Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 280

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
25.06.2020 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Steinar Lúðvíksson 1. varaforseti,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Kristín Magnúsdóttir bæjarfulltrúi,
Jón Páll Kristófersson bæjarfulltrúi,
Þrúður Sigurðardóttir bæjarfulltrúi,
Guðmundur Oddgeirsson bæjarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2006055 - Orku- og auðlindastefna Ölfuss - Jarðhitasvæði í Ölfusi
Að beiðni Sveitarfélagsins Ölfuss hefur ÍSOR tekið saman yfirlit jarðhitasvæða í Ölfusi. Yfirlitið inniheldur lýsingu og afstöðumyndir/kort af svæðunum ásamt upplýsingum sem gefa til kynna mat á möguleikum til nýtingar, mat á afköstum eða öðrum þáttum sem geta haft áhrif á nýtingu þeirra, s.s. hitastig. Vinna þessi er meðal annars liður í gerð aðalskipulags fyrir Sveitarfélagið Ölfus.

Á fundinn koma sérfræðingar ÍSOR til að gera grein fyrir yfirlitinu.

Bæjarstjórn þakkar kynninguna og vísar framlögðum gögnum til gerðar aðalskipulags. Þá ítrekar bæjarstjórn þá stefnumótun sem fram kemur í Orku- og auðlindastefnu Sveitarfélagsins Ölfuss um að höfuð áhersla nýtingar auðlinda taki mið af því að:

* Að sveitarfélagið sé beinn gerandi í stjórnun auðlinda í sveitarfélaginu.
* Að sveitarfélagið og íbúar þess njóti góðs af auðlindum í sveitarfélaginu.
* Að nýting auðlinda sé sjálfbær.
* Að nýting orku sé meðal forgangsatriða í auðlindastýringu. Þannig verði horft til
áframhaldandi uppbyggingu á umhverfisvænni orkunýtingu.
2. 2006053 - Beiðni um leyfi fyrir yfirborðsrannsóknum
Beiðni frá Reykjavík Geothermal um leyfi fyrir yfirborðsrannsóknum á um 65 km2 svæði í og sunnan við Bolaöldu sem að mestu leyti er í Ölfusafrétti.
Bæjarstjórn lýsir sig áhugasama um erindið en óskar eftir ítarlegri upplýsingum um hvernig erindið fellur að orku- og auðlindastefnu sveitarfélagsins og þá sérstaklega eftirfarandi áhersluatriðum:

* Að sveitarfélagið sé beinn gerandi í stjórnun auðlinda í sveitarfélaginu.
* Að sveitarfélagið og íbúar þess njóti góðs af auðlindum í sveitarfélaginu.
* Að nýting auðlinda sé sjálfbær.
* Að nýting orku sé meðal forgangsatriða í auðlindastýringu. Þannig verði horft til
áframhaldandi uppbyggingu á umhverfisvænni orkunýtingu.

Samþykkt að vísa þeim hluta erindisins sem snýr að hinni verklegu framkvæmd til áframhaldandi umræðu og úrvinnslu í skipulags- og umhverfisnefnd.
3. 1806017 - Kosning í nefndir og ráð Sveitarfélagsins Ölfuss.
Kosningar í embætti innan bæjarstjórnar til eins árs.

1. Kosning forseta til eins árs.
2. Kosning 1. varaforseta til eins árs.
3. Kosning tveggja skrifara til eins árs.
4. Kosning tveggja varaskrifara til eins árs.

Gerð er tillaga um eftirfarandi:

1. Forseti bæjarstjórnar verði Gestur Þór Kristjánsson
2. 1. varaforseti verði Steinar Lúðvíksson
3. Skrifarar verði þær Kristín Magnúsdóttir og Þrúður Sigurðardóttir
4. Varaskrifarar verði þeir Grétar Ingi Erlendsson og Guðmundur Oddgeirsson.

Samþykkt samhljóða.
4. 1806017 - Kosning í nefndir og ráð Sveitarfélagsins Ölfuss.
Kosning í bæjarráð Sveitarfélagsins Ölfuss til eins árs, 3 aðalmenn og 3 til vara.
Gerð er tillaga um að í bæjarráði sitji til eins árs:
Grétar Ingi Erlendsson
Steinar Lúðvíksson
Þrúður Sigurðardóttir

Varamenn verði:
Kristín Magnúsdóttir
Gestur Þór Kristjánsson
Guðmundur Oddgeirsson

Samþykkt samhljóða.
5. 1907011 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Ölfuss 2020-2023 með viðaukum.
Fyrir bæjarstjórn lá viðauki við fjárhagsáætlun fyrir árið 2020. Viðaukinn er unninn að forskrift bæjarráðs og tekur mjög mið af þeim rekstrarlegu forsendum sem breyst hafa vegna alheimsfaraldurs COVID.
Fyrirliggjandi viðauki gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A-hluta versni um 123.660.000 vegna lækkunar tekna í kjölfar COVID heimsfaraldursins.

Skatttekjur lækka um 71.800.000 nettó en á móti kemur að fasteignaskattar hækka um 23.135.000 vegna nýrra lóða og mannvirkja sem ekki voru inni við upphafsálagningu.
Aðrar tekjur lækka um 10.325.000.
Alls er lækkun tekna 82.125.000.

Rekstrarkostnaður hækkar nettó um 41.535.000.
Helstu breytingar eru:

Hækkun útgjalda vegna fjárhagsaðstoðar og barnaverndar um 12.400.000.
Heimagreiðslur til foreldra hækka um 2.800.000, stuðningur við rafíþróttir var samþykktur kr. 3.000.000. Skipulags- og byggingamál hækka um 3.825.000, snjómokstur um 10.745.000 og útgjöld vegna Þekkingarseturs voru samþykkt kr. 6.000.000.

Fjármagnstekjur lækka um 2.550.000 auk þess sem ekki er gert ráð fyrir arði frá LSS.

Þá lækka útgjöld vegna þátttöku í rekstri strætó um 5.320.000.

Varðandi B-hluta þá eru bara settar inn auknar tekjur Hafnarsjóðs út af aukinni umferð og nýja skipinu hjá Smyril-Line upp á 41.500.000.

Fjárfestingar samstæðunnar eru auknar um 62.800.000 nettó.

Aukin framlög til íþróttahúss kr. 57.450.000
Vatnsveita kaup á landi kr.27.300.000

Minni framlög til gatnagerðar, fráveitu og vatnsveitu auk áhrifa af betri niðurstöðum í útboðum upp á 25.000.000. Aðrar tilfærslur eru áætlaðar 2.300.000

Lántökur í A-hluta vegna þessa eru auknar um 35 milljónir frá gildandi fjárhagsáætlun.

Bæjarstjórn samþykkir viðaukann.
6. 2006051 - Gjaldskrá gatnagerðargjalda endurskoðuð
Fyrir bæjarstjórn lágu drög að uppfærðum samþykktum um gatnagerðagjöld. Gögnin eru lögð fram til kynningar og er áætlað að þau verði fullgerð milli funda og komi til afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn þakkar kynninguna.
7. 1603010 - Málefni fatlaðs fólks: Fundargerðir stjórnar Bergrisans.
Fundargerð 17.fundar stjórnar Bergrisans frá 3.júní sl.til kynningar og Verklagsreglur um stuðningsfjölskyldur og Reglur um NPA til staðfestingar.
Bæjarstjórn staðfestir verklagsreglur um stuðningsfjölskyldur og reglur um NPA.
Að öðru leyti er fundargerðin lögð fram til kynningar.
8. 1802028 - DSK Deiliskipulag Gljúfurárholt 2. áfangi
Landeigandi biður um að Skipulags- og umhverfisnefnd skýri heimildir sem felast í gildandi aðalskipulagi varðandi Gljúfurárholt áfanga 2 - Hellu - og Holtagljúfur og leyfi til útbyggingar á því landi sbr. minnisblað í viðhengi, þar sem bent er á að í aðalskipulagi sé vitnað í deiliskipulag svæðisins sem aldrei tók gildi en það innihélt 5 lóðir sem voru 2500 fermetrar en ekki 5000 eins og almennt er gerð krafa um í gildandi aðalskipulagi. Því opni gildandi aðalskipulag á útbyggingu með minni lóðum.
Rétt er að talað er um "þétta byggð skv. fyrirliggjandi deiliskipulagi" í töflu bls. 31 í gildandi aðalskipulagi eins og bent er á.

Landeigandi leggur nú fyrir tillögu að deiliskipulagi með 40 einbýlishúsalóðum sem eru frá 2500 upp í 3500 fermetrar hver.

Afgreiðsla nefndar: Samþykkt. Fallist er á það sjónarmið að aðalskipulag leyfi að hluti lóðanna í áfanga 2 verði allt niður að 2500 fermetrum að stærð. Áréttað er að gildandi aðalskipulag leyfi að hámarki 40 íbúðir á svæðinu. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. að tveim skilyrðum uppfylltum. -Gerður verði samningur um uppbyggingu og uppbyggingarhraða milli sveitarfélags og landeiganda. -Landeigandi leggi fram staðfestan samningi um tengingu við vatnsveitu vegna neysluvatns og slökkvivatns.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar en fer samhliða fram á að samningur sá er vísað er til sé með þeim hætti að tryggt sé að innviðauppbygging sú sem að öllu jöfnu er greidd með gatnagerðagjaldi sé tryggð strax í byrjun. Annað hvort sé slíkri framkvæmd lokið áður en framkvæmdir hefjast eða tryggt með öðrum hætti að sveitarfélagið geti lokið slíkum framkvæmdum á síðari stigum án sérstakra útgjalda verði það ekki gert af framkvæmdaraðila. Í því samhengi vísast til að mynda til bankaábyrgðar vegna áætlaðs kostnaðar.
9. 1901030 - DSK Gljúfurárholt land 8
Gljúfurárholt land 8.
Inngangur: Tillagan kemur nú fyrir nefndina eftir auglýsingu. Skipulagsstofnun gerði athugasemd við að reiðskemma og vélageymsla séu einungis 40 m frá vegi en ekki 50 eins og skipulagsreglugerð segir til um. Þetta hefur nú verið lagfært á viðlögðum uppdráttum.

Afgreiðsla nefndar: Samþykkt. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að ljúka málinu með auglýsingu í B-deild í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
10. 1904035 - DSK Gljúfurárholt land 10
Málið hefur komið fyrir nefndina áður. Ýmsar smáleiðréttingar hafa verið gerðar á uppdrættinum, möguleg hús í byggingarreitum voru sýnd en hafa verið fjarlægð og stafsetning og orðalag bætt. Beðið er eftir undanþágu um fjarlægð íbúðarhúss frá vegi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 1. málsgr. 42 gr. í skipulagslögum 123/2010 m.s.br.

Gestur Þór Kristjánsson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls og við stjórn fundarins tók Steinar Lúðvíksson varaforseti.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
11. 1903049 - DSK Gljúfurárholt 13 og 14
Málið hefur komið fyrir nefndina áður en ýmsar smáleiðréttingar hafa verið gerðar á uppdrættinum, möguleg hús voru sýnd á uppdrætti en hafa verið fjarlægð, fjarlægð húss til landbúnaðarnota frá vegi verið aukin lítillega og stafsetning og orðalag bætt.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði send til Skipulagsstofnunar og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi 1. málsgr. 42 gr. í skipulagslögum 123/2010 m.s.br.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
12. 1904001 - DSK Gljúfurárholt 23 og 24
Málið kemur nú fyrir nefndina eftir auglýsingu. Það hefur tekið ýmsum smábreytingum, m.a. hefur vegtenging við Hvammsveg verið bætt og fjarlægð húss til landbúnaðarnota frá vegi verið aukin lítillega.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst í B-deild stjórnartíðinda í samræmi við 1. málsgr. 42 gr. í skipulagslögum 123/2010 m.s.br.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
13. 2005037 - DSK Dimmustaðir fjórar lóðir
Á síðasta fundi var samþykkt að vinna mætti deiliskipulag af landinu Dimmustaðir sem miðaðist við að skipta því upp í fjórar lóðir. Nú leggur verkfræðistofan Efla fram skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag til samþykktar.

Afgreiðsla nefndar: Samþykkt. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna lýsinguna fyrir umsagnaraðilum og íbúum í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
14. 1506070 - ASK og DSK Þorlákshöfn Skipulagsmál á hafnarsvæði
Aðal- og deiliskipulag fyrir athafnasvæði í Þorlákshöfn var sent til Skipulagsstofunnar til lokameðferðar og birtingar í B-deild viku áður en ársfrestur sem er frá auglýsingatíma var liðin en hann rann út þann 4. maí 2020. Skipulagsstofnun samþykkti að auglýsa aðalskipulagið í B-deild Stjórnartíðinda en gerði athugasemdir við deiliskipulagið.
Þetta þýddi að ekki tókst að auglýsa deiliskipulagið í B-deild áður en ársfrestur var liðinn og að auglýsa þarf tillöguna aftur þegar tekið hefur verið tillit til athugasemda Skipulagstofnunnar.
Veigamesta athugasemdin fjallar um að gera þurfi umhverfismat vegna hins stóra nýja suðurgarðs sem er í gildandi aðalskipulagi og er innan marka deiliskipulagsins og einnig þurfi að gera umhverfismat um efnistökuna úr námunum sem efnið í hann kemur úr.
Eins er gerð athugasemd við það að á nokkrum lóðum sé gefið upp nýtingarhlutfall í töflu en ekki sýndur byggingarreitur á korti auk nokkurra minni háttar athugasemda.
Lagt til að mörkum deiliskipulagssvæðisins verði breytt þannig að suðurgarðurinn verði utan þess og ekki þurfi að gera grein fyrir umhverfisáhrifum sem bygging hans veldur þar sem ekki eru nein áform um að byggja hann að svo stöddu. Einnig er lagt til að aðrar ábendingar/athugasemdir frá Skipulagsstofnun verði lagfærðar eftir því sem við á.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt þegar athugasemdir Skipulagsstofnunnar sem kynntar voru á fundinum hafa verið lagfærðar og auglýst að nýju í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar.
15. 2006029 - DSK Deiliskipulagsbreyting Mánastaðir 1 og 2 - Kambastaðir
Landeigendur Kambastaða sækja um að breyta deiliskipulagi. Á landinu má, skv. nýsamþykktu deiliskipulagi, byggja 5 metra hátt íbúðarhús og 8 metra háa skemmu. Sótt er um að hámarks hæð íbúðarhúss verði 9 metrar og eins vilja eigendurnir auka byggingarmagn lítillega. Skv. deiliskipulagi má byggja ca 600 m2 í allt á landinu en þeir óska eftir að þar megi byggja 850 m2 sem er vel innan við 0,05 nýtingarhlutfall í gildandi aðalskipulagi.

Afgreiðsla nefndar: Samþykkt. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að málið verði samþykkt til auglýsingar í samræmi við 1. málsgr. 41. gr. og 1. málsgr. 43. greinar Skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar.
17. 1706010 - DSK Norðurhraun
Auglýsa þarf aðal- og deiliskipulagsbreytingu vegna Norðurhrauns.
Breyting aðalskipulags felst í því að íbúðum í reit Í-6 í Þorlákshöfn er fjölgað úr 51 í 75 og þéttleiki byggðar eykst úr 9,4 íb/HA í 13,8.
Breyting deiliskipulagsins tekur að mestu til húsgerðar og lóðaskiptingar en aðrir þættir eru einnig endurskoðaðir svo sem lóðarmörk, bílastæðafjöldi og gönguleiðir.
Lögð er fram lýsing á aðalskipulagsbreytingu og aðal- og deiliskipulagsbreyting.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að lýsing aðalskipulagsbreytingar, aðal- og deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við gr 30., 31. og 1. málsgrein 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
16. 1904023 - ASK og DSK Mói - Uppbygging íbúðabyggðar
Skipulagsstofnun hefur yfirfarið gögn málsins og gerði athugasemdir við gögnin. Helstu athugasemdir snúa að kafla um umhverfismat sem vantar í greinargerðir, skilgreiningu á hæðarfjölda, lóðum, bílastæðum og fyrirkomulagi þeirra. Þessu hefur verið brugðist við að mestu.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að eftir að athugasemdir sem fram koma í bréfi skipulagsstofnunar hafa verið endanlega lagfærðar, verði skipulagsfulltrúa falið að auglýsa tillögurnar í samræmi við 1. málsgr. 36. gr. og 1. málsgr. 42. grein gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
Fundargerðir til staðfestingar
18. 2005007F - Bæjarráð Ölfuss - 329
Fundargerð 329.fundar bæjarráðs Ölfuss frá 04.06.2020.
1. 1904013 - Viðbygging Egilsbraut 9. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
2. 2005059 - Gagnvirkt ferðalag - markaðsátak Markaðsstofu Suðurlands og Sóknaráætlunar. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
3. 1911038 - Sambyggð 14b - Bjarg íbúðafélag. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
4. 2006003 - Fyrirspurn um landnemaspildu-Tjaldskógur. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
5. 1602040 - Úthlutunarreglur íbúða á Egilsbraut 9. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
6. 2006004 - Beiðni um afnot af landi. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
7. 2004015 - Aðalfundur Lánasjóðsins 2020. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
8. 2005057 - Greining á fjármálum sveitarfélaga í kjölfar Covid-19. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
9. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn. Til kynningar.
10. 1509058 - Starfsmannamál: samkomulag um kjarasamningsumboð. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og hún staðfest.
19. 2006002F - Bæjarráð Ölfuss - 330
Fundargerð 330.fundar bæjarráðs Ölfuss frá 18.06.2020.
1. 2004050 - Forsetakosningar 2020. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
2. 2006035 - Fasteignaskaskattsálagning 2021. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
3. 2006028 - Hafnarskeið 21. Forkaupsréttur. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og hún staðfest.
20. 2006004F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 37
Fundargerð 37.fundar fjölskyldu- og fræðslunefndar frá 16.06.2020.
1. 1602030 - Leikskólinn Bergheimar: Skýrsla skólastjóra. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
2. 1602028 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Skýrsla skólastjóra. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
3. 2006023 - Grúnnskólinn í Þorlákshöfn. Skólapúlsinn niðurstöður. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og hún staðfest.
21. 2006005F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 13
Fundargerð 13.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 12.06.2020.
1. 2006020 - Umsókn um lóð. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
2. 2005062 - Umsókn um lóð. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
3. 2005064 - Umsókn um lóð. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
4. 2006015 - Umsókn um lóð. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
5. 2006002 - Gata Litla og Stóra 171702 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
6. 2006018 - Unubakki 23 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
7. 2005063 - Gljúfurárholt land13 0 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og hún staðfest.
22. 2006001F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 8
Fundargerð 8.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 11.06.2020.
1. 1901020 - Dráttarbátur Þorlákshöfn. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
2. 2003011 - Hafnarframkvæmdir. Til kynningar.
3. 2006005 - Umferð um hafnarsvæðið. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
4. 1911003 - Stækkun kirkjugarðs í Þorlákshöfn. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
5. 1904013 - Viðbygging Egilsbraut 9. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
6. 1911008 - Verklegar framkvæmdir. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og hún staðfest.
23. 2005008F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 8
Fundargerð 8.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 18.06.2020.
1. 1802028 - DSK Deiliskipulag Gljúfurárholt 2. áfangi. Hellu- og Holtagljúfur. Tekið fyrir sérstaklega.
2. 2005037 - DSK Dimmustaðir fjórar lóðir. Tekið fyrir sérstaklega.
3. 1901030 - DSK Gljúfurárholt land 8. Tekið fyrir sérstaklega.
4. 1904035 - DSK Gljúfurárholt land 10. Tekið fyrir sérstaklega.
5. 1903049 - DSK Gljúfurárholt 13 og 14. Tekið fyrir sérstaklega.
6. 1904001 - DSK Gljúfurárholt 23 og 24. Tekið fyrir sérstaklega.
7. 1506070 - ASK og DSK Þorlákshöfn Skipulagsmál á hafnarsvæði. Tekið fyrir sérstaklega.
8. 1904023 - ASK og DSK Mói - Uppbygging íbúðabyggðar. Tekið fyrir sérstaklega.
9. 1706010 - DSK Norðurhraun. Tekið fyrir sérstaklega.
10. 2006029 - DSK Deiliskipulagsbreyting Mánastaðir 1 og 2 - Kambastaðir. Tekið fyrir sérstaklega.
11. 2006007 - Skilti við þjóðveginn. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
12. 2006017 - 30 km hámarkshraði í hverfinu Berg. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
13. 2006016 - Hraðakstur og þungaumferð gegnum Búðahverfi. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
14. 2006014 - Staða vöruflutningabíla í óleyfi í bænum. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
15. 2006022 - Umhverfisverðlaun Ölfuss. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
16. 2003006 - Borholur - Ísþór Nesbraut 23-27. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
17. 2003010 - DSK Lækur II - lóð 3. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
18. 2006024 - Vegsvæði Þrastarvegur 5 umsókn um stofnun lóðar undir vegsvæði. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
19. 2006033 - Vegsvæði - Þrastarvegur 7 umsókn um stofnun lóðar. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
20. 2006034 - Vegsvæði - Þrastarvegur 9 umsókn um stofnun lóðar. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
21. 2006031 - Vegsvæði - Kögunarhóll stofnun lóðar. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
22. 2006030 - Vegsvæði Ásnesi stofnun á lóð. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
23. 2006032 - Kirkjuferjuhjáleiga stofnun lóðar.Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
24. 2006039 - Vatnsbólið Berglind - girðing og merking. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
25. 2005060 - Umsögn breyting á aðalskipulagi Kópavogs. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
26. 2006008 - Umsögn um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur - sértæk búsetuúrræði.Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
27. 2006010 - Umsögn um breytt aðalskipulag Reykjavíkur í Skerjafirði. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
28. 2006011 - Umsögn - breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur - Snarfarahöfn.Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
29. 2006019 - Umsögn um 2500 tonna fiskeldi Laxabraut 9 - Laxar Fiskeldi ehf. Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
30. 2006005F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 13. Tekið fyrir sérstaklega.

Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og hún staðfest.
Fundargerðir til kynningar
24. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 883.fundur frá 8.maí sl. og 884. fundur frá 20.maí sl.
Lagðar fram til kynningar.
25. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar SASS.
Fundargerð 558.fundar stjórnar SASS frá 22.maí sl.
Lögð fram til kynningar
26. 1601020 - Hreinlætismál Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð 293.fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 26.maí sl.
Lögð fram til kynningar.
27. 1605028 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga.
Fundargerð 18.fundar Héraðsnefndar Árnesinga frá 12.maí sl.
Lögð fram til kynningar.
Bæjarstjórn samþykkir að fundur júlímánaðar falli niður og að næsti reglulegi fundur verði 27.ágúst.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?