| |
1. 2304043 - Fundartími bæjarráðs | |
Bæjarráð samþykkir að færa fundinn og verður hann haldinn miðvikudaginn 1. október kl. 12:15.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
2. 2509049 - Beiðni um styrk vegna Erasmus heimsóknar | |
Bæjarráð er jákvætt fyrir erindinu þar sem það styður við stefnu sveitarfélagsins í menntamálum, sjálfbærni og alþjóðlegum samskiptum. Bæjarráð samþykkir að veita verkefninu styrk að fjárhæð kr. 200.000.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
3. 1602017 - Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus. | |
Bæjarráð þakkar upplýsingarnar. | | |
|
4. 2509050 - Beiðni um viðauka vegna hönnunar nýs grunnskóla | |
Bæjarráð samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2025 að fjárhæð kr. 30.000.000 vegna hönnunar á viðbyggingu við grunnskólann.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
5. 2509052 - Viljayfirlýsing um byggingu hjúkrunarheimilis | |
Bæjarráð samþykkir framangreint samkomulag og leggur áherslu á að verkefnið verði unnið í góðu samstarfi aðila, með það að markmiði að styrkja Þorlákshöfn sem blómlegt samfélag og stuðla að bættri öldrunarþjónustu á Suðurlandi í heild.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|