Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 28

Haldinn í fjarfundi,
20.01.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Björn Kjartansson varaformaður,
Þór Emilsson formaður,
Hrafnhildur Árnadóttir aðalmaður,
Harpa Þuríður Böðvarsdóttir aðalmaður,
Guðmundur Oddgeirsson aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri, Gunnlaugur Jónasson skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi
Í upphafi fundar lagði formaður til að mál yrði tekið á dagskrá með afbrigðum. Það er mál nr. 1 sem fjallar um hreinsimál holræsakerfis. Var samþykkt samhljóða að málið yrði tekið fyrir á fundinum.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2201035 - Fráveita : Þorlákshöfn
Lögð er fyrir nefndina tillaga á hreinsunarbúnaði fyrir fráveitukerfi Þorlákshafnar. Um er að ræða 1. þreps hreinsunarbúnað.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.
2. 2201036 - Lindarbær deiliskipulag bílskúr og viðbygging
Vigfús Þór Hróbjartsson skipulagsfræðingur leggur fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Lindarbær lnr. 171766 í Árbænum, fyrir hönd lóðareiganda.
Deiliskipulagið markar heimildir og setur skilmála svo unnt sé að gera veglegan bílskúr á lóðinni og byggja við núverandi íbúðarhús.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
3. 2112021 - Landeldi Laxabraut 17 seiðaeldi
Efla ehf leggur fram tillögu að deiliskipulagi fyrir fiskeldi á lóðinni Laxabraut 17. Áform eru um að reisa mannvirki í formi húsa, kerja, fóðursílóa, súrefnistanka, vatns- og frárennslislagna, ásamt lagningu gatna, plana og bílastæða og annað er fiskeldi á landi krefst. Vatnsöflun til rekstursins verður frá borholum innan lóðar. Frárennsli verður síað og hreinsað áður en það verður leitt til sjávar.
Í greinagerð er ákvæði um að ljósmengun skuli lámörkuð og tryggt verði að frárennsli loki ekki gönguleið meðfram ströndinni.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
4. 2110028 - DSK Fiskeldi Bakki 1
Vegagerðin gerði athugasemdir í umsögn sinni um tillöguna og bað m.a. um að bundið slitlag yrði skilyrt a.m.k. 20 m út frá vegbrún Þorlákshafnarvegar, hún væri hornrétt á veginn og jafnhá honum þessa 20 metra. Jafnframt að nágrannalóðir hefðu afnot af vegtengingunni.
Þetta var fært inn á uppdráttinn og kom staðfesting frá Vegagerðinni í kjölfarið um að hún gerði ekki athugasemd við tillöguna.
Veitur staðfestu einnig samþykki á kvöðinni sem kemur á þeirra lóð, með tölvupósti þann 29.12.2021.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgrein 41. grein skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
5. 2201033 - DSK breyting hafnarskipulags - stækkun Hafnarskeið 22 hafnarsvæði
Smyril Line óskar eftir að stækka lóð sína að Hafnarskeiði 22 og leggur fram breytt deiliskipulag þar sem lóðin stækkar um tæpa 3000 fermetra. Lóðamörk færast örlítið til og ólagða gatan Boðaskreið verður blindgata. Þetta er gert svo hægt sé að koma fyrir nýju vöruhúsi fyrirtækisins með hleðsludyrum báðu megin og vöruflutningabílar geti athafnað sig innan lóðar.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
6. 2201034 - DSK deiliskipulag sumarhúsalóðar Suða í Selvogi
Sigurður Jakobsson leggur fram deiliskipulagstillögu fyrir sumarhúsalóð í Selvogi. Tillagan gerir ráð fyrir að núverandi hús verði 60 m2 geymsla en heimilt verður að byggja nýtt sumarhús á lóðinni allt að 150 m2.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
7. 1610015 - ASK og DSK Deili- og aðalskipulagsbreyting, Riftún neðan vegar
Aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag fyrir verslunar og þjónustusvæði í Riftúni neðan vegar hefur verið auglýst. Engar athugasemdir komu frá almenningi eða öðrum hagsmunaaðilum. Umhverfisstofnun og heilbrigðiseftirlitið komu með nokkrar ábendingar. Þær snérust um ásýnd, hveri, bílastæði og fleira. Tekið hefur verið tillit til þeirra í tillögunni.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá aðalskipulagstillögunni í samræmi við 3. málsgrein 30. greinar og 2. málsgrein 32. greinar skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br. og deiliskipulagstillögunni í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
8. 2109032 - DSK Bakki 2 deiliskipulag vegna lóðar fyrir frístundabyggð
Vegagerðin gerði athugasemdir í umsögn sinni um tillöguna og hafnaði vegtengingu eins og hún er sýnd i gögnum en benti á aðra lausn á því. Hún er nú sýnd á uppdrætti og jafnframt hefur bundið slitlag verið sýnt amk. 20 út frá vegbrún Þorlákshafnarvegar, hún sýnd hornrétt á veginn og jafnhá honum þessa 20 metra.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgrein 41. grein skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
9. 2102075 - DSK Auðsholt - 4 lóðir
Málið kemur nú enn einu sinni fyrir nefndina. Aðkoma að landi nágranna er lýst í eldri landskiptagjörð og hefur ný útgáfa af aðkomunni verið færð inn á uppdráttinn enn að nýju.
Afgreiðsla: Frestað til næsta fundar. Leitað verður lögfræðiálits á stöðu sveitarfélagsins í málinu fyrir næsta fund.
10. 2104016 - Auðsholt - stofnun fjögurra lóða
Landeigandi óskar eftir að stofna 4 lóðir úr landi sínu Auðsholti í samræmi við deiliskipulag sem er í vinnslu.
Málinu var frestað á nóvemberfundi nefndarinnar þar sem deiliskipulag hafði ekki verið klárað

Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um gildistöku deiliskipulags.
11. 2012022 - DSK Hafnarsvæði - breyting deiliskipulags
Breyting á Hafnarskipulagi vegna lóðar Farice kemur nú fyrir nefndina eftir auglýsingu. Engar athugasemdir bárust, hvorki frá lögboðnum umsagnaraðilum, né öðrum hagsmunaaðilum. Lóðin hefur verið minnkuð úr 900 í 551 m2 miðað við þá tillögu sem var auglýst. Ekki er talin ástæða til að auglýsa aftur vegna þessa, þar sem minni lóð er minna íþyngjandi fyrir hagsmunaaðila en sú sem var auglýst. Fyrir utan minnkun lóðar er breyting á nafni á tveim götum, Bakki heitir nú Sandbakki og nyrsti hluti Hafnarskeiðs sem nokkuð óvænt, hélt áfram á norðursvæðinu heitir nú Tjarnarbakki.
Afgreiðsla: Samþykkt. Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgrein 41. grein skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
12. 2201022 - Breyting á lóð Bakki 3 - tengihús Farice
Í ljós kom að nýstofnuð lóð Farice fyrir fengihús við Bakka 3, hitti óheppilega á núverandi gatnakerfi. Því hefur verið sneitt af henni eitt horn til að aðlaga hana. Hún hafði áður verið minnkuð úr 900 m2 í 600 m2 en veður nú 551 m2 í samræmi við mál sem var á dagskrá fyrr á fundinum.
Afgreiðsla: Breyting á lóð samþykkt.
13. 2201032 - Beiðni um framkvæmdaleyfi fyrir borun 4 tilraunahola
Fiskeldisfyrirtæki óskar eftir leyfi til að bora 4 tilraunaholur á lóð sem þeir hafa fengið vilyrði fyrir, í samræmi við erindi í viðhengi.
Afgreiðsla: Framkvæmdaleyfi samþykkt.
14. 2201027 - Hjarðarbólsvegur 5, grenndarkynning
Lóðareigandi óskar eftir að auka byggingarmagn um 20% úr 149 m2 i 178,8 og hækka hámarks mænishæð úr 6 m í 6,5 m á lóðinni Hjarðarbólsvegur 5. Lóðin er 2983 m2 og á henni má skv. gildandi skipulagi byggja með nýtingarhlutfallinu 0,05 sem þýðir að aðeins má byggja 149 m2 hús þar.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 2. málsgr. 43 gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br. Tillagan verði grenndarkynnt með bréfi til lóðarrétthafa eftirtalinna lóða: Hjarðarból, Hjarðarbólsvegur 3, Hjarðarbólsvegur 4 og Hjarðarbólsvegur 7.
15. 2201001 - Vesturbakki 8 stækkun lóðar
Lóðarhafi Vesturbakka 8 óskar eftir að fá að stækka lóð sína inn á lóð spennustöðvar Rarik vegna aðkomu að fyrirhugaðri byggingu á lóðinni. Rarik hefur skoðað málið og gera þeir ekki athugasemd við minnkun sinnar lóðar.
Afgreiðsla: Samþykkt. Lóðarhafi ber kostnað af endurgerð lóðarblaða og breytingu á skráningu beggja lóðanna hjá Þjóðskrá í samræmi við gjaldskrá sveitarfélagsins.
16. 2201028 - Þurárhraun 8 - umsókn um stækkun lóðar
Lóðarhafi óskar eftir að stækka lóðina Þurárhraun 8, lítillega til suðvesturs inn á opið svæði og stækka byggingarreit um 4 metra til suðvesturs eins og fram kemur á uppdrætti í viðhengi.
Afgreiðsla: Samþykkt. Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 2. málsgr. 43 gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br. Lóðarhafi beri þann kostnað sem af hlýst, þar með talið gerð nýs lóðarblaðs og breytingu á skráningu lóðarinnar hjá Þjóðskrá. Erindið verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna Þurárhraun 5, 6, 25 og 27.
17. 2201009 - Stofnun lóðar fyrir spennistöð við Laxabraut 23
Rarik óskar eftir að stofna lóð fyrir spennistöð á lóð Landeldis við Laxabraut 23 í samræmi við lóðarblað í viðhengi.
Afgreiðsla: Samþykkt
18. 2201029 - Sandhóll - stofnun vegsvæðis
Vegagerðin óskar eftir að stofna lóð fyrir vegsvæði úr landi Sandhóls í samræmi við nýlegan úrskurð um eignarnám á landinu.
Afgreiðsla: Stofnun lóðar samþykkt.
19. 2112022 - Umsögn um starfleyfi Fiskmarmaður Boðaskeiði 1
Heilbrigðiseftirlits Suðurlands óskar eftir umsögn um starfleyfisumsókn Fiskmarkaðs Íslands ehf., kt. 6011911219, sem hefur sótt um endurnýjun á starfsleyfi fyrir fiskmarkað að Boðaskeiði 1, fnr. F2513953.

Fiskmarkaðurinn flytur nú í nýtt húsnæði og hefur sótt um endurnýjun á starfsleyfi vegna þess.

Skv. 7. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunareftirlit, skal útgefandi starfsleyfis leita umsagnar viðkomandi skipulags- og byggingarfulltrúa um það hvort starfsemin samrýmist:

a) deiliskipulagi, eða eftir atvikum aðalskipulagi, hvað varðar landnotkun og byggðarþróun.
b) samþykktri notkun þeirrar fasteignar sem hún fer fram í.

Hér með óskar Heilbrigðiseftirlit Suðurlands eftir umsögn skipulags- og byggingafulltrúa um ofangreinda þætti.

Afgreiðsla: Nefndin samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa.
20. 2201011 - Íbúðir á hafnarsvæði
Í nefnd um heildarendurskoðun aðalskipulags var fjallað nýlega um Meitilshúsið og möguleika á að þar verði heimilað að hafa íbúðir en bæjarstjórn hafði áður fjallað um málið á þeim forsendum. Þar sem skipulagsreglugerð heimilar ekki að íbúðir séu á hafnarsvæði er nærtækast að breyta aðalskipulagi þannig að svæðið umhverfis húsið tilheyri miðsvæðinu í Þorlákshöfn.

Nefndin bókaði:
Nokkrir aðilar hafa keypt gamla Meitilinn og tók bæjarstjórn nýverið jákvætt í að að á efri hæðum verði heimilaðar íbúðir. Til að svo megi vera þarf aðalskipulag að gera ráð fyrir því. Nærtækast væri að skilgreina svæðið sem miðsvæði og framlengja miðsvæðið sem fyrir er niður að höfninni.

Afgreiðsla nefndar um endurskoðun aðalskipulags: Samþykkt að breyta hafnarsvæðinu þannig að það miðsvæðið nái niður fyrir hús Meitilsins og næstu lóðir. Íbúðir á því svæði verði heimilaðar á efri hæðum en þær verði "víkjandi" gagnvart hafnarstarfsemi. Þannig skal væntanlegum íbúum á því svæði vera ljóst að starfsemi á nálægu hafnarsvæði fylgja umsvif vegna umferðar, hávaða og lyktar sem eðlilegt er að fylgi hafnarstarfsemi. Eðlilegt er að framkvæmda- og hafnarnefnd fjalli um málið.

Afgreiðsla: Lagt fram. Guðmundur Oddgeirsson fulltrúi X-O lagði fram eftirfarandi bókun: Hafnarsvæðið er í mikilli þróun og því á ekki að breyta skipulaginu á svæðinu. Þorlákshöfn er inn- og útflutningshöfn, hafnarvernd / tollsvæði er óaðskiljanlegur hluti hafnarsvæðis og með því að reka fleyg í svæðið, slíta hafnarsvæðið í tvennt, er ekki verið að horfa til framtíðar. Kaupendum hússins mátti vera ljóst að það væri inn á skilgreindu hafnarsvæði og hvaða kvaðir fylgi því.
Undirritaður, Guðmundur Oddgeirsson, leggst gegn því að aðalskipulaginu verði breytt vegna þessa máls enda þjónar það ekki hagsmunum sveitarfélagsins.
21. 2201002 - Torfabær Lóð - Selvogsbanki nafnabreyting
Landeigandi óskar eftir að sumarhús hans sem hjá Þjóðskrá heitir "Torfabær lóð" fái nafnið Selvogsbanki, gatan sem það stendur við og hefur verið kölluð Selvogsgata fái það nafn opinberlaga (hjá Þjóðskrá) og lóðin verði þannig Selvogsgata 1. Rökstuðningur og ítarlegt erindi er í viðhengi ásamt loftmynd. Lóðareigandi á nágrannalóð sendir svipað erindi sem er tekið fyrir sérstaklega.
Afgreiðsla: Erindið samþykkt
22. 2201012 - Geirshús - nafnabreyting lóðar í Selvogsgata 2
Lóðareigandi óskar eftir að gatan sem sumarhús hennar Geirshús fái nafnið Selvogsgata. Gatan sem hefur verið kölluð Selvogsgata fái það nafn opinberlaga (hjá Þjóðskrá) og lóð hennar verði fái staðfangið Selvogsgata 2 en húsið heiti áfram Geirshús.
Afgreiðsla: Samþykkt.
23. 2201026 - Hjarðarból - nýtt verslunar og þjónustusvæði
Landeigandi óskar eftir að fá nýtt svæði fyrir verslun og þjónustu í landi sínu, Hjarðarból skilgreint í nýju aðalskipulagi. Hugmyndin er að þar verði hótel en fyrir er gistiheimili annars staðar á landinu.
Afgreiðsla: Vísað til nefndar um heildarendurskoðun aðalskipulags.
24. 2201031 - Umsögn um framleiðsluaukningu Landeldis
Skipulagsstofnun biður um umsögn okkar um matsskýrslu vegna framleiðsluaukningar Landeldis sem stefnir að því að auka framleiðslu lífmassa úr 3.450 tonnum í 12.500 tonna ársframleiðslu miðað við það sem Skipulagsstofnun hefur þegar samþykkt. Matskýrsla er eins konar undanfari umhverfismats sem verður unnið á næstunni.
Skipulagsstofnun biður um að í umsögninni komi fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við það hvernig framkvæmdaraðili hyggst vinna að umhverfismati framkvæmdarinnar, út frá sínu starfssviði, svo sem um skilgreiningu valkosta, gagnaöflun, úrvinnslu gagna, umhverfismat og framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum umsagnaraðili telur að gera þurfi frekari skil eða hafa sérstaklega í huga við umhverfismat framkvæmdarinnar. Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð.

Í umsögninni í viðhengi er lögð áhersla á að gönguleið við strandlengju neðan stöðvarinnar sem fram kemur í aðalskipulagi sé haldið opinni og bendir á mikilvægi þess að ljósmengun frá stöðinni verði haldið í lámarki með viðeigandi aðgerðum, skermun og ljósabúnaði.

Afgreiðsla: Umsögn samþykkt.
25. 2009034 - Umferðaröryggisáætlun
Verkís er að vinna umferðaröryggisáætlun fyrir sveitarfélagið. Stofnaður hefur verið stór samráðshópur ýmissa hagsmunaaðila sem er Verkís til aðstoðar. Einnig var auglýst eftir ábendingum meðal íbúa um það sem betur mætti fara í umferðarmálum hvað varðar öryggi vegfaranda.

Nýlega var haldinn fundur í hópnum og í viðhengi er glærusafn sem Verkís lagði fram af því tilefni þar sem meðal annars koma fram helstu ábendingar sem borist hafa.

Afgreiðsla: Lagt fram.
26. 2110055 - Umsögn um sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Suðvesturlandi
Mannvit óskar eftir að Sveitarfélagið Ölfus staðfesti tillögu að nýrri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á starfssvæði fjögurra "sorp-samlaga". Samlögin eru SORPA bs, Sorpurðun Vesturlands hf. Sorpstöð Suðurlands bs og Kalka, sorpeyðingarstöðvar sf.
Sveitarfélagið hefur áður gefið jákvæða umsögn um svæðisáætlunina sem finna má í viðhengi ásamt erindinu og áætluninni.

Afgreiðsla: Skipulags- og umhverfisnefnd beinir því til bæjarstjórnar að hún staðfesti áætlunina.
Fundargerðir til staðfestingar
27. 2201002F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 34
Átta mál voru til umfjöllunar hjá afgreiðslunefnd byggingafulltrúa í síðustu viku. Fundargerðin er lögð fram í heild.
Lagt fram
27.1. 2112004 - Umsókn um lóð - Víkursandur 8
Sjótækni ehf. sækir um lóðina Víkursand 8 fyrir iðnaðarhús.
Afgreiðsla: Lagt fram
Afgreiðsla: Samþykkt
27.2. 2201019 - Laxabraut 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Þórhallur Garðarsson sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa fyrir húsnæði fyrir tækjabúnað mhl 05 og 06, samkv. teikningum frá Tækniþjónusta SÁ ehf. dags. 30.08.2021
Afgreiðsla: Lagt fram
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
27.3. 2201018 - Bakki Faricelóð - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Ingiþór Björnsson sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa fyrir húsnæði fyrir tækjabúnað, samkv. teikningum frá Verkfræðistofa Suðurnesja ehf. dags. 08.12.2021
Afgreiðsla: Lagt fram
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
27.5. 2201014 - Vesturbakki 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Valur Arnarson sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa fyrir geymsluhúsnæði, samkv. teikningum frá Cedrus ehf. dags. 10.11.2021
Afgreiðsla: Lagt fram
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
27.6. 2201013 - Vesturbakki 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Valur Arnarson sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa fyrir geymsluhúsnæði, samkv. teikningum frá Cedrus ehf. dags. 10.11.2021
Afgreiðsla: Lagt fram
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
27.7. 2201030 - Hafnarskeið 22 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Aðalsteinn Snorrason sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa fyrir Iðnaðarhúsnæði, um er að ræða um 2200 m2 stálgrindarhús samkv. teikningum frá Arkís arkitektar. dags. 11.01.2022
Afgreiðsla: Lagt fram
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
27.8. 2201021 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
Sigurður Þ. Jakobsson f/h Rarik ohf. tilkynnir um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi vegna spennistöðvar við Hvoll 2. samkv. teikningum frá Bolti ehf. dags. 13.05.21
Afgreiðsla: Lagt fram
Afgreiðsla. Samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?