Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 16

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
18.02.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Björn Kjartansson varaformaður,
Þór Emilsson formaður,
Hrafnhildur Árnadóttir aðalmaður,
Jón Páll Kristófersson aðalmaður,
Harpa Þuríður Böðvarsdóttir aðalmaður,
Gunnlaugur Jónasson Skipulagsfulltrúi, Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir því að 3 mál yrðu tekin fyrir með afbrigðum. Það eru fyrstu tvö mál á dagskrá og mál 19. Málin eru:
ASK og DSK Skipulag Reykjabraut 2,
DSK Klængsbúð 30-32 - 4 íbúðir í raðhúsi í stað 3.
og mál 19 frágangur opinna svæða.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1904021 - ASK og DSK Skipulag - Reykjabraut 2
Stáss arkitektar óska fyrir hönd lóðarhafa eftir heimild til að innrétta íbúðir innan veggja fyrrum pósthúss Þorlákshafnar.
Lóðin er verslunar og þjónustulóð skv. skipulagi innan reits V1. Reitur V1 er stærri reitur sem nær meðfram Selvogsbraut. Þar var rekið pósthús með íbúð á efri hæð og þar er fjarskiptastöð Mílu sem áfram verður rekin í húsinu.

Í kafla 4.3.2 í aðalskipulagi er fjallað um marmið og leiðir fyrir verslunar og þjónustusvæði og þar kemur eftirfarandi fram: "Við skipulag byggðar og hönnun bygginga verði þess gætt að starfsemi geti þróast og breyst og hús og svæði nýst til annara nota en upphaflega var áætlað. Þannig sé stuðlað að sveigjanleika og lífvænleika byggðarinnar."

Nú er ljóst að heimild er fyrir rekstri pósthúss í húsinu og þar hefur alltaf verið búið. Leiða má að því líkum að umferð að íbúðum í húsinu verði minni en sú umferð sem vænta mætti ef þar væri pósthús. Því má líta svo á að sú breyting sem beðið er um sé minna íþyngjandi fyrir nágranna en það sem heimild er fyrir.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 2. málsgr. 43 gr. og 44 grein skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br. Tillagan verði grenndarkynnt með bréfi til lóðarrétthafa lóðanna: Reykjabraut 1, 3 og 4 og Selvogsbraut 1
2. 2102062 - DSK Klængsbúð 30-32 - 4 íbúðir í raðhúsi í stað 3
Lóðarhafi óskar eftir að setja fjögra húsa raðhús á lóðina Klængsbúð 30-32 í samræm við uppdrætti í viðhengi. Lóðin var upphaflega parhúsalóð en skipulagi var breytt þannig að þar mætti gera þriggja húsa parhús
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 2. málsgr. 43 gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br. Tillagan verði grenndarkynnt með bréfi til lóðarrétthafa eftirtaldra lóða: Pálsbúð 23 og 25, öll Klængsbúð, Pálsbúð 13, 15, 17,21,23,25, Ísleifsbúð 16, 18, 20, 22,24, 26 og 28.
3. 2101025 - DSK Fjarskiptamastur við Götu í Selvogi
Neyðarlínan leggur fram deiliskipulag sem afmarkar lóð undir fjarskiptamastur við Suðurstrandaveg í landi Bjarnarstaða í Selvogi. Skipulagið er í samræmi við aðalskipulagsbreytingu sem er í auglýsingu um þessar mundir.
Afgreiðsla: Nefndin leggur til bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
4. 2012022 - DSK Hafnarsvæði - breyting deiliskipulags
Nú eru hugmyndir um að breyta deiliskipulagi hafnarsvæðis þannig að Suðurvaragarður verði lengdur til austurs. Þrjár lóðir eru sameinaðar, lóðirnar Óseyrarbraut 30, Hafnarskeið 22 og 24. Eins er lóðin Hafnarskeið 14a og 14b sameinuð í eina lóð sbr. erindi frá Kuldabola hér á undan. Á þeirri lóð er byggingarreitur stækkaður lítillega svo hann sé þrjá metra frá lóðarmörkum til vesturs, sem stemmir við byggingarreiti á nágrannalóðum og nýtingarhlutfall aukið í 0,5 eins og á nokkrum eldri lóðum í hverfinu. Enn fremur er lóðin Hafnarskeið 20 stækkuð um 10 metra til norðurs. Þar sem lengdur Suðurvarargarður er innan þess svæðis og þeirra varnargarða sem sýndir eru í aðalskipulagi er talið að breytingin kalli ekki á breytingu aðalskipulags.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna og ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgr. 41 gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
5. 2010012 - DSK Breyting deiliskipulag Víkursandur - Iðnaðarsvæði á Sandi vestan Þorlákshafnar
Á 12 fundi var samþykkt breyting á deiliskipulagi Víkursands. Nú er lögð fram deiliskipulagstillaga í samræmi við þau áform sem þá voru samþykkt.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu og auglýsa það í samræmi við 1. málsgr. 41 gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
6. 2004003 - DSK Kuldaboli
Eigendur Kuldabola óska eftir ákveðnum breytingum á deiliskipulagi lóðarinnar. Þær eru þessar:
-Sameina tvær lóðir í eina, en lóðinni var skipt í tvær við nýlega deiliskipulagsgerð.
-Stækka byggingarreit um tvo metra til vesturs þannig að hann verði 3 m frá lóðarmörkum eins og á nágrannalóðum.
-Auka nýtingarhlutfall í allt að 0,5 eins og á sumum öðrum lóðum í hverfinu.

Afgreiðsla: Samþykkt að breyta megi deiliskipulagi Hafnarsvæðis samkv. þessum óskum og taka þær inn í þá deiliskipulagsbreytingarvinnu sem stendur yfir sbr. næsta dagskrárlið.
7. 1903025 - DSK Egilsbraut 9 - 9an
Umhverfis- og framkvæmdasvið upplýsir um fyrirhugaða auglýsingu á lóðum við Vetrarbraut og Sunnubraut. Lóðirnar við Sunnubraut verða auglýstar fyrir eldri borgara. Í viðhengi er tillaga að deiliskipulagsbreytingu svo þetta sé mögulegt.
Afgreiðsla: Frestað
8. 2102020 - DSK Akurholt II
Landeigandi leggur fram deiliskipulagstillögu fyrir Akurholt II í Ölfusi sem er 4,8 ha land við Suðurlandsveg. Deiliskipulagið samræmist heimildum aðalskipulags fyrir 2-10 ha landspildur. Með því eru markaðir byggingarreitir fyrir íbúðarhús, gestahús og hús til landbúnaðarnota. Ekki hefur verið gerð grein fyrir vatnsöflun.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna og ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgr. 41 gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br. þegar landeigandi hefur sýnt fram á tengingu við vatnsveitu eða öflun neysluvatns á annan hátt.
9. 1802028 - DSK Deiliskipulag Gljúfurárholt 2. áfangi
Landeigandi óskar eftir að aðal- og deiliskipulagsbreyting vegna 2. áfanga í Gljúfurárholti verði samþykkt til auglýsingar. Tillagan gerir ráð fyrir að heimilaðar verði 60 íbúðir á 40 lóðum, þar af 40 íbúðir í parhúsum á 20 lóðum. Eigandinn gerir ráð fyrir að uppbyggingin verði áfangaskipt.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa aðal- og deiliskipulagsbreytingar í samræmi við 30, 31, 40. og 1. málsgr. 41 gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
-Samhliða verði unnið að gerð samnings um uppbyggingu og uppbyggingarhraða milli sveitarfélags og landeiganda og gengið verði frá honum áður en skipulagið fær fullnaðarmeðferð. Samningurinn taki meðal annars á áfangaskiptingu uppbyggingar.
-Landeigandi leggi fram staðfestingu á tengingu við vatnsveitu vegna neysluvatns og slökkvivatns áður en skipulagið fær fullnaðarmeðferð.
10. 2101011 - ASK og DSK Árbær 4 íbúðarhús í stað opins svæðis til sérstakra nota
EFLA fyrir hönd landeiganda leggur fram deiliskipulagstillögu sem heimilar útbyggingu íbúðarhúss og frístundahúss í samræmi við ákvæði aðalskipulags.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgr. 41 gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
11. 2102025 - Reykjabraut 19 - umsókn um að grenndarkynna viðbyggingu
Lóðarhafi sækir um að grenndarkynna viðbyggingu við hús sitt að Reykjabraut 19. Í viðhengi er erindi sem Arkís hefur unnið sem sýnir tæpleg 4 fermetra viðbyggingu við húsið.
Afgreiðsla: Samþykkt að grenndarkynna erindið í samræmi við 2. málsgrein 43. greinar og 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010 msbr. Tillagan verði kynnt fyrir lóðarhöfum Oddabraut 18 og 20 og Reykjabraut 17, 18 og 20.
12. 2102011 - Klængsbúð 23-27 - 4 íbúðir í raðhúsi í stað 3
Lóðarhafi óskar eftir að fá heimild til að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi sem heimilar 4 hús í stað 3 á lóðinni Klængsbúð 23-27. Á lóðinni gildi skilmálar fyrir húsgerð R2 við breytinguna í stað R1.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 2. málsgr. 43 gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br. Tillagan verði grenndarkynnt með bréfi til lóðarrétthafa eftirtaldra lóða: Pálsbúð 23 og 25, öll Klængsbúð, Pálsbúð 13, 15, 17,21,23,25, Ísleifsbúð 16, 18, 20, 22,24, 26 og 28
13. 2102009 - Vógsósar lóð 172290 - leiðrétt stærð lóðar
Biskupsstofa óskar eftir að leiðrétta stærð lóðar 172290 í Vogsósum í samræmi við lóðarblað í viðhengi. Lóðin var skráð 700 fermetrar en óskað er eftir að hún verði 2843 fermetrar eftirleiðis. Hún er innan landareignar Þjóðkirkjunnar í Selvogi og á henni stendur 72,7 fermetra sumarhús. Staðfesting Þjóðkirkjunnar fylgir erindinu.
Afgreiðsla: Leiðrétt skráning stærðar samþykkt.
14. 2102012 - Gljúfurárholt land 172345 - heimild til landskipta og staðfesting á stofnun lóðar
Landeigandi óskar eftir heimild til landskipta á eldri lóð sem var stofnuð fyrir mörgum árum. Á henni stendur eldra sumarhús en aldrei var gengið frá landskiptum hjá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu. Til þess þarf stjórnsýslubókun um heimild til stofnunar lóðar. Þar sem upprunaleg bókun sveitarfélagsins finnst ekki er óskað eftir að nefndin samþykki lóðarstofnunina og landskiptin. landskipti eru samþykkt Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis á skiptingu lóða úr landbúnaðarlandi og eru forsenda fyrir því að hægt sé að þinglýsa samningum á útskipta landið.
Afgreiðsla: Stofnun lóðar og landskipti samþykkt
15. 2011030 - Göngu- hjóla- og reiðvegir inn og út úr Árbæjarhverfi
Fyrir nokkru fól nefndin Umhverfis- og framkvæmdasviði að gera úttekt á stöðu mála í Árbænum eftir að erindi kom frá íbúa um göngu- hjóla- og reiðleiðir í hverfinu. Í viðhengi er minnisblað með tillögum um áframhald málsins.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarráðs að fjárveiting, byggð á verðkönnun skipulagsfulltrúa, verði samþykkt til að vinna hönnunargögn að höfðu samráði við íbúa, svo hægt verði að kostnaðarmeta úrbætur sem umhverfistjóri og skipulagsfulltrúi leggja til að ráðist verði í.
16. 2101020 - Hjarðarból lóð 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Landeigandi sækir um byggingarleyfi fyrir bílsgeymslu og geymslu/vinnustofu. samkv. teikningum frá Pro-ark teiknistofu dags 15.01.21.
Afgreiðsla: Synjað, þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. Nefndin vísar því til byggingarfulltrúa að hann beiti sér fyrir því að mál er varðar ósamþykktar byggingar fari í lögformlegt ferli.
17. 2102019 - Breytingar á götuheitum og númerum lóða
Sviðstjóri kynnti fyrir nefndinni þær breytingar sem gera þarf á götuheitum og staðföngum (húsnúmerum) o.fl.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar
18. 2101032 - Brot á framkvæmdarleyfi - Þórustaðanáma
Lagt er fyrir nefndina erindi frá Umhverfistofnun vegna tilkynningu Landverndar um brot rekstraraðila Fossvéla ehf. á framkvæmdarleyfi vegna efnistöku úr Þórustaðarnámu í landi Kjarrs í Ingólfsfjalli.


Með vísan til eftirlitshlutverks sveitarstjórnar samkvæmt 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 felur nefndin sviðsstjóra að rita framkvæmdaraðila bréf þar sem óskað verður eftir því að Fossvélar ehf. geri grein fyrir því hvort athugasemdir Skipulagsstofnunar eigi við rök að styðjast og upplýsi hversu mikið magn efnis hefur verið unnið úr efnisnámunni frá útgáfu núgildandi leyfis og til dagsins í dag.

Komið í ljós að athugasemdir stofnunarinnar séu réttar verði þess óskað að Fossvélar ehf. upplýsi um hvernig á því standi að umtalsvert meira efni hafi verið tekið úr Þórustaðanámu en matsskýrslan og framkvæmdaleyfið frá 2006 gerði ráð fyrir.
19. 2101026 - Framkvæmdaleyfi Þórustaðanáma
Magnús Ólason f/h Fossvélar ehf. sækir um framkvæmdarleyfi , skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi, vegna efnistöku á 27,5 milljónum m3 til ársins 2050 í Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli.
Afgreiðsla: Ljóst er að umsókn Fossvéla ehf. skortir umfjöllun og gögn um mikilvæg atriði. Annars vegar vantar ýmis gögn sem tilgreind eru í 7. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi, t.d. þau gögn sem Skipulagsstofnun byggði álit sitt á. Hins vegar vantar upplýsingar um atriði sem tilgreind eru sérstaklega í niðurstöðum í áliti Skipulagsstofnunar. Í þessu sambandi ber að hafa í huga að sveitarfélaginu er skylt að leggja álit Skipulagsstofnunar til grundvallar við afgreiðslu umsóknar um framkvæmdaleyfið, sbr. 2. mgr. 14. gr. skipulagslaga.

Að mati Skipulagsstofnunar samræmist fyrirhugað magn og stærð efnistökusvæðis ekki gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins. Að óbreyttu getur sveitarfélagið því ekki samþykkt umsótt efnismagn og efnistökusvæði heldur aðeins veitt leyfi sem samræmist gildandi aðalskipulagi. Nauðsynlegt er að fá fram ítarlegri afstöðu Fossvéla ehf. á því hvort félagið geti hagað umsókn þannig að hún rúmist innan gildandi aðalskipulags eða hvort félagið telji þörf á aðalskipulagsbreytingu.

Eins og fram hefur komið hefur ekki verið gert deiliskipulag vegna efnistöku í Þórustaðanámu. Þó segir í umsókn Fossvéla ehf. að vinna sé hafin við deiliskipulag námunnar og að hún sé í höndum EFLU verkfræðistofu á Selfossi. Eins og fram kemur í áliti Skipulagsstofnunar er sveitarfélaginu ókleift að samþykkja fyrirhugaða efnistöku án þess að deiliskipulag liggi fyrir. Því verður sveitarfélagið að gera kröfu um að Fossvélar ehf. skili inn tillögu að nýju deiliskipulagi samhliða framkvæmdaleyfisumsókn. Vert er að hafa í huga að deiliskipulag verður að samræmast gildandi aðalskipulagi og því er ljóst að deiliskipulagstillaga getur að óbreyttu aðalskipulagi ekki gert ráð fyrir efnistökunni eins og hún er tilgreind í umsókn. Við gerð deiliskipulags er einnig fyrirséð að leita þurfi álits umsagnaraðila og eftir atvikum annarra hagsmunaaðila.

Í umsókn Fossvéla ehf. er hvergi vikið að landmótunaráætlun sem Skipulagsstofnun telur að brýnt sé að vinna vegna framkvæmdarinnar í samráði við fagstofnanir. Þá skortir ítarlega vinnsluáætlun og upplýsingar um hvernig frágangi verði háttað í samráði við fagstofnanir eins og Umhverfisstofnun og sveitarfélagið Ölfus. Einnig skortir viðbragðsáætlun um það hvernig eigi að bregðast við ef mengunaróhapp á sér stað.

Í ljósi athugasemda Skipulagsstofnunar verða Fossvélar ehf. einnig að upplýsa um hvernig á því stendur að meira efni virðist hafa verið tekið úr Þórustaðanámu en matsskýrslan og framkvæmdaleyfið frá 2006 gerðu ráð fyrir.

Að framangreindu virtu er sveitarfélaginu ókleift afgreiða umsókn Fossvéla ehf. að svo stöddu. Fossvélar ehf. geta uppfært umsóknina eða sent inn nýja umsókn sem fellur betur að þeim kröfum sem fram koma í lögum og áliti Skipulagsstofnunar að teknu tilliti til deiliskipulagstillögu, þegar hún liggur fyrir. Þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir getur sveitarfélagið tekið umsóknina til efnislegrar afgreiðslu.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
20. 2009012 - ASK og DSK Vesturberg
Skipulagslýsing fyrir nýtt hverfi vestan við núverandi byggð hefur verið auglýst. Í viðhengi eru þær umsagnir sem komu við hana frá lögboðnum umsagnaraðilum. Engar athugasemdir eða ábendingar komu frá íbúum eða öðrum hagsmunaaðilum á auglýsingartímanum.
Afgreiðsla: Lagt fram
21. 2011028 - Hveragerði-Umsögn um aðal- og deiliskipulagsbreytingu
Hveragerðisbær gefur Ölfusi kost á að gera athugasemdir við tvær aðalskipulagsbreytingar og breytingu á deiliskipulagi fyrir meðhöndlun í bæjarstjórn Hveragerðis. Sveitarfélagið Ölfus hefur áður gefið umsögn um skipulagslýsingu vegna annarrar tillögunnar.
Afgreiðsla: Sveitarfélagið Ölfus fagnar áformum Hveragerðis um uppbyggingu á óbyggðu landi, enda er mikil eftirspurn eftir lóðum í Ölfusi og Hveragerði. Sveitarfélagið Ölfus gerir ekki athugasemd við tillögurnar á þessu stigi.
Fundargerð
22. 2102005F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 21
Afgreiðsla: Lagt fram.
22.1. 2102056 - Unubakki 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Eiríkur V. Pálsson sækir um f/h eiganda um byggingarleyfi fyrir minniháttar breytingum innanhús. samkv. teikningum frá Pro-Ark teiknistofu dags. 15.12.2020
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
22.2. 2102043 - Núpahraun 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Eiríkur Vignir Pálsson f/h lóðarhafa Leiguþjónustuna ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir raðhúsi samkv. teikningum frá Pro-ark teiknistofa dags. 12.08.20
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
22.3. 2102026 - Kolviðarhóll 171751 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lárus Ársælsson f/h Carbfix sækir um byggingarleyfi fyrir tímabundnar vinnubúðir sem hýsa stjórnbúnað fyrir þróunarverkefni Carbfix í Þrengslum. Þrír 20 feta gámar sem eru klæddir að utan með timbri. Gámahúsið stendur á lausum steyptum klumpum. Tvö kúluhús sem hlífa borholum.
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
22.4. 2102036 - Selvogsbraut 24 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Þorvarður Lárus Björgvinsson f/h Ríkiseigna sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhús samkv. teikningum frá Arkís arkitektum. dags. 07.01.21
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
22.5. 2102016 - Bláengi 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Kjartan Sigurbjartsson f/h lóðarhafa sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu samkv. teikningum frá Pro-Ark teiknistofa dags. 08.02.21
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
22.6. 2101021 - Sóltún 0 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Valur Arnarson f/h lóðarhafa sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi samkv. teikningum frá Cedrus ehf. dags. 11.10.20
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
22.7. 2101030 - Umsókn um lóð - Núpahraun 7-11
Kjarnabyggð ehf. sækir um lóðina Núpahraun 7-11 fyrir raðhús, sótt er um lóðina Núpahraun 13-17 til vara.
Afgreiðsla: Synjað.
Þar sem fjöldi gildra umsókna eru fleiri en þær lóðir sem eru lausar fer fram úrdráttur. Samkv. reglum um úthlutun lóða gr 6.1. skal lóðum fyrir raðhús vera að jafnaði úthlutað til framkvæmdaraðila sem hafa það að markmiði að selja eignir til þriðja aðila. Fjöldi gildra umsókna var 5. Að loknum spiladrætti fær Pure glacial. lóðina úthlutaða.
22.8. 2101029 - Umsókn um lóð - Núpahraun 13-17
Kjarnabyggð ehf. sækir um lóðina Núpahraun 13-17 fyrir raðhús, sótt er um lóðina Núpahraun 7-11 til vara.
Afgreiðsla: Synjað.
Þar sem fjöldi gildra umsókna eru fleiri en þær lóðir sem eru lausar fer fram úrdráttur. Samkv. reglum um úthlutun lóða gr 6.1. skal lóðum fyrir raðhús vera að jafnaði úthlutað til framkvæmdaraðila sem hafa það að markmiði að selja eignir til þriðja aðila. Fjöldi gildra umsókna var 4. Að loknum spiladrætti fær SÁ hús ehf. lóðina úthlutaða.
22.9. 2102055 - Umsókn um lóð - Núpahraun 13-17
SÁ Hús ehf. sækir um lóðina Núpahraun 13-17 fyrir raðhús, sótt er um lóðina Núpahraun 7-11 til vara.
Afgreiðsla: Samþykkt að loknum spiladrætti að úthluta lóðina Núpahraun 13-17
22.10. 2102054 - Umsókn um lóð - Núpahraun 7-11
SÁ Hús ehf. sækir um lóðina Núpahraun 7-11 fyrir raðhús, sótt er um lóðina Núpahraun 13-17 til vara.
Afgreiðsla: Synjað.
Þar sem fjöldi gildra umsókna eru fleiri en þær lóðir sem eru lausar fer fram úrdráttur. Samkv. reglum um úthlutun lóða gr 6.1. skal lóðum fyrir raðhús vera að jafnaði úthlutað til framkvæmdaraðila sem hafa það að markmiði að selja eignir til þriðja aðila. Fjöldi gildra umsókna var 4. Að loknum spiladrætti fær Pure glacial. lóðina úthlutaða.
22.11. 2102053 - Umsókn um lóð - Núpahraun 13-17
Arnar Már Kristinsson sækir um lóðina Núpahraun 13-17 fyrir raðhús, sótt er um lóðina Núpahraun 7-11 til vara.
Afgreiðsla: Synjað.
Þar sem fjöldi gildra umsókna eru fleiri en þær lóðir sem eru lausar fer fram úrdráttur. Samkv. reglum um úthlutun lóða gr 6.1. skal lóðum fyrir raðhús vera að jafnaði úthlutað til framkvæmdaraðila sem hafa það að markmiði að selja eignir til þriðja aðila. Fjöldi gildra umsókna var 4. Að loknum spiladrætti fær SÁ hús ehf. lóðina úthlutaða.
22.12. 2102052 - Umsókn um lóð - Núpahraun 7-11
Sturlas ehf. sækir um lóðina Núpahraun 7-11 fyrir raðhús, sótt er um lóðina Núpahraun 13-17 til vara.
Afgreiðsla: Synjað.
Þar sem fjöldi gildra umsókna eru fleiri en þær lóðir sem eru lausar fer fram úrdráttur. Samkv. reglum um úthlutun lóða gr 6.1. skal lóðum fyrir raðhús vera að jafnaði úthlutað til framkvæmdaraðila sem hafa það að markmiði að selja eignir til þriðja aðila. Fjöldi gildra umsókna var 5. Að loknum spiladrætti fær Pure glacial. lóðina úthlutaða.
22.13. 2102051 - Umsókn um lóð - Núpahraun 13-17
Sturlas ehf. sækir um lóðina Núpahraun 13-17 fyrir raðhús, sótt er um lóðina Núpahraun 7-11 til vara.
Afgreiðsla: Synjað.
Þar sem fjöldi gildra umsókna eru fleiri en þær lóðir sem eru lausar fer fram úrdráttur. Samkv. reglum um úthlutun lóða gr 6.1. skal lóðum fyrir raðhús vera að jafnaði úthlutað til framkvæmdaraðila sem hafa það að markmiði að selja eignir til þriðja aðila. Fjöldi gildra umsókna var 4. Að loknum spiladrætti fær SÁ hús ehf. lóðina úthlutaða.
22.14. 2102048 - Umsókn um lóð - Núpahraun 7-11
Anna Lind Sigurðardóttir sækir um lóðina Núpahraun 7-11 fyrir raðhús, sótt er um lóðina Núpahraun 13-17 til vara.
Afgreiðsla: Synjað.
Þar sem fjöldi gildra umsókna eru fleiri en þær lóðir sem eru lausar fer fram úrdráttur. Samkv. reglum um úthlutun lóða gr 6.1. skal lóðum fyrir raðhús vera að jafnaði úthlutað til framkvæmdaraðila sem hafa það að markmiði að selja eignir til þriðja aðila. Fjöldi gildra umsókna var 5. Að loknum spiladrætti fær Pure glacial. lóðina úthlutaða.
22.15. 2102045 - Umsókn um lóð - Núpahraun 13-17
Eyþór Almar Sigurðsson sækir um lóðina Núpahraun 13-17 fyrir raðhús, sótt er um lóðina Núpahraun 7-11 til vara.
Afgreiðsla: Synjað.
Þar sem fjöldi gildra umsókna eru fleiri en þær lóðir sem eru lausar fer fram úrdráttur. Samkv. reglum um úthlutun lóða gr 6.1. skal lóðum fyrir raðhús vera að jafnaði úthlutað til framkvæmdaraðila sem hafa það að markmiði að selja eignir til þriðja aðila. Fjöldi gildra umsókna var 4. Að loknum spiladrætti fær SÁ hús ehf. lóðina úthlutaða.
22.16. 2102044 - Umsókn um lóð - Þurárhraun 27
Hafdís Sigurðardóttir og Vilhjálmur Garðarsson sækja um lóðina Þurárhraun 27 fyrir einbýlishús.
Afgreiðsla: Samþykkt
22.17. 2102042 - Umsókn um lóð - Núpahraun 7-11
Hörður Már Lútherson sækir um lóðina Núpahraun 7-11 fyrir raðhús, sótt er um lóðina Núpahraun 13-17 til vara.
Afgreiðsla: Synjað.
Þar sem fjöldi gildra umsókna eru fleiri en þær lóðir sem eru lausar fer fram úrdráttur. Samkv. reglum um úthlutun lóða gr 6.1. skal lóðum fyrir raðhús vera að jafnaði úthlutað til framkvæmdaraðila sem hafa það að markmiði að selja eignir til þriðja aðila. Fjöldi gildra umsókna var 5. Að loknum spiladrætti fær Pure glacial. lóðina úthlutaða.
22.18. 2102041 - Umsókn um lóð - Núpahraun 7-11
Hnullungur ehf. sækir um lóðina Núpahraun 7-11 fyrir raðhús, sótt er um lóðina Núpahraun 13-17 til vara.
Afgreiðsla: Synjað.
Þar sem fjöldi gildra umsókna eru fleiri en þær lóðir sem eru lausar fer fram úrdráttur. Samkv. reglum um úthlutun lóða gr 6.1. skal lóðum fyrir raðhús vera að jafnaði úthlutað til framkvæmdaraðila sem hafa það að markmiði að selja eignir til þriðja aðila. Fjöldi gildra umsókna var 5. Að loknum spiladrætti fær Pure glacial. lóðina úthlutaða.
22.19. 2102040 - Umsókn um lóð - Núpahraun 7-11
Kolbrún Steinunn Hansdóttir sækir um lóðina Núpahraun 7-11 fyrir raðhús, sótt er um lóðina Núpahraun 13-17 til vara.
Afgreiðsla: Synjað.
Þar sem fjöldi gildra umsókna eru fleiri en þær lóðir sem eru lausar fer fram úrdráttur. Samkv. reglum um úthlutun lóða gr 6.1. skal lóðum fyrir raðhús vera að jafnaði úthlutað til framkvæmdaraðila sem hafa það að markmiði að selja eignir til þriðja aðila. Fjöldi gildra umsókna var 5. Að loknum spiladrætti fær Pure glacial. lóðina úthlutaða.
22.20. 2102039 - Umsókn um lóð - Núpahraun 7-11
Þórarinn Karl Gunnarsson sækir um lóðina Núpahraun 7-11 fyrir raðhús, sótt er um lóðina Núpahraun 13-17 til vara.
Afgreiðsla: Synjað.
Þar sem fjöldi gildra umsókna eru fleiri en þær lóðir sem eru lausar fer fram úrdráttur. Samkv. reglum um úthlutun lóða gr 6.1. skal lóðum fyrir raðhús vera að jafnaði úthlutað til framkvæmdaraðila sem hafa það að markmiði að selja eignir til þriðja aðila. Fjöldi gildra umsókna var 5. Að loknum spiladrætti fær Pure glacial. lóðina úthlutaða.
22.21. 2102038 - Umsókn um lóð - Núpahraun 13-17
Hilmar Andri Hilmarsson sækir um lóðina Núpahraun 13-17 fyrir raðhús, sótt er um lóðina Núpahraun 7-11 til vara.
Afgreiðsla: Synjað.
Þar sem fjöldi gildra umsókna eru fleiri en þær lóðir sem eru lausar fer fram úrdráttur. Samkv. reglum um úthlutun lóða gr 6.1. skal lóðum fyrir raðhús vera að jafnaði úthlutað til framkvæmdaraðila sem hafa það að markmiði að selja eignir til þriðja aðila. Fjöldi gildra umsókna var 4. Að loknum spiladrætti fær SÁ hús ehf. lóðina úthlutaða.
22.22. 2102037 - Umsókn um lóð - Núpahraun 7-11
Hörður Már Lútherson f/h Pure Glacial air sækir um lóðina Núpahraun 7-11 fyrir raðhús, sótt er um lóðina Núpahraun 13-17 til vara.
Afgreiðsla: Samþykkt að loknum spiladrætti að úthluta lóðina Núpahraun 7-11
22.23. 2102035 - Umsókn um lóð - Núpahraun 13-17
Ari Hermann Oddsson sækir um lóðina Núpahraun 13-17 fyrir raðhús, sótt er um lóðina Núpahraun 7-11 til vara.
Afgreiðsla: Synjað.
Þar sem fjöldi gildra umsókna eru fleiri en þær lóðir sem eru lausar fer fram úrdráttur. Samkv. reglum um úthlutun lóða gr 6.1. skal lóðum fyrir raðhús vera að jafnaði úthlutað til framkvæmdaraðila sem hafa það að markmiði að selja eignir til þriðja aðila. Fjöldi gildra umsókna var 4. Að loknum spiladrætti fær SÁ hús ehf. lóðina úthlutaða.
22.24. 2102034 - Umsókn um lóð - Núpahraun 13-17
Hörður Már Lúthersson f/h Pure Glacial air sækir um lóðina Núpahraun 13-17 fyrir raðhús, sótt er um lóðina Núpahraun 7-11 til vara.
Afgreiðsla: Synjað.
Þar sem fjöldi gildra umsókna eru fleiri en þær lóðir sem eru lausar fer fram úrdráttur. Samkv. reglum um úthlutun lóða gr 6.1. skal lóðum fyrir raðhús vera að jafnaði úthlutað til framkvæmdaraðila sem hafa það að markmiði að selja eignir til þriðja aðila. Fjöldi gildra umsókna var 4. Að loknum spiladrætti fær SÁ hús ehf. lóðina úthlutaða.
22.25. 2102033 - Umsókn um lóð - Þurárhraun 27
Steinþór Ólafsson sækir um lóðina Þurárhraun 27 fyrir einbýlishús.
Afgreiðsla: Synjað. Þar sem umsækjandi sækir einnig um lóðina Þurárhraun 29 og fær hana úthlutaða hefur hann ekki forgang samkv. gr. 3.5 í reglum um úthlutun lóða í Sveitarfélaginu Ölfusi.
22.26. 2102032 - Umsókn um lóð - Þurárhraun 29
Steinþór Ólafsson sækir um lóðina Þurárhraun 29 fyrir einbýlishús.
Afgreiðsla: Samþykkt
22.27. 2102031 - Umsókn um lóð - Núpahraun 7-11
Ari Hermann Oddsson sækir um lóðina Núpahraun 7-11 fyrir raðhús, sótt er um lóðina Núpahraun 13-17 til vara.
Afgreiðsla: Synjað.
Þar sem fjöldi gildra umsókna eru fleiri en þær lóðir sem eru lausar fer fram úrdráttur. Samkv. reglum um úthlutun lóða gr 6.1. skal lóðum fyrir raðhús vera að jafnaði úthlutað til framkvæmdaraðila sem hafa það að markmiði að selja eignir til þriðja aðila. Fjöldi gildra umsókna var 5. Að loknum spiladrætti fær Pure glacial. lóðina úthlutaða.
22.28. 2102030 - Umsókn um lóð - Þurárhraun 33
Agnar Bergmann Birgisson sækir um lóðina Þurárhraun 33 fyrir einbýlishús.
Afgreiðsla: Samþykkt
22.29. 2102029 - Umsókn um lóð - Núpahraun 13-17
Ingi Björn Kárason sækir um lóðina Núpahraun 13-17 fyrir raðhús, sótt er um lóðina Núpahraun 7-11 til vara.
Afgreiðsla: Synjað.
Þar sem fjöldi gildra umsókna eru fleiri en þær lóðir sem eru lausar fer fram úrdráttur. Samkv. reglum um úthlutun lóða gr 6.1. skal lóðum fyrir raðhús vera að jafnaði úthlutað til framkvæmdaraðila sem hafa það að markmiði að selja eignir til þriðja aðila. Fjöldi gildra umsókna var 4. Að loknum spiladrætti fær SÁ hús ehf. lóðina úthlutaða.
22.30. 2102028 - Umsókn um lóð - Núpahraun 7-11
Ingi Björn Kárason sækir um lóðina Núpahraun 7-11 fyrir raðhús, sótt er um lóðina Núpahraun 13-17 til vara.
Afgreiðsla: Synjað.
Þar sem fjöldi gildra umsókna eru fleiri en þær lóðir sem eru lausar fer fram úrdráttur. Samkv. reglum um úthlutun lóða gr 6.1. skal lóðum fyrir raðhús vera að jafnaði úthlutað til framkvæmdaraðila sem hafa það að markmiði að selja eignir til þriðja aðila. Fjöldi gildra umsókna var 5. Að loknum spiladrætti fær Pure glacial. lóðina úthlutaða.
22.31. 2102027 - Umsókn um lóð - Þurárhraun 35
Agnar Bergmann Birgisson og Sara Rós Kristinsdóttir sækja um lóðina Þurárhraun 35 fyrir einbýlishús.
Afgreiðsla: Samþykkt
Mál til kynningar
23. 2102015 - Framkvæmdir opinasvæða
Erindi vísað til skipulags- og umhverfisnefn úr Framkvæmda- og hafnarnefnd sem ræddi fyrirhugaðar framkvæmdir opina svæða 2021. Fyrir liggur að aðkoma að Sveitarfélaginu hefur breytst mikið á stuttum tíma. Tilkoma tollaplansins er nú áberandi í aðkomu auk þess sem nýtt íbúðahverfi norðan við núverandi byggð, tillkoma nýrrar flokkunar og móttökustöðvar og uppbygging á hafnarsvæðinu og fl. hefur veruleg áhrif.

Afgreiðsla úr framkvæmda-og hafnarnefnd.
Nefndin telur ástæðu til að leggja ríka áherslu á umhverfisframkvæmdir við aðkomu að þéttbýli Þorlákshafar sunnan og austan hringtorgsins. Vill nefndin í því samhengi ma. líta til þess að gangstéttir verði lagðar frá Selvogsbraut út fyrir hið nýja hverfi og samhliða verði tré gróðursett á því svæði og umhverfið mótað af með mönum og fl. Þá vill nefndin að drög verði lögð að afmörkun flokkunar- og móttökustöðvar, umhverfi við gatnamót Hafnarvegar og Óseyrarbrautar verði bætt, gróður sunnan og norðan Hafnarvegar verði aukin og þar fram eftir götunum.

Nefndin telur að besti fari á því að um verði að ræða samstarfsverkefni Framkvæmda- og hafnarnefndar og Skipulags- og umhverfisnefndar.

Nefndin felur sviðsstjóra að kynna málið fyrir Skipulags- og umhverfisnefnd. Í framhaldi af þeirri kynningu og með hliðsjón af áherslum Skipulags- og umhverfisnefndar verði lagt fram minnisblað frá landslagsráðgjafa með útfærðum og kostnaðarmetnum tillögum að framkvæmdum á svæðinu.

Afgreiðsla: Samþykkt. Nefndin tekur undir sjónarmið Framkvæmda- og hafnarnefndar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:50 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?