Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 41

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
21.06.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Eiríkur Vignir Pálsson formaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Erla Sif Markúsdóttir aðalmaður,
Gunnsteinn R. Ómarsson aðalmaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Benjamín Þorvaldsson hafnarstjóri,
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi
Á fundin mætti Sigurður Ás Gréttarsson og fór yfir mál nr. 1-2 og 3 á dagskrá.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2204029 - Endurbygging Svartaskersbryggju 2022
Á fundin mætti eftirlitsmaður verksins og fór yfir stöðu framkvæmda. Verkfundargerð 22 lögð fram til kynningar.


Búið er að steypa 190 metra af kantbita, mót/járn um 220 m, vinkiljárn 220 m, stigar 8 stk., um 100 þybbur komnar niður, kanttré 160 m , öll stög komin niður, byrjað að fylla . Unnið er við að slá upp móti á um 30 m kafla og járna, stefnt að steypa á þriðjudaginn. Uppúrtekt og endurfylling áætluð 9200 m3. Ný fylling (0-100 mm) 2400 m3 .
Næstu 2 vikur:
Verktaki gerir ráð fyrir að klára að steypa 30 m kantbita,og ná að slá upp og steypa næstu 15m, fylla fyrstu 150 m fyrir lok næstu viku. Áætluð verklok um 10 júní.
Miðað við samþykkta verkáætlun er verktaki rúmum 5 mánuðum á eftir áætlun. Verkkaupi áskilur sér rétt til að taka dagsektir af verktaka miðað við 10 janúar 2023.
Verkkaupi áskilur sér rétt til að taka dagsektir.
Dagskýrslur komnar til aprílloka.

Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
2. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja
Á fundin mætti eftirlitsmaður verksins og fór yfir stöðu framkvæmda við stækkun hafnar áfangi 1.
Verkfundargerð 36 lögð fram til kynningar.
Verkstaða.
Skessan er að vinna í jarðvegsskiptaskurði og dýpkun. Litla skessan er biluð en var að vinna við að gera klárt fyrir jarðvegsskiptaskurð í horninu og í að hækka garð. Unnið er í námu á svæði 3A. Verið er að vinna í að leita að grjóti fl 1 og 2 á lagerunum við garð. Bilanir á 70 tonna og 85 tonna gröfunum hafa verið hrjá verktaka.
Borskýrslur vantar frá 10.5. 2023. Samkvæmt borskýrslum til 10.5. 2023 er búið að sprengja um 340 þús. m3 af fastri klöpp án undirborunar og búið að keyra út í garð um 310 þús. m3 og á lager um 88 þús. m3 (inn í tölu er líka mölun fyrir Landeldi). Samkvæmt borskýrslum eru komnir um 760 steinar (skv. skráningu 560) í 1 fl. og 3800 í 2 fl. (en skv. skráningu 1950). Nýtingu í námu um og yfir 20% af fl. 1 og 2. Munstur sprengingar 4x2,8m.
Með endurskoðun á hönnun þá er heildarmagn í fl.1 13.800m3 um 1200 steinar og í 2 fl. 35.200 m3 um 6300 steinar.
Ekki liggur fyrir hversu stór haugurinn er fyrir Landeldi, áætlað yfir 20 þús m3. Haugur fyrir ÞHH 4570m3. Haugurinn fyrir ÞHH Suðurvarargarð er um 11 þús. rúmmetrar
Næstu 2 vikur:
Verktaki gerir ráð fyrir að vinna í jarðvegsskiptaskurði, raða grjóti í haus og vinna í grjótvinnslu á svæði 3A.
Verktaki skilaði inn endurskoðari áætlun. Niðurrif gömlu Suðurvararbryggju mun hefjast í september. Stytting Austurgarðs hefst í sumar en dýpkun í haust. Gert er ráð fyrir að vinna við styttingu Austurgarðs hefjist í sumar en dýpkun við Austurgarð ekki fyrr en í haust að lokinni dýpkun við Suðurvararbryggju.

Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
3. 2306027 - Landfylling suðvestan við Suðurvarargarð
Þorlákshafnarhöfn óskar eftir leyfi til að gera landfyllingu suðvestan við landenda Suðurvarargarðs. Stærð
landfyllingar er um 13.000 m² og áætlað fyllingarmagn er um 39.000 m³.

Afgreiðsla: FH vísar erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar til afgreiðslu.

Bókun H og B lista

Þessi umsókn um landfyllingu suðvestan við suðurvarargarð felur í sér miklar breytingar á því skipulagi sem er í gildi. Hér er um að ræða landfyllingu á 13 þúsund fermetra svæði sem nú er nýtt til útivistar og meðal annars undir brimbrettaiðkun. Við viljum leggja áherslu á að málið verði kynnt vel í skipulagferlinu og sérstaklega hagaðilum eins og Brimbrettafélagi Íslands.
4. 2302008 - Ný fráveituhreinsistöð
Lögð eru fram fyrir nefndina útboðsgögn fyrir nýrri hreinsistöð fyrir fráveitu Þorlákshafnar. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið í mars-apríl 2024.
Gera þarf ráð fyrir hluta kostnaðar í fjárhagsáætlun 2024.

Afgreiðsla: FH samþykkir að bjóða framkvæmdina út.
5. 2301017 - Framkvæmdaráætlun 2022-23
Sviðstjóri fór yfir helstu verklegar framkvæmdir sem eru á áætlun 2023.
1. Nýr leiksskóli
2. Yfirborðsfrágangur miðbæjarsvæði/móinn
3. Yfirborðsfrágangur Vesturbakki
4. Yfirborðsfrágangur Vetrar- og Sunnubraut
5. Gatnagerð Vesturbyggð 1 áfangi
6. Gatnagerð Vesturbyggð 2 áfangi
7. Gatnagerð iðnaðarsvæði Norðurbakki ofl.
8. Framkvæmdir Egilsbraut 9
9. Hreinsistöð á fráveitu Þorlákshafnar
10. Deiliskipulag íbúðarsvæðis Áfangi 2. vestan við Eyja- og Básahraun

Afgreiðsla: Lagt fram.
Sviðstjóri fór yfir helstu verklegar framkvæmdir sem eru á áætlun 2023.

1. Nýr leiksskóli, gerð var verðkönnun í jarðvinnu fyrir púða. 4 tilboð bárust. Lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda Jón og Margeir ehf.
Verktaki Tilboðsupphæð
Aðalleið 35.750.000 kr.
Auðverk 24.525.000 kr.
Jón og Margeir 24.310.000 kr.
Stórverk 32.309.430 kr.

Kostnaðaráætlun 42.675.000 kr.

2. Yfirborðsfrágangur miðbæjarsvæði/móinn. Búið að malbika götur og bílastæði, steypa kantstein.
3. Yfirborðsfrágangur Vesturbakki Búið að malbika götur og steypa kantstein.
4. Yfirborðsfrágangur Vetrar- og Sunnubraut Búið að malbika götur og steypa kantstein.
5. Gatnagerð Vesturbyggð 1 áfangi
Selvogsbraut: Búið að gróffylla í götu, hefla og valta undir jöfnunarlag. Búið að sjóða saman hitaveiturör, hólka og frauða upp að Bárugötu vestanverðu. Skurður tilbúinn fyrir Rarik að leggja út jarðvír og rafstrengi, á síðasta verkfundi kom fram að Rarik myndi leggja út lagnir í kjölfar fundar en það er ekki byrjað á því enn.
Bárugata vestanverð: Búið að gróffylla í götu, hefla og valta undir jöfnunarlag. Búið að sjóða saman hitaveiturör, eftir að hólka og frauða, lögnin verður mynduð og lekaprófuð í næstu viku.
Bárugata austanverð: Búið að leggja skólplögn og regnvatn að S9 og út úr götu inn í hliðargötur. Búið að leggja vatnslögn og sanda frá Selvogsbraut og að S8. Búið að taka upp úr fráveituskurðum frá S9 og að verkmörkum austan S12 og verið að undirbúa skurð undir lagnir og verið að vinna við lagnir. Búið að gera veituskurð frá Selvogsbraut að S8 og gróffylla og þjappa götu í hæð. Búið að leggja hitaveitulögn frá Selvogsbraut að Elsugötu og sjóða saman pípur, eftir að hólka og frauða, lögnin verður mynduð og lekaprófuð í næstu viku.
Elsugata, Fríðugata, Gyðugata: Verið að taka upp úr fráveituskurðum, veituskurðum og heimæðaskurðum í botnlöngum Elsugötu. Fráveitulagnir og vatn komið áleiðis inn Elsugötu frá Selvogsbraut. Allar fráveitulagnir og vatnslagnir, stofnar og heimæðar, komnar að verkmörkum í Fríðugötu, verið að sanda og fylla í skurð. Verið að vinna við skólplögn í Gyðugötu.
Verklok skv. uppfærðri verkáætlun frá 26.04.2023 eru: -
1. áfangi, Selvogsbraut og Bárugata vestan megin. Verklok áætluð í byrjun júní. Er um 1-2 vikum á eftir áætlun. ?
2. áfangi, Elsugata, Fríðugata og Gyðugata. Verklok áætluð í byrjun júlí. Er um 1-2 vikum á eftir áætlun. ?
3. áfangi, Bárugata austan megin. Verklok áætluð um miðjan júlí. Er á áætlun.
Verkkaupi leggur ríka áherslu á að verktaki klári frágang við Selvogsbraut, Bárugötu austur og Elsugötu sem fyrst svo hægt verði að afhenda lóðir sem úthlutað hefur verið.
6. Gatnagerð Vesturbyggð 2 áfangi. Verið er að fullvinna teikningar og magnskrár. Gert er ráð fyrir að verktaki haldi áfram þegar vinnu við áfanga 1 klárast júlí

7. Gatnagerð iðnaðarsvæði Norðurbakki ofl. Hönnunin hefur verið endurskoðuð þar sem fráveitulögnum hefur vefrið breytt í þrýstilagnir og þá dælubrunna. Sviðstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs hefur lagt erindi fyrir bæjarráð og leggur til að samið verði við lægstbjóðenda Stórverk ehf miða við breytingar á hönnun fráveitulagna í verkinu. Áætlaður framkvæmdatími eru 8 mánuðir og gert er þá ráð fyrir að þeim verði lokið feb-mars 2024 gera þarf því ráð fyrir um 80 milljónum í fjárhagsáætlun 2024.
8. Framkvæmdir Egilsbraut 9. Lokið við alla vinnu utanhúss fyrir utan lóðarfrágang. Vinna innan hús gengur vel.
9. Hreinsistöð á fráveitu Þorlákshafnar. Útboðsgögn eru tilbúin.
10. Deiliskipulag íbúðarsvæðis Áfangi 2. vestan við Eyja- og Básahraun. Verðkönnun í heildargatnahönnun er í vinnslu.Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?