| |
| 1. 2510062 - Tillaga að ungmennaráði 2025-2026 | Skipan ungmennaráðs 2025-2026 Íþrótta- og tómstundafulltrúi lagði fram tillögu að skipan ungmennaráðs fyrir starfsárið 2025?2026. Ákvörðun: Tillagan samþykkt samhljóða.
| | |
|
| 2. 2510063 - Frístundamessa | Tillaga um frístundamessu Formaður íþrótta- og tómstundanefndar lagði fram tillögu um að haldin verði frístundamessa í íþróttahúsinu í tengslum við opnun nýju rennibrautanna. Tilgangur messunnar er að kynna fjölbreytt frístundastarf fyrir börn og unglinga í sveitarfélaginu. Öllum félögum sem sinna slíku starfi verður boðin þátttaka. Ákvörðun: Tillagan samþykkt og íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna áfram að undirbúningi.
| | |
|
| 3. 2510064 - Erindi frá knattspyrnufélaginu Ægi | Erindi frá Knattspyrnufélaginu Ægi Nefndin þakkar góða og yfirgripsmikla samantekt um starf félagsins á árinu og óskar meistaraflokki karla til hamingju með sigur í 2. deild og sæti í Lengjudeildinni næsta sumar. Varðandi óskir félagsins um styrkveitingar utan núverandi samninga, vísar nefndin málinu til bæjarráðs og vinnslu fjárhagsáætlunar 2026.
| | |
|
| 4. 2510066 - Fjárhagsáætlun 2026 Íþrótta- og tómstundanefnd | Fjárhagsáætlun 2026 Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti vinnu við fjárhagsáætlun 2026 og fór yfir viðhaldsverkefni og nýframkvæmdir. Nefndin þakkar kynninguna og bendir á mikilvægi þess að koma eftirfarandi verkefnum í farveg:
- Viðvarandi lekavandamál í vallarhúsi. - Endurnýjun búnaðar við sundlaug. - Skipta þarf um fjórar körfur í íþróttahúsinu sem eru úreltar.
| | |
|
| 5. 2503038 - Umsóknir í afreks- og styrktarsjóð Ölfuss 2025 | Umsóknir í afreks- og styrktarsjóð Fyrir lágu þrjár umsóknir:
- Védís Huld Sigurðardóttir ? styrkur vegna keppnisferðar til Sviss á HM íslenskra hestsins. Ákvörðun: Samþykkt kr. 100.000 (staðfesting á fyrri afgreiðslu).
- Glódís Rún Sigurðardóttir ? styrkur vegna keppnisferðar til Sviss á HM íslenskra hestsins. Ákvörðun: Samþykkt kr. 100.000 (staðfesting á fyrri afgreiðslu).
- Máni Mjölnir Guðbjartsson ? styrkur vegna keppna í Hollandi og með landsliðinu í Belgíu í motocross. Ákvörðun: Samþykkt kr. 150.000.
| | |
|
| 6. 2510070 - Heilsudagar | Heilsudagar Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti hugmyndir um Heilsudaga í íþróttamiðstöðinni. Tilgangurinn er að kynna hreyfingu og bjóða upp á námskeið og fyrirlestra um bætta heilsu. Ákvörðun: Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna að dagskrá í samvinnu við félög og þjálfara.
| | |
|