Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 32

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
08.09.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Eiríkur Vignir Pálsson formaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Erla Sif Markúsdóttir aðalmaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir aðalmaður,
Sigfús Benóný Harðarson 1. varamaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Benjamín Þorvaldsson hafnarstjóri,
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskar formaður nefndar eftir að taka eitt erindi inn með afbrigðum, mál númer 4 á dagskrá.

Á fundin undir mál 1 og 2 mætti Sigurður Ás Gréttarsson eftirlitsmaður með framkvæmdum og fór yfir stöðu þeirra.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2204029 - Endurbygging Svartaskersbryggju 2022
Verkfundagerðir nr. 4 til 6 er lagðar fram. Á fundin mætti eftirlitsmaður verksins og fór yfir stöðu framkvæmda sem er eftirfarandi.
Verktaki er búinn að fullreka 53 plötur en 4 eru í rekstri. Að sögn verktaka er reksturinn afar auðveldur 2-3m en eftir það kemur þungur rekstur í 2-3m en síðasti 0,5-1 m er auðveldur. Stagbiti er kominn að plötu 39 um 62 metra. Búið að taka upp 50% af fríholtum. Verktaki notar 9 lóðið til að fullreka. Eftirlit bendir á að titringashamrinn er of lítill fyrir þessar plötur. Rekstur tekur að jafnaði 40-70 mínútur á plötu skv. mælingu eftirlits. Að sögn verktaka hefur það tekið lengst allt að 90 mínútur.
Gert er ráð fyrir að fyrir næsta verkfund verði rúmlega 20 þilplötur komnar niður til viðbótar, alls 80 plötur. Uppsetning stagbita verður komin 32 metra til viðbótar eða að plötu 60.
Miðað við fyrirliggjandi verkáætlun er verktaki mánuð eftir áætlun.
Eftirlit óskar eftir að verktaki uppfæri verkáætlun miðað við lokadag 15. nóvember 2022.

Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
2. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja
Verkfundagerðir nr. 14-17 er lagðar fram. Á fundin mætti eftirlitsmaður verksins og fór yfir stöðu framkvæmda sem er eftirfarandi.
Verktaki er að vinna við að fylla með kjarna og grjótverja lengingu Suðurvarargarðs og bryggjugarðinn. Verktaki er kominn að stöð 680. Grjótröðun bryggjugarðs er langt komin en verktaki er að vinna nú við grjótröðun á samskeytum bryggjugarðs og gamla garðs. Unnið er í námuvinnslu á svæði 2B og í haftinu milli svæða 1-4. Áætlað er að frá því að vinnsla hófst að búið sé að sprengja um 179 þús. m3 af fastri klöpp skv. borskýrslu án undirborunar og búið að keyra út í garð um 162 þús. rúmmetra skv. bílatalningu og á lager um 30 þús. m3.
Búið er taka úr garði um 4000 m3 af grjóti yfir 3 tonn, gróft metið.
Að sögn verktaka ætlar hann að koma upp vinnubúðum á dósasvæði.
Verktaki hefur skilað inn borskýrslum til 19.8. Dagskýrslur komnar til 25.7.
Á næstu tveimur vikum er stefnt að því Suðurvarargarður verði komin að stöð 690. Gert er ráð fyrir að keyra út í garð um 15 þús. m3 og sprengja sama magn í námu á næstu 2 vikum. Unnið verður við grjótvinnslu á svæði 2B og í hafti milli svæða 1-4 og milli svæða 1-2.
Áætlað magn á lager við námu er 30 þús. Minna grjót á þeim lager hefur verið notað sem undirfyllingar í vegi af öðrum verktaka.
Verktaki er á eftir áætlun í námu en undan í garði. Farið fram á að verktaki endurskoði verkáætlun.

Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
3. 2209001 - Svartaskersbryggja endurbygging þekju
Lagt er fyrir nefndina tilboð Portum verkfræðistofa ehf. uppá 3.019.050.- millj, kr í heildar hönnun og gerð útboðsgagna fyrir verkið "Svartaskersbryggja Endurbygging þekju"
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir tilboðið
4. 2202025 - Afleysingarmaður Hafnarstjóra
Nefndin ræddi afleysingarstöðu hafnarstjóra. Fyrir liggur að hafnarstjóri er enn í veikindaleyfi og ekki vitað hversu lengi það mun vara. Afleysingarstaðan var auglýst til 1. okt.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir að framlengja afleysingartímabilið um 6 mánuði.
5. 2208028 - Erindi frá kærunefnd útboðsmála vegna kæru Sportís
Lögð er fyrir nefndina kæra Sportís til kærunefndar útboðsmála vegna útboðs á nýjum rennibrautum og stigahúsi við sundlaug Þorlákshafnar.
Minnisblað Lex lögmanna lagt fyrir nefndina einnig.

Afgreiðsla: Í tilefni af kæru Sportís ehf. til kærunefndar útboðsmála hefur framkvæmda- og hafnarnefnd yfirfarið á ný útboðsgögn og tilboð í útboði um vatnsrennibraut sem auglýst var 19. mars sl. Að mati nefndarinnar skortir nokkuð á að í útboðsgögnum væri að finna tilgreiningu á valforsendum og þeim lágmarkskröfum sem gilda áttu um frávikstilboð. Auk þess var gildistími tilboða til 1. júlí sl. Afstaða til mats á tilboðum var á hinn bóginn ekki tekin innan þess tíma og ekki óskað eftir framlengingu tilboða. Leggur nefndin því til að umrætt útboði verið auglýst á nýjan leik á grundvelli endurskoðaðra útboðsgagna og ákvörðun um slíkt tilkynnt bjóðendum og kærunefnd útboðsmála.
6. 2201037 - Framkvæmdaráætlun 2022
Sviðstjóri fór yfir helstu verklegar framkvæmdir fyrir sem eru á áætlun 2022.
1. Nýr leiksskóli
2. Stækkun grunnskóla
3. Yfirborðsfrágangur Hraunshverfi, áfangi 2
4. Gatnagerð Vesturbakki
5. Gatnagerð Vetrarbraut
6. Gatnagerð Miðbæjarsvæði
7. Gatnagerð Laxabraut
8. Deiliskipulag íbúðarsvæðis Áfangi 2. vestan við Eyja- og Básahraun
9. Hreinsistöð á fráveitu Þorlákshafnar

Sviðstjóri fór yfir helstu verklegar framkvæmdir fyrir sem eru á áætlun 2022.
1. Nýr leiksskóli Unnið er að lokafrágangi teikninga sem lögð verða fyrir nefndina í október
2. Stækkun grunnskóla Vinna við þarfagreiningu er í gangi þar sem tillit er tekið til óskir/hugmyndir eftir fund með skólastjórnendum.
3. Yfirborðsfrágangur Hraunshverfi, áfangi 2 unnið er við lokafrágang opinna svæða (torf). Ekki verður malbikaðir göngustígar við þau hús sem ekki hafa verið tengd við stofnlagnir. Vegna dýpt á stofnlögnum er miklar líkur á að það grefst undan gangstétt sem mun þá valda sigi og skemmdum á malbiki.
4. Gatnagerð Vesturbakki. Framkvæmdir ganga vel. Áætluð verklok er 1. Nóvember miða við uppfærða framkvæmdaráætlun
5. Gatnagerð Vetrarbraut Gatnagerð er lokið hvað fyllingar og lagnir í götur varðar. Rarik er að hefja vinnu við frágang rafmagnkassa og háspennustreng að spennistöð. Allri undirvinnu er lokið í göngustíg ásamt fleygun fyrir ljósastreng, beði er eftir ljósapollum (lagt til af verkkaupa). Verktaki á eftir að ganga frá ljóskúplum á ljósastaura ásamt við gerð á malbiki í Sunnubraut.
6. Gatnagerð Miðbæjarsvæði. Unnið er við lagningu stofnalagna hitaveitu. Áætluð verklok eru lok október
7. Gatnagerð Laxabraut. Verktaki hefur fleygað 80 % af þvi sem þarf að fleyga á kaflanum. Búið er að keyra styrktarlagi að stöð 3400. Það er búið að mala efni í allan vegkaflann.
8. Deiliskipulag íbúðarsvæðis Áfangi 2. Vestan við Eyja- og Básahraun. Fyrstu drög verða lögð fram til kynningar á næsta fundi skipulags- og umhverfisnefndar
9. Hreinsistöð á fráveitu Þorlákshafnar Unnið er að gerð endanlegra teikninga og gerð útboðsgagna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?