Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 69

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
20.03.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Margrét Polly Hansen Hauksdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Böðvar Guðbjörn Jónsson áheyrnarfulltrúi,
Sigurður Steinar Ásgeirsson Skrifstofu- og verkefnastjóri,
Fundargerð ritaði: Sigurður Steinar Ásgeirsson, Skrifstofu- og verkefnastjóri
Í upphafi fundar lagði formaður til að eitt mál yrði tekið á dagskrá með afbrigðum. Það er mál númer 1, skipulagslýsing fyrir Bakkamel íbúasvæði og mál númer 2, umsókn um byggingarheimild vegna Selvogsbraut 41. Var samþykkt samhljóða að málin yrðu tekið fyrir á fundinum.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2403049 - Bakkamelur íbúasvæði DSK
- Skipulagslýsing
Lögð er fram skipulagslýsing fyrir íbúahverfi í Bakkamel í Ölfusi. Skipulagssvæðið er úr sameinuðu landi Hjalla og Bakka 2 sem verður í heild sinni 95,6 ha. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir 4 einbýlishúsalóðum 3700-6000 m2, sex parhúsalóðum 2800-4600 m2 og fimmtán parhúsalóðum að stærð 3000-5500 m2.

Afgreiðsla: Fjöldi íbúða er umfram heimildir í aðalskipulagi þar sem aðeins er gert ráð fyrir 25 íbúðum. Erindinu er því synjað að svo stöddu þar sem deiliskipulagið er ekki í samræmi við aðalskipulag.

Þá er einnig bent á nýlega samþykkta tæknilýsingu fyrir íbúasvæði í dreifbýli sveitarfélagsins en þar segir að gera þurfi ráð fyrir samþjónustulóð á uppdrætti.
2. 2403030 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Selvogsbraut 41 - Flokkur 2
Kjartan Sigurbjartsson f/h lóðarhafa Sæmund Skúla Gíslason sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á þaki. samkv. teikningum frá Pro-ark dags. 18.07.22
Afgreiðsla: Samþykkt.
3. 2403021 - Heinaberg 7 - Grenndarkynning á viðbyggingu
Farið er fram á heimild til að reisa viðbyggingu við íbúðarhúsnæði. Um er að ræða mjög litla viðbyggingu við aðalútgang sem myndi stækka forstofu í húsnæðinu.
Afgreiðsla: Hjörtur S. Ragnarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 2. málsgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan verði grenndarkynnt með bréfi til lóðarrétthafa að Heinabergi 9 og Lyngbergi 12.
4. 2306014 - DSK Akurholt ný íbúðar-, frístunda-, iðnaðar-, verslunar og þjónustusvæði
Landeigandi leggur fram deiliskipulagstillögu þar sem skilgreind hafa verið tvö íbúðarsvæði, svæði með frístundalóðum, svæði fyrir verslun og þjónustu og iðnaðarsvæði. Málið var lagt fram til kynningar á síðasta fundi og var þar kallað eftir því að staðsettar væru samþjónustulóðir við íbúðahverfi. Þeim hefur nú verið bætt inn á uppdrátt.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010.
5. 2402057 - Br. DSK Gljúfurárholt 23 og 24
Lögð er fram breyting á deiliskipulagi fyrir Gljúfurárholt 23 og 24. Í tillögunn er gert ráð fyrir að fjölga byggingarreitum og að Gljúfurárholti 23 verði skipt um. Þá er fyrirhugað að reisa megi smáhýsi til bændagistingar.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010.
6. 2402017 - Grímslækjarheiði - Hraunkvíar DSK
Lagt er fram deiliskipulag fyrir Grímslækjarheiði, Hraunkvíar og Ytri-Grímslæk. Með skipulaginu verða til 12 byggingarlóðir fyrir íbúðarhúsnæði. Málinu var frestað á fyrri fundi þar sem kallað var eftir því að samþjónustulóðir yrðu sýndar á uppdrætti og að lögð væri fram staðfesting á að neysluvatn væri til staðar.
Afgreiðsla: Málinu frestað þar sem borholuskýrsla liggur ekki fyrir. Þá kallar nefndin eftir því að samþjónustulóð sé niðurnegld á þessum stað fremur en aðeins sé tilgreind möguleg staðsetning.
7. 2403029 - Vesturbyggð áfangi 3 og 4 óveruleg breyting DSK
Lögð er fram óveruleg breyting á deiliskipulagi Vesturbyggðar áfanga 3 og 4. Breytingin felur í sér kostnaðarhagræðingu vegna gatnagerðar auk þess sem rými skapast til að bæta við 3 raðhúsum.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulags og byggingarfulltrúum verði heimilað að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
8. 2402083 - Reykjabraut 2 - DSK
Deiliskipulag þetta nær yfir lóðina Reykjabraut 2 á Þorlákshöfn. Um er að ræða fyrrum ?pósthúslóð?, þar sem stendur gamalt 2 hæða hús með atvinnurými á götuhæð og íbúð á efri hæð. Póstþjónusta er löngu horfin úr húsinu og er sótt um annarsvegar að nýta hæðina sem íbúð og hins vegar þétta byggðina. Svæðið er mjög miðsvæðis og er nálægt helstu þjónustu.
Málinu var frestað á síðasta fundi og kallað eftir nánari skoðun á hvort skipulagið væri í samræmi við aðalskipulag.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010.

Nefndin kallar eftir því að þegar skipulagið verður auglýst og fer í athugasemdaferli verði aðliggjandi lóðarhöfum tilkynnt um það sérstaklega.
9. 2306022 - DSK breyting 3 lóðir deiliskipulag Hjarðarból lóð 1 - Í8
- Endurkoma máls eftir athugasemdaferli
Deiliskipulagið hefur áður verið samþykkt í bæjarstjórn. Vegagerð gerðu athugasemd við að jarðvegsmön væri teiknuð innan veghelgunarsvæðis. Uppdráttur var uppfærður þannig að jarðvegsmanir væru utan veghelgunarsvæðis.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
10. 2302017 - DSK Meitlar deiliskipulag vegna rannsóknarborhola í Meitlum á Hellisheiði
- Endurkoma máls eftir athugasemdaferli
Deiliskipulagið var samþykkt í bæjarstjórn þann 30. nóvember 2023 en er nú lagt fram aftur eftir athugasemdaferli. Gerðar voru athugasemdir af Vegagerð og Umhverfisstofnun sem OR hafa brugðist við.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
11. 2306003 - ASK Nýir jarðstrengir að fiskeldi vestan Þorlákshafnar - rafstrengir
- Endurkoma máls eftir athugasemdaferli
Skipulagið var samþykkt af bæjastjórn þann 30. nóvember 2023. Í umsagnarferli komu athugasemdir frá UMS varðandi röskun hrauns og að rökstyðja þyrfti sérstaklega hvaða brýnu hagsmunir lægju að baki því að samþykkja skipulagið.

Skipulagið liggur um svæði þar sem finna á hraun sem nýtur verndar samkvæmt 61. gr. náttúruverndarlaga. Gæta þarf í hvívetna að hrófla ekki við hrauni nema brýn nauðsyn krefjist þess til að ná fram markmiðum skipulagsins. Í þessu tilviki er um að ræða raforkustreng sem nauðsynlegt er að leggja til að veita orku til atvinnustarfsemi vestan Þorlákshafnar. Uppbygging atvinnustarfsemi er ein af grunnforsendum hagvaxtar og þess að hægt sé að byggja upp samfélag sem hefur velferð íbúa að leiðarljósi. Því liggja brýnir almannahagsmunir fyrir því að skipulagið fái fram að ganga.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 3. málsgrein 30. greinar og 2. málsgrein 32. greinar skipulagslaga nr 123/2010.
12. 2210005 - DSK Eima - Deiliskipulag í landi Eimu i Selvogi
- Endurkoma eftir athugasemdaferli
UMS gerðu athugasemdir vegna hrauns á deiliskipulagssvæði. HSL gerðu athugasemd við að mörk vatnsverndarsvæðis væru ekki skýr. Skipulagshöfundur hefur brugðist við athugasemdum og leggur fram lagfært deiliskipulag.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
13. 2302023 - ASK og DSK Litla Sandfell breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag
Aðalskipulag
- Endurkoma máls eftir athugasemdaferli
Gerðar voru lítillegar breytingar á skipulaginu til að bregðast við athugasemdum frá umsagnaraðilum.

Afgreiðsla: Málið var tekið til atkvæðagreiðslu. 3 Fulltrúar D lista kusu með. Hrönn kaus á móti og Baldur sat hjá. Tillaga var því samþykkt með 3 atkvæðum á móti 1.

Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 3. málsgrein 30. greinar og 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
14. 2302023 - ASK og DSK Litla Sandfell breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag
Deiliskipulag
- Endurkoma eftir athugasemdaferli
HSL gerði athugasemdir við orðalag í greinargerð og hefur greinargerðin verið uppfærð til að bregðast við því.

Afgreiðsla: Málið var tekið til atkvæðagreiðslu. 3 Fulltrúar D lista kusu með. Hrönn kaus á móti og Baldur sat hjá. Tillaga var því samþykkt með 3 atkvæðum á móti 1.

Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
15. 2310027 - DSK Deiliskipulag Hafnarsandur 2 spennistöð L171864
- Endurkoma eftir athugasemdaferli
Umsagnarferli er lokið og gerðu umsagnaraðilar engar athugasemdir á umsagnartíma. Skipulagið er því í óbreyttri mynd.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
16. 2308002 - DSK deiliskipulag Sandhóll L171798
- Endurkoma máls eftir yfirferð SLS
Skipulagsstofnun gerðu athugasemd við að skipulagið væri birt í B-deild stjórnartíðinda. Skipulagið hefur nú verið lagfært í samræmi við athugasemdir skipulagsstofnunar.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
17. 2403050 - Umsagnarbeiðni - Hótel í Hveradölum
Óskað var eftir umsögn um umhverfismatsbeiðni vegna hótels í hveradölum. Hjálögð eru drög að umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Afgreiðsla: Nefndin felur skipulagsfulltrúa að senda inn framlagða umsögn.
18. 2402074 - Uppgræðslusjóður 2024
Umhverfisstjóri mun koma fyrir fundinn og kynna málið. Nefndin ákvarðar úthlutun úr uppgræðslusjóði 2024.
Afgreiðsla: Tillaga samþykkt.
Mál til kynningar
19. 2403018 - Minnisblað varðandi sorpmál í sveitarfélaginu
Umhverfisstjóri kemur fyrir fundinn og kynnir minnisblaðið.
Afgreiðsla: Lagt fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?