Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 294

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
30.09.2021 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Steinar Lúðvíksson 1. varaforseti,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Kristín Magnúsdóttir bæjarfulltrúi,
Jón Páll Kristófersson bæjarfulltrúi,
Þrúður Sigurðardóttir bæjarfulltrúi,
Guðmundur Oddgeirsson bæjarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Forseti óskaði eftir því að taka inn með afbrigðum mál nr.1806071, kosning í nefndir og ráð Sveitarfélagsins Ölfuss og mál nr.2105036 breyting á fundartíma bæjarstjórnar Ölfuss. Var það samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1605028 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga.
Í framhaldi af fyrri umræðu tók bæjarstjórn á ný til umfjöllunar húsnæðismál Héraðsskjalasafns Árnesinga og verkferla Héraðsnefndar þar að lútandi.

Fyrir bæjarstjórn lá álit lögmanns sveitarfélagsins þar sem m.a. er bent á að ekki verði hjá því komist að velta fyrir sér hvort að hinir sértæku útboðsskilmálar hafi beinlínis verið sniðnir að tilboði Akurhóla, sem var eina tilboðið sem barst. Þar með hafi önnur fyrirtæki hreinlega verið útilokuð frá þátttöku í útboðinu og hagsmunir sveitarfélaganna fyrir borð bornir. Í því samhengi er til að mynda bent á að þrátt fyrir loforð Sveitarfélagsins Árborgar um að leggja til gjaldfrjálsa lóð undir Héraðsskjalasafnið þá er Austurvegur 60, þar sem fyrirhugað er að byggja umrætt hús, enn í eigu Akurhóla. Ekki hefur verið sýnt fram á að lóðarverðið sé ekki inni í byggingarkostnaði og greiðist því af Hérðasskjalasafninu og þar með sveitarfélögunum.
Í öllu falli leikur enn vafi á því hvort að Héraðsnefnd sé í reynd að njóta þeirra gæða sem fólgin eru í tilboði Árborgar um gjaldfrjálsa lóð.


Lögð fram tillaga um að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar bæjarstjórnar og var hún samþykkt með 6 atkvæðum, Gestur Þór Kristjánsson greiddi atkvæði á móti tillögunni.
2. 2107020 - Kerfisáætlun Landsnets
Fyrir bæjarstjórn lá umsögn Sveitarfélagsins Ölfuss vegna kerfisáætlunar Landsnets 2021-2030. Umsögnin var send í kjölfarið á auglýsingu þar sem ROE bauð viðskiptavinum Landsnets og væntanlegum viðskiptavinum að koma á framfæri umsögnum vegna kerfisáætlunar 2021-2030 með hliðsjón af markmiðum m.a. um öryggi, skilvirkni, áreiðanleika afhendingar, hagkvæmni og gæði raforku.

Í erindinu kemur fram að umfang þeirra verkefna sem eru í undirbúningi í Sveitarfélaginu Ölfusi sé með þeim hætti að þau kalla á töluvert meiri orku en áætlanir Landsnets gera ráð fyrir að hægt verði að afhenda inn á svæðið. Sérstaklega er í erindinu vikið að þörfum grænna orku- og iðngarða sem eru í undirbúningi en innan þess klasa starfa m.a. landeldisfyrirtæki, seiðaeldi, jarðefnavinnslur, ylrækt, gagnaver, orkufyrirtæki o.fl. en fyrir liggur að orkuþörf þessara fyrirtækja er langt yfir afhendingargetu Landsnets.


Bæjarstjórn tekur undir þá afstöðu sem fram kemur í umsögn vegna kerfisáætlunar Landsnets og lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðu orkumála í sveitarfélaginu. Bæjarstjórn leggur þunga áherslu á að strax verði hafin vinna til að bæta afhendingaröryggi raforku í sveitarfélaginu og óskar eftir því að tafarlaust verði hafin undirbúningur hjá Landsneti að aflaukningu umfram 30-35 MW til Þorlákshafnar með það að markmiði að stytta mögulegan framkvæmdartíma niður í 2-3 ár eftir að kominn er skuldbindandi samningur við viðskiptavin.

Samþykkt samhljóða.
3. 2109051 - Ársþing SASS 2021
Ársþing SASS sem haldið verður á Stracta hótelinu á Hellu 28.-29. október nk.

Lagt fram fundarboð á ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem haldið verður 28. og 29. október nk. á Stracta hótelinu á Hellu. Á ársþinginu verða haldnir aðalfundir SASS, HSL og SOS.

Skv. samþykktum á Sveitarfélagið Ölfus 5 fulltrúa á aðalfund SASS, 5 fulltrúa hjá HSL og 1 á aðalfund SOS.

Bæjarstjórn samþykkir að fulltrúar sveitarfélagsins á aðalfundi SASS og aðalfundi Heilbrigðiseftirlitsins verði:
Frá D-lista; Grétar Ingi Erlendsson, Björn Kjartansson, Gestur Þór Kristjánsson.
Frá O-lista; Þrúður Sigurðardóttir, Jón Páll Kristófersson

Fulltrúi á aðalfundi Sorpstöðvar Suðurlands: Ingibjörg Kjartansdóttir.

Samþykkt samhljóða.

4. 2007006 - DSK Stóri - Saurbær 3
Skipulagsstofnun gerði aftur athugasemd við að deiliskipulagið væri birt í B-deild. Skipulagið hefur verið uppfært í samræmi við athugasemdirnar.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar samþykkt.
5. 2109030 - Mánastaðir 1 grenndarkynning aukið byggingarmagn
Landeigandi óskar eftir að grenndarkynna aukið byggingarmagn á lóð sinni svo hann geti flutt þangað 30 fermetra tilbúið gestahús. Sótt er um að auka byggingarmagn á lóðinni, sem er 5151,1 fermetrar, um 25,5 m2. Á lóðinni má byggja samtals allt að 260 fermetra húsnæðis skv. deiliskipulagi. Við breytinguna verður heimilt að byggja allt að 285,5 fermetra húsnæðis, sem er aukning um 25,5 fermetra eða 9,8%.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 2. málsgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Tillagan verði grenndarkynnt með bréfi til lóðarrétthafa aðliggjandi lóða sem eru lóðirnar: Hreiður, Mánastaðir 2, Mánastaðir 4 og Sóltún.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2109032 - DSK Bakki deiliskipulag vegna lóðar fyrir frístundabyggð
EFLA ehf fyrir hönd landeigenda sem hafa hug á að skipta út hluta lands síns Bakka 2, leggja fram deiliskipulag sem sýnir landið/lóðina. Landið sem skipta á út er sýnt sem frístundabyggð í aðalskipulagi og er það einnig á deiliskipulagstillögunni.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2107007 - DSK Helluholt - Hellu- og Holtagljúfur - Gljúfurárholt áfangi II
Lögð er fram endurskoðuð tillaga fyrir Helluholt þar sem Heilbrigðiseftirlitið gerði athugasemd á auglýsingatíma. Gerði eftirlitið athugasemd við að útfærsla hreinsimannvirkja væri ekki sýnd á uppdrætti, bent á mikilvægi þess að farið væri eftir kröfum sem gilda um hreinsun skólps og benti á reglugerðarákvæði þar um. Eins var áréttað að tryggja skyldi öruggt aðgengi að neysluvatni. Tekið hefur verið tillit til þessara atriða í deiliskipulagstillögunni.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þegar gengið hefur verið frá samningi um innviði sem er vinnslu.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2012022 - DSK Hafnarsvæði - breyting deiliskipulag
Haukur Benediktsson leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir hönd Farice ehf. þar sem sýnd er ný lóð fyrir tengihús í samræmi við fyrri samþykktir nefndarinnar.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar samþykkt.
9. 1610015 - ASK og DSK Deili- og aðalskipulagsbreyting, Riftún neðan vegar
Skipulagsstofnun gerði athugasemd við innsend gögn þegar hún fékk tillögu um breytingu á aðalskipulagi til yfirferðar fyrir auglýsingu. Tillagan hefur nú verið lagfærð í samræmi við athugasemdirnar og er nú lögð fram að nýju ásamt deiliskipulagstillögu sem áform eru um að auglýsa samhliða aðalskipulagsbreytingartillögunni. Nýverið voru samþykktar breytingar á jarðarlögum nr. 81/2004 sem fjalla m.a. um breytingu á landnotkun. Nú er gert grein fyrir áhrifum tillögunnar á búrekstrarskilyrði í umhverfismati í greinargerð og spurningum varðandi breytinguna svarað í samræmi við leiðbeiningar sem Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út þar um.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillögurnar í samræmi við 31. gr. og 1. málsgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Nefndin leggur enn fremur til að bæjarstjórn samþykki landskipti og stofnun lóða í samræmi við deiliskipulagstillöguna.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2005037 - DSK Dimmustaðir fjórar lóðir
Skipulagsstofnun gerði tvær athugasemdir við deiliskipulagið við lokayfirferð tillögunnar. Þar sem aðalskipulagi svæðisins hefur verið breytt í íbúðarsvæði þurfti að uppfæra greinargerð varðandi samræmi við aðalskipulag og eins að sýna nýjasta uppdrátt aðalskipulags á deiliskipulagsuppdrætti. Stofnunin benti einnig á óverulegan annarka á málsmeðferð. Þessu hefur verið nú verið breytt og er tillaga tilbúin til auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgrein 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
11. 2109031 - Bætt aðkoma og aðstaða í Skötubót
Komið hefur fram tillaga um bætta aðstöðu og aðkomu að Skötubót. Skötubót er mikið notaður útivistarstaður en því miður rennur þar óhreinsað skólp frá bænum til sjávar. Komið hefur fram tillaga um bætta aðkomu að svæðinu, austar en aðkoman er í dag og beina þannig þeim sem nýta svæðið til sjósunds austar en nú er en ríkjandi straumar eru líklegir til að tryggja að hreinn sjór sé á því svæði.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin fagnar tillögunni og vísar henni til bæjarstjórnar og leggur til að tekið verði á hreinsun skólps frá bæjarfélaginu.

Tillagan lögð fram til kynningar og rædd áfram í vinnu við fjárhagsáætlunargerð sveitarfélagsins.
12. 2109046 - Umsögn um matstilkynningu vegna hafnar í Þorlákshöfn
Skipulagsstofnun biður um umsögn sveitarfélagsins vegna greinargerðar með tilkynningu til ákvörðunar um matsskyldu sem Skipulagsstofnun fékk vegna fyrirhugaðra framkvæmda við höfnina í Þolákshöfn.

Sveitarfélagið hefur farið yfir framlögð gögn og telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar í greinargerðinni og að ekki sé þörf á að framkvæmdin fari í mat á umhverfisáhrifum.
28. 1806017 - Kosning í nefndir og ráð Sveitarfélagsins Ölfuss.
Breyting á fulltrúum D lista í Héraðsnefnd Árnesinga.
Tillaga er um að Gestur Þór Kristjánsson taki sæti Kristínar Magnúsdóttur sem aðalmaður í framkvæmdastjórn Héraðsnefndar og í stjórn Tónlistarskóla Árnesinga.

Samþykkt samhljóða.

29. 2105036 - Fundartími bæjarstjórnar
Tillaga um breytingu á reglulegum fundartíma bæjarstjórnar í október vegna SASS þings.
Vegna ársþings SASS er lagt til að næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verði 21.október nk.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til staðfestingar
13. 2108005F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 24
Fundargerð 24.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 23.09.2021 til staðfestingar.

1. 2012022 - DSK Hafnarsvæði - breyting deiliskipulag. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2109041 - Sameining fjögurra lóða í Gljúfurárholti. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2007006 - DSK Stóri - Saurbær 3. Tekið fyrir sérstaklega.
4. 2107007 - DSK Helluholt - Hellu- og Holtagljúfur - Gljúfurárholt áfangi II. Tekið fyrir sérstaklega.
5. 2109032 - DSK Bakki deiliskipulag vegna lóðar fyrir frístundabyggð. Tekið fyrir sérstaklega.
6. 2109033 - DSK Árbær 3 lnr 171652. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2005037 - DSK Dimmustaðir fjórar lóðir. Tekið fyrir sérstaklega.
8. 2109037 - DSK Brúarhvammur 3. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2109040 - Olíugeymir við ÓB bensínstöð. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 1610015 - ASK og DSK Deili- og aðalskipulagsbreyting, Riftún neðan vegar. Tekið fyrir sérstaklega.
11. 2109030 - Mánastaðir 1 grenndarkynning aukið byggingarmagn. Tekið fyrir sérstaklega.
12. 2108064 - Bolalda - stofnun lóða á vélhjólsvæði. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
13. 2108063 - Hlíðartunga land - Stofnun tveggja lóða. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
14. 2109005 - Árbær 3 landnr. 171660 leiðrétting lóðarstærð. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
15. 2105032 - ASK og DSK Frístundabyggð Riftún ofan vegar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
16. 2109003 - Eima - frístundabyggð í nýju aðalskipulagi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
17. 2109035 - ASK Akurholt uppbygging í nýju aðalskipulagi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
18. 2108062 - Skíðalyfta Bláfjöll umsókn um framkvæmdaleyfi og stofnun lóðar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
19. 2109026 - Nafn á nýju og eldra hverfi í Gljúfurárholti. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
20. 2109027 - Heinaberg 12 tímabundin atvinnustarfsemi í íbúðarhverfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
21. 2108060 - Aparóla í Hveragerði á landamörkum Ölfuss. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
22. 2109029 - Aukin vinnsla jarðhita á Hellisheiði - Umsögn um matsspurningu. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
23. 2109031 - Bætt aðkoma og aðstaða í Skötubót. Tekið fyrir sérstaklega.
24. 2109038 - Hafnarberg 23 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
25. 2109004F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 29. Tekið fyrir sérstaklega.
26. 2109009 - Vatnsveita-nýting og stjórnun grunnvatnsauðlinda. Til kynningar.
27. 2108059 - Erindi Golfklúbbs Þorlákshafnar um flutning (jarðsetningu) raflínu. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
14. 2109005F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 31
Fundargerð 31.fundar íþrótta- og tómstundanefndar frá 16.09.2021 til staðfestingar.

1. 2104034 - Umsóknir í afreks- og styrktarsjóð Ölfuss. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2104034 - Umsóknir í afreks- og styrktarsjóð Ölfuss. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
15. 2109001F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 19
Fundargerð 19.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 09.09.2021 til staðfestingar.

1. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2109006 - Efniskaup stálþils - Niðurstaða útboðs. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2109007 - Skipulag lóða á hafnarsvæði. Til kynningar.
4. 2101012 - Framkvæmdaráætlun 2021. Til kynningar.
5. 2109010 - Samningur um grjótnám á lóð Landeldis. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2108058 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir færanlega malbikunarstöð. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
16. 2108007F - Bæjarráð Ölfuss - 356
Fundargerð 356.fundar bæjarráðs frá 02.09.2021 til staðfestingar.

1. 2106074 - Ósk um launað námsleyfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2106050 - Alþingiskosningar 2021. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2106057 - Stofnlagnir að nýju íbúðarsvæði. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
17. 2109003F - Bæjarráð Ölfuss - 357
Fundargerð 357.fundar bæjarráðs frá 23.09.2021 til staðfestingar.

1. 2109036 - Skólaakstur dreifbýli Ölfuss. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2104035 - Yfirlit um innheimtuþjónustu 2020. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2109042 - Leigusamningur Hafnarberg 1. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 1904023 - ASK og DSK Mói - Uppbygging íbúðabyggðar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2109001 - Innleiðing laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
18. 2109004F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 29
Fundargerð 29.fundar afgreiðslunefnar byggingarfulltrúa frá 10.09.2021 til staðfestingar.

1. 2109018 - Umsókn um lóð - Víkursandur 10
2. 2109013 - Umsókn um lóð - Þurárhraun 8
3. 2109028 - Umsókn um lóð - Þurárhraun 8
4. 2109023 - Hnjúkamói 16 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
5. 2109017 - Miðbakki 4 DRE - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
6. 2109022 - Hnjúkamói 14- Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
7. 2109016 - Pálsbúð 26 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
8. 2109015 - Þurárhraun 33 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
9. 2109014 - Þurárhraun 35 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
19. 2109008F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 30
Fundargerð 30.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 28.09.2021 til staðfestingar.

1. 2108050 - Kirkjuferja 171747 - Umsókn - byggingarleyfi niðurrif
2. 2109045 - Vesturbakki 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
Fundargerðir til kynningar
20. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 900.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26.08.2021 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
21. 1506123 - Skóla- og velferðarmál Fundargerðir NOS.
Fundargerðir stjórnar NOS frá 31.08.2021 og 13.09.2021 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
22. 1603010 - Málefni fatlaðs fólks fundargerðir stjórnar Bergrisans.
Fundargerðir 28.fundar stjórnar Bergrisans frá 19.03.2021, 29.fundar frá 09.04.2021, 30.fundar frá 07.06.2021 og 31.fundar frá 15.07.2021 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
23. 1607014 - Skóla og velferðarmál Fundargerðir skólaþjónustu og velferðarnefndar Árnesþings.
Fundargerðir 47.fundar skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings frá 10.03.2021, 48.fundar frá 11.05.2021, 49.fundar frá 18.05.2021 og 50.fundar frá 26.05.2021 til kynningar.

Taka þarf sérstaklega fyrir lið 3, reglur um félagslegt húsnæði ásamt greinargerð og lið 5, reglur um stuðningsþjónustu við börn og fjölskyldur ásamt greinargerð, í fundargerð 50.fundar.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða reglur um félagslegt húsnæði ásamt greinargerð og reglur um stuðningsþjónustu við börn og fjölskyldur ásamt greinargerð.

24. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar SASS.
Fundargerð 572.fundar stjórnar SASS frá 03.09.2021 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
25. 1601020 - Hreinlætismál Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð 304.fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 24.08.2021 og 305.fundar frá 21.09.2021 til kynningar.


Lagt fram til kynningar.
26. 2103058 - Markaðsstofa fundargerðir
Fundargerðir Markaðsstofu Suðurlands frá 12.05.2021, 07.06.2021 og 14.06.2021 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
27. 1701026 - Brunamál Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu
Fundargerðir 16.fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 12.05.2021, 17.fundar frá 17.05.2021, 18.fundar frá 03.06.2021 og 19.fundar frá 23.09.2021 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?