Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 40

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
17.05.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Eiríkur Vignir Pálsson formaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Erla Sif Markúsdóttir aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Benjamín Þorvaldsson hafnarstjóri,
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2303020 - Starf hafnastjóra auglýst
Lagt er fyrir nefndina niðurstöður Hagvangs, sjá fylgiskjal.
Afgreiðsla: Framkvæmda- og hafnarnefnd felur sviðstjóra að vinna áfram að ráðningu hafnarstjóra í samræmi við mat hafnarnefndar og ráðgjöf Hagvangs
4. 2305006 - Geymslusvæði efnis v-styttingu Austurgarðs
Sviðstjóri leggur fyrir nefndina beiðni eftirlitsaðila með hafnarframkvæmdum um heimild til að lagera grjóti, kjarna og sandi sem kemur úr styttingu Austurgarðs fyrir norðan Norðurgarð. Gert er ráð fyrir að grjótið sé geymt þarna til bráðabirgða en sandurinn og kjarninn gætu orðið eftir. Gert er ráð fyrir að gera fyrirstöðugarð til að efnið tapist ekki. Efnið kemur við styttingu Austurgarðs en sú framkvæmd er nauðsynleg fyrir Smyril line til að auðvelda aðkomu skipa að Skarfaskersbryggju. Stærð grjóts er upp í 25 tonn. Unnt verður að nýta efnið síðar við grjótvarnir í sveitarfélaginu og/eða við stækkun hafnarinnar til norðurs í Skötubót. Áætlað magn er um 30 þúsund rúmmetrar. Meðfylgjandi er tillaga að geymslusvæði og fyrirstöðugarði.
Afgreiðsla. Framkvæmda- og hafnarnefnd felur starfsmönnum að skoða aðra möguleika fyrir geymslu efnis.
5. 2305030 - Geymslusvæði fyrir gáma og smábáta
Hafnarstjóri óskar eftir afstöðu nefndar um hvort og þá hvar sveitarfélagið ætlar að bjóða uppá geymslusvæði fyrir gáma - og smábáta. Núverandi staðsetning sem boðið er uppá þarf að fjarlægja þar sem það er í götustæði að hluta og innan ports sem unnið er við að girða af.
Afgreiðsla: Framkvæmdar- og hafnarnefnd vísar erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar. Nefndin telur ekki að slíkt svæði eigi heima á hafnarsvæðinu.
6. 2305029 - Geymslusvæði fyrir kalk
Erindi lagt fyrir nefnd frá Sláturfélagi Suðurlands varðandi geymslusvæði fyrir kalk á hafnarsvæðinu, sjá minnisblað.
Afgreiðsla: Framkvæmda- og hafnarnefnd getur ekki orðið við beiðni um geymslusvæði undir kalk í því formi sem það er í dag innan hafnarsvæðis. Ítrekað er að fjarlægja þarf kalkið fyrir 1. júní
7. 2305028 - Viðhaldsdýpkun innsiglingar 2023
Sviðstjóri leggur fyrir nefnd til kynningar niðurstöður útboðs á viðhaldsdýpkun.
Eitt tilboð barst í verkið.

Björgun ehf. 58.592.000.- kr 109,3%

Kostnaðaráætlun 53.600.000.- kr 100,0%

Afgreiðsla: F.H. Samþykkir að samið verði við lægstbjóðanda og felur sviðstjóra að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun.
8. 2301017 - Framkvæmdaráætlun 2022-23
Sviðstjóri fór yfir helstu verklegar framkvæmdir sem eru á áætlun 2023.
1. Nýr leiksskóli
2. Ný rennibraut
3. Yfirborðsfrágangur miðbæjarsvæði/móinn
4. Yfirborðsfrágangur Vesturbakki
5. Yfirborðsfrágangur Vetrar- og Sunnubraut
6. Gatnagerð Vesturbyggð 1 áfangi
7. Gatnagerð Vesturbyggð 2 áfangi
8. Gatnagerð iðnaðarsvæði Norðurbakki ofl.
9. Gatnalýsing Laxa- og Nesbraut
10. Breytingar á bílastæðum og lækkun hámarkshraða
11. Framkvæmdir Egilsbraut 9
12. Hreinsistöð á fráveitu Þorlákshafnar
13. Deiliskipulag íbúðarsvæðis Áfangi 2. vestan við Eyja- og Básahraun

Afgreiðsla: Lagt fram.
1. Nýr leiksskóli. Verðkönnun fyrir jarðvinnu er í vinnslu
2. Ný rennibraut, Unnið er að breytingum á útboðsskilmálum. Breytingar á útboðsskilmálum verður lagt fyrir íþrótta- og tómstundanefnd til samþykktar. Breytingarnar á útboðsskilmálum verða á þann hátt að framkvæmdinni verði skipt niður í áfanga.
3. Yfirborðsfrágangur miðbæjarsvæði/móinn. Verkið er í vinnslu, búið að malbika götur.
4. Yfirborðsfrágangur Vesturbakki. Verkið er í vinnslu, unnið að við undirvinnu undir malbik.
5. Yfirborðsfrágangur Vetrar- og Sunnubraut. Verkið er í vinnslu, unnið að við undirvinnu undir malbik.
6. Gatnagerð Vesturbyggð 1 áfangi. Selvogsbraut:
Búið að gróffylla í götu, hefla og valta undir jöfnunarlag.
Búið að sjóða saman hitaveiturör, hólka og frauða upp að Báruskeri vestanverðu, nema eftir að leggja yfir akstursleið í þverun Báruskers austur. Búið að skoða og mynda og taka út viðgerð á suðu sem gerð var athugasemd við. Búið að lekaprófa hitaveitulögn.
Búið að setja niður dreifistöð Rarik.
Bárugata vestanverð:
Búið að gróffylla í götu, hefla og valta undir jöfnunarlag. Búið að gera veituskurð og sanda undir lagnir.
Bárugata austanverð:
Búið að leggja skólplögn og regnvatn að S8 og út úr götu inn í Elsugötu. Unnið við að gera klárt fyrir lagnir að S10. Búið að taka upp úr fráveituskurðum að verkmörkum austan S12. Búið að ganga frá regnvatnssvelg. Verið er að leggja vatnslögn frá Selvogsbraut og áleiðis að S7. Búið að fleyga veituskurð að S7.
Elsugata, Fríðugata, Gyðugata:
Búið að fleyga og taka upp úr fráveituskurðum, veituskurðum og heimæðaskurðum í botnlöngum að mestu leyti.
Áætlun næstu 2-ja vikna:
Selvogsbraut:
Klára hitaveitulagnir og leggja raf- og fjarskiptalagnir. Setja upp ljósastaura. Leggja fjarskiptalagnir og loka veituskurði við eldri hluta Selvogsbrautar. Fara í þverun og tengingu við Sambyggð þegar búið verður að ganga frá allri hitaveitu upp úr Selvogsbraut og við Bárugötu.
Bárugata vestanverð:
Leggja hitaveitu og klára. Leggja raf- og fjarskiptalagnir.
Bárugata austanverð:
Vinna áfram við fráveitulagnir og vatnslagnir og fyllingar í skurði. Gera klárt fyrir hitaveitu og byrja að leggja frá Selvogsbraut.
Elsugata, Fríðugata, Gyðugata:
Halda áfram við að gera fráveituskurði klára fyrir fráveitu- og vatnslagnir.
Verktaki sendi uppfærða verkáætlun 26. apríl og er hún til skoðunar hjá verkkaupa ásamt greinargerð vegna tafa sem verktaki sendi 27. apríl.
Verklok skv. uppfærðri verkáætlun frá 26.04.2023 eru:
- 1. áfangi, Selvogsbraut og Bárugata vestan megin. Verklok áætluð í byrjun júní.
- 2. áfangi, Bárugata norðaustan megin, Elsugata og Fríðugata. Verklok áætluð í byrjun júlí.
- 3. áfangi, Bárugata suðaustan megin og Gyðugata. Verklok áætluð um miðjan júlí.
7. Gatnagerð Vesturbyggð 2 áfangi. Verið er að fullvinna teikningar og magnskrár. Gert er ráð fyrir að verktaki haldi áfram þegar vinnu við áfanga 1 klárast apríl-maí
8. Gatnagerð iðnaðarsvæði Norðurbakki ofl. Verkið var boðið út og 3 tilboð bárust í verkið. Við yfirferð tilboða kom í ljós töluverðar skekkjur í magnáætlunum og miklir óvissuþættir við hönnun fráveitu. Það snéri aðallega að dýpi fráveitulagna. Verið er að endur magntaka ásamt að skoða annan möguleika á fráveituhönnun (Dælubrunnum og þrýstilögnum)
9. Gatnalýsing Laxa- og Nesbraut. Verkið er í smá bið þar sem hugsanlega vilja önnur veitufyrirtæki ver með í framkvæmdinni. Þegar það liggur endanlega fyrir verður verkið boðið út.
10. Breytingar á bílastæðum og lækkun hámarkshraða. Framkvæmdum frestað.
11. Framkvæmdir Egilsbraut 9. Unnið er við spörtlun og málun innanhúss ásamt vinnu við milliveggi. Búið er að klæða húsið að utan.
12. Hreinsistöð á fráveitu Þorlákshafnar. Hönnun seinkaði, gert er ráð fyrir að hægt verði að leggja gögn fyrir í nefnd í apríl-maí og bjóða verkið út.
13. Deiliskipulag íbúðarsvæðis Áfangi 2. vestan við Eyja- og Básahraun. Búið er að taka DSK fyrir á fundi skipulags- og umhverfisnefndar og þar var það samþykkt til auglýsingar.
Fundargerðir til staðfestingar
2. 2204029 - Endurbygging Svartaskersbryggju 2022
Verkfundagerð nr. 17 lögð fram. Sviðstjóra fór yfir stöðu framkvæmda sem er eftirfarandi.
Verktaki er búinn að steypa kantbita 145 m, en mót/járn að stöð 160, vinkiljárn að 160, stigar 7 stk, brot lokið, komnar 60 þybbur niður, kanttré að 130 og 48 stög komin niður. Unnið er við að koma stögum fyrir og uppúrtekt. Stög komin að plötu 112. Uppúrtekt og endurfylling áætluð 9000 m3. Ný fylling (0-100 mm) 2000 m3 .
Næstu 2 vikur:
Verktaki gerir ráð fyrir að öll stög niðurkominn, djúpþjöppun lokið, steypt 30 m kantbiti. Áætluð verklok í lok maí.
Miðað við samþykkta verkáætlun er verktaki rúmum 4 mánuðum á eftir áætlun. Verkkaupi áskilur sér rétt til að taka dagsektir af verktaka miðað við 10 janúar 2023.
Dagskýrslur komnar til marsloka.
Verktaki skal skila inn endurskoðari verkáætlun.

Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
Fundargerðir til kynningar
3. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja
Sviðstjóri fór yfir stöðu framkvæmda við stækkun hafnar áfangi 1. Verkfundargerð 34 lögð fram til kynningar.
Verkstaða.
Röðun garðfótar er lokið nema að innanverðu. Úttekinn og mældur garðfótur. Skessan mun ganga frá garðfót að innanverðu og eftir það að fara í jarðvegsskiptaskurð. Litla Skessuna fer í að raða 1 og 2 fl. og hækka garðinn frá haus. Unnið er í námu á svæði 3A.
Samkvæmt borskýrslum er búið að sprengja um 340 þús. m3 af fastri klöpp án undirborunar og búið að keyra út í garð um 310 þús. m3 og á lager um 88 þús. m3 (inn í tölu er líka mölun fyrir Landeldi). Samkvæmt borskýrslum eru komnir um 760 steinar (skv. skráningu 560) í 1 fl. og 3800 í 2 fl. (en skv. skráningu 1950). Nýtingu í námu um og yfir 20% af fl. 1 og 2. Munstur sprengingar 4x2,8m.
Með endurskoðun á hönnun þá er heildarmagn í fl.1 1 3.800m3 um 1200 steinar og í 2 fl. 35.200 m3 um 6300 steinar.
Verktaki hefur skilað inn borskýrslur til 2023. 05.8. Dagskýrslur komnar til 2023.03.24.
Ekki liggur fyrir hversu stór haugurinn er fyrir Landeldi, áætlað yfir 20 þús m3. Haugur fyrir ÞHH 4570m3.
Næstu 2 vikur:
Skessan vinnur við jarðvegsskiptaskurð og dýpkun eftir að garðfæti lýkur. Litla skessan fer að hækka garð í 6,2m og byrjar í haus og fer í átt að landi. Óskað er eftir að beðið verði með að klára krónu bryggjugarðs. Haldið áfram við námuvinnslu á svæði 3A og farið yfir veg.
Verktaki skilaði inn endurskoðari áætlun með tilliti til dýpkunar við nýju Suðurvararbryggju. Farið var yfir áætlunina. Ákveðið að fresta niðurrifi á bláenda bryggju til loka maí en það mun fresta að vinna við jarðvegsskiptaskurður hefjist og þar með stálþilsrekstur. Niðurrif gömlu Suðurvararbryggju mun hefjast í september. Stytting Austurgarðs hefst í sumar en dýpkun í haust. Gert er ráð fyrir að vinna við styttingu Austurgarðs hefjist í sumar en dýpkunin ekki fyrr en í haust að lokinni dýpkun.

Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?