bæjarráð er jákvætt fyrir erindinu þar sem það styður við stefnu sveitarfélagsins í menntamálum, sjálfbærni og alþjóðlegum samskiptum. Bæjarráð samþykkir að veita verkefninu styrk að fjárhæð kr. 200.000.

Samþykkt samhljóða.
3. 1602017 - Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus.
Fyrir fundinum liggur 6 mánaða uppgjör Sveitarfélagsins Ölfuss.

Fyrir liggur að skattekjur nema 2.403 m.kr. eða 59% af áætlun, sem er 113% af sama tímabili í fyrra. Útgjaldaþróun er í heild í takt við áætlanir, flestir málaflokkar eru á bilinu 50 til 60%.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar.
4. 2509050 - Beiðni um viðauka vegna hönnunar nýs grunnskóla
Fyrir liggur kostnaðaráætlun vegna hönnunar á viðbyggingu við grunnskólann að fjárhæð kr. 40 milljónir. Þar sem upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að farið yrði hægar í verkefnið var einungis gert ráð fyrir 10 milljónum í fjárhagsáætlun ársins og því er óskað eftir viðauka að fjárhæð kr. 30.000.000.
Bæjarráð samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2025 að fjárhæð kr. 30.000.000 vegna hönnunar á viðbyggingu við grunnskólann.

Samþykkt samhljóða.
5. 2509052 - Viljayfirlýsing um byggingu hjúkrunarheimilis
Þann 7. mars 2023 auglýsti Sveitarfélagið Ölfus eftir samstarfsaðilum um þróun íbúðabyggðar við sunnanverða Óseyrarbraut ásamt byggingu hjúkrunarheimilis við Egilsbraut og sérhæfðs húsnæðis fyrir aldraða. Í kjölfar auglýsingarinnar sendu Íslenskar fasteignir ehf. inn erindi með ósk um samstarf og síðar var gerður samningur við Hafnarnes fasteignir ehf., sem að hluta er í eigu ÍF, um þróun íbúðabyggðar á miðsvæði (M2).

Nú liggur fyrir samkomulag milli Sveitarfélagsins Ölfuss og Íslenskra fasteigna ehf. um samstarf vegna úthlutunar lóðar við Egilsbraut/Mánabraut til byggingar hjúkrunarheimilis og tengdrar þjónustu.

Með þessu samkomulagi er tryggt mikilvægt samstarf sem mun stuðla að uppbyggingu hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn, í beinni nálægð við Lífsgæðasetur aldraðra og vaxandi byggð við Óseyrarbraut. Verkefnið er órjúfanlegur hluti af stærra þróunarverkefni sem felur einnig í sér uppbyggingu íbúðarhúsnæðis við Óseyrarbraut.

Markmið verkefnisins er að mæta ört vaxandi þörf fyrir hjúkrunarrými í Ölfusi og á Suðurlandi, styrkja þjónustu við eldri borgara og bæta lífsgæði þeirra til framtíðar. Stefnt er að því að frumhönnunar- og skipulagsvinnu ljúki síðla hausts 2025, að því loknu hefjist næsta stig uppbyggingarinnar.

Samkvæmt samkomulaginu verður lóð úthlutað án lóðar- eða byggingaréttargjalda, en greidd verða gatnagerðar- og skipulagsgjöld samkvæmt gjaldskrá sveitarfélagsins. Með því sýnir Sveitarfélagið Ölfus samfélagslega ábyrgð og setur velferð eldri íbúa í forgang.

Bæjarráð samþykkir framangreint samkomulag og leggur áherslu á að verkefnið verði unnið í góðu samstarfi aðila, með það að markmiði að styrkja Þorlákshöfn sem blómlegt samfélag og stuðla að bættri öldrunarþjónustu á Suðurlandi í heild.

Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?