Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 19

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
09.09.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Eiríkur Vignir Pálsson formaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Kristín Magnúsdóttir aðalmaður,
Sveinn Samúel Steinarsson aðalmaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Hjörtur Bergmann Jónsson hafnarstjóri, Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri, Elliði Vignisson .
Fundargerð ritaði: Sigmar Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður nefndar að bæta við 2 málum nr. 5 og 6 á dagskrá.
Grétar Ingi Erlendsson sat fund í gegnum fjarfundarbúnað


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja
Verkefnastjóri verksins Sigurður Ás Grétarsson mætti á fundinn og fór yfir stöðu þess og kynnti útboðsgögn ásamt tímaáætlun verksins.

Í máli Sigurðar koma ma. fram að undirbúningur að lenging Suðurvarargarðs og færsla Suðurvararbryggju hefur gengið vel og er nú farið í útboð og það auglýst á EES svæðinu. Opnun útboðs verður 12. október. Gangi áætlun eftir mun færsla grjótfláa Suðurvararbryggju ljúka að ári. Lenging Suðurvarargarðs, upptekt tunnu og frá gangur við steypta bryggju mun ljúka árið 2023. Þá er stefnt að því að stálþiljun Suðurvararbryggju ljúki vetur 2022-23.

Sigurður gerði jafnframt grein fyrir því að Vegagerð hafi tekið ákvörðun um að fresta framkvæmdum við fiskibryggju við Skötubót þar sem sú bryggja var ekki inn á samgönguáætlun. Vegna þess var efnispöntun fiskibryggju breytt í Suðurvararbryggju sem er inn á samgönguáætlun. Hönnunardýpi þar er áætlað 9,5m.

Sigurður kynnti einnig niðurstöður siglingahermis. Þar voru skoðaðar 3 mismunandi styttingar á austurgarði: 40, 60 og 90metra. Niðurstaðan úr siglingaherminum var að stytting Austurgarðs um 40 metra væri of knöpp. Stytting um 60 m var mun betri, en 90 m stytting kann að vera besti kosturinn. Jafnframt var skoðað áhrif þessara þátt á siglingu að Skarfaskersbryggju auk lengingar á henni um allt að 40m sem og sigling að Svartaskersbryggju. Niðurstaða þessa var að sigling að Skarfaskersbryggju reyndist betur.

Til skoðunar er 60 m styttinga austurgarðs og 250 m lenging Suðurvarargarðs eða 90 metra stytting austurgarðs og 300 metra lenging Suðurvarargarðs. Kostnaðarmunur allt að 400 m.kr. Til skoðunar að lengja Skarfaskersbryggju um allt að 30 m og SmL verði þar áfram með aðstöðu eða Sml flytur að Svartaskersbryggju.Nefndin þakkar kynninguna.

Hvað varðar frestun á framkvæmdum við fiskibryggju þá lýsir nefndin yfir áhyggjum af því að ekki skuli koma til framkvæmdarinnar á þessum tímapunkti. Mikilvægt er að samgönguyfirvöld sýni því skilning að Þorlákshöfn er forsenda margra stórra framfaraverkefna í íslensku atvinnulífi. Nægir í því samhengi að nefna orkuskipti flotans, útflutning á allt að 2 milljónum tonna af jarðefnum til sementsvinnslu sem draga mun úr kolefnisspori byggingariðnaðar, mikin vöxt á lönduðum afla, stórkostlegan útflutning á laxi og laxaafurðum og margt fl. Af þessu má sjá að höfnin er á leið inn í rekstrarumhverfi sem kallar á stöðugar framkvæmdir á næstu 10 árum og því síður en svo ástæða til að draga úr framkvæmdum.

Nefndin beinir því hafnarstjóra að fylgja eftir þeirri ósk að framkvæmdir við fiskibryggju verði hluti af núverandi framkvæmdum enda sér nefndin þá framkvæmd sem órjúfanlegan hlut af heildarþjónustugetu hafnarinnar.

Nefndin beinir því einnig til hafnarstjóra og Portum sem gegnir hlutverki ráðgjafa hafnarinnar að fengin verði formleg afstaða Smyril line til þess hversu mikið sé hægt að stytta austurgarð miðað við 250m lengingu á suðurvarargarð og hvert þeir telji að unað verði við þau áhrif sem slíkt hefur óhjákvæmilega á hreyfingu við Skarfasker, viðleguaðstöðu skipa SL.
 
Gestir
Sigurður Ás Grétarsson mæti á fund undir þessum lið í fjarfundarbúnaði. - 00:00
2. 2109006 - Efniskaup stálþils - Niðurstaða útboðs
Niðurstöður útboðs í efniskaup fyrir endurnýjun stálþils og festingar vegna verkefnisins við Fiskibryggju og Svartaskersbryggju.

Fyrir liggur að þann 23.júlí síðastliðin voru opnuð á vef Ríkiskaupa tilboð í stálþil og festingar vegna verkefnis við Fiskibryggju og Svartaskersbryggju í Þorlákshöfn. Lægsta tilboðið átti G.Arason og var upp á kr. 308.150.000,- án vsk., m.v. gengi evru 148,2 kr. Innifalið í tilboðinu er allt
efni, stálþils- og stagefni og flutningur efnis á staðinn.

Vegagerðin leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

Afgreiðsla: Nefndin samþykkir að samið verði við lægstbjóðanda að því gefnu að ekkert óvænt komi upp við lokafrágang samninga.
3. 2109007 - Skipulag lóða á hafnarsvæði
Deiliskipulag hafnarsvæðis var lagt fram og framtíðarhugmyndir ræddar.
Afgreiðsla: Lagt fram
4. 2101012 - Framkvæmdaráætlun 2021
Sviðstjóri fór yfir stöðu á nokkrum verkefnum sem eru á áætlun 2021.
1. Móttöku og flokkunarstöð
2. Gatnahönnun Móinn
3. Gatnahönnun Vetrarbraut-Sunnubraut
4. Nesbraut/Laxabraut
5. Yfirborðsfrágangur Hraunshverfi
6. Leiksvæði við Ráðhús
7. Gatnahönnun á nýju íbúðarsvæði 1. áfangi
8. Gatnahönnun iðnaðar- og hafnarsvæðis
9. Stofnlagnir að nýju íbúðarsvæði
10.Gatnahönnun lenging Vesturbakka

Afgreiðsla: Staða verkefna kynnt.

1. Móttöku og flokkunarstöð. Unnið er við lagnir að lóð, girða lóðina af og frágang umhverfis stöðina.

2. Gatnahönnun Móinn . Lokaútgáfa af útboðsgögnum verður lögð fram í lok næstu viku og framkvæmdin boðin út í kjölfarið

3. Gatnahönnun Vetrarbraut/Sunnubraut Gatnagerð ætti að fara í útboð á næstu vikum, búið er að úthluta öllum lóðunum.

4. Nesbraut/Laxabraut Óskað verður eftir að nýta fjármagn sem áætlað var í lagfæringar á Nesbraut og Laxabraut í að lengja núverandi vegstæði frá afleggjara að hesthúsasvæði af Nesbraut/Laxabraut fram yfir lóðina Laxabraut 25

5. Yfirborðsfrágangur Hraunshverfi áfangi 1. Lokið er við malbik gatna, kantsteinn verður steyptur í næstu viku og gangstéttar malbikaðar eftir það

6. Leiksvæði Ráðhús Vinna við lýsingu er eftir, óska þarf eftir aukafjármagni í þann verklið
7. Gatnahönnun á nýju íbúðarsvæði 1. áfangi Gert er ráð fyrir að hönnun verði klár í lok árs og framkvæmdir fara inna 2022
8. Gatnahönnun iðnaðar- og hafnarsvæðis Frumhönnun/hæðarsetningar hafa verið skoðaðar þörf er á að setja meira í þessa vinnu.

9. Stofnlagnir að nýju íbúðarsvæði. 3. tilboð bárust í verkið lægsta tilboð var frá Stórverk uppá rúmar 37 millj.
10. Gatnahönnun Vesturbakki.
Gatnahönnun er tilbúin fyrir utan veitustofnanir, ekki gert ráð fyrir framkvæmd fyrr en 2022
5. 2109010 - Samningur um Grjótnám á lóð Landeldis
Fyrirliggja drög af samning til samþykktar milli Þorlákshafnarhöfn og Landeldis um grjótvinnslu á lóð þeirra við Laxabraut 21-23-25.
Afgreiðsla:

Nefndin samþykkir samninginn og felur hafnarstjóra að ganga frá undirskrift hans. Nefndin telur samninginn í senn hagstæðan fjárhagslega sem og falli hann að því hringrásarhagkerfi sem sveitarfélagið leggur áherslu á að vinna eftir þar sem ætíð er reynt að fullnýta auðlindir.
6. 2108058 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir færanlega malbikunarstöð
Fyrir nefndina er lagður samningur til samþykktar við Colas Ísland hf. um afnot af hluta af gömlu grjótnámunni við gamla Þorlákshafnarveginn.
Afgreiðsla: Samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?