| |
1. 2508019 - Minnisblað um sorpmál í Ölfusi | |
Bæjarráð ítrekar að samkvæmt lögum skal allur kostnaður vegna sorpmála greiddur af málaflokknum sjálfum. Þar sem um viðbótarútgjöld er að ræða er það óhjákvæmilegt að kostnaður við endurnýjun eða kaup á sorptunnum endi með einum eða öðrum hætti hjá notendum sjálfum. Sanngjarnast er að þegar það er mögulegt þá sé það val hvers og eins hvort og þá hvenær hann skiptir um sorpílát. Þeir sem kjósa stærri hólf fyrir lífrænt sorp hafa þá þann kost.
Bæjarráð telur þó eðlilegt og jákvætt að sveitarfélagið bjóði íbúum upp á þjónustu við kaup á nýjum tunnum.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
2. 2508034 - Lántaka - Brunavarnir Árnessýslu | |
Bæjarráð Sveitarfélagsins Ölfus staðfestir heimild Brunavarna Árnessýslu bs. til að taka að láni allt að kr. 180 milljónir hjá Landsbankanum hf.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
3. 2508036 - Ósk um stuðning við Karlsvöku - dagskrá 7.september 2025 og frágang og merkingu listaverksins Sólúrsins (Karlsminnis) | |
Bæjarráð samþykkir erindið með fyrirvara um að vart vinnst tími til að vinna tilhlýðilegar endurbætur á umhverfislistaverkinu Sólúrið/Karlsminni. Hvað þá framkvæmd varðar þá beinir bæjarráð því til umhverfisstjóra að vinna bráðabirgða endurbætur á verkinu fyrir 7. september nk. Þá beinir bæjarráð því til umhverfisstjóra að leita tilboða í gagngerar endurbætur á listaverkinu og vísa því til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir komandi ár.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
4. 2508035 - Sinfó í sundi 29.ágúst 2025 | |
Bæjarráð fagnar erindinu en getur því miður ekki tekið þátt í viðburðinum ,,Sinfó í sundi" 29.ágúst nk. þar sem sundlaugin verður lokað þennan dag vegna framkvæmda. | | |
|
5. 2508017 - Norræna menningarhátíð heyrnarlausra - beiðni um styrk | |
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
6. 2508020 - Beiðni um styrk til Þúfunnar, áfangaheimilis fyrir konur | |
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu þar sem það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar en vísar því að öðru leyti til gerðar fjárhagsáætlunar. | | |
|
| |
7. 2508001F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 34 | |
1. 2311012 - Skýrsla leikskólastjóra Bergheima. Til kynningar. 2. 2508010 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn - Sjálfsmatsskýrsla skólaárið 2024-2025. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 3. 2508007 - Leikskólinn Hraunheimar - Skólanámskrá 2025. Til kynningar. 4. 2508008 - Leikskólinn Hraunheimar - Foreldrahandbók. Til kynningar. 5. 2508009 - Leikskólinn Hraunheimar - Starfsmannahandbók. Til kynningar. 6. 2112015 - Skólastefna Sveitarfélagsins Ölfuss. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 7. 2507037 - Skólaþjónusta Ölfuss - handbók 2025. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 8. 2507034 - Reglur um stofn og aðstöðustyrk vegna daggæslu í heimahúsum. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
| | |
|
8. 2507004F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 70 | |
1. 2406028 - Suðurvarabryggja-Yfirborðsfrágangur. Til kynningar. 2. 2501021 - Framkvæmdaráætlun 2024-25. Til kynningar.
Fundargerðin lögð fram í heild sinni og hún staðfest.
| | |
|
9. 2507002F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 78 | |
1. 2507022 - Umsókn um lóð - Bárugata 41 2. 2507010 - Laxabraut 21 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi 3. 2507011 - Laxabraut 15 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi 4. 2505003 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Birkigljúfur 12 - Flokkur 2 5. 2507012 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hnjúkamói 7-9-11 - Flokkur 2 6. 2507013 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Bárugata 31 - Flokkur 2 7. 2507014 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Bakki 1 leigulóð - Flokkur 1 8. 2507017 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Selvogsbraut 41 - Flokkur 2 9. 2507018 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Selvogsbraut 41 - Flokkur 1 10. 2507019 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hafnarberg 43 - Flokkur 3 11. 2507021 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Kolviðarhóll lóð 7 - Flokkur 1 12. 2507027 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Sólbakki 3 - Flokkur 1 13. 2507032 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Reykir - Flokkur 3 14. 2507033 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Fjallsbraut 5 - Flokkur 1
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
| | |
|
10. 2508002F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 79 | |
1. 2505003 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Birkigljúfur 12 - Flokkur 2 2. 2507027 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Sólbakki 3 - Flokkur 1 3. 2507043 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Vesturbakki 1A-1F - Flokkur 2 4. 2508004 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Bárugata 41 - Flokkur 2
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
| | |
|
| |
11. 2009052 - Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurlands | |
Lagt fram til kynningar.
| | |
|
12. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar SASS. | |
Lagt fram til kynningar.
| | |
|