Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 76

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
10.07.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Margrét Polly Hansen Hauksdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Sigurður Steinar Ásgeirsson Skrifstofu- og verkefnastjóri, Kristina Celesova .
Fundargerð ritaði: Sigurður Steinar Ásgeirsson, Skrifstofu- og verkefnastjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2402056 - Spóavegur 12 DSK
-Endurkoma eftir athugasemdaferli
Heilbrigðiseftirlitið gerði athugasemdir varðandi staðsetningu rotþróa í skipulaginu. Skipulagshöfundur hefur gert lagfæringar til að bregðast við þeim athugasemdum og hefur HSL samþykkt að komið hafi verið til móts við þeirra athugasemdir.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
2. 2402088 - Hveradalir br. DSK - ON lögn suður við þjóðveg
- Endurkoma eftir athugasemdaferli
Engar athugasemdir voru gerðar við skipulagið innan athugasemdafrests. Skipulagið er því lagt fram í óbreyttri mynd til staðfestingar.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
3. 2407006 - Vesturbyggð - Fríðugata 14-18 stækkun byggingarreits- óv. breyting DSK
Lögð er fram óveruleg breyting á deiliskipulagi Vesturbyggðar vegna Fríðugötu 14-18. Breytingin felst í stækkun byggingarreits og er hugsuð svo hægt sé að koma fyrir auknu uppbroti hússins.
Frestað.
4. 2402083 - Reykjabraut 2 - DSK
- Endurkoma eftir athugasemdaferli
Lögbundnir umsagnaraðilar gerðu ekki athugasemdir við deiliskipulagið á umsagnartíma. Ein athugasemd barst þó frá íbúa í Reykjabraut þar sem skipulaginu er mótmælt.

Afgreiðsla: Skoða þarf betur þau áhrif sem skipulagið kann að hafa á nærliggjandi íbúa áður en skipulagið fær fram að ganga. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að ræða við bréfritara og framkvæmdaaðila.
5. 2407011 - Geymslusvæði í landi Bakka
Orkuveitan/Veitur hafa huga á því að nýta hluta af jörð sinni Bakk í Ölfus undir iðnaðar geymslusvæði. Árið 2023 fóru félögin í tiltekt á svæðinu sem fól í ser uppfyllingu á gömlum rækjueldisskurðum og losun á rusli.
Lóðin myndi vera notuð til geymslu á lagnaefni. Umhverfis lóðina er mön sem kæmi til með að byrgja sýn frá þjóðvegi að mestu leyti.

Afgreiðsla: Heimilað er að Orkuveitan nýti lóðina sem geymslusvæði. Heimildin er bundin því skilyrði að fyrirtækin gæti eftir fremsta megni að umgengni á lóðinni sé snyrtileg. Leyfi er veitt til júlí 2029.
6. 2407013 - Umsókn um framkvæmdaleyfi til skamms tíma
Sótt er um framkvæmdaleyfi til efnistöku á 20.000 m3 af efni úr Litla Sandfelli með gildistíma út árið 2024. Leyfið er langt innan heimilda nýlega samþykkts deiliskipulags fyrir námuna og er hugsað sem tímabundið leyfi meðan unnið er að fullbúinni framkvæmdaleyfisumsókn fyrir námuna.
Afgreiðsla: Málið var tekið til atkvæðagreiðslu. Tillagan var samþykkt með 3 atkvæðum fulltrúa D-lista. Fulltrúar B-lista sátu hjá.

Framkvæmdaleyfi veitt.
7. 2406067 - Bær (L224842) - breyting á afmörkun á lóðinni
Lögð er fram breyting á afmörkun lóðarinnar Bær L224842.
Afgreiðsla: Geir Höskuldsson vék af fundi meðan málið var til afgreiðslu. Samþykkt.
8. 2406069 - Hnjúkamói 7-9-11 - stofnun lóðar
Lögð er fram merkjalýsing fyrir lóðina Hnjúkamói 7, 9 og 11.
Samþykkt.
9. 2407008 - Hnjúkamói 13 (áður Selvogsbraut 24) - afmörkun lóðar
Óskað er eftir afmörkun lóðarinnar Hjúkamóa 13 (áður Selvogsbraut 24)
Samþykkt.
10. 2407009 - Rásarmói 2 (áður Hraunbakki 3 og Hraunbakki 5) - sameining lóða
Óskað er eftir sameiningu lóðanna Hraunbakka 3 og Hraunbakka 5 sem munu verða Rásarmói 2.
Samþykkt.
13. 2406003 - Mölunarverksmiðja Heidelberg í Ölfusi - minnisblað Skipulagsstofnunar
Fyrir nefndinni lá erindi frá First Water, undirritað af Eggerti Þór Kristóferssyni sem sent er inn í kjölfarið á beiðni Sveitarfélagsins Ölfus um að lagður verði fram rökstuðningur og gögn sem styðja þær áhyggjur sem FW hefur af væntanlegri starfsemi Heidelberg.
Í erindinu er eftirfarandi atriði listuð upp sem þau atriði sem FW telur að ekki hafi verið nægjanlega útskýrð í umhverfismatsskýrslu sem var til kynningar í Skipulagsgátt á vef Skipulagsstofnunar frá 28. desember 2023 til 9. febrúar 2024 og kynnt sérstaklega á íbúafundi 23. janúar í Þorlákshöfn:

i. Hávaði og titringur:
FW telur að titringur og hávaði frá starfsstöðu Heidelberg geti haft neikvæð áhrif á eldi fisks.

ii. Rykmengun:
FW telur að rykmengun frá starfsstöð Heidelberg komi til með að hafa neikvæð áhrif á starfsemi sína og annarra á svæðinu.

iii. Mengunarslys vegna hafnarstarfsemi:
FW gerir athugasemd við að í umhverfismatsskýrslu sé ekkert um líkur á mengunarslysum sem kunna að hljótast af umferð um væntanlega höfn í Keflavík. Þá telur FW einnig að gera þurfi grein fyrir þeim áhrifum sem hafnargerðin geti haft á hafstrauma og ölduhreyfingar í næsta nágrenni við höfnina.
Þá óskar FW eftir því að Sveitarfélagið Ölfus endurskoði áform sínum að heimila starfsemi Heidelberg við Laxabraut eða að öðrum kosti veiti aukið svigrúm til að hægt sé að afla nauðsynlegra sérfræðiálita.

Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar erindið og telur það varpa skýrari ljósi á þann varhug sem FW geldur við væntum áformum Heidelberg. Nefndin minnir á að bæði umhverfismat, breyting á deiliskipulagi og breyting á aðalskipulagi hafa farið fram í samræmi við lög og reglugerðir sem gilda um slíka málsmeðferð. Þar var ríflegur tími gerður til að leggja fram matsspurningar.
Eftir sem áður er vilji skipulagsnefndar til að vinna málið áfram í sem mestri sátt og af fullum heilindum, einlægur. Með það að leiðarljósi samþykkir nefndin eftirfarandi:

i. Hávaði og titringur
Nefndin samþykkir að kalla tafarlaust eftir ítarlegum svörum frá Heidelberg um allt það sem tengist titring og mögulegri hávaðamengun frá fyrirhugaðri starfsemi þeirra. Þegar þau svör hafa borist mun sveitarfélagið kalla eftir áliti frá til þess bærum þriðja aðila.

ii. Rykmengun
Nefndin samþykkir að kalla tafarlaust eftir ítarlegum svörum frá Heidelberg um allt það sem tengist mögulegri rykmengun frá fyrirhugaðri starfsemi þeirra. Þegar þau svör hafa borist mun sveitarfélagið kalla eftir áliti frá til þess bærum þriðja aðila.

iii. Mengunarslys vegna hafnarstarfsemi
Nefndin vill taka sérstaklega undir mikilvægi þess að huga að mögulegum mengunarslysum frá hafnarstarfsemi. Í því samhengi ber að gæta að því Þorlákshöfn sem er með eina umfangsmestu hafnarstarfsemi á landinu er í næsta nágrenni við sjó- og vatnstöku bæði seiðaeldis og fulleldis. Fyrir liggur að aukin hætta er af mengunarslysum af Þorlákshöfn umfram þeirri sem starfar mögulegri höfn í Keflavík þar sem ráðandi sjávarföll myndu berast meðfram ströndinni vegna ríkjandi falls til vesturs.

Nefndin samþykkir því að láta vinna hættumat fyrir bæði Þorlákshöfn og vænta höfn í Keflavík. Þar verði lagt mat á þá hættu sem mögulega gæti fylgt hafnarrekstri bæði í Keflavík og Þorlákshöfn. Einnig verði lagðar fram mótvægisaðgerðir ef hættumat kallar á slíkt.
Þegar niðurstaða verður fengin á ofangreindum forsendum mun nefndin leggja slíkt fyrir Skipulagsstofnun og óska eftir mati á hvort að þá framkomnar upplýsingar kalli á að Umhverfismatsferlið verði opnað á ný.
Nefndin ítrekar einnig að starfsemi Heidelberg verður ekki samþykkt nema að undangenginni kosningu meðal íbúa. Þeir einir fara með hið endanlega vald og til að tryggja upplýsta ákvörðun er mikilvægt að vanda til upplýsingaöflunar.
Mál til kynningar
11. 2407012 - Kynning á fundi - Deiliskipulag First Water á Laxabraut
Fulltrúar frá First Water koma fyrir fundinn og kynna deiliskipulag fyrirtækisins við Laxabraut.
Kynnt á fundi.
12. 2309035 - ASK Meitlar og Hverahlíð II - Aðalskipulagsbreyting vegna rannsóknaboranna
Í samræmi við óskir nefndarinnar frá síðasta fundi munu fulltrúar frá ON koma fyrir nefndina og kynna skipulagið. Þau munu koma klukkan 8:15
Kynnt á fundinum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?