Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 71

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
20.08.2025 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Guðbergur Kristjánsson formaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Erla Sif Markúsdóttir aðalmaður,
Sigfús Benóný Harðarson 1. varamaður,
Berglind Friðriksdóttir aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi
Inná fundi undir mál nr 1 mætir Kristleifur Guðjónsson frá verkfræðistofunni Eflu og kynnir framkvæmdina.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2302008 - Ný fráveituhreinsistöð
Lögð fram til kynningar uppfærð hönnun á hreinsistöð og tillaga af dælubrunni og útrás, á fundinn mætir Kristleifur Guðjónsson frá verkfræðistofunni Eflu og fer yfir gögnin
Afgreiðsla: Lagt fram
2. 2406028 - Suðurvarabryggja-Yfirborðsfrágangur
Sviðstjóri fór yfir stöðu framkvæmda.
Afgreiðsla: Nefndin þakkar upplýsingarnar.
3. 2508028 - Samgönguáætlun 2026-2030Þorlákshöfn
Lögð er fram til samþykktar umsókn um framlag til hafnarframkvæmda á samgönguáætlun 2026-2030.
Afgreiðsla: Framkvæmda- og hafnarnefnd þakkar framlögð gögn. Nefndin telur gögnin spegla afstöðu hennar til þarfra framkvæmda á næstu árum. Í því samhengi ítrekar nefndin mikilvægi þess að samgönguyfirvöld styðji við áframhaldandi þróun Þorlákshafnar. Mikilvægi Þorlákshafnar í þjónustu við vörusiglingar er óumdeilt. Þá liggur fyrir að uppbygging sem á sér stað m.a. í tengslum við matvælaframleiðslu, jarðefnaiðnað og annan inn- og útflutning í Ölfusi, krefst þess að innviðir sveitarfélagsins, þá sér í lagi þéttbýli Þorlákshafnar, séu styrktir verulega. Þær fjárfestingar sem hafa verið á undanförnum árum í hafnarmannvirkjum eru þegar farnar að skila sér í auknum umsvifum og ljóst að Þorlákshöfn mun leika lykilhlutverk í þeirri uppbyggingu sem á sér stað innan sveitarfélagsins, í landshlutanum og á landinu öllu. Til að tryggja áframhaldandi vöxt og verðmætasköpun er nauðsynlegt að höfnin vaxi samhliða. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi umsókn um framlag í samgönguáætlun 2026-2030
4. 2508030 - Uppbyggingu hafnarinnar og aðstöðu Smyril Line í Þorlákshöfn
Lagt er fram til samþykktar minnisblað um uppbyggingu hafnarinnar og aðstöðu Smyril Line í Þorlákshöfn
Afgreiðsla: Samþykkt
5. 2508029 - Beiðni um viðauka kaup á löndunartjaldi
Hafnarstjóri leggur fram beiðni um viðauka fyrir kaupum á gámatjaldi á Svartaskersbryggju sjá minnisblað.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar næsta árs.
6. 2501021 - Framkvæmdaráætlun 2024-25
Farið var yfir stöðu helstu verklegra framkvæmda sem eru á áætlun 2024-25.
Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?