Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 423

Haldinn í fjarfundi,
04.07.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Erla Sif Markúsdóttir 1. varamaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Hrönn Guðmundsdóttir B-lista boðaði forföll og varamaður hennar komst ekki.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2301012 - Undanþága frá skilyrðum um lágmarksíbúafjölda v barnaverndarþjónustu
Síðari umræða um samning Hveragerðisbæjar og Sveitarfélagsins Ölfuss vegna undanþágu frá skilyrðum um lágmarks íbúafjölda vegna barnaverndarþjónustu.
Bæjarráð samþykkir samninginn.

Samþykkt samhljóða.
2. 2407001 - Úthlutunargjald
Fyrir bæjarráði lá erindi frá GeoSalmo þar sem óskað er eftir því að fá að nýta lóðir þeirra við Laxabraut sem veð fyrir lánveitingum gegn framlagningu á skuldabréfi á fyrsta veðrétti.


Bæjarráð samþykkir heimild til GeoSalmo til veðsetningar á tilgreindum lóðum gegn skuldabréfi á fyrsta veðrétti. Bæjarráð felur starfsmönnum sínum að útfæra slíkt skuldabréf sem síðan verði lagt fyrir bæjarráð fyrir undirritun þess.

Samþykkt samhljóða.
3. 2304043 - Fundartími bæjarráðs
Bæjarráð ræddi fasta fundartíma bæjarráðs en fyrir liggur að eftir breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp hjá sveitarfélaginu þarf að senda fundarboð út með amk. 48 tíma fyrirvara. Þar sem fastur fundartími er í byrjun vinnudags á fimmtudögum þurfa fundargögn því að vera send út á mánudögum. Slíkt veldur vanda við undirbúning funda bæjarráðs enda fer dagleg stjórnsýsla að miklu leyti fram í gegnum bæjarráð og mikilvægt að hægt sé að koma erindum fyrir fund sem berast fyrripart fundarvikunnar.
Lagt er til að fundir bæjarráðs verði hér eftir kl.12 á fimmtudögum í stað 8:15.
Samþykkt samhljóða.
4. 2407007 - Vinabæjarmót í Ölfusi 2026
Fyrir bæjarráði lá póstur frá Hrönn Guðmundsdóttur, fyrir hönd Norræna félagsins í Sveitarfélaginu Ölfusi, þar sem lagt var til að Sveitarfélagið Ölfus bjóðist til að greiða kostnað við hátíðarkvöldverð á vinabæjarmóti sem haldið verður í sveitarfélaginu eftir tvö ár.


Bæjarráð er jákvætt fyrir erindinu og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar.
5. 2406066 - Beiðni um viðauka- tækjakaup dagdvöl aldraðra.
Beiðni frá forstöðumanni dagdvalar um viðauka að fjárhæð kr. 1.000.000 vegna kaupa á baðbekk. Í erindinu kemur fram að þarfir íbúa hafi breyst á seinustu vikum og nú sé nauðsynlegt að geta þjónustað fólk í hjólastólum.


Bæjarráð samþykkir erindið og felur starfsmönnum að vinna viðauka vegna þess.

Samþykkt samhljóða.
6. 2406071 - Uppgjör við sveitarfélög vegna grindvískra grunnskólanemenda
Erindi frá Grindavíkurbæ, dags. 19. júní 2024, uppgjör við sveitarfélög vegna grindvískra grunnskólanemenda.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við forsendur þær er fram koma í erindinu og felur starfsmönnum sínum framgöngu þess.

Samþykkt samhljóða.
7. 2406076 - Tækifærisleyfi - Hamingjan við hafið 2024
Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna veitingar tækifærisleyfis fyrir bæjarhátíðina Hamingjan við hafið 6.-11.ágúst 2024.
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um um veitingu tækifærisleyfis.
12. 2406075 - Málefni fatlaðs fólks á svæði Bergrisans- húsnæðisreglur
Fyrir fundinum lágu húsnæðisreglur í málefnum fatlaðs fólks á þjónustusvæði Bergrisans ásamt fylgiskjali/vinnuskjali ráðgjafa til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir húsnæðisreglurnar.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
8. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar SASS.
Fundargerð aukaaðalfundar SASS frá 07.06.2024 til kynningar.
Lagt fram.
9. 1605028 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga.
Fundargerð 20.fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga frá 21.04.2024 til kynningar.
Lagt fram.
10. 2302026 - Arnardrangur hses.fundargerðir stjórnar
Fundargerð 14.fundar stjórnar Arnardrangs frá 24.06.2024 til kynningar.
Lagt fram.
11. 1603010 - Málefni fatlaðs fólks Fundargerðir stjórnar Bergrisans.
Fundargerð 74.fundar stjórnar Bergrisans frá 24.06.2024 til kynningar.
Lagt fram.
13. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 949.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 13.06.2024 og 950.fundar frá 21.06.2024 til kynningar.
Lagt fram.
Mál til kynningar
14. 2406014 - Umsókn um styrki - menningarmál
Fyrir bæjarráði lá tilkynning þess eðlis að sveitarfélagið hafi fengið styrk að upphæð 700 þúsund krónur til að mæta kostnaði við upplýsingaskilti við hamingjustíg í Þorlákshöfn.

Bæjarráð þakkar framlagið og felur starfsmönnum framgöngu málsins.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?