Fundargerðir

Til bakaPrenta
Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 34

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
13.08.2025 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sigríður Vilhjálmsdóttir formaður,
Davíð Arnar Ágústsson aðalmaður,
Bettý Grímsdóttir 1. varamaður,
Hlynur Logi Erlingsson aðalmaður,
Helena Helgadóttir leikskólastjóri,
Ólína Þorleifsdóttir skólastjóri,
Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir leikskólastjóri,
Svala Ósk Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Ragnheiður María Hannesdóttir áheyrnarfulltrúi,
Valur Rafn Halldórsson áheyrnarfulltrúi,
Ingibjörg Lilja Pálsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Jóhanna M Hjartardóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir, sviðsstjóri
Formaður setti fund og óskaði eftir athugasemdum við fundarboð en engar bárust.

Hrafnhildur Lilja Harðardóttir boðaði forföll. Ekki náðist að boða varamann.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2311012 - Skýrsla leikskólastjóra Bergheima
Leikskólastjóri fór yfir viðhalds- og nýframkvæmdir á húsnæði og lóð leikskólans í sumar. Hjallastefnan verður innleidd að fullu í vetur og var gerð breyting á uppröðun kjarna, til að allir fái nægt pláss og geti betur notið sín. Yngstu barna kjarnar voru færðir í miðju hússins og um leið fækkað í barnahópnum. Í vetur eru 94 nemendur skráðir í leikskólann.
Nefndin þakkar kynninguna og fagnar þeim breytingum sem er verið að klára á útisvæði leikskólans.
2. 2508010 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn - Sjálfsmatsskýrsla skólaárið 2024-2025
Sjálfsmatsskýrsla grunnskólans lögð fram til umfjöllunar.

Í þessari skýrslu er lýsing á því mati sem fór fram skólaárið 2024-2025. Í skýrslunni er farið yfir markmið matsins, niðurstöður og hvernig unnið var með þær upplýsingar sem aflað var. Sett er fram umbótaáætlun fyrir næsta skólaár og hvað gert hefur verið á þessu ári. Niðurstöðum kannana og samtala verða gerð skil í þessari skýrslu. Að lokum er birt þriggja ára áætlun sjálfmats skólans.

Nefndin þakkar kynninguna og leggur áherslu á að markvisst verði áfram unnið að því að bæta námsárangur nemenda með mælingum samhliða samræmdum prófum á lands vísu.
3. 2508007 - Leikskólinn Hraunheimar - Skólanámskrá 2025
Drög að skólanámskrá Leikskólans Hraunheima lögð fram til umfjöllunar.
Nefndin þakkar kynninguna.
4. 2508008 - Leikskólinn Hraunheimar - Foreldrahandbók
Drög að foreldrahandbók Leikskólans Hraunheima lögð fram til umfjöllunar.
Nefndin þakkar kynninguna.
5. 2508009 - Leikskólinn Hraunheimar - Starfsmannahandbók
Drög að starfsmannahandbók Leikskólans Hraunheima lögð fram til umfjöllunar.
Nefndin þakkar kynninguna.
6. 2112015 - Skólastefna Sveitarfélagsins Ölfuss
Skólastefna Ölfuss lögð fram til endurskoðunar. Nýr kafli settur inn um nýjan leikskóla, Hraunheima og uppfærðar upplýsingar um Leikskólann Bergheima og Grunnskólann í Þorlákshöfn. Jafnframt eru teknar út tölulegar upplýsingar um nemendafjölda sem er breytilegur á milli ára.
Breytingar á texta skólastefnu bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
7. 2507037 - Skólaþjónusta Ölfuss - handbók 2025
Sviðsstjóri lagði fram fyrstu drög að handbók Skólaþjónustu Ölfuss til kynningar. Næstu skref felast í að vinna einstaka kafla í samvinnu við stjórnendur skólanna í Ölfusi og með sérfræðingum skólaþjónustunnar.
Áfram verður unnið með drögin í samvinnu við skólana og sérfræðinga í Skólaþjónustu Ölfuss. Horft til þess að handbókin verði lifandi skjal en að loka drög verði lögð fram á fundi fjölskyldu og fræðslunefndar í október.
8. 2507034 - Reglur um stofn og aðstöðustyrk vegna daggæslu í heimahúsum
Drög að reglum um stofn- og aðstöðustyrk vegna daggæslu í heimahúsum lagðar fram til umfjöllunar.
Nefndin staðfestir reglurnar samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?