Fundargerðir

Til bakaPrenta
Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 44

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
24.03.2021 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Sigríður Vilhjálmsdóttir formaður,
Guðbergur Kristjánsson varaformaður,
Hjörtur S. Ragnarsson aðalmaður,
Ágústa Ragnarsdóttir aðalmaður,
Írena Björk Gestsdóttir 1. varamaður,
Hallfríður Snorradóttir áheyrnarfulltrúi,
Guðlaug Einarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Harpa Vignisdóttir áheyrnarfulltrúi,
Ólína Þorleifsdóttir skólastjóri, Karen Viðarsdóttir leikskólastjóri.
Fundargerð ritaði: Sigríður Vilhjálmsdóttir, formaður fræðslunefndar
Formaður óskaði eftir því að taka inn á dagskrá með afbrigðum einn dagskrárlið varðandi skólanámsskrá grunnskólans og var tillagan samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1602030 - Leikskólinn Bergheimar: Skýrsla skólastjóra.
Leikskólastjóri fór yfir helstu þætti í starfi leikskólans frá síðasta fundi, m.a. stöðu á foreldrakönnunum þegar þegar hafa verið framkvæmdar, og eftir er að framkvæma, fréttir af innra starfi, s.s. af því hvernig nýtt dagskipulag hefur reynst og áframhaldandi breytingar á því, reglulega söngfundi, foreldraviðtöl, vinnu á starfsdegi í febrúar, tilbreytingar í starfi s.s. viðburði vegna dags leikskólans, bolludags, sprengidags og öskudags.
Þá upplýsti leikskólastjóri um að íþróttir séu aftur hafnar í íþróttahúsinu og að sund fyrir elstu börnin hafi einnig farið af stað aftur.

Nefndin þakkar kynninguna.
2. 2103061 - Bergheimar. Niðurstöður foreldrakönnunar.
Leikskólastjóri fór yfir og kynnti helstu niðurstöður foreldrakönnunar sem framkvæmd var í janúar sl.
Svarhlutfall var 64% og gæðaeinkunn leikskólans samkvæmt könnuninni 8.15 á kvarðanum 0-10.
Mörg atriði komu vel út í könnuninni, en aðrir þættir gefa tilefni til frekari úrvinnslu og úrbóta.
Í heildina er það þó mat leikskólastjóra að niðurstaðan sé góð ekki síst í ljósi þess stutt er síðan að innleiðingarferli hófst á leikskólanum.

Nefndin þakkar kynninguna.
3. 1602028 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Skýrsla skólastjóra.
Skólastjóri fór yfir helstu þætti í starfi skólans frá síðasta fundi, m.a. hvernig skólastarfið er komið í nokkuð fastar skorður þrátt fyrir sóttvarnarráðstafanir.
Þá upplýsti skólastjóri um ráðningu forstöðumanns frístundastarfs barna og unglinga í Þorlákshöfn sem tekur til starfa 1. maí nk.
Einnig greindi skólastjóri frá ýmsum viðburðum í starfinu, s.s. undirbúningi fyrir Skjálftann, hæfileikakeppni unglinga á Suðurlandi, gang foreldrasamtala í janúar, æfingu á rýmingu skólans, Öskudagsfögnuð, forvarnarfyrirlestur á vegum "Það er von" og fjölbreytta jafningafræðslu frá Jafningjafræðslu Suðurlands sem að nemendur í 9. bekk tóku þátt í.
Þá var greint frá ráðningu nýs umsjónarkennara og öðrum starfsmannamálum, s.s. afleysingum, æfingakennslu o.fl.
Að lokum fjallaði skólastjóri um fyrirlögn samræmdra könnunarprófa hjá 9. bekk og greindi frá vandkvæðum sem upp komu við fyrirlögn íslenskuprófs og að vegna þeirra hafi próf í stærðfræði og ensku verið felld niður á landsvísu en að nemendum sé gefið frjálst að taka þau próf ef nemendur kjósa og verður fyrirlögn eftir páska á pappírsformi.

Nefndin þakkar kynninguna.

4. 2103066 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn. Skólanámsskrá 2021.
Skólastjóri kynnti skólanámskrá Grunnskólans í Þorlákshöfn og þær helstu breytingar sem orðið hafa á námskránni við þessa útgáfu.
Skólanámskráin hefur að geyma kennsluáætlanir, viðmiðunarstundarskrá, stefnu skólans, upplýsingar um starfsfólk og skipurit, grunnþætti menntunar, innra mat og áætlanir um úrbætur og aðgerðir til að bæta árangur nemenda, samstarf við ýmsa aðila og nærsamfélagið, námsmat, mat á lykilhæfni, móttöku nýrra nemenda og starfsmanna, áætlanir vegna jafnréttis, áfalla, eineltis og forvarna, verklag við meðferð agamála og lausn ágreiningsmála meðal starfsfólks og upplýsingar um öryggis- og slysavarnir.

Skólanámskráin er samþykkt einróma.
5. 2103062 - Fjölgurn íbúa og áhrif á skóla sveitarfélagsins.
Lögð var fram til kynningar greinargerð um stækkun leikskólans Bergheima sem unnin var af JeES arkitektum fyrir sveitarfélagið á dögunum.
Í greinargerðinni er fjallað um sögu leikskólans, núverandi húsnæði, núverandi nýtingu, fjölda nemenda og tvær mismunandi tillögur að stækkun leikskólans, samráð við nefndir, val á tillögu, samráð við starfsmenn og foreldrafélag.

Bókun:
Fyrir liggur að íbúum í Þorlákshöfn hefur fjölgað hratt síðustu misserin þannig hefur grunnskólanemendum í Þorlákshöfn fjölgað um rúmlega 12% á þremur á árum og á sama tíma hefur börnum á leikskólaaldri í Þorlákshöfn fjölgað um tæp 10%.
Mat skólastjóra grunnskólans er að enn um sinn sé mögulegt að taka á móti fleiri nemendum en þess sé skammt að bíða að horfa þurfi til stækkunar.
Hvað leikskóla varðar þá liggur fyrir ákvörðun sveitarfélagsins um að stækka leikskólann Bergheima um eina deild og geta þannig tekið á móti um 20 börnum til viðbótar við það sem nú er.
Miðað við áætlaða fjölgun íbúa myndi sú framkvæmd ekki duga til að hægt verði að bjóða börnum leikskóladvöl frá 12 mánaða aldri eins og stefnt er að.
Fjölskyldu- og fræðslunefnd beinir því til bæjarstjórnar að hefja þegar markvissan undirbúning til að mæta í senn fjölgun barna og vilja til aukinnar þjónustu.
Áríðandi er að sveitarfélagið sé á hverjum tíma vel í stakk búið til að mæta auknum fjölda íbúa og að skipulagning til framtíðar sé þar höfð í huga.
Með það í huga hvetur fræðslunefnd til þess að:

1. Kannað verði hvort unnt sé að bregðast við þeim biðlistum sem nú hafa myndast í núverandi húsnæði Bergheima með samtali við rekstraraðila leikskólans.
2. Framkvæmdum við stækkun leikskólans Bergheima verði flýtt svo mikið sem kostur er. Stefnt verði að því að framkvæmdir hefjist eigi síðar en í maí og nýtt húsnæði tekið í notkun eigi síðar en á fyrsta ársfjórðungi 2022.
3. Kannað verði hvort setja skuli upp „lausa stofu eða lausar stofur“ við Bergheima sem geti þjónustað um og yfir 20 börn. Samhliða verði horft til hvort unnt sé að færa inntöku aldur sem næst 12 mánaða aldri.
4. Hönnun á nýjum leikskóla hefjist eigi síðar en á þriðja ársfjórðungi 2021. Stefnt verði að því að hefja byggingu hans eigi síðar en 2022 og hann tekinn í notkun 2023.
5. Hönnun á stækkun grunnskólans hefjist eigi síðar en á þriðja ársfjórðungi 2021. Húsnæðið verði tilbúið þegar þörf verður fyrir það.

Málinu er því vísað til frekari skoðunar eða afgreiðslu í bæjarstjórn

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?