Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 9

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
23.07.2020 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Björn Kjartansson aðalmaður,
Þór Emilsson formaður,
Jón Páll Kristófersson aðalmaður,
Eiríkur Vignir Pálsson 1. varamaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson 1. varamaður,
Gunnlaugur Jónasson Skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Jónasson, skipulagfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2006021 - Hjarðarból lóð 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi vegna vinnubúða
ÍAV sækir um byggingarleyfi fyrir vinnubúðum á lóðinni Hjarðarból 2. í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt.
Samþykkt landeiganda fylgir umsókninni. Tvær aðkomuleiðir eru að svæðinu og reynslan sýnir að aðkoma slökkviliðs er greið. Ekki er til deiliskipulag fyrir framkvæmdinni og kemur málið því fyrir Skipulags- og umhverfisnefnd.

Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Byggingarleyfi gefið út þegar umsækjandi hefur skilað inn tilskyldum gögnum þar með talið gögnum um slökkvivatn.
2. 2006057 - DSK Deiliskipulagsbreyting Hellisheiðarvirkjun - breyting nr. 16
Landslag ehf sækir um óverulega deiliskipulagsbreytingu hönd Orku náttúrunnar Hellisheiðarvirkjunar, breyting númer 16.
Breytingin fellst í því að skilmálum fyrir byggingar innan allra lóða í jarðhitagarðinum er breytt á þann hátt að brjóta skal upp veggfleti bygginga sem eru lengri en 100 m á hliðum sem eru sýnilegar frá Suðurlandsvegi auk aðkomuhliða bygginga. Áður var skylt að brjóta upp allar hliðar sem voru lengri en 30 m. Þá er lögð áhersla á að heildarásýnd jarðhitagarðsins falli vel að mannvirkjum ON, umhverfi og landslagi á svæðinu. Orðalagi er breytt í kafla um liti og efnisval sem fellst m.a. í því að almennt er fjallað um liti bygginga og tekin burt sérstök ákvæði hvað varðar liti málmklæðninga. Þá er bætt við að gljástig málmklæðninga skuli einnig ná til lagna og stakra búnaðarhluta utanhúss.
Breytingin er gerð þar sem talið var of íþyngjandi að brjóta upp allar hliðar sem eru lengri en 30 m, en til samanburðar þá eru framhliðar hliðarbygginga stöðvarhúss Hellisheiðarvirkjunar 70 m annarsvegar og 100 m hins vegar án uppbrots. Lögð er áhersla á að brjóta upp veggfleti sýnilegra hliða í breytingu á deiliskipulagi.

Afgreiðsla: Samþykkt að grendarkynna tillöguna í samræmi við 2. málsgrein 43. grein og 3 málsgr. 44. grein Skipulagslaga 123/2010 b.s.br.
3. 2006059 - DSK Deiliskipulagsbreyting - Mánastaðir 2 - 4
Efla ehf og Undrið Ingó ehf. sækir um heimild til að leggja fram breytingu á deiliskipulaginu Mánastaðir 1 og 2 /Kambastaðir.
Í breytingunni mun felast að lóðirnar Mánastaðir 2, Mánastaðir 3 og Mánastaðir 4 verða settar inn á deiliskipulag eins og þær koma fyrir á lóðablöðum dagsettum 03.02.2020 og á þeim skilgreindir byggingarreitir fyrir íbúðarhús, bílskúr og gestahús. Nýju lóðirnar eru 5332,8, 5974,5 og 22031,5 fermetrar að stærð.

Afgreiðsla: Samþykkt.
4. 1903049 - Geymslusvæði Gljúfurárholti 14
Landeigandi óskar eftir að koma fyrir geymslusvæði fyrir landbúnaðartæki á landi sínu, Gljúfurárholt land 14, í samræmi við framlagðan uppdrátt. Lóðin er rúmir 3 HA og var nýlega deiliskipulögð fyrir íbúðarhús, bílskúr, frístundahús og hús til landbúnaðarnota. Þetta var í samræmi við aðalskipulag þar sem landið er skilgreint sem landbúnaðarland.
Ef af áformunum verður þarf að breyta aðalskipulagi og auka nýtingarhlutfall og breyta deiliskipulagi þannig að byggingarreitur U2 fyrir skemmu stækki.

Afgreiðsla: Samþykkt að landeigandi megi láta vinna aðal- og deiliskipulagsbreytingu í samræmi við framlögð gögn. Þar með talið breyting á landnotkun
5. 2001025 - DSK Grímslækjarheiði - Sögusteinn
Annar landeiganda óskar eftir heimild til að breyta deiliskipulagi Grímslækjarheiðar þannig að landið verði íbúðarsvæði en ekki frístundasvæði. Á landinu eru nú tvö íbúðarhús, annað í eigu viðkomandi og fjórar frístundalóðir og ein lóð sem er "útivistarsvæði" í gildandi skipulagi eru allar í eigu viðkomandi og óskar hann eftir að breyta þeim öllum í íbúðalóðir. Óskyldur aðili á hitt íbúðarhúsið. Svæðið er íbúðarsvæði skv. aðalskipulagi en það er á mörkum frístundasvæðis og íbúðarsvæðis.
Afgreiðsla: Samþykkt að viðkomandi megi láta vinna deiliskipulagsbreytingu á sinn kostnað sem breytir svæðinu úr frístundasvæði í íbúðarsvæði.

6. 2002002 - Deiliskipulagstillaga 5.000 tonna fiskeldi Landeldis ehf. við Laxabraut 21-25
Tálkni ehf leggur fram deiliskipulagstillögu fyrir Laxabraut 21-25
Tálkni hefur áður lagt fram skipulagslýsingu vegna verkefnisins.
Áformað er að reisa fiskeldisstöð. Reist verða mannvirki í formi húsa, kerja, vatnsmiðlunartanka, fóðursílóa og súrefnistanka auk vatns- og frárennslislagna, ásamt lagningu gatna, plana og bílastæða. Vatnsöflun til rekstursins verður frá borholum innan lóðar. Frárennsli verður síað og hreinsað áður en það verður leitt til sjávar. Afurðir verða fluttar að stærstum hluta á erlenda markaði. Þegar fiskeldið verður komið í fullan rekstur er gert ráð fyrir allt að 20.000 t ársframleiðslu.

Afgreiðsla: Samþykkt. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst í samræmi við 1. málsgr. 41 gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
7. 2007008 - DSK Lind - skemma og byggingarmöguleikar
Málið kemur nú fyrir nefndina í annað sinn, nú hefur eigandinn látið vinna deiliskipulag vegna fyrirhugaðrar skemmu á landinu. Um er að ræða byggingarreiti fyrir 3 hús og 3 frístundahús auk tveggja bygginga til landbúnaðarnota í samræmi við aðalskipulag.
Afgreiðsla: Samþykkt. Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. málsgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
8. 1911030 - DSK Gata í Selvogi
Deiliskipulag Götu í Selvogi - tjaldstæði og tengd þjónusta kemur nú til samþykktar eftir auglýsingu. Athugasemdir komu frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem brugðist hefur verið við. Meðal annars er gert ráð fyrir að boruð verði ný neysluvatnshola austan skipulagssvæðisins. Eldri borhola er nýtt til öflunar slökkvivatns að höfðu samráði við Eldvarnareftirlit Brunavarna Árnessýslu.
Afgreiðsla Samþykkt. Nefndin beinir því til Bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 1. málsgr. 42.gr. skipulagslaga nr.123/2010 m.s.br.
9. 2007006 - DSK Stóri - Saurbær 3
Landeigandi leggur fram skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar deiliskipulaggerðar fyrir Stóra-Saurbæ 3.
Afgreiðsla: Samþykkt að vísa því til bæjarstjórnar að skipulagslýsingin verði auglýst í samræmi við 1. málsgrein 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010 msbr.
Stofnun umræddrar lóðar samþykkt.
10. 2005041 - DSK Lindarbær, skipting lóða
Landeigandi leggur fram deiliskipulagstillögu sem gerir ráð fyrir að skipta landinu í tvær lóðir. Landið er íbúðarsvæði skv. aðalskipulagi. Lindarbær sem er 201,4 m2 stendur eftir á upprunalandinu sem verður 4167,5 m2 en skipt verður út 20167 m2 lóð. Markaður er byggingarreitur fyrir íbúðarhús á báðum lóðum.
Afgreiðsla: Samþykkt. Nefndin vísar málinu til bæjarstjórnar og leggur til að það verði auglýst í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
11. 2007006 - Stofnun lóða - Stóri - Saurbær 3
Eigandi Stóra - Saurbæjar 3 sækir um að stofna 3 lóðir í samræmi við deiliskipulag og deiliskipulagslýsingu sem var tekin fyrir í fyrri lið hér á undan, sbr. lóðablöð í viðhengi.
Afgreiðsla: Samþykkt að stofna lóðir þegar deiliskipulagið hefur tekið gildi.
12. 2005041 - Lindabær, stofnun lóða
Eigandi sækir um að stofna 2 lóðir. Skipta landareign sinni í tvennt þannig að núverandi íbúðarhús verði eftir á annarri en skilja mestan hluta landsins frá. Til stendur að selja húsið en eigandinn vill halda meirihluta landsins áfram í sinni eign. Verið er að vinna deiliskipulag af landinu.
reiðsla: Samþykkt að stofna lóðir þegar deiliskipulagið hefur tekið gildi.
13. 2007017 - DSK Íbúðaklasi smáíbúða í Gljúfurárholti
Landeigandi óskar eftir afstöðu Skipulags- og umhverfisnefndar til smáíbúðaklasa í Gljúfurárholti. Hann telur mikla þörf vera fyrir þess konar byggð á svæðinu og vísar til fyrirmyndar á Klaustri varðandi útfærslu.
Afgreiðsla: Vísað til nefndar um endurskoðun aðalskipulags
14. 1901031 - Stofnun lóða, Gljúfurárholt land 9
Landeigandi óskar eftir að stofna 3 lóðir í landi sínu Gljúfurárholt land 9 fyrir íbúðarhús og eina fyrir frístundahús. Þetta er í samræmi við deiliskipulag sem nýlega var samþykkt af umræddum lóðum og er lögformlegu ferli við það lokið. Í öðrum dagskrárlið hér fyrir neðan sækir eigandi um að landið fái nafnið Birkigljúfur.
Afgreiðsla: Samþykkt
15. 2005037 - Dimmustaðir - stofnun fjögra lóða
Landeigandi óskar eftir að stofna 4 lóðir úr landinu Dimmustaðir.
Deiliskipulag lóðanna er í lögformlegu ferli hjá skipulagsfulltrúa. Lóðirnar eru allar rúmur 0,5 HA hver

Afgreiðsla: Samþykkt að stofna lóðir þegar deiliskipulag hefur tekið gildi
16. 1901031 - Nafnabreyting, Gljúfurárholt land 9 - Birkigljúfur
Landeigandi óskar eftir að land sitt Gljúfurárholt land 9 fái heitið Birkigljúfur. Ekki fæst séð að nafnið sé til í Ölfusi. Nýlega var samþykkt deiliskipulag fyrir landið.
Afgreiðsla: Samþykkt
17. 2006032 - Kirkjuferjuhjáleiga stofnun lóða
Eigandi fékk á síðasta fundi samþykkt stofnun lóðar úr Kirkjuferjuhjáleigu. Nú óskar hann eftir að stofna tvær lóðir til viðbótar úr sömu landareign.
Afgreiðsla: Samþykkt að eigandi megi stofna tvær lóðir þegar hann hefur látið vinna deiliskipulag og það hefur tekið gildi.
18. 1610029 - Stofnun lóða - Grásteinn
Eigandi óskar eftir að fá að stofna 4 lóðir, í samræmi við nýsamþykkt deiliskipulag og lóðablöð í viðhengi
Afgreiðsla: Samþykkt
19. 2007006 - Flutningur smáhýsis úr Ölfusdal á land Stóra-Saurbæjar 3
Landeigandi óskar eftir tímabundnu byggingaleyfi vegna 38 fermetra sumarhúss sem hann hyggst flytja úr Ölfusdal á land sitt Stóri - Saurbær 3. Húsið hefur síðustu ár verið notað sem kaffihús og stendur nærri göngubrúnni yfir Varmá. Það hefur haft bráðabirgðastöðuleyfi sem er að renna út í byrjun ágúst.
Afgreiðsla: Tímabundin staðsetning samþykkt. Heimilt að vinna við húsið en ekki má taka það í notkun fyrr en sótt hefur verið um endanlegt byggingarleyfi, það samþykkt og byggingarferli lokið á hefðbundin hátt.
20. 1904016 - Notkun á landi. Þóroddsstaðir 2, lóð E
Eigandi Þóroddstaða-land E og land F spyr hvort hann megi breyta aðalskipulagi þannig að tvær spildur sem hann á ofan Þóroddsstaða verði skráðar sem Frístundabyggð en ekki óbyggt svæði, eins og þær eru skráðar hjá Þjóðskrá. Hann hefur áður spurt hvort hann megi breyta landinu í íbúðarlóðir en því var synjað á 2. fundi nefndarinnar í janúar í ár en þá var bókað:
Magnús Gunnarsson óskar eftir vilyrði að vinna og leggja til hugmyndir af íbúðarhúsi á landi L213545. Þörf er á aðal- og deiliskipulagsbreytingum á svæðinu.
Niðurstaða (þess fundar): Afgreiðsla: Erindinu vísað til heildarendurskoðunar aðalskipulags.

Erindi varðandi landið kom einnig fyrir fund nr. 74 og nr 70 þann 24.4.2016 en þá var bókað:

"Fyrirspurn er fá eiganda á landi Þóroddsstaða 2, lóð E, um hvort byggja megi á landinu. Landið Þóroddsstaðir 2, lóð E, liggur ofan við þá byggð sem samþykkt var að byggja á lóðum úr landi Þóroddsstaða. Aðalskipulagið sýnir þetta sem óbyggt svæði og gerir ekki ráð fyrir að byggð komi inn á það. Í greinargerð með aðalskipulagi segir m.a.: Íbúðabyggð eða frístundabyggð verður ekki heimiluð á svæðum sem eru mikilvæg eða verðmæt vegna náttúrufars, náttúruauðlinda, sögu eða almenna útivist. Afgreiðsla: Erindið er ekki í samræmi við aðalskipulag. Samkvæmt aðalskipulagi á að vernda landslagsheildir á þessu svæði. Erindinu er hafnað."

Afgreiðsla: Vísað til heildarendurskoðun aðalskipulags.
21. 2006058 - Landeldi Laxabraut 21-25 Beiðni um rannsóknarholu
Landeldi óskar eftir framkvæmdaleyfi til borunnar rannsóknarholu á lóð sinni við Laxabraut 21-25. Skv. umsókninni er rannsóknarholan er ekki háð nýtingarleyfi og er einungis tilkynningarskyld til Orkustofnunar.
Afgreiðsla: Samþykkt
22. 2006061 - Kalkotsmói nafnabreyting í Karlskotsmói
Landeigandi óskar fyrir hönd sín og 3 annara eiganda að nafn 4 sumarhúslóða í landi Bjarnarstaða verði leiðrétt úr Kalkotsmói í Karlskotsmói, en nafnið virðist hafa skolast til hjá Þjóðskrá þannig að farið var ranglega með eldra örnefni sem landið heitir eftir.
Afgreiðsla: Samþykkt
23. 2006064 - Umsókn um hænsnahald í þéttbýli - Egilsbraut 12
Íbúi sækir um að fá að halda 10 hænur í garði sínum við Egilsbraut 12. Áður hefur verið veitt leyfi fyrir 10 fermetra smáhýsi í garðinum sem hænurnar dveljast nú í. Til vara er sótt um leyfi fyrir 6 hænum. Lóðin er afgirt skv. upplýsingum frá eiganda. Borist hafa kvartanir vegna hænanna og umhverfisstjóri hefur margsinnis haft afskipti af þessu öllu saman, ma. vegna hana sem þau voru með.
Afgreiðsla: Samþykkt að umsækjandi megi halda 6 hænur að uppfylltum öllum skilyrðum og reglugerðum (reglugerð 112/2012) er varða hænsnahald í Ölfusi.
Bent er á að lausaganga hænsna er með öllu óheimil og ber hænsnaeigandi fulla vörsluskyldu. Hænsnaeigandi er að öllu leyti ábyrgur fyrir hænsnum sínum og ber að koma í veg fyrir að hænsnahaldið valdi ónæði í umhverfinu, svo sem vegna hávaða, ólyktar og hvers konar óþrifnaðar. Hænsnaeiganda ber að sjá til þess að hænsnahaldið laði ekki að meindýr.
24. 2006053 - Beiðni um leyfi fyrir yfirborðsrannsóknum
Tekið fyrir í bæjarstjórn 25.06.20 og þar var eftirfarandi fært til bókar:

Beiðni frá Reykjavík Geothermal um leyfi fyrir yfirborðsrannsóknum á um 65 km2 svæði í og sunnan við Bolaöldu sem að mestu leyti er í Ölfusafrétti.

Bæjarstjórn lýsir sig áhugasama um erindið en óskar eftir ítarlegri upplýsingum um hvernig erindið fellur að orku- og auðlindastefnu sveitarfélagsins og þá sérstaklega eftirfarandi áhersluatriðum:
* Að sveitarfélagið sé beinn gerandi í stjórnun auðlinda í sveitarfélaginu.
* Að sveitarfélagið og íbúar þess njóti góðs af auðlindum í sveitarfélaginu.
* Að nýting auðlinda sé sjálfbær.
* Að nýting orku sé meðal forgangsatriða í auðlindastýringu.
Þannig verði horft til áframhaldandi uppbyggingu á umhverfisvænni orkunýtingu. Samþykkt að vísa þeim hluta erindisins sem snýr að hinni verklegu framkvæmd til áframhaldandi umræðu og úrvinnslu í skipulags- og umhverfisnefnd.

Afgreiðsla: Frestað. Óskað er eftir ýtarlegri upplýsingum um framkvæmd og útfærslu verkefnisins. Einnig er óskað eftir að samþykki landeiganda og hlutaðeigandi stofnanna verði lagt fram.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
25. 2007009 - Umsögn um vinnslutillögu Aðalskipulags Kópavogs
Kópavogsbær óskar eftir umsögn um vinnslutillögu aðalskipulags Kópavogsbæjar 2019-2031. Í viðhengi er tillaga að umsögn sem Skipulagsfulltrúi hefur unnið.
Afgreiðsla: Ekki fæst séð að skipulagstillagan snerti hagsmuni Ölfuss. Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við það en áskilur sér rétt til að koma með athugasemd á síðari stigum og felur skipulagsfulltrúa að svara Kópavogsbæ sbr. meðfylgjandi drög að umsögn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?