Fundargerðir

Til bakaPrenta
Íþrótta- og tómstundanefnd - 40

Haldinn Fundarsalur íþróttamiðstöðvar,
13.09.2023 og hófst hann kl. 18:00
Fundinn sátu: Davíð Arnar Ágústsson varaformaður,
Oskar Rybinski aðalmaður,
Emil Karel Einarsson aðalmaður,
Guðlaug Arna Hannesdóttir aðalmaður,
Hjörtur S. Ragnarsson 1. varamaður,
Ragnar M. Sigurðsson íþrótta- og æskulýsðsfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Ragnar M. Sigurðsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2309019 - Frístundastyrkir 2022
Íþrótta- og tómstundafulltrúi leggur fram samantekt um nýtingu frístundastyrkja fyrir árið 2022. Áður var samantekt lögð fram á 39. fundi íþrótta- og tómstundanefndar þann 24.04.2023. Á fundi bæjarstjórnar þann 11.05.2023 var fundargerð nefndarinnar tekin fyrir var lögð fram eftirfarandi bókun:
Ása Berglind Hjálmarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun undir lið 3 á fundi íþrótta- og tómstundanefndar:

Um leið og ég þakka fyrir samantektina langar mig að óska eftir því að farið verði í greiningu á hlutfalli barna með erlendan bakgrunn sem nýtir frístundastyrkinn. Það er virkilega mikilvægt fyrir sveitarfélag eins og Ölfus sem er með hátt hlutfall íbúa með erlendan bakgrunn að það leggi sig fram við að ná sérstaklega til þeirra foreldra sem tala annað tungumál en íslensku og kynni frístundastarf og frístundastyrkinn með öllum leiðum. Mögulega þarf að búa til nýjar leiðir til að ná til foreldra ef niðurstaðan er sú að börn með erlendan uppruna nýta síður frístundastyrkinn.
58% barna nýttu styrkinn, það er ekki hátt hlutfall svo ástæða er til að skoða þetta betur. Það skiptir sköpum hvernig við mætum nýjum Íslendingum og alveg sérstaklega börnum sem eru að vaxa úr grasi og ná tökum á tungumáli sem er ekki endilega þeirra móðurmál. Við eigum að beita öllum ráðum til að auðvelda þeim samfélagslega þátttöku, félagslega aðlögun og öfluga íslenskukennslu.
Í þessari samantekt er viðauki þar sem leitast er við að svara þessari spurningu.
Í samantektinni kemur fram að heildarnýting frístundastyrkja árið 2022 er 58% á móti u.þ.b. 70% árið 2021. Helsta skýring á þessum mun er að árið 2022 ákvað Sveitarfélagið Ölfus að veita öllum börnum á aldrinum 0 - 18 ára styrk vegna þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. En árið 2021 höfðu börn á aldrinum 6 - 18 ára rétt til að nýta frístundastyrk. Þar af leiðandi eru þessi tvö ár ekki samanburðarhæf þar sem nýting allra yngstu aldurshópanna er lág, sjá nánar í samantektinni.
Aftur á móti er nýting frístundastyrkja hjá börnum á grunnskólaaldri mjög góð og á það bæði við börn með erlendan bakgrunn sem og íslensk börn.
Einnig kemur fram að því miður er nýting elstu aldurshópanna ekki góð og eru á því sjálfsagt ýmsar skýringar. Til að reyna að auka nýtingu elstu aldurshópanna leggur nefndin til að unglingar, frá 9. bekk til 18 ára, geti nýtt frístundastyrk til kaupa á líkamsræktarkorti.
Tillaga þess efnis er í minnisblaði sem fylgir þessu máli. Þar kemur fram rökstuðningur fyrir þessari tillögu og tillaga að reglugerðarbreytingu um frístundastyrki.

Mál til kynningar
2. 2309022 - Skólahreystivöllur
Skólahreystibraut.
Bréf frá Kolbrúnu Rakel Helgadóttur
Kolbrún Rakel hefur hug á að standa fyrir söfnum til kaupa á skólahreystivelli sem yrði settur á skólalóðina. Hugmyndin er að leita til bæjarbúa og fyrirtækja um framlög og vinnu. Skólahreystivöllurinn yrði gjöf frá bæjarbúum til barnanna í sveitarfélaginu. Í bréfinu kemur fram að svona braut myndi nýtast skólanum og frístundaheimilinu, einnig gæti hún nýst íþróttakennurum í íþróttakennslu og þjálfurum í öllum íþróttagreinum sem viðbót í styrktarþjálfun. Auk þess að vera frábært leiktæki fyrir krakkana utan skólatíma. Að sjálfsögðu geta fullorðnir spreytt sig líka.

Íþrótta- og tómstundanefnd er sammála um að þetta sé frábært verkefni og fagnar frumkvæði Kolbrúnar Rakelar að standa fyrir því að skólahreystibraut gæti orðið að veruleika.
Varðandi staðsetningu skólahreystibrautarinnar á skólalóðinni telur nefndin að grassvæðið sunnan við bílastæði grunnskólans gæti verið hentug staðsetning ef ekkert í skipulagi skólalóðarinnar kemur í veg fyrir það.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að skipulags- og umhverfisnefnd taki málið til skoðunar í samráði við skólastjórnendur í Grunnskólanum í Þorlákshöfn.
3. 2309020 - Starfsskýrsla og ársskýrsla Ungmennafélagsins Þór 2022
Starfsskýrsla og ársreikningar Ungmennafélagsins Þórs og deilda þess fyrir árið 2022 lögð fram til kynningar
4. 2309014 - Knattspyrnufélagið Ægir
Ársreikningar aðalstjórnar og reikningar barna og unglingaráðs Knattspyrnufélagsins Ægis fyrir árið 1.10.2021 til 30.9 2022 lagðir fram til kynningar
5. 2309013 - Golfklúbbur Þorlákshafnar
Starfsskýrsla og ársreikningar Golfklúbbs Þorlákshafnar fyrir starfstímabilið 1.1. 2022 - 31.12. 2023 lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?