Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 448

Haldinn í fjarfundi,
17.07.2025 og hófst hann kl. 12:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Í upphafi fundar leitaði formaður eftir athugasemdum við fundarboð en engar bárust.

Berglind Friðriksdóttir áheyrnarfulltrúi H-lista boðaði forföll.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2507029 - Miðbær Þorlákshafnar - erindi varðandi fjármögnun framkvæmda
Fyrir fundinum liggja drög að viðauka við samkomulag um uppbyggingu miðbæjarkjarna ásamt drögum að tryggingarbréfi.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög. Jafnframt samþykkir bæjarráð að heimila veðsetningu fasteignanna skv. veðskuldabréfi til handa Kviku banka á 2. veðrétti á eftir tryggingarbréfi sveitarfélagsins í samræmi við fyrirliggjandi yfirlýsingu.

Bæjarstjóra er falið að undirrita fyrirliggjandi skjöl f.h sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.
2. 2507031 - Beiðni um viðauka vegna leikskólalóðar Hraunheima
Sviðsstjóri leggur fyrir bæjarráð beiðni um viðauka að fjárhæð 46 milljónir sem vantar uppá til að klára framkvæmdir við lóð.
Bæjarráð samþykkir beiðnina samhljóða.
3. 2507005 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - tvær vinnsluborholur í Hverahlíð
Lögð er fram umsókn Orku náttúrunnar dags. 4. júlí 2025 um framkvæmdaleyfi fyrir borun tveggja vinnsluhola á borsvæði í Hverahlíð, Hellisheiði. Umsóknin er í samræmi við 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 4. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi. Fyrirhuguð framkvæmd felur í sér stækkun núverandi borplana, lítils háttar aðlögun vegslóða, greftri þróar fyrir skolvatn, uppsetningu yfirborðsbúnaðar, tengingu við safnæðastofn og frágang raskaðra svæða. Borplönin eru innan iðnaðarsvæðis Hverahlíðarvirkjunar skv. aðalskipulagi Ölfuss 2020-2036 og gildandi deiliskipulagi frá 2007, sem heimilar allt að 8 borstæði á hverju borsvæði og heildarfjölda allt að 33 hola. Fyrirhuguð framkvæmd var metin í umhverfismati vegna Hverahlíðarvirkjunar og liggur fyrir álit Skipulagsstofnunar um að framkvæmdin sé heimil með tilliti til umhverfisáhrifa skv. lögum nr. 111/2021.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Framkvæmdaleyfi veitt.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2411025 - Sögusteinn DSK
Endurkoma eftir athugasemdaferli Lagt er fram deiliskipulag fyrir Sögustein sem auglýst var skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust á auglýsingatíma frá Heilbrigðiseftirliti og landeiganda Hraunkvía. Skipulagshöfundur hefur farið yfir framkomnar umsagnir og lagt fram uppfært deiliskipulag þar sem merkingin ,,TILLAGA" hefur verið fjarlægð af uppdrætti. Breytingin nær ekki til veitumála eða vatnsverndar og felur ekki í sér breytingu á gildandi hæðartakmörkunum, sem eru 6 m samkvæmt samþykktu skipulagi.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2409011 - Nýtingarhlutfall iðnaðar og athafnasvæða ASKBR
Endurkoma eftir athugasemdir. Engar athugasemdir voru gerðar af umsagnaraðilum og því er skipulagsbreytingin lögð fram að nýju óbreytt.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
Fundargerðir til staðfestingar
6. 2507001F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 97
Fundargerð 97.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 09.07.2025 til staðfestingar.

1. 2506038 - Merkjalýsing - Uppskipting landeignar - Hólstaður. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2506040 - Merkjalýsing - Uppskipting landeignar - Stóragerði lóð 1 og Stóragerði lóð 1B. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2506044 - Merkjalýsing - Uppskipting landeignar - Birkimói 1-16, Þorlákshöfn. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2503010 - Auðsholt DSK. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2507004 - Merkjalýsing - Samsett aðgerð - Ljúfilundur (L230942) og Stóri-Saurbær 3 (L227193). Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2409011 - Nýtingarhlutfall iðnaðar og athafnasvæða ASKBR. Tekið fyrir sérstaklega.
7. 2411025 - Sögusteinn DSK. Tekið fyrir sérstaklega.
8. 2507005 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - tvær vinnsluborholur í Hverahlíð. Tekið fyrir sérstaklega.
9. 2507008 - Stjórnsýslukæra - Byggingarleyfi Gerðarkot. Til kynningar.
10. 2507009 - Stjórnsýslukæra - Vindmælingarmastur við Dyraveg. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.

Fundargerðir til kynningar
7. 2507030 - Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands 2025
Fundargerð aðalfundar Eignarhaldsfélags Suðurlands frá 04.07.2025 til kynningar. Einnig er til kynningar ársreikningur félagsins fyrir árið 2024.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?