Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 329

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
04.04.2024 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varaforseti,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Erla Sif Markúsdóttir bæjarfulltrúi,
Geir Höskuldsson 2. varamaður,
Hrönn Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi,
Gunnsteinn R. Ómarsson 1. varamaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Í upphafi fundar leitaði varaforseti eftir athugasemdum við fundarboð en engar bárust.

Einnig óskaði varaforseti eftir því að tekið yrði inn með afbrigðum mál nr.2404072 Jafnlaunastefna Sveitarfélagsins Ölfuss og var það samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2404001 - Ársreikningar Sveitarfélagsins Ölfuss 2023
Ársreikningar Sveitarfélagsins Ölfuss 2023, fyrri umræða.
Lagður var fram ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2023 til fyrri umræðu.

Elliði Vignisson bæjarstjóri fór yfir helstu niðurstöður úr ársreikningi sveitarfélagsins.

Rekstrarhagnaður samstæðunnar á árinu nam rúmum 576 milljónum kr. samanborið við 359 milljón kr. hagnað á árinu 2022.

Rekstrarhagnaður A hluta er tæpar 324 milljónir en var rúmar 146 milljónir á árinu 2022.

Skuldastaða sveitarfélagsins er góð og hækka langtímaskuldir samstæðunnar um 247 milljónir milli ára. Skuldaviðmið samkvæmt reglugerð er 33,53 % og skuldahlutfallið er 77,55 %.

Gunnsteinn Ómarsson, Hrönn Guðmundsdóttir og Grétar Ingi Erlendsson tóku til máls.

Samþykkt samhljóða að vísa umræðu um ársreikning 2023 til síðari umræðu í bæjarstjórn 2.maí nk.
2. 2105036 - Fundartími bæjarstjórnar
Þar sem næsta reglulega fund bæjarstjórnar ber upp á sumardaginn fyrsta er lagt til að fundurinn verði færður um viku og verði fimmtudaginn 2.maí nk.

Samþykkt samhljóða.
3. 2306014 - DSK Akurholt ný íbúðar-, frístunda-, iðnaðar-, verslunar og þjónustusvæði
Landeigandi leggur fram deiliskipulagstillögu þar sem skilgreind hafa verið tvö íbúðarsvæði, svæði með frístundalóðum, svæði fyrir verslun og þjónustu og iðnaðarsvæði. Málið var lagt fram til kynningar á síðasta fundi skipulagsnefndar og var þar kallað eftir því að staðsettar væru samþjónustulóðir við íbúðahverfi. Þeim hefur nú verið bætt inn á uppdrátt.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2306022 - DSK breyting 3 lóðir deiliskipulag Hjarðarból lóð 1 - Í8
Endurkoma máls eftir athugasemdaferli. Deiliskipulagið hefur áður verið samþykkt í bæjarstjórn. Vegagerðin gerði athugasemd við að jarðvegsmön væri teiknuð innan veghelgunarsvæðis. Uppdráttur var uppfærður þannig að jarðvegsmanir væru utan veghelgunarsvæðis.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2402083 - Reykjabraut 2 - DSK
Deiliskipulag þetta nær yfir lóðina Reykjabraut 2 í Þorlákshöfn. Um er að ræða fyrrum pósthúslóð þar sem stendur gamalt 2 hæða hús með atvinnurými á götuhæð og íbúð á efri hæð. Póstþjónusta er löngu horfin úr húsinu og er sótt um annarsvegar að nýta hæðina sem íbúð og hins vegar þétta byggðina. Svæðið er mjög miðsvæðis og er nálægt helstu þjónustu. Málinu var frestað á síðasta fundi og kallað eftir nánari skoðun á hvort skipulagið væri í samræmi við aðalskipulag.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi H-lista tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:

Sveitarfélagið ætti að gera ríkar kröfur um að útlit nýrra bygginga falli vel að því umhverfi sem fyrir er í gömlu A, B og C götunum. Í þessum tillögum er ekki gengið nógu langt að mínu mati hvað það varðar. Mikilvægt er sveitarfélagið leggi sig fram við að kynna þetta deiliskipulag vel fyrir íbúum og gefa þeim kost á að hafa áhrif á það.

Gunnsteinn Ómarsson, Geir Höskuldsson, Grétar Ingi Erlendsson og Elliði Vignisson tóku til máls.

Niðurstaða nefndarinnar lögð fyrir fundinn og hún staðfest með 5 atkvæðum Grétars Inga Erlendssonar D-lista, Erlu Sifjar Markúsdóttur D-lista, Sigurbjargar J. Jónsdóttur D-lista, Geirs Höskuldssonar D-lista og Hrannar Guðmundsdóttur B-lista. Gunnsteinn Ómarsson B-lista og Ása Berglind Hjálmarsdóttir H-lista sátu hjá.
6. 2302017 - DSK Meitlar deiliskipulag vegna rannsóknarborhola í Meitlum á Hellisheiði
Endurkoma máls eftir athugasemdaferli.
Deiliskipulagið var samþykkt í bæjarstjórn þann 30. nóvember 2023 en er nú lagt fram aftur eftir athugasemdaferli. Gerðar voru athugasemdir af Vegagerð og Umhverfisstofnun sem OR hefur brugðist við.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2306003 - ASK Nýir jarðstrengir að fiskeldi vestan Þorlákshafnar - rafstrengir
Endurkoma máls eftir athugasemdaferli.
Skipulagið var samþykkt af bæjastjórn þann 30. nóvember 2023. Í umsagnarferli komu athugasemdir frá UMS varðandi röskun hrauns og að rökstyðja þyrfti sérstaklega hvaða brýnu hagsmunir lægju að baki því að samþykkja skipulagið.

Afgreiðsla nefndar: Skipulagið liggur um svæði þar sem finna á hraun sem nýtur verndar samkvæmt 61. gr. náttúruverndarlaga. Gæta þarf í hvívetna að hrófla ekki við hrauni nema brýn nauðsyn krefjist þess til að ná fram markmiðum skipulagsins. Í þessu tilviki er um að ræða raforkustreng sem nauðsynlegt er að leggja til að veita orku til atvinnustarfsemi vestan Þorlákshafnar. Uppbygging atvinnustarfsemi er ein af grunnforsendum hagvaxtar og þess að hægt sé að byggja upp samfélag sem hefur velferð íbúa að leiðarljósi. Því liggja brýnir almannahagsmunir fyrir því að skipulagið fái fram að ganga.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 3. málsgrein 30. greinar og 2. málsgrein 32. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2210005 - DSK Eima - Deiliskipulag í landi Eimu i Selvogi
Endurkoma eftir athugasemdaferli.
UMS gerði athugasemdir vegna hrauns á deiliskipulagssvæði. HSL gerði athugasemd við að mörk vatnsverndarsvæðis væru ekki skýr. Skipulagshöfundur hefur brugðist við athugasemdum og leggur fram lagfært deiliskipulag.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2310027 - DSK Deiliskipulag Hafnarsandur 2 spennistöð L171864
Endurkoma eftir athugasemdaferli.
Umsagnarferli er lokið og gerðu umsagnaraðilar engar athugasemdir á umsagnartíma. Skipulagið er því í óbreyttri mynd.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2302023 - ASK og DSK Litla Sandfell breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag
Aðalskipulag - Endurkoma máls eftir athugasemdaferli.
Gerðar voru lítillegar breytingar á skipulaginu til að bregðast við athugasemdum frá umsagnaraðilum.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 3. málsgrein 30. greinar og 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ása Berglind Hjálmarsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa B- og H-lista:

Í samantekt umsagna segir meðal annars í athugasemd frá Vegerðinni: "Áhrif framkvæmdar verði verulega neikvæð en ekki óverulega neikvæð eins og segir í matskýrslu. Rétt er að taka fram að fleiri aðilar hafa hug á rekstri sem fela í sér aukningu þungaumferðar á sömu vegum og að fram kom í fyrri umsoögn Vegagerðarinnar með matsskýrslu var kallað eftir frekara samráði og að núverandi vegur sé ófullnægjandi?. Ennfremur segir Vegagerðin að: "Ekki er unnt að hefja stórfellda efnisflutninga úr Litla-Sandfelli um núverandi veg til Þorlákshafnar.?

Í svörum framkvæmdaaðila í samantekt umsagna segist hann ekki bera neina ábyrgð á því að vegir séu í ásættanlegu standi og beri þá umferð sem þar er og segir: "Þegar reynsla kemst á efnisflutninga, verður skoðað með Vegagerðinni og sveitarfélagi hvort huga þurfi að breyttum efnisflutningum.?

Nú spyr ég, hvaða reynslu er verið að vísa í að þurfi að eiga sér stað? Á að bíða eftir því að það verði X mörg slys til að átta sig á því að efnisflutningar eiga ekki rétt á sér við núverandi ástand? Og hversu mörg slys er þá verið að miða við? Hver er ásættanlegur fórnarkostnaður þess að moka niður heilu fjalli og keyra því í Þorlákshöfn á vegum sem nú þegar liggur fyrir að muni ekki þola þessa þungaflutninga? Því fylgir mikil ábyrgð að samþykkja skipulag sem þetta.Geir Höskuldsson, Elliði Vignisson, Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir, Grétar Ingi Erlendsson, Gunnsteinn Ómarssson og Hrönn Guðmundsdóttir tóku til máls.

Gert var 15 mínútna fundarhlé.

Erla Sif Markúsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa D-lista:

Bæjarfulltrúar D-lista frábiðja sér málflutning sem þann sem H- og B- listi stendur fyrir í tengslum við verðmætasköpun í sveitarfélaginu. Það að ætla að gera kjörna fulltrúa ábyrga fyrir því ef að það verða alvarleg slys á þjóðvegum innan sveitarfélagsins er til marks um fullkomið og algert rökþrot, svo ekki sé nú rætt um hversu alvarlegar aðdróttanir þetta eru gagnvart samstarfsfólki í bæjarstjórn.

Bæjarfulltrúar D-lista benda á að umferðin í kringum vöxt Þorlákshafnar er mikið meiri en það sem rætt er í tengslum við þetta afmarkaða verkefni. Engum dettur í hug að gera þá bæjarfulltrúa sem að vexti hafnarinnar komu ábyrga fyrir því ef svo illa fer að slys verði í tengslum við flutninga eftir þjóðvegunum.

Efnisnám úr Þórustaðarnámu er á sama hátt langt umfram það sem rætt er í tengslum við Litla Sandfell. Það væri eftir sem áður að ósanngjarnt og óeðlilegt að gera þá sem tóku þátt í skipulagsvinnu við þá námu ábyrg fyrir mögulegum slysum á þjóðvegunum.

Niðurstaða nefndarinnar lögð fyrir fundinn og hún staðfest með 4 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista, bæjarfulltrúar B- og H- lista greiddu atkvæði á móti.
11. 2302023 - ASK og DSK Litla Sandfell breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag
Deiliskipulag - Endurkoma eftir athugasemdaferli.
HSL gerði athugasemdir við orðalag í greinargerð og hefur greinargerðin verið uppfærð til að bregðast við því.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar lögð fyrir fundinn og hún staðfest með 4 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista, bæjarfulltrúar B- og H- lista greiddu atkvæði á móti.

12. 2308002 - DSK deiliskipulag Sandhóll L171798
Endurkoma máls eftir yfirferð SLS.
Skipulagsstofnun gerði athugasemd við að skipulagið væri birt í B-deild stjórnartíðinda. Skipulagið hefur nú verið lagfært í samræmi við athugasemdir Skipulagsstofnunar.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest
13. 2402057 - Br. DSK Gljúfurárholt 23 og 24
Lögð er fram breyting á deiliskipulagi fyrir Gljúfurárholt 23 og 24. Í tillögunni er gert ráð fyrir að fjölga byggingarreitum og að Gljúfurárholti 23 verði skipt upp. Þá er fyrirhugað að reisa megi smáhýsi til bændagistingar.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
14. 2403029 - Vesturbyggð áfangi 3 og 4 óveruleg breyting DSK
Lögð er fram óveruleg breyting á deiliskipulagi Vesturbyggðar áfanga 3 og 4. Breytingin felur í sér kostnaðarhagræðingu vegna gatnagerðar auk þess sem rými skapast til að bæta við 3 raðhúsum.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulags- og byggingarfulltrúum verði heimilað að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest
15. 2402054 - Mói miðbæjarsvæði DSK - viðbrögð Skipulagsstofnunar
Endurkoma eftir seinni lokayfirferð hjá SLS.
Á fundi nefndarinnar þann 21. febrúar voru samþykktar lagfæringar á skipulaginu eftir að SLS gerði athugasemdir við það. Málið fór aftur í lokaathugun hjá SLS en stofnunin telur þær lagfæringar sem gerðar voru ekki fullnægjandi og gerir aftur athugasemdir við að skipulagið sé birt í B-deild stjórnartíðinda.

Afgreiðsla: Nefndin lýsir sig ósammála niðurstöðu skipulagsstofnunnar. Nefndin lítur svo á að breytingar sem gerðar voru á skipulagi í kjölfar síðustu athugasemda skipulagsstofnunnar leiði af sér að eftir gildistöku skipulagsins hafi mörk skipulags athafnasvæðis verið færð aftur. Skipulagi Móa miðsvæðis skarist því ekki lengur við mörk skipulags athafnasvæðis. Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að birta skipulagið í B-deild með athugasemdum skipulagsstofnunnar. Nefndin kallar þó eftir því að skipulagsfulltrúi setji vinnu í gang við að láta breyta deiliskipulagi athafnasvæðis sérstaklega, þannig að tekin sé af allur vafi um að skipulögin skarist ekki.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
16. 2403066 - Háagljúfur óveruleg br. DSK - stækkun lóða og byggingareita
Lögð er fram óveruleg breyting á skipulaginu Háagljúfur í Ölfusi. Breytingin felur í sér stækkun lóða svo þær nái út að aðliggjandi lóðamörkum. Byggingarreitir stækka einnig samhliða og heimilt verður að byggja á tveimur hæðum í stað einnar á einum byggingarreitnum.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan verði grenndarkynnt með bréfi til lóðarrétthafa eftirtalinna lóða: Gljúfurárholt 25 (L227646), Gljúfurárholt (L199501), Friðarminni(L189212), Gljúfurárholt Land-6 (L199500).

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
17. 2404072 - Jafnlaunastefna Sveitarfélagsins Ölfuss
Fyrir fundinum liggur Jafnlaunastefna Sveitarfélagsins Ölfuss til staðfestingar.
Um er að ræða uppfærslu á núverandi stefnu. Stefnan er hluti af vinnu við jafnlaunavottun sveitarfélagsins.

Jafnlaunastefna Sveitarfélagsins Ölfuss samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til staðfestingar
18. 2403007F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 69
Fundargerð 69.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 20.03.2024 til staðfestingar.

1. 2403049 - Bakkamelur íbúasvæði DSK. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2403030 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Selvogsbraut 41 - Flokkur 2. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2403021 - Heinaberg 7 - Grenndarkynning á viðbyggingu. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2306014 - DSK Akurholt ný íbúðar-, frístunda-, iðnaðar-, verslunar og þjónustusvæði. Tekið fyrir sérstaklega.
5. 2402057 - Br. DSK Gljúfurárholt 23 og 24. Tekið fyrir sérstaklega.
6. 2402017 - Grímslækjarheiði - Hraunkvíar DSK. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2403029 - Vesturbyggð áfangi 3 og 4 óveruleg breyting DSK. Tekið fyrir sérstaklega.
8. 2402083 - Reykjabraut 2 - DSK. Tekið fyrir sérstaklega.
9. 2306022 - DSK breyting 3 lóðir deiliskipulag Hjarðarból lóð 1 - Í8. Tekið fyrir sérstaklega.
10. 2302017 - DSK Meitlar deiliskipulag vegna rannsóknarborhola í Meitlum á Hellisheiði. Tekið fyrir sérstaklega.
11. 2306003 - ASK Nýir jarðstrengir að fiskeldi vestan Þorlákshafnar - rafstrengir. Tekið fyrir sérstaklega.
12. 2210005 - DSK Eima - Deiliskipulag í landi Eimu i Selvogi. Tekið fyrir sérstaklega.
13. 2302023 - ASK og DSK Litla Sandfell breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag. Tekið fyrir sérstaklega.
14. 2302023 - ASK og DSK Litla Sandfell breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag. Tekið fyrir sérstaklega.
15. 2310027 - DSK Deiliskipulag Hafnarsandur 2 spennistöð L171864. Tekið fyrir sérstaklega.
16. 2308002 - DSK deiliskipulag Sandhóll L171798. Tekið fyrir sérstaklega.
17. 2403050 - Umsagnarbeiðni - Hótel í Hveradölum. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
18. 2402074 - Uppgræðslusjóður 2024. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
19. 2403018 - Minnisblað varðandi sorpmál í sveitarfélaginu. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
19. 2403008F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 50
Fundargerð 50.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 20.03.2024 til staðfestingar.

1. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja. Til kynningar.
2. 2307020 - Suðurvararbryggja endurbygging stálþils. Til kynningar.
3. 2403016 - Lagfæringar gólf íþróttasal. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2403017 - Dýpkun við Svartaskersbryggju. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2402060 - DSK- reit H3 á hafnarsvæði. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2401019 - Framkvæmdaráætlun 2023-24. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
20. 2403002F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 19
Fundargerð 19.fundar fjölskyldu- og fræðslunefndar frá 20.03.2024 til staðfestingar.

1. 2311017 - Skýrsla skólastjóra. Til kynningar.
2. 2311012 - Skýrsla leikskólastjóra. Til kynningar.
3. 2312019 - Minnisblað vegna breytinga á opnunartíma leikskólans. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2403046 - Skóladagatal 2024-2025. Til staðfestingar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2403047 - Foreldrahandbók frístundaheimilis grunnskólans. Til kynningar.
6. 2403045 - Foreldrakönnun leikskóla 2024. Til kynningar.
7. 2402077 - Bókargjöf til barna f. 2018-2020. Til kynningar.
8. 2309019 - Frístundastyrkir. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.


21. 2403010F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 60
Fundargerð 60.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 20.03.2024 til kynningar.

1. 2402067 - Umsókn um lóð - Bárugata 13
2. 2402068 - Umsókn um lóð - Bárugata 13
3. 2402069 - Umsókn um lóð - Bárugata 13
4. 2402080 - Umsókn um lóð - Bárugata 13
5. 2403013 - Umsókn um lóð - Bárugata 13
6. 2402065 - Litla-Kaffistofan - Umsókn um byggingarleyfi (Niðurrif)
7. 2402066 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Berg (L225762)- Flokkur 2
8. 2312002 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Lýsuberg 10 - Flokkur 2
9. 2403032 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Kinn - Flokkur 1
10. 2403033 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Gyðugata 7-9-11 - Flokkur 2
11. 2403034 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Elsugata 2-4-6 - Flokkur 2
12. 2403035 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Fríðugata 2-4-6 - Flokkur 2
13. 2403036 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Elsugata 14-16-18 - Flokkur 2
14. 2403037 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Bárugata 7 - Flokkur 2
15. 2403038 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Elsugata 7-9-11 - Flokkur 2
16. 2403039 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Gyðugata 2-4 - Flokkur 2
17. 2403040 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Fríðugata 1-3 - Flokkur 2
18. 2403041 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Bárugata 17 - Flokkur 2
19. 2403042 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Elsugata 8-10-12 - Flokkur 2
20. 2403043 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Bárugata 23 - Flokkur 2
21. 2403044 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Bárugata 8-10-12 - Flokkur 2
22. 2403056 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hafnarskeið 16 - Flokkur 3

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðir til kynningar
22. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 946.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15.03.2024 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:55 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?