Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 449

Haldinn í fjarfundi,
21.08.2025 og hófst hann kl. 12:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson 1. varamaður,
Berglind Friðriksdóttir áheyrnarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2508019 - Minnisblað um sorpmál í Ölfusi
Bæjarráð Ölfuss tók fyrir minnisblað umhverfisstjóra um sorpmál, þar sem gerð er grein fyrir stöðu flokkunar í sveitarfélaginu og þeim áskorunum sem upp hafa komið við nýtingu innri íláta fyrir lífrænan úrgang.

Fram kemur að fyrirkomulagið með sér hólfi í almennu tunnunni hafi reynst takmarkandi, sérstaklega hjá fjölmennari heimilum, og að nú þegar hafi mörg sveitarfélög tekið upp notkun tvískiptra tunna fyrir almennt og lífrænt sorp.

Umhverfisstjóri leggur til að Ölfus bjóði upp á tvískiptar tunnur til kaups fyrir íbúa og að útskipting geti hafist frá og með 1. október nk.

Bæjarráð ítrekar að samkvæmt lögum skal allur kostnaður vegna sorpmála greiddur af málaflokknum sjálfum. Þar sem um viðbótarútgjöld er að ræða er það óhjákvæmilegt að kostnaður við endurnýjun eða kaup á sorptunnum endi með einum eða öðrum hætti hjá notendum sjálfum. Sanngjarnast er að þegar það er mögulegt þá sé það val hvers og eins hvort og þá hvenær hann skiptir um sorpílát. Þeir sem kjósa stærri hólf fyrir lífrænt sorp hafa þá þann kost.

Bæjarráð telur þó eðlilegt og jákvætt að sveitarfélagið bjóði íbúum upp á þjónustu við kaup á nýjum tunnum.

Samþykkt samhljóða.

2. 2508034 - Lántaka - Brunavarnir Árnessýslu
Erindi frá Brunavörnum Árnessýslu bs. þar sem óskað er eftir staðfestingu aðildarsveitarfélaga á heimild Brunavarna Árnessýslu til lántöku í samræmi við samþykkt á vorfundi Héraðsnefndar Árnesinga þann 28.04.2025.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Ölfus staðfestir heimild Brunavarna Árnessýslu bs. til að taka að láni allt að kr. 180 milljónir hjá Landsbankanum hf.

Samþykkt samhljóða.
3. 2508036 - Ósk um stuðning við Karlsvöku - dagskrá 7.september 2025 og frágang og merkingu listaverksins Sólúrsins (Karlsminnis)
Óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins við Karlsvöku - minningardagskrá sem fyrirhugað er að halda í tilefni þess að Karl Jóhann Sighvatsson hefði orðið 75 ára þann 8.september 2025.

Bæjarráð samþykkir erindið með fyrirvara um að vart vinnst tími til að vinna tilhlýðilegar endurbætur á umhverfislistaverkinu Sólúrið/Karlsminni. Hvað þá framkvæmd varðar þá beinir bæjarráð því til umhverfisstjóra að vinna bráðabirgða endurbætur á verkinu fyrir 7. september nk. Þá beinir bæjarráð því til umhverfisstjóra að leita tilboða í gagngerar endurbætur á listaverkinu og vísa því til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir komandi ár.

Samþykkt samhljóða.

4. 2508035 - Sinfó í sundi 29.ágúst 2025
Erindi frá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Í tilefni af 75 ára afmælis sveitarinnar leitar Sinfóníuhljómsveit Íslands eftir samstarfi við sveitarstjórnir um land allt um verkefni sem kallast Sinfó í sundi og eru sveitastjórnir á
hverjum stað hvattar til að bjóða upp á beina útsendingu frá tónleikunum Klassíkin okkar sem hefjast kl. 20:00 á RÚV þann 29. ágúst. Áherslan í efnisskrá tónleikanna að þessu sinni verður á fjölbreyttan söng.

Hugmyndin er sú að í sundlaugum og baðstöðum um allt land verði boðið upp á beina útsendingu frá tónleikunum, ýmist með hjálp skjávarpa eða sjónvarpstækja eða þá útvarpstækja, en tónleikarnir verða einnig í beinni útsendingu á Rás 1. Með því ætti að myndast möguleiki á mikilli og góðri samfélagsstemningu, en vitanlega verður hægt að njóta tónleikanna áfram heima með hjálp Spilara RÚV.

Bæjarráð fagnar erindinu en getur því miður ekki tekið þátt í viðburðinum ,,Sinfó í sundi" 29.ágúst nk. þar sem sundlaugin verður lokað þennan dag vegna framkvæmda.
5. 2508017 - Norræna menningarhátíð heyrnarlausra - beiðni um styrk
Erindi frá Félagi heyrnarlausra þar sem óskað er eftir styrk vegna Norrænnar menningarhátíðar sem haldin verður á Selfossi 05.-09.ágúst 2026.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

Samþykkt samhljóða.
6. 2508020 - Beiðni um styrk til Þúfunnar, áfangaheimilis fyrir konur
Erindi frá almannaheillafélaginu Lítil Þúfa fta. sem rekur Þúfuna áfangaheimili fyrir konur í bata frá vímuefnaröskun, þar sem leitað er eftir rekstrarstyrk að fjárhæð kr. 300.000,- sem dreifist yfir þrjú ár, kr. 100.000,- árlega.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu þar sem það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar en vísar því að öðru leyti til gerðar fjárhagsáætlunar.
Fundargerðir til staðfestingar
7. 2508001F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 34
Fundargerð 34.fundar fjölskyldu- og fræðslunefndar frá 13.08.2025 til staðfestingar.

1. 2311012 - Skýrsla leikskólastjóra Bergheima. Til kynningar.
2. 2508010 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn - Sjálfsmatsskýrsla skólaárið 2024-2025. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2508007 - Leikskólinn Hraunheimar - Skólanámskrá 2025. Til kynningar.
4. 2508008 - Leikskólinn Hraunheimar - Foreldrahandbók. Til kynningar.
5. 2508009 - Leikskólinn Hraunheimar - Starfsmannahandbók. Til kynningar.
6. 2112015 - Skólastefna Sveitarfélagsins Ölfuss. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2507037 - Skólaþjónusta Ölfuss - handbók 2025. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2507034 - Reglur um stofn og aðstöðustyrk vegna daggæslu í heimahúsum. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.

8. 2507004F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 70
Fundargerð 70.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 16.07.2025 til staðfestingar.

1. 2406028 - Suðurvarabryggja-Yfirborðsfrágangur. Til kynningar.
2. 2501021 - Framkvæmdaráætlun 2024-25. Til kynningar.

Fundargerðin lögð fram í heild sinni og hún staðfest.
9. 2507002F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 78
Fundargerð 78.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 16.07.2025 til kynningar.

1. 2507022 - Umsókn um lóð - Bárugata 41
2. 2507010 - Laxabraut 21 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
3. 2507011 - Laxabraut 15 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
4. 2505003 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Birkigljúfur 12 - Flokkur 2
5. 2507012 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hnjúkamói 7-9-11 - Flokkur 2
6. 2507013 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Bárugata 31 - Flokkur 2
7. 2507014 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Bakki 1 leigulóð - Flokkur 1
8. 2507017 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Selvogsbraut 41 - Flokkur 2
9. 2507018 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Selvogsbraut 41 - Flokkur 1
10. 2507019 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hafnarberg 43 - Flokkur 3
11. 2507021 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Kolviðarhóll lóð 7 - Flokkur 1
12. 2507027 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Sólbakki 3 - Flokkur 1
13. 2507032 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Reykir - Flokkur 3
14. 2507033 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Fjallsbraut 5 - Flokkur 1

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
10. 2508002F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 79
Fundargerð 79.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 14.08.2025 til kynningar.

1. 2505003 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Birkigljúfur 12 - Flokkur 2
2. 2507027 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Sólbakki 3 - Flokkur 1
3. 2507043 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Vesturbakki 1A-1F - Flokkur 2
4. 2508004 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Bárugata 41 - Flokkur 2

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðir til kynningar
11. 2009052 - Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurlands
Fundargerð 346.fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 12.08.2025.
Lagt fram til kynningar.
12. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar SASS.
Fundargerð 624.fundar stjórnar SASS frá 27.06.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:50 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?