Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 13

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
19.11.2020 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Björn Kjartansson varaformaður,
Þór Emilsson formaður,
Hrafnhildur Árnadóttir aðalmaður,
Harpa Þuríður Böðvarsdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson 1. varamaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri, Gunnlaugur Jónasson Skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Jónasson, skipulagfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1911030 - DSK Gata í Selvogi
Deiliskipulag Götu í Selvogi kemur nú enn einu sinni fyrir nefndina. Skipulagsstofnun gerði fleiri athugasemdir eftir síðustu lagfæringar og vill að skipulagsmörk verði færð þannig að ný borhola sé innan skipulagssvæðisins, auk ýmissa smáleiðréttinga, eins og að samræma merkingar á mælikvarða. Þetta hefur verið gert og fylgir leiðréttur uppdráttur í viðhengi.
Afgreiðsla: Samþykkt, nefndin vísar málinu til Bæjarstjórnar og leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að ljúka málinu með auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda í samræmi við 1. málsgrein 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 msbr.
2. 2009012 - ASK og DSK Vesturberg
Skipulagshöfundar hafa endurbætt skipulagslýsinguna eftir samráðsfund sem haldinn var í netheimum nýlega. Nú hefur skipulagssvæðið verið stækkað í vestur og fært fjær Jaðrinum.
Helstu breytingar eru:
Búið að skipta út öllum kortum og setja inn nýja afmörkun.
Reiturinn er orðinn 9 ha. Búið að laga fundarnúmer sem hafði misritast. Dagsetningar og forsíðu lagaðar. 70 metra belti lýst á þrem stöðum með stuttum setningum í kafla um deiliskipulagið, gildandi aðalskipulag og staðarval.

Afgreiðsla: Samþykkt að vinna tillöguna áfram á næstu dögum og tillagan verði í framhald lögð fyrir næsta bæjarstjórnarfund til samþykktar. Skipulagsnefnd beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa lýsinguna í samræmi við 1. málsgrein 30. og 40. greinar skipulagslaga 123/2010 msbr.
3. 1712001 - Deiliskipulag Fiskalón
Skipulagsstofnun gerði athugasemd við deiliskipulag Fiskalóns við Þorlákshafnarveg svo auglýsa þarf tillöguna aftur.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna aftur í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010 msbr.
4. 2003006 - DSK Ísþór Nesbraut 23-27
Skipulagsstofnun hafði deiliskipulagstillöguna til lokayfirferðar í haust og gerði nokkrar athugasemdir við hana og kom með ábendingar.
Voru eftirfarandi breytingar gerðar:
-Skilmálar í kafla 3 gerðir skýrari hvað varaðar umfang og ásýnd mannvirkja.
-Sett heimild fyrir umfangi mannvirkja á einstökum reitum.
-Gerð grein fyrir þeim mannvirkjum sem þegar hafa risið á lóðinni og þeim breytingum sem á þeim eru heimilaðar.
-Nánari skilmálar settir um lóðafrágang, eins og girðingar, stíga og mögulegar kvaðir vegna veitulagna.
-Gerð grein fyrir útfærslu útrásar.
-Borholum fjölgað á uppdrætti úr 11 í 30 á uppdrætti til samræmis við greinargerð.
-Gerð grein fyrir athugasemdum íbúa og annara hagsmunaaðila sem engar voru.
-Upplýsingar um stöðu umhverfismats uppfært þar sem umsögn Skipulagsstofnunnar um umhverfismatið liggur nú fyrir.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að birta auglýsingu um gildistöku skipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar Skipulagslaga nr. 123/2010 msbr.
5. 2011016 - Nesbraut 23, 25 og 27 Ísþór - sameining lóða
Lóðarhafi Nesbraut 23-27 óskar eftir að sameina lóðirnar.
Afgreiðsla: Sameining lóða samþykkt
6. 2010041 - DSK fyrirspurn um hækkun á bílskúr um 50 sentimetra
Húseigandi óskar eftir að fá að hækka bílskúr sinn við Kléberg 13 um 40-50 sentímetra. Eftir breytinguna verðu bílskúrinn jafn hár og íbúðarhúsið á lóðinni.
Afgreiðsla: Samþykkt að grenndarkynna megi erindið fyrir eigendum eftirtalinna húsa: Kléberg nr. 11, 12, 14, 15, í samræmi við 1. málsgrein 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 msbr. eftir að viðeigandi gögn berast frá húseiganda.
7. 2011013 - Umsókn um niðurdælingarhús fyrir Carbfix ohf
Carbfix, sem er dótturfélaga Orkuveitu Reykjavíkur, óskar eftir takmörkuðu byggingarleyfi vegna húss sem á að standa í 8 ár við borholur nærri gatnamótum Þrengslavegar við gamla Hellisheiðarveg. Skissur af fyrirhuguðu húsi, greinargerð og umsókn Carbfix í skjali í viðhengi.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir húsið sem vinnubúðir til fjögurra ára. Skila þarf inn viðeigandi gögnum áður en framkvæmdir hefjast.
8. 2011005 - Fyrirspurn um byggingu geymslu, vinnustofu og baðhúss á lóð
Vilborg Guðjónsdóttir, arkitekt spyr fyrir hönd lóðarhafa Finnsbúð 18 hvort leyft verði að byggja garðhús sem inniheldur vinnustofu, baðhús og geymslu í samræmi við meðfylgjandi gögn. Húsið liggur meðfram lóðamörkum 1,5m frá þeim á annan veginn og 0,8m á hinn veginn. Stærðin er 42m2 auk svokallaðra B-rýma. Núverandi hús er 229,4 m2 svo um er að ræða 18,3% stækkun en 27,5% ef B-rými eru tekin með.
Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í erindið og samþykkir að grenndarkynna það í samræmi við í samræmi við 1. málsgrein 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010, eftir að arkitektinn hefur skilað viðbótargögnum þar sem erindið samræmist nýtingarhlutfalli lóðarinnar. Erindið verður grenndarkynnt fyrir Finnsbúð 16.
9. 2011015 - Unubakki 50 - Sameining lóða og tilfærsla á byggingarreit
Lóðarhafi tveggja lóða við Unubakka, Unubakki 50 og 50B óskar eftir að sameina þær og hnika byggingarreit lítillega til þar sem lagnakvöð liggur undir hann. Sameining lóðanna er í takt við nýsamþykkt deiliskipulag af svæðinu. Sami lóðarhafi er einnig lóðarhafi nágrannalóðar, Unubakka 48
Afgreiðsla: Sameining lóða samþykkt. Tilfærsla á byggingarreit samþykkt enda samræmist hún 3. málsgrein 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 msbr. Athygli er vakin á að vinna þarf nýtt lóðarblað á kostnað lóðarhafa.
10. 2011014 - Nýtt geymslusvæði fyrir gáma
Sviðstjóri leggur til að gert verði tímabundið geymslusvæði fyrir gáma við hliðina á nýrri móttöku- og flokkunarstöð við Norðurbakka 4. Eingöngu verði heimiluð geymsla á gámum og reglur settar sem tryggja snyrtilegt útlit og gjaldtaka verði fyrir notkun svæðisins.
Afgreiðsla: Nefndin leggur til að önnur staðsetning verði fundin.
11. 2011017 - Nafnabreyting T-bær verður Suða
Landeigendur óska eftir að breyta nafni eignar sinnar úr T-bær í Suða.
Einnig óska þau eftir að skráningu hússins verði breytt í Þjóðskrá í sumarhús en þar er það skráð sem söluskáli.

Afgreiðsla: Samþykkt
12. 2011019 - Umsókn um leyfi til að bora - Lækur II - Lóð 3
Lóðareigandi óskar eftir að fá að bora eftir neysluvatni vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsgerðar.
Afgreiðsla: Framkvæmdaleyfi samþykkt.
13. 2011003 - Umsókn um hænsnahald Kléberg 13
Húseigendur óska eftir að halda 6 hænur á lóð sinni, Kléberg 13 í samræmi við reglur um dýrahald í Þorlákshöfn
Afgreiðsla: Samþykkt að húseigandi megi halda allt að 6 hænur í samræmi við reglur um dýrahald í Þorlákshöfn.
14. 1506099 - Umhverfisstefna fyrir Sveitarfélagið Ölfus
Til er umhverfisstefna Ölfuss frá 2014. Hún er birt á heimasíðu Ölfuss sem umhverfistefna 2014-2018. Síðan hún var gerð hefur sveitarfélagið sett sér orku- og auðlindastefnu. Eins samþykkti ríkisvaldið breytingar á lögum um loftslagsmál þar sem ma er kveðið á um að sveitarfélög skuli setja sér loftslagsstefnu. Sjá tengilinn:
https://www.althingi.is/altext/149/s/1850.html

Afgreiðsla: Umhverfis og framkvæmdasviði er falið að uppfæra núverandi umhverfisstefnu sveitarfélagsins og samræma við þær breytingar sem hafa orðið á þessum málaflokki síðan hún var sett.
15. 2011001 - Beiðni um umsögn um aðalskipulagsbreytingu Árborgar - Austurbyggð
Skipulagsfulltrúi Árborgar óskar eftir umsögn Sveitarfélagsins Ölfuss um breytingu á aðalskipulagi Árborgar vegna nýs íbúðahverfis austan við bæinn, Austurbyggð.
Afgreiðsla: Ekki fæst séð að skipulagið snerti hagsmuni Ölfuss. Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við það og felur skipulagsfulltrúa að svara Árborg sbr. meðfylgjandi drög að umsögn.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
16. 2011018 - Beiðni um umsögn um háspennulínur
Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um tvær háspennulínur sem liggja nærri landmörkum Ölfuss en þó utan þeirra. Í viðhengi eru drög að umsögn sveitarfélagsins.
Afgreiðsla: Drög að umsögn samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að senda hana til Skipulagsstofnunnar.
Fundargerð
17. 2011003F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 18
17.1. 2011012 - Umsókn um lóð - Þurárhraun 25
Þorvaldur Garðarsson f/h Hrímgrund ehf. sækir um lóð fyrir einbýlishús. Sótt er um lóðina Þurárhraun 23 til vara.
Afgreiðsla: Samþykkt að úthluta lóðina Þurárhraun 25
17.2. 2011011 - Umsókn um lóð - Pálsbúð 24
Dagný Huld Birgisdóttir sækir um lóð fyrir einbýlishús. Sótt er um lóðina Þurárhraun 12 til vara.
Afgreiðsla: Samþykkt að úthluta lóðina Pálsbúð 24
17.3. 2010030 - Kambastaðir 0 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Hans Heiðar Tryggvason f/h lóðareiganda sækir um byggingarleyfi fyrir Íbúðar og gistihús. samkv. teikningum frá Undra ehf. dags. 16.10.2020

Á lóðinni Kambastaðir ef fyrirhugað að byggja 4 byggingar; Á skilgreindum byggingarreit B1 verður Íbúðarbygging, Á byggingarreit 2 verða Útihús með bílskúr, Yogasalur og gróðurhús ásamt gestahúsi. Allar byggingar verða byggðar upp á sambærilegan hátt úr sömu byggingarefnum, nema gróðurhús sem verður aðkeypt frá framleiðanda. Byggingarnar verða með A formi og verða að mestu timburbyggingar á steyptum sökklum og plötum með gólfhita. Byggingarnar verða klæddar að utan með dökku bárujárni.
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
17.4. 2011010 - Laut 0 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sigurður Unnar Sigurðsson sækir um f/h landeiganda byggingarleyfi
fyrir óeinangraða skemmu úr timbri á steyptum undirstöðum. Samkv. teikningum dags. 10.11.2020
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
17.5. 2005035 - Lind 0 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Birkir Kúld Pétursson sækir um byggingarleyfi f/h eiganda fyrir skemmu samkv. teikningum dags.5.5.2020 frá BK Hönnun ehf.
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
17.6. 2010040 - Fiskalón 171701 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðmundur Gunnarsson sækir um f/h lóðareiganda byggingarleyfi fyrir atvinuhúsnæði samkv. teikningum frá Urban arkitektum, dags. 22.10.2020. Óskað er eftir heimild til að reisa 843,7m² skemmu, byggingin er ætluð undir fiskeldi. Byggingin er á steinsteyptum sökkli og gólfplötu. Burðarvirki er úr heitgalvanhúðuðu stálsúlum og bitum. Byggingin er klædd samlokueiningum, yleiningum.
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
17.7. 2011027 - Víkursandur 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðjón Þórir Sigfússon sækir um f/h lóðareiganda byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við núverandi atvinuhúsnæði samkv. teikningum frá VGS verkfræðistofa, dags. 11.11.2020. Um er að ræða þurrkklefa á 2 hæðum með umferðarrýmum að og frá.
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?